Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ YFIRSKRIFT 2. þings Kennara- sambands Íslands sem haldið verð- ur dagana 8. og 9. mars nk. er „Kennsla aðlaðandi ævistarf“. Þar verða ýmsir þættir þessarar fullyrðingar krufnir til mergjar í umræðu um fmennsku kennara og inntak kennarastarfsins. Skortur á vel mennt- uðum kennurum er þjóðfélagslegt vanda- mál víða um lönd. Á sama tíma er heims- myndin að breytast, eiginleg landamæri að hverfa og samfélagið hrópar á aukna mennt- un og hæfari einstak- linga í vaxandi sam- keppni. Við þessar aðstæður er þörf á enn betur menntuðum kennurum en áð- ur sem sjá og skilja kröfur nýrrar aldar. Hér á landi hefur árum saman verið viðvarandi skortur á menntuð- um kennurum. Um 20% grunnskóla- kennara eru leiðbeinendur. Nær þriðjungur framhaldsskólakennara hefur ekki full kennsluréttindi og aðeins um 40% starfsmanna leik- skóla hafa hlotið tilskilda menntun. Almennur vinnumarkaður Lág laun hafa löngum verið talin meginástæða þess að erfitt hefur verið að fá menntaða kennara til starfa í skólum og laða ungt fólk til kennaranáms. Með nýjum kjara- samningum hafa laun íslenskra kennara batnað og standast þau nú betur en áður samanburð við laun annarra vel menntaðra hópa. Hins vegar má ekki gleyma því að á al- mennum vinnumarkaði er í auknum mæli sóst eftir fólki með kennara- menntun og reynslu af kennslustörf- um. Ríki og sveitarfélög eru því í samkeppni við einkamarkaðinn um vel menntað fólk til kennslustarfa. Breytt skipulag Tæplega 4500 kennarar, að skóla- stjórum og aðstoðarskólastjórum meðtöldum, starfa í grunnskólum landsins á þessu skólaári. 80% þeirra eru með kennsluréttindi. Gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun grunnskólanemenda á næstu árum en fleira hefur áhrif á kennaraþörf- ina. T.d. er ljóst að fjölgun kennslu- stunda sem kom að fullu til fram- kvæmda í haust kallar á fleiri kennara til starfa. Ný sýn og breytt skipulag skólastarfs sem endur- speglast í gildandi kjarasamningi grunnskólans gerir einnig kröfur um fleira kennaramenntað fólk til starfa í skólunum. Aldursdreifing íslenskra grunn- skólakennara er ekki verulega frá- brugðin aldursdreifingu kennara í öðrum OECD löndum. Í október 2000 voru 60% grunnskólakennara 40 ára og eldri. 14,5% voru 29 ára og yngri, 27,8% á aldrinum 30 – 39 ára, 31% á aldrinum 40 – 49 ára og 22,9% á aldrinum 50 – 59 ára og 7% voru 60 ára og eldri. Aldursskipting Nálægt 16300 nemendur eru skráðir í staðbundið nám í dagskól- um framhaldsskólanna á árinu 2002 auk 300 fjarnámsnemenda. Nem- endur í staðbundnu námi voru um 16700 á árinu 2001 og um 16.900 á árinu 2000. Fjöldi í aldursárgöngum bendir til að nemendum fækki lít- illega milli áranna 2002 og 2003 en síðan fjölgi þeim hratt og verði orðnir um 18300 árið 2007. Mest verður fjölgunin á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt tölum Hagstofu Ís- lands voru kennarar á framhaldsskólastigi 1479 í febrúar 1999. Þar af voru 72,7% með full kennsluréttindi og 27,3% án kennslurétt- inda. 76% framhalds- skólakennara sem ekki hafa full kennslurétt- indi hafa lokið háskóla- prófi (en ekki í uppeld- is- og kennslufræðum). Samkvæmt yfirliti yfir menntun félagsmanna Félags framhalds- skólakennara er hún að meðaltali talsvert umfram það sem telst