Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ TENDRAÐAR verða að kvöldi mánudagsins 11. mars tvær súlur eða turnar úr ljósgeislum á Man- hattan í New York en þá verða sex mánuðir liðnir síðan 2.800 manns fórust í árás hryðjuverkamanna á World Trade Center-turnana. Not- uð verða alls 88 öflug leitarljós sem beint er upp í loftið og þeim komið fyrir á tveim afmörkuðum reitum. Ljósturnarnir munu sjást langt að, kveikt verður á kvöldin en slökkt að morgni. Á öðrum mun loga í mánuð en ekki verður slökkt end- anlega á hinum fyrr en byrjað verð- ur að reisa mannvirki á staðnum þar sem skýjakljúfarnir stóðu. Stundum verður þó slökkt um hríð, meðal annars af ótta við að farfuglar geti ruglast í ríminu. Raf- orkufyrirtækið Con Edison gefur orkuna sem notuð verður. Ljós- turnarnir eru ekki síst reistir í virð- ingarskyni við björgunarmennina og anda borgarinnar, að sögn eins arkitektsins sem stóð fyrir hug- myndinni, Gustavos Bonevardis.Ljósmynd/Creative Time Ljósa- hylling á Man- hattan FULLTRÚAR Bandaríkjahers sögðust í gær telja að a.m.k. helm- ingur þeirra 600–700 al-Qaeda-liða sem hafast við í Arma-fjöllunum í Austur-Afganistan hefði fallið í átök- um á svæðinu undanfarna daga. Nokkrir Bandaríkjamenn liggja einnig í valnum en bardagarnir hafa verið þeir hörðustu frá því að Banda- ríkjastjórn hóf hernaðaraðgerðir sín- ar í Afganistan. „Árangur okkar fram að þessu segir allt sem segja þarf,“ sagði Frank Hagenbeck hershöfðingi, sem stýrir aðgerðunum í Arma-fjöllum. „Nokkur hundruð al-Qaeda-hryðju- verkamenn og talibanar eru ekki lengur meðal vor til að ógna lífi borg- aranna. Við höfum sannarlega náð frum- kvæðinu núna,“ bætti hann við. Segja erindrekar Bandaríkjastjórnar að sigur í orrustunni sé í sjónmáli. Aðgerðir Bandaríkjamanna í Arma-fjöllum, sem hófust sl. laugar- dag, hafa þó ekki gengið slysalaust fyrir sig. Þannig hafa sjö bandarískir hermenn fallið og um fimmtíu særst, en ljóst þykir að al-Qaeda-liðarnir hyggjast ekkert gefa eftir, auk þess sem aðstæður eru erfiðar í snævi þöktum fjöllunum. Um tvö þúsund hermenn taka þátt í aðgerðunum, sem vísað er til sem Anaconda-aðgerðarinnar, eftir suð- ur-amerísku kyrkislöngunni sem jafnan vefur sig utan um fórnarlamb sitt áður en hún kremur það til bana. Á nafngiftin rætur að rekja til þess að sótt er að al-Qaeda-mönnunum úr þremur áttum og þannig er reynt að tryggja að þeir eigi sér engrar und- ankomu auðið. Ekki eru allir þessir hermenn bandarískir, raunar aðeins tæplega helmingur. 850 eru afganskir og 200 koma frá öðrum ríkjum, Ástralíu, Kanada, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Noregi. Mótstaðan kom á óvart Barist hefur verið á jörðu niðri en jafnframt hafa sveitir Bandaríkja- manna látið sprengjum rigna yfir al- Qaeda-menn. Bardagar stóðu í gær sem hæst í Shahi Kot-dal, sem er um fimmtíu kílómetra suður af Gardez, höfuðstað Paktia-héraðs. „Ég átti eiginlega ekki von á því að þeir myndu reyna að vinna sigur í bardögum við okkur,“ sagði Ron Corkran undirofursti. „Það kom mér sannarlega á óvart að sjá hversu hart var barist neðst í dalnum.