Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 33 nn öfluga arútvegs- æður um stefnunni að Franz arútvegs- inu, muni llögur um 20. mars hafi lítinn meginstoð efnu eða rju aðild- verri teg- i. Fram- kvótum rra ára í og nú er, r með sér r en ekki r vísinda- verði ein- afa meira veiðum er áta sömu nnfremur n lýst yfir róttækra kastagetu fjármuni eininni en p. Fram- iskiskipa- alltof stór tofnanna, l 40%. Svíþjóðar, ur ásamt ns, Kjell gi við að í egsstefnu varúðar- n. Til að tofnana á nýtingu slegist í og Þjóð- ð máls á á sjávar- ræði- mið ágreining- arútvegs- ast á ólík ki ESB, Grikkland, Ítalía, Írland og Portúgal, hafa myndað með sér bandalag til höfuðs varúðarnálgunarsjónarmiðum í end- urskoðun sjávarútvegsstefnunar en leggur þeim mun meiri áherslu á fé- lags- og hagfræðilegar endurbætur. Bandalagið, sem kallar sig „Vini fiskveiðanna“, hefur lagt fram þrjú meginmarkmið við mörkun sjávar- útvegsstefnunnar; að auðlindir verði nýttar með sjálfbærum hætti; að tryggja nægt framboð á markaði sambandsins og að viðhalda og styrkja fiskveiðar og fiskeldi með hliðjón af hagfræðilegum, félagsleg- um og svæðisbundnum sjónarmið- um. Bandalagið telur að í viðhorfum Fischlers og fylgismanna hans sé ekki lögð nægileg áhersla á hags- muni einstakra svæða sem byggja mjög á sjávarútvegi. Ennfremur tel- ur bandalagið að skilgreina verði varúðarnálgunina upp á nýtt, þar sem tekið verði mið af efnahags- og félagslegum þáttum, en ekki aðeins sjónarmiðum vísindamanna. Í yfirlýsingu bandalagsins er einnig lagst gegn hugmyndum um niðurskurð á fiskveiðiflota ESB og bent á að endurnýjun og nútíma- væðing flotans sé nauðsynleg. „Vinir fiskveiðanna“ eru hlynntir því að kvótum verði úthlutað til nokkurra ára í senn og því að stjórn veiða verði sveigjanleg á milli einstakra svæða. Í Morgunblaðinu var fyrir skömmu haft eftir Árna M. Mathie- sen, sjávarútvegsráðherra, að fram til þessa hafi ekkert komið fram í umræðum um endurskoðun sjávar- útvegsstefnu ESB sem bendi til þess að Íslendingar eigi að sækja um aðild sambandinu. Miklar deilur væru milli aðildarríkja um stefnuna sem fyr- irsjáanlegt væri að ekki næðist að leysa og því væri viðbúið að litlar breytingar yrðu á stefn- unni. Íslensk stjórnvöld hafa samið um það við Dani, sem fara munu með for- mennsku í ráðherraráði Evrópu- sambandsins á síðari hluta þessa árs, að einn starfsmaður íslensku ut- anríkisþjónustunnar starfi með þeim að útfærslu á sjávarútvegs- stefnunni. jávar- u ESB Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson m 55% og ljóst að 12 fiskistofnar eru að hruni ur fiskiskipaflota sambandsins um 40% á með- un og nútímavæðingu flotans nauðsynlega. TENGLAR ............................................ http://europa.eu.int/comm/ fisheries/policy_en.htm hema@mbl.is ESB ákvað að skera niður kvóta þessa árs um 55% MIKIL hagræðing og þróun hefur átt sér stað innan sjávarútvegsins í Færeyjum á síðustu árum og af þeim sökum stendur hann nú miklu betur að vígi en sjávarútvegurinn á Íslandi og í Noregi. Hefur fær- eyski hagfræðingurinn Óli Samró komist að þessari niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn á sjávarút- veginum í löndunum þremur. Óli Samró bar saman reksturinn í löndunum og hann þóttist viss um það í fyrstu, að Færeyingar gætu ýmislegt lært af Íslendingum og Norðmönnum. „Eftir þriggja ára vinnu er það hins vegar alveg ljóst, að það eru Íslendingar og Norðmenn, sem geta margt af okkur lært. Í Fær- eyjum hefur átt sér stað mikil þró- un á síðustu árum en um það er varla að ræða á Íslandi og í Nor- egi,“ segir Óli Samró í viðtali við færeyska dagblaðið Dimmalætt- ing. Óli segir, að þróunina í færeysk- um sjávarútvegi megi meðal ann- ars lesa út úr aukinni framleiðni og aukinni samkeppnisgetu. Hafi af- koman, jafnt í útgerð sem vinnslu, batnað mikið frá árinu 1996 en þá var staðan fremur slæm. Nú séu allar lykilstærðir jákvæðar, eigin- fjárstaðan hafi batnað og skuldir minnkað. Eigi það við um næstum alla útgerðarflokka og næstum alla fiskvinnsluna. „Oft er sagt, að rekstrarum- hverfið, hátt fiskverð, lágir vextir og góð veiði, sé skýringin á góðum gangi í Færeyjum og