grunnnám á háskóla- stigi. Á sama tíma og horfur eru á að nemendum fjölgi er stétt framhalds- skólakennara að eldast. Samkvæmt greiningu á gögnum um félagsmenn í KÍ sem fengu greidd mánaðarlaun um mánaðamótin ágúst/september 2000 er aldursskipting framhalds- skólakennara ískyggileg. Tæplega 4% þeirra eru 30 ára og yngri, 20,5% eru á aldrinum 31 til 40 ára, 36,4% eru 41 – 50 ára, 27,4% eru 51 – 60 ára, 12% eru 61 – 70 ára. Af þessu er ljóst að stór hluti fram- haldsskólakennara fer á eftirlaun á næstu árum. 40% leikskólakennara Nú eru menntaðir leikskólakenn- arar í um það bil 1.000 stöðugildum í leikskólum landsins en alls er þörf fyrir leikskólakennara í um það bil 2400 stöðugildi. Flestum þeirra starfa, sem leikskólakennara vantar í, er sinnt af ófaglærðum leiðbein- endum. Meginniðurstaða skýrslu um þörf á leikskólakennurum til ársins 2010 er að næstu ár eigi skortur á leik- skólakennurum eftir að aukast. Því er spáð að með smíði nýrra leikskóla fjölgi kennarastörfum í leikskólum í tæplega 2700 árið 2006. Í skýrslunni kemur fram að yfir 40% þeirra sem hafa aflað sér menntunar sem leikskólakennarar eru í störfum á öðrum sviðum. Sam- kvæmt þessu væri hægt að manna velflestar núverandi stöður í leik- skólum með menntuðum leikskóla- kennurum ef leikskólarnir væru samkeppnishæfir um kaup og kjör við aðra atvinnustarfsemi í landinu. Tónlistarskólar Tónlistarskólakennarar starfa á þremur skólastigum, allt frá grunn- skóla- til háskólastigs. Tónlistar- fræðsla er mikilvægur þáttur í menntun þjóðarinnar og einn af hornsteinum menningarinnar í land- inu. Ekki liggja fyrir tölur um kenn- araþörf íslenskra tónlistarskóla, en ljóst er að margir tónlistarskólar anna ekki eftirspurn og færri nem- endur komast að en vilja. Starfsheiti tónlistarskólakennara nýtur ekki lögverndunar eins og starfsheiti grunn- og framhalds- skólakennara og þess er ekki krafist að tónlistarskólakennarar hafi sér- stök kennararéttindi. Hins vegar er ljóst að mikill meirihluti tónlistar- skólakennara hefur langa menntun að baki. Í gögnum sem aflað var árið 1999 frá 53 tónlistarskólum kom í ljós að 87% kennara við þessa skóla höfðu lokið lokaprófi (kennaraprófi, burt- fararprófi, einleikaraprófi). 81% þeirra sem lokið höfðu lokaprófi höfðu auk þess lokið að meðaltali 3 – 4 ára framhaldsnámi. Á árabilinu 1990 – 2001 útskrif- uðust frá Tónlistarskólanum í Reykjavík samtals 238 nemendur með lokapróf. Kennsla lykil- starf á nýrri öld Helgi E. Helgason Höfundur er kynningarfulltrúi Kennarasambands Íslands. Nám Árum saman, segir Helgi E. Helgason, hefur verið skortur á menntuðum kennurum. Á ÞESSU kjörtíma- bili hefur mikil áhersla verið lögð á að byggja skóla í Reykjavík, enda lögboðið að einsetja skuli grunnskóla. Ein- setning skóla kallar á miklar breytingar og viðbótarbyggingar, sem hafa kostað meira en milljarð á ári und- anfarin ár. Það er mik- ið lagt í skólabygging- arnar og þær eru dýrar. Ég tel að fara hefði mátt mun hag- kvæmari leið en R-list- inn valdi, en hann hélt samkeppni meðal arkitekta fyrir fimm árum og hefur síðan verið að byggja eftir þeim teikningum sem hlutu 1., 2., og 3. verðlaun, einn skóla eftir hverri teikningu. Þessar bygg- ingar eru mjög fjölbreyttar og mikið í þær lagt, en gallinn er sá, að reynsl- an nýtist ekki