Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 30
MENNTUN 30 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ EIR eru komnir! Þeir munu breyta mennta- kerfinu! Kennarar þurfa að skipta um aðferðir, því þeir standa and- spænis nýrri kynslóð nemenda sem er öðruvísi en þær fyrri. Kynslóð sem kölluð er Homo Zappiens og til- heyrir hinum fjölhæfa manni. Hún býður ekki eftir svari og hún hugsar ekki bara um eitt í einu, hún er rás- ari, og er stolt af því. Win Veen kynnti þessa nýju kynslóð á UT2002-ráðstefnunni í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðustu helgi, og virtust kenn- arar taka undir með honum. Markmið Win Veen í fyrirlestrinum var að gera grein fyrir einstaklingum af þessari nýju tegund nemenda sem elst upp á tímum fjarstýringa með mús í annarri hendi og handsíma í hinni. Gagnlaust er fyrir foreldra eða kennara að þvinga þessa tilkynslóð til að einbeita sér að einu í einu. Tími langrar einbeitingar er liðinn og tími rásarinnar upprunninn. Nauðsyn- legt skilyrði til að ná athygli einstak- linga af þessari kynslóð er að bera fram skemmtilegt kennsluefni, því í þeirra augum á nám að vera leikur. Rafkynslóðin tjáir sig Rafkynslóðinni líkar fjölnota tæki eins og PlayStation II; sjónvarps- leikur, DVD-spilari, Nettengt ... og Nokia-símar sem von er á markað þar sem tónlist og bíómyndir eru á símaskjánum. Einnig leggur hún stund á rafræn samtöl á irkinu/tölv- unni og er ef til vill að ræða við þrjá rafræna persónuleika um þrjú ólík mál á sama tíma. Svo sendir hún raf- ræn kort á milli í tölvupósti með myndum, rödd, tónlist og texta. Já, Homo Zappiens finnur upp eigin leiki án sigurvegara og sigr- aðra, með óljósu upphafi og óljósum endi, hann skapar sér sínar eigin reglur og breytir þeim þegar það hentar. Hann er kynslóðin sem skautar ekki bara niður tröppur, heldur einnig upp. Sem siglir brim- brettum en ekki árabátum, sem brunar á snjóbrettum en ekki skíð- um, og í hennar augum er skóli ekki menntastofnun, heldur samkomu- staður. Athyglin nemur ekki staðar Það hljómar illa, en eina ráðið er að aðlagast því: Rafkynslóðin heldur ekki athygli nema í mesta lagi í tíu mínútur í senn. Kennarar kvarta undan eftirfarandi þáttum kynslóð- arinnar:  Athyglin spannar stuttan tíma – hún (kynslóðin) getur ekki hlustað á kennarann tala nema í fimm mínútur.  Gerir margt í einu – hún getur ekki einbeitt sér að einu í einu.  Enginn agi – hún týnir reiknivél- um, gleymir kennslubókum og af- hendir foreldrum ekki bréf frá skólanum.  Engin virðing – hún lítur á kenn- ara sem jafningja sína. Hver skilur þessa kynslóð? Win Veen lagðist í rannsóknir á rafkynslóð- inni vegna kvíða kenn- ara, og gerði síðan til- raun til að greina hana. Hann lýsti t.d. rafnem- andanum sem er að læra heima þannig: Jarð- fræðiverkefni er á borð- inu og nemandinn er að glíma við það. Hann sit- ur fyrir framan tölvu og fer í leitarvél á Netinu til að fá nýjustu upplýsing- ar (t.d. um jarðskjálfta). Einnig er hann í síman- um sínum og spyr vin sinn um eitthvert atriði sem óvissa er um, þá er hann sömu- leiðis að hlusta á tónlist. Hvað er að gerast hjá þessum nemanda? Hann er ekki (nauðsyn- lega) að temja sér ósiði, hann er að þjálfa með sér aðra þætti en kynslóð foreldra hans. Hann þjálfar hæfileik- ann:  til að skima og greina umhverfið.  til að leysa mörg verkefni á sama tíma.  til að greina og lesa úr sundur- lausum upplýsingum.  