“ Yfirmenn í Bandaríkjaher höfðu talið líklegast að al-Qaeda-liðarnir, sem flestir eru sagðir Tsjetsjenar, Pakistanar og Úzbekar, myndu ann- aðhvort gefast upp eða hörfa þegar að þeim væri sótt. Þetta hefur hins vegar ekki orðið raunin og þeir létu hart mæta hörðu í baráttu við afg- anska hermenn um bæinn Sirkankel, sem er um 40 kílómetra suður af Gardez. Jafnframt sátu þeir fyrir einni hersveita Bandaríkjamanna á laugardagskvöld er flogið var með hana á vígstað í Arma-fjöllunum, nærri þorpinu Marzak. Særðust a.m.k. tólf bandarískir hermenn í bardaganum og aðrir liðsmenn sveit- arinnar urðu að verja hendur sínar í um tólf klukkustundir á meðan beðið var myrkurs, en þá fyrst gátu þyrlur sótt mennina. „Ég hef aldrei orðið jafn hræddur á ævinni,“ sagði Thomas Abbott lið- þjálfi, sem særðist á hægri handlegg í bardaganum. „Ég hélt við myndum allir láta lífið,“ bætti hann við. Þá féllu sex bandarískir sérsveit- armenn á sunnudag í annarri fyrirsát al-Qaeda-manna en sérsveitinni hafði verið falið að bjarga einum vopna- bræðra sinna úr klóm al-Qaeda. Lík mannsins – sem hafði fallið út úr þyrlu – fannst síðar og hafði hann verið tekinn af lífi. Hafa viljað forðast landhernað Bardagarnir hafa verið Banda- ríkjamönnunum erfiðir enda er frost á þessum slóðum og barist er í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli, þunnu loftslagi og stórgrýttu landslagi þar sem tæknilegir yfirburðir Banda- ríkjahers nýtast engan veginn sem fyrr í herförinni í Afganistan. Má fullyrða að yfirmenn í banda- ríska varnarmálaráðuneytinu höfðu vonast til að þurfa ekki að mæta al- Qaeda-mönnum við þessar aðstæður í bardögum á jörðu niðri. Hafa Bandaríkjamenn raunar lengi viljað forðast allan landhernað, sbr. Kos- ovo-stríðið 1999, en þar óttaðist Bill Clinton forseti mannfall sem almenn- ingur heima fyrir myndi ekki sætta sig við, og loftárásir einar og sér voru því látnar duga. Talsmenn Bandaríkjastjórnar segja eigi að síður að aðgerðum verði haldið áfram uns allir talibanar og al- Qaeda-liðar, sem enn halda uppi vörnum, hafi annaðhvort gefist upp eða verið felldir. Sagði Donald Rums- feld varnarmálaráðherra á mánudag að jafnvel mætti reikna með fleiri bardögum sem þeim, er geisað hafa undanfarna daga, enda væru al- Qaeda-liðar enn sterkir á nokkrum svæðum í Austur-Afganistan. Þessum áætlunum fylgja hins veg- ar ýmsar hættur og það er ýmislegt við atburði liðinna daga sem minnir á það áfall sem Bandaríkjamenn urðu fyrir í Mogadishu í Sómalíu árið 1993, þegar átján bandarískir hermenn féllu í bardögum eftir að tvær her- þyrlur höfðu verið skotnar niður í borginni. Þá eins og nú var notast við MH-47 Chinook-herþyrlur og rétt eins og sannaðist í Mogadishu hefur komið á daginn að auðvelt getur reynst að skjóta þær niður frá jörðu. Og bardagar í fjallahlíðunum – þar sem al-Qaeda-liðar leynast í hverjum helli, hverju skúmaskoti – bjóða vita- skuld upp á mikið mannfall. Óvanir að berjast í kulda Að auki eru bandarískir hermenn óvanir að berjast í slíkum fimbul- kuldum sem þeim er nú einkenna veðráttuna í Afganistan. Bandaríkja- menn eru vanari heitara loftslagi; í Sómalíu 1993, í Persaflóastríðinu 1991 og í Víetnam. Hefur nokkuð vantað upp á það að yfirmenn Banda- ríkjahers höguðu undirbúningi sín- um þannig, að menn væru reiðubúnir fyrir þær aðstæður sem einkenna Afganistan. „Þessi hernaður minnir um margt á reynslu Sovétmanna á sínum tíma,“ segir Joseph P. Hoar hershöfðingi, sem kominn er á eftirlaun. „Þeir náðu einnig góðum árangri í upphafi í hernaði sínum í Afganistan en síðan dróst stríðið mjög á langinn.