frá einni byggingu til annarrar. Það er eðlilegt að ýmsir vankantar komi fram meðan verið er að byggja og eftir að húsnæði er komið í notkun, en sú reynsla nýtist ekki frá einum skóla til næsta, þegar sífellt er skipt um teikningu. Menn eru alltaf að byrja á núlli. Ég nefni Víkurskóla sem dæmi, sem hafði þann meginkost sam- kvæmt umsögn dómnefndar að end- urspegla byggingarsögu þjóðarinnar frá landnámi fram á nýjustu tíma með viðeigandi fjölbreytni í bygging- arefnum frá torfi og grjóti upp í stál og gler. Skólinn er mónúment fyrir arkitektana og athyglisverður sem slíkur, en svo kemur í ljós að hann er ekki að sama skapi þægilegur eða hentug- ur til að vinna í. Tölu- verðum tíma hefur ver- ið varið á fundum fræðsluráðs í vetur til að ræða kvartanir kennara sem þarna vinna, vegna þess hversu óhagkvæm þessi bygging er fyrir skólastarf. Skólabygging á fyrst og fremst að þjóna skólastarfinu, vera fal- legur og hentugur rammi um það. Lykil- orðin hljóta að vera hagkvæmni og sveigjanleiki. Við er- um nú að reisa byggingar sem munu væntanlega standa áratugum sam- an, jafnvel í meira en öld. Ef þessar byggingar eiga að vera rammi um skólastarf í framtíðinni verður innri gerð þeirra að vera eins sveigjanleg og kostur er með færanlegum veggj- um o.þ.h. Nýjasta skólabyggingin sem fyr- irhuguð er í Reykjavík er Ingunn- arskóli í Grafarholti. Þar fór fram at- hyglisverð og þörf undirbúnings- vinna, þar sem stór og fjölbreyttur hópur fólks kom saman og skil- greindi undir leiðsögn reynds banda- rísks skólaarkitekts hvernig skóla- bygging á að vera til að mynda rétta rammann utan um skólastarfið. Þarna komu margar prýðilegar hug- myndir fram, sem geta nýst í öllum skólahverfum borgarinnar og víðar um landið. Gallinn er hins vegar sá, að þessi vinna var aðeins ætluð und- irbúningi þessa eina skóla, því í raun hefði þurft að gera þetta áður en samkeppnin var haldin fyrir fimm árum. Sjálfstæðismenn í fræðsluráði leggja til að arkitektum, hönnuðum og verktökum verði boðið til náms- stefnu með fjölbreyttum hópi fólks eins og gert var í Grafarholti, hlut- verk skólans í samfélaginu og eðli skólastarfsins rætt frá öllum hliðum og í kjölfarið verði efnt til samkeppni um grunnteikningu að skólabygg- ingu sem nýta megi til margra skóla- bygginga og laga að breytilegum fjölda nemenda. Með þessu móti má draga úr kostnaði og nýta reynsluna til endurbóta frá einni byggingu til annarrar. Því miður veldur framhaldið með Ingunnarskóla nokkrum áhyggjum, því þótt hugmyndirnar sem komu fram væru einfaldar og íburðarlaus- ar sýna drögin að teikningum fyrir skólann að þarna er í uppsiglingu annað mónúment, flott bygging sem bylgjast eins og korn á akri. Ég vona að það verði líka gott að vinna í henni, því nóg á hún að kosta: Áætl- anir byggingardeildar á þessu stigi hljóða upp á tæpar tólf hundruð milljónir króna fyrir 350 barna skóla! Þetta er fáránlega há fjárhæð, og þess má geta að Hafnfirðingar eru að byggja glæsilegan 550 barna skóla fyrir sömu fjárhæð. Á næst- unni mun ég fjalla um hvað við get- um af þeim lært í þessum efnum. Óhagkvæmar skólabyggingar Guðrún Pétursdóttir Skólar Skólabygging, segir Guðrún Pétursdóttir, á fyrst og fremst að þjóna skólastarfinu. Höfundur er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.