til að nálgast hlutina á „ruglings- legan“ hátt, ekki beina leið frá a til b. Win sagði að þessi kynslóð skann- aði umhverfi sitt á annan hátt og hraðar en sú eldri, hún er margmiðl- uð; skannar hljóð, myndir, liti, texta og hreyfingu, og les úr upplýsing- unum á svipstundu. Eldri kynslóðin horfir á eina rás í einu í sjónvarpinu, á einn þátt, sú yngri skannar allar rásirnar, veit hvað er á hverri og fylgist með nokkrum, notar auglýs- ingahlé til að kanna stöðuna á öðrum rásum o.s.frv. Missir ekki af neinu mikilvægu, og er það ekki bara í góðu lagi? Upplýsingar fá merkingu „Hvernig lærum við?“ spurði Win Veen, „reynslan gefur okkur lær- dóminn í hugrænum kortum og lík- önum. Nám er leit að merkingu og uppbygging þekkingar krefst bæði skilnings á heildinni og einstökum liðum hennar. Markmið náms er að byggja upp merkingarbæra þekk- ingu einstaklinga.“ „En hvernig starfar heilinn,“ spurði hann svo og honum virtist sem rafkynslóðin væri ekki á skjön við starfsemi hans; hún er flókið tauganet sem erfitt er að henda reiður á. „Nám er ekki línustrikað ferli, heldur breytilegt tengslakerfi skapandi hugsunar.“ Skannar og skimar námsefnið Námsefni fyrir hinn fjölhæfa mann þarf að vera lifandi; verðug áskorun. Kennarinn þarf að muna að nemendur eru aldir upp í gagnvirkri veröld og að þeir vilja raunveruleg verkefni sem vekja þeim áhuga. Það dugar skammt að troða þekkingu í rafkynslóðina. Nám er virkt hugarferli milli nem- anda og sambands hans við aðra, þar sem upplýsingar breytast í merking- arfulla þekkingu. Kennsla á að gera ráð fyrir virkum nemendum sem leita þekkingar með ýmsu móti. Skilaboð Wim Veen til íslenskra kennara eru þessi:  Menntastofnanir ættu ekki að vanmeta hinn fjölhæfa mann sem býr sig undir framtíðina. Þær þurfa að öðlast þekkingu á honum til að geta þjónað honum, þær þurfa að taka upp nýjar kennslu- aðferðir. Það er næsta verkefni.  Rafkynslóðin er skjávera sem hef- ur sérstaka hæfileika til að skanna margmiðlunarefni í tölvum, rása á milli sjónvarpsstöðva, skima texta í bókum – og safna um leið miklum upplýsingum á undrahraða. Þetta er fyrsta kynslóðin á 21. öldinni. Sveigjanleikinn blífur Ráð Wim Veens eru falin í orðinu sveigjanleiki. Hann vill sveigjanleika í innihaldi, kennslulíkönum, stunda- töflum, markmiðum, námsmati, menntastofnunum. Slíkur sveigjan- leiki gerir ráð fyrir skapandi sam- félagi fremur en iðnaðarþjóðfélagi. Sveigjanleiki í innihaldi merkir að koma megi kjarnanum til skila í ým- iskonar umbúðum, einnig að kveðja þurfi hefðbundnar kennslubækur og leyfa allar tegundir heimilda. Nota á samskipti til að komast að niðurstöð- um. Menntamálaráðuneytið á aðeins að gefa út leiðarljós um menntun, en gefa skólunum frjálsar hendur með námskrár. Sjálfræði stofnana Kennslusamskipti mega svo ekki vera einhliða, þar sem kennarinn er sendandinn og nemendur móttöku- tæki. Samskiptin eru gagnvirk og virðast flókin, að mati Wim Veens. Skólar verða sjálfráðar stofnanir og hætta að vinna eftir stífum stundatöflum 8 tíma á dag, 40 tíma á viku, þar sem hver vika er endur- tekning í heilt skólaár. Kennslu- stundum fyrir heila bekki mun fækka, og efnið verður kennt í lotum. Nemendum verður til skiptis kennt í hópum og sem einstaklingum. Hann segir að nemendur muni ráða námsferlinu og taka ábyrgð á því. Þeir eiga að vera með í því að setja markmiðin og vinna að þeim, og kanna stöðuna. Nemendur eiga svo að geta sýnt fram á getu sína með margmiðlun þekkingarinnar. Skólinn missir stöðu sína Skólar ákveða hinsvegar sérsvið sitt, en Win Veen spáir því að skólar muni missa stöðu sína og hætta að vera höfuðstöðvar fræðslunnar í samfélaginu. Skólar verða bara einn af mörgum stöðum þar sem hægt er að sækja sér upplýsingar. Rafkyn- slóðin leitar víða