Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 53 ÖNFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur kúttmaga- veislu, laugardaginn 9. mars kl. 12–14 í Ásgarði, Glæsibæ, Reykjavík. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Kúttmaga- veisla Önfirð- ingafélagsins HALDIN verður norræn ráðstefna um stærðfræði við Háskóla Íslands, laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. mars kl. 9 í stofu 101 í Odda. Viðfangsefni ráðstefnunnar eru rannsóknir í tvinnfallagreiningu, sem er eitt af meginsviðum hreinnar stærðfræði. Hún byggir á tvinntöl- unum, sem margir þekkja, og er mik- ið notuð í raunvísindum og verk- fræði. Þetta er 6. ráðstefnan sinnar teg- undar og er hún nú haldin hér á landi í fyrsta sinn. Meginþorri þátttakenda er erlendur og er von á 45 sérfræð- ingum og doktorsnemum frá hinum Norðurlöndunum, Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Þetta verður stærsta al- þjóðlega stærðfræðiþingið sem hér hefur verið haldið í meira en áratug. Upplýsingar um dagskrá ráðstefn- unnar er að finna á vefsíðunni: http:// www.raunvis.hi.is/~ragnar/nordan, segir í fréttatilkynningu. Stærðfræðiráðstefna um um tvinnfallagreiningu FÉLAGS- og skólaþjónustan Útey stendur fyrir fyrirlestri sem ber heit- ið „Geðheilsa, hamingja, lífsárangur. Tilbrigði við heilbrigði“. „Héðinn Unnsteinsson, verkefna- stjóri Geðræktar, mun á jákvæðan og gamansaman hátt fjalla um ýmis þau mál er snúa að heilsu, forsendum hamingju, væntingum, ást, pólitík, gildi jákvæðni, bjartsýni og betra lífi ásamt mörgu því sem snertir daglegt líf einstaklinga,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlesturinn verður fluttur bæði á Dalvík og í Ólafsfirði. Þriðju- daginn 12. mars kl. 20:00 verður fyr- irlesturinn í sal Dalvíkurskóla og mið- vikudaginn 13. mars kl. 20:00 í húsi eldri borgara í Ólafsfirði. „Markmið fundarins er m.a. að benda fólki á að þrátt fyrir háværa umræðu um vandamál landsbyggðarinnar er það mikilvægt og nauðsynlegt að rækta og hlúa að eigin persónu, þörfum hennar og væntingum. Í þeirri við- leitni að snúa hlutum til betri vegar.“ Fyrirlestrar um geðheilsu og hamingju MENNINGAR- og ferðamálaþing Hafnarfjarðar 2002 verður haldið í Hásölum, safnaðarheimili Hafnar- fjarðarkirkju, laugardaginn 9. mars kl. 12.30. Rætt verður um m.a. eftir hverju ferðamenn eru að sækjast með heimsóknum sínum, um þátt menn- ingar- og ferðamála í skipulagsmál- um, um markaðssetningu og fjár- mögnun hennar og stefnu stjórn- málaflokkanna í málaflokkunum. Einnig verða hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar veitt. Erindi halda: Magnús Gunnars- son, Guðrún Helgadóttir, Rögnvald- ur, Guðmundsson, Svanhildur Kon- ráðsdóttir, Gunnar Steinn Pálsson, Hildur Helga Gísladóttir, Hafrún Dóra Júlíusdóttir, Kristinn Ander- sen og Súsanna Rós Westlund. Þátttakendur í umræðum auk fyr- irlesara: Björn Pétursson, Anna Sigríður Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Jóhannes Viðar Bjarnason, Einar Bollason og Pét- rún Pétursdóttir. Skráning þátttöku í Upplýsinga- miðstöð Hafnarfjarðar, Sími eða netfang: hafnarfjordur@lava.is Þátttökugjald: 1.000 kr., segir í fréttatilkynningu. Menningar- og ferðamálaþing „ALÞJÓÐA auglýsingamiðlunin ehf. eigandi smartsSMS International í samstarfi við Popptíví og Fokus er að hrinda í framkvæmd SmartSMS leik þar sem fólki gefst kostur á að vinna vinninga á hverjum virkum degi í fimm vikur með því að nota farsímann sinn og senda einfalt SMS skilaboð. Lukkuleikur 10–11 mun fara þann- ig fram að fólk getur sent frá farsíma sínum stikkorðið lukka og svo tölu þar á eftir frá 10 til 1100 og hefur þar með möguleika á að vinna vinninga. Í hvert skipti sem sent er inn lukku- númer fær þátttakandi staðfestingu á því að hann verði skuldfærður um 79 kr. á sinn símareikning. Á hverjum virkum degi verður dreginn út Nokia 5210, ef rétt lukku- númer er valið, en þessi farsími mun koma á markaðinn hér á landi um miðjan febrúar. Vikulega er svo dreg- inn út aðalvinningur vikunnar úr rétt- um númerum sem verða flest fimm og það er helgarferð fyrir tvo með Flug- leiðum til Evrópu. Aukavinningar eru matarkörfur frá versluninni 10–11,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Lukkuleikur 10–11 Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Fimmtudagstilboð Barnakuldaskór 