“ Annar yfirmaður, sem kominn er á eftir- laun, sagði hins vegar að sig grunaði að margur hefði beðið þess lengi að komast í átök eins og þau sem nú geisa í Afganistan. „Sumir yfirmenn vilja einfaldlega að Bandaríkjaher hái stríð. Þeir óttast að ef enginn er stríðsreksturinn – ef herinn fær ekk- ert tækifæri til að sýna færni sína og kunnáttu – fari almenningur heima að gagnrýna það hversu miklu fé er eytt til þess að styrkja landherinn.“ Segja hundruð al- Qaeda-liða fallin Sirkankel í Afganistan, Washington. AFP, The Los Angeles Times. -&./ 01-23425$-2              !"   # $%%&%$'(! $& #)* )&( + #& & , -&$    $&(+$ ( ) (.& ! &( &$$                             164-$.     !  " # # $%& '  ! !    (   / 0%')  1. 0*++ 2 (0%)+ ,    -     -  (    "  (  "                  3 4 5 +--2$ 2--/6 01-27 .             #  /   !       ,    #  (       #     ,        (  0     "                 3 4 5        ’ Ég hef aldrei orð-ið jafn hræddur á ævinni ‘ Bandaríkjamenn segja sigur í sjónmáli í harðasta bardaga átakanna í Afganistan INDVERSKI rithöfundurinn Arund- hati Roy var í Hæstarétti Indlands í gær dæmd í „táknrænt“ eins dags fangelsi fyrir baráttu sína gegn bygg- ingu umdeildrar stíflu á Indlandi. Roy var einnig dæmd til að greiða 2.000 rúpíur í sekt (um 4.200 krónur). Tveir hæstaréttardómarar kváðu upp dóm- inn, og sögðu að við ákvörðun refs- ingar hefði verið haft í huga að Roy væri kona. Neiti Roy að greiða sekt- ina, eins og hún hefur hótað, verður hún að sitja inni í mánuð til viðbótar. Roy hlaut Booker-verðlaunin bresku fyrir fyrstu skáldsögu sína The God of Small Things (Guð litlu hlutanna) 1997. Hún hafði verið ákærð fyrir að hafa vanvirt Hæsta- rétt þegar hún í október 2000 gagn- rýndi úrskurð réttarins um að bygg- ing stíflunnar í Narmada-dal skyldi hefjast. Rétturinn sagði í dómi sínum yfir Roy að málfrelsi yrði að vera inn- an skynsamlegra marka. „Ekki má grafa undan friðhelgi dómstólsins,“ sagði einnig í úrskurðinum. Roy lét sig hvergi. „Ég stend við það sem ég sagði og er reiðubúin að gjalda þess,“ sagði hún. „Dómstóllinn getur einungis haldið virðingu sinni með því að kveða upp góða dóma. Skilaboðin eru skýr, hver sá borgari sem dirfist að gagnrýna dómstólinn er látinn gjalda þess.“ Roy var fyrst ákærð fyrir vanvirðingu eftir að hún tók þátt í mótmælaaðgerðum fyrir ut- an hús Hæstaréttar þar sem bygg- ingu stíflunnar var andmælt. Þeirri ákæru var vísað frá vegna „mikilla formgalla“, en síðan var Roy birt önn- ur ákæra fyrir vanvirðingu í tengslum við yfirlýsingar sem hún gaf við vörn sína gegn fyrri ákærunni. Í yfirlýs- ingunni hafði hún gagnrýnt „vafa- samar tilhneigingu“ Hæstaréttar til að þagga niður gagnrýni og and- spyrnu. Dæmd í „tákn- rænt“ fangelsi Roy kemur til Hæstaréttar á Indlandi í gær. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.