fanga, allar náms- leiðir eru henni færar, hún mun leita í margmiðlunarfyrirtæki, sjónvarps- stöðvar, og einkafyrirtæki í leit sinni að upplýsingum. Niðurstaðan er að veruleikinn er hannaður fyrir rafkynslóðina og að aðrar kynslóðir þurfa að laga sig að háttum hennar. Það hef ég þegar gert: Þegar ég skrifaði þessa grein, svaraði ég einnig tölvupósti og sendi, fór reglulega á Netið og svaraði í símann eða hringdi. Ég var marg- truflaður. Ef til vill einbeitti ég mér ekki meira en í mínútur í einu að textanum. UT2002/Menntamálaráðuneytið hélt öfluga og fjölsótta ráðstefnu um upplýsinga- og tæknimál í MH síðustu helgi. Gunnar Hersveinn sótti hana og endursegir hér efni Win Veen um nýjar kennsluaðferðir handa nýrri kyn- slóð nemenda sem vill gagnvirka upplýsingamiðlun með mús og fjarstýringu í höndum og síma við eyra. Rafræna kynslóðin í skólum Morgunblaðið/Sverrir Rafræna kynslóðin beitir öðrum vinnubrögðum en þær á undan, vopnuð mús og fjarstýringu.  Hinn fjölhæfi eða Homo Zappiens er nemandinn á 21. öldinni  Skólar munu glata stöðu sinni sem höfuðstöðvar menntunar Win Veen  Win Veen er yfirmaður Mið- stöðvar um nýjungar og tækni í menntamálum (Centre of Educational Innovation and Technology) við Delft- háskólann í Hollandi, og var aðalfyrirlesari UT2002. Win Veen er prófessor í kennslufræði og notkun upp- lýsingatækni í menntun og hefur unnið að rannsóknum í tengslum við upplýsingatækni og kennslu frá árinu 1988, auk þess fjallaði dokt- orsritgerð hans um sama efni.  Menntamálaráðuneytið stóð fyrir UT2002-ráðstefnu um notkun upplýsingatækni í skólastarfi og var Mennt, www.mennt.is, framkvæmdar- aðili ráðstefnunnar. UT2002 var haldin í Menntaskólanum við Hamra- hlíð föstudaginn 1. mars frá kl. 13–17 og laugardaginn 2. mars frá kl. 9–17. Fjallað var um notkun upplýsingatækni á leik-, grunn-, framhalds- og há- skólastigi, með áherslu á námsefni á neti. UT2002 byggðist á 11 fyr- irlestraröðum auk kaffi- umræðu og vinnu nemenda á svæðinu. Á sýningarsvæði voru kynningar á hugbúnaði og tæknibúnaði fyrir skóla. Sjá: www.menntagatt.is.  Á ráðstefnunni kvaddi Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og Tómas Ingi Olricht kvaddi sér hljóðs sem nýr ráð- herra.  1.100 ráðstefnugestir sótt ráðstefnuna á föstudag og var gert ráð fyrir að fjöldi manns til viðbótar sæki ráðstefnuna á laugardag. Fullsetið var á alla fyrirlestra sem hófust kl. 9.  Á heimasíðu UT2002 er komin sérstök síða með nöfn- um fyrirlesara. Þar verður að- gengi að fyrirlestrum en þeir verða vistaðir hjá Universal verkefninu, www.ist-univers- al.org .  Í verkefnastjórn um UT2002 eiga eftirtaldir sæti:Jóhanna María Eyjólfsdóttir, aðstoð- armaður ráðherra, Arnór Guð- mundsson, þróunarstjóri, Jóna Pálsdóttir, deildarstjóri. UT2002 og Win Veen „Dreifnám fyrir alla – alls staðar eru einkunnarorð ráðstefnunnar UT2002 sem nú er haldin í fjórða skipti á vegum menntamálaráðu- neytisins. Menntamálaráðuneytið hefur markað skýra framtíðarsýn í rafrænni menntun og gefið út verk- efnaáætlunina Forskot til framtíðar á Netinu. Þessi skýra sýn birtist í verki á ráðstefnunni en vaxandi áhugi skólakerfisins á notkun upp- lýsingatækni í skólastarfi kemur fram í fjölda fyrirlestra sem fluttir verða á ráðstefnunni auk nýjunga í starfsemi skóla á þessu sviði sem kynntar verða,“ sagði Björn Bjarna- son, fyrrv. menntamálaráðherra, á ráðstefnunni. Hann benti á að UT2002 væri einstakt tækifæri til að fylgjast með notkun upplýs- ingatækni á öllum skólastigum og nýjum kennsluháttum. Dreifmenntun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.