40% afsláttur OPIÐ MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA FRÁ KL. 12-18 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16 Teg. EUR29738 Stærðir 20-26 Litur: Grænn Verð áður 4.995 Suðurlandsbraut, sími 533 3109 Verð nú 2.99 5 Teg. SAB564 Stærðir 25-30 Litur: Blár Verð áður 4.995 Verð nú 2.99 5 ALNÆMISSAMTÖKIN á Ís- landi fengu nýverið heim- sókn frá Margréti Valdi- marsdóttur, dagskrárstjóra Radíó X 103,7. Tilefnið var að afhenda forsvarsmönnum samtakanna peninga, kr. 217.000, sem útvarpsstöðin safnaði með tónleikahaldi um síðustu jól. X-mas eru árlegir tón- leikar þar sem rokkaðdá- endur borga sig inn og alltaf hafa Alnæmissamtökin notið góðs af, segir í fréttatilkynn- ingu. Margrét Valdimarsdóttir, dagskrár- stjóri Radíó X, afhendir Jóni Helga Gíslasyni, framkvæmdastjóra Alnæm- issamtakanna, peningana. Alnæmissamtökin fá 217 þúsund krónur frá Radíó X Í AUÐBREKKU 2 í Kópavogi hef- ur verið opnuð verslunin Móðurást, sérverslun með vörur fyrir verðandi mæður og konur með börn á brjósti. Eigandi er Guðrún Jónas- dóttir brjóstagjafarleiðbeinandi sem rekið hefur mjaltavélaleiguna Garúnu í Kópavogi síðastliðin tíu ár. Í Móðurást fæst flest það sem konur kunna að þarfnast á með- göngu og eftir fæðingu: s.s. sér- hæfður meðgöngufatnaður, með- göngubelti, brjóstagjafabrjósta- haldarar og bolir til brjóstagjafa. Brjóstagjafahjálpartæki o.fl. o.fl. Veitt er góð þjónusta við val á vönduðum þroskaleikföngum. Í Móðurást er einnig útleiga á Medela-mjaltavélum, en mjaltavélar nota útivinnandi mæður í auknum mæli og einnig nýtast þær í neyð- artilfellum. Hér er líka hægt að panta tíma hjá brjóstagjafaráðgjafa og viðtal hjá hjúkrunarfræðingi, m.a. í sam- bandi við brjóstagjöf barna með klofinn góm. Verslunin Móðurást BENEDIKT Jónsson sendi- herra afhenti í dag, mánudag- inn 4. mars 2002, Robert Koch- arian, forseta Armeníu, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Armeníu, með aðsetur í Moskvu. Afhenti trúnaðarbréf VEFSÍÐAN ljosmyndari.is stóð fyrir ljósmyndakeppni í síðasta mánuði. Úrslit urðu þessi: Mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð var í 1. sæti, höfundur hennar er Jóhanna Erla Ólafsdóttir, Þorlákshöfn. Í 2. sæti var mynd Jun Nakajima, af norðurljósum í Bolungarvík og í 3. sæti var mynd Gunnars Karls Gunnlaugssonar, Vetrarsól á Þing- vallavegi. Alls bárust 233 myndir í keppn- ina. Almenningi var gefinn kostur á því að taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni og yfir 300 manns tóku þátt í henni. Bókaverðlaun frá Snerruútgáf- unni og Máli & mynd voru veitt fyr- ir 3 bestu myndirnar. Hægt er að sjá allar myndirnar sem bárust í keppnina á www.ljosmyndari.is, segir í fréttatilkynningu. Úrslit í ljósmyndakeppni SAMFYLKINGIN á Akureyri boð- ar til opins fundar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, kl. 20 í Fiðlaranum, 4. hæð, undir yfirskrift- inni „Bærinn okkar – konur, mannlíf og mikilvægi bæjarstjórnar“. Veit- ingar í boði Samfylkingarinnar. Frummælendur á fundinum verða Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arfulltrúi, Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi, Guðrún Ögmunds- dóttir alþingismaður, dr. Díana Gunnarsdóttir sálfræðingur, Her- mann Tómasson menntaskólakenn- ari og Sigrún Stefánsdóttir sölumað- ur. Einnig verður framlag frá Félagi ungra femínista á Akureyri. Opinn fundur á baráttudegi kvenna SORPA hefur tekið í notkun nýja og betri heimasíðu undir slóðinni www.sorpa.is. Eins og áður er þar að finna ítarlegar upplýsingar um fyr- irtækið, flokkun úrgangs, endurnýt- ingu og endurvinnslu. Sú nýbreytni er á síðunni að nú er hægt að skoða nýjustu fréttir í starfi fyrirtækisins og algengustu spurningar sem ber- ast fyrirtækinu. Endurbætt heimasíða Sorpu TMD á Íslandi, umboðsaðili fyrir Blåkläder-vinnufatnað, hefur flutt úr Faxafeni 12 í nýtt og stærra húsnæði í sömu byggingu. Þá er prentþjón- ustan komin í sama húsnæði og gerir það okkur kleift að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar. Samstarf TMD og Dansól, um- boðsaðila fyrir Regatta, mun halda áfram óbreytt og munu starfsmenn þeirra fyrirtækja sem eru í viðskipt- um við TMD fá áfram 25% afslátt af Regatta-útivistarfatnaði, segir í fréttatilkynningu. Húsnæði TMD/ Blåkläder stækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.