það er alveg rétt svo langt, sem það nær. Þessar aðstæður eru hins vegar þær sömu á Íslandi og í Noregi. Það er um að ræða sama markaðinn, sama hrá- efnið og sama olíuverðið en mun- urinn er sá, að í Færeyjum lýtur sjávarútvegurinn eingöngu lög- málum markaðarins. Vegna þess verða allar greinar hans að skila arði og hagræða á öllum sviðum,“ segir Óli Samró. Framseljanlegur dagafjöldi Óli segir, að í Færeyjum hafi verið komið upp löndunarmiðstöð þar sem aflinn er flokkaður eftir stærð og gæðum. Með því fái kaup- endur og seljendur mest út úr fisk- inum. Þar fyrir utan sé um að ræða sóknardagakerfi í Færeyjum en ekki kvótakerfi eins og á Íslandi og vegna þess hafi útgerðarmenn ein- faldlega orðið að leggja skipum, sem ekki bera sig. Færeyska sóknardagakerfið stýrir ekki heildaraflanum eins og íslenska kvótakerfið, heldur sókn- arþunganum. Hverjum útgerðar- flokki er úthlutaður ákveðinn dagafjöldi á ári og honum er síðan skipt á milli skipanna innan flokks- ins. Þessir dagar eru síðan fram- seljanlegir milli flestra flokkanna. Óli segir, að færeyska kerfið sé til fyrirmyndar og ekki síst að því leyti, að í því fer ekkert til spillis, engum fiski er hent fyrir borð. Öll- um fiski sé landað og það skipti ekki litlu máli þegar um sé að ræða takmarkaða auðlind. Annað, sem stuðlað hefur að betra gengi, er, að flutningur fisks- ins á erlendan markað, til dæmis með Norrønu og Eimskipum, er auðveldari og hagkvæmari en áður eða með öðrum orðum ódýrari. „Flutningsgjöldin eru töluvert lægri hjá okkur en íslensku fisk- vinnslunni,“ segir Óli. Í viðtalinu kemur fram, að fær- eyskur sjávarútvegur hafi tapað tæpum 12 milljörðum ísl. kr. á ári á níunda áratug síðustu aldar en á síðasta ári hafi hagnaðurinn verið tæpir 1,2 milljarðar kr. þrátt fyrir mun minni fisk en var á fyrrnefnda tímabilinu. Ástæðan sé fyrst og fremst hugarfarsbreytingin, sá skilningur, að ekki skuli sækja sjó- inn nema það borgi sig. Óeðlilegt samkrull? Óli Samró getur þess, að nú séu færeysk sjávarútvegsfyrirtæki komin á íslenskan hlutabréfamark- að og segir, að ekki sé nema allt gott um það að segja. Vandi ís- lensku fyrirtækjanna sé hins vegar sá, að verðið á kvótanum sé svo hátt, að það sé ekki á færi nema fárra fyrirtækja að taka þátt í þeirri samkeppni. „Nú eru aðeins 12 eða 13 íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eftir á markaðnum og þau svara til um 80% af íslenskum sjávarútvegi. Til að tryggja sér fjármagn hafa þau neyðst til að rugla saman reitunum við önnur fyrirtæki, til dæmis olíu- félögin, tryggingafélögin og sjóði, og þar með er búið að hræra saman hagsmunum ólíkra fyrirtækja. Af þessum sökum er mjög lítil sam- keppni á viðkomandi þjónustusvið- um og það rýrir aftur samkeppn- isgetu íslensku fyrirtækjanna,“ segir Óli Samró. Óli segir, að heita megi, að búið sé að kasta markaðslögmálunum alveg fyrir róða í Noregi. Þar ráði byggðastefnan ein. Þriggja ára rannsókn á sjávarútvegi á Íslandi, í Noregi og Færeyjum Útvegur í Færeyjum stendur betur en á Íslandi Allur fiskur á markað; fiski ekki hent og óhagkvæmum skipum lagt Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA fiskveiðistjórn- unarkerfið, sem byggist á sókn- arstýringu, hefur reynst Fær- eyingum vel, að mati Eyðfinns Finnssonar, sérfræðings við fær- eyska sjávarútvegsráðuneytið. Hann kynnti kerfið og reynsluna af því á fundi hjá Fiskifélagi Íslands í gær. Á fundinum kom einnig fram hjá Kristjáni Þórarinssyni, stofn- vistfræðingi LÍÚ, að hann telur kerfið alls ekki henta við fisk- veiðistjórnun á Íslandsmiðum. Nokkrar umræður urðu í lok fundarins um færeyska fisk- veiðistjórnun, en engin ályktun var samþykkt. Halldór Ragnar Gíslason sjáv- arútvegsfræðingur lýsti í erindi sínu færeyska fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Þar kom fram að Fær- eyingar hættu að nota aflamarks- kerfi og skiptu yfir í sóknar- markskerfi árið 1996 til að reyna að koma í veg fyrir brottkast og löndun afla framhjá vigt. Sóknardagakerfi Færeyinga er byggt á úthlutuðum dögum sem fiskiskip mega vera á sjó. Þegar fyrir liggur hversu mikið er heimilt að veiða úr fiskistofnunum á hverju ári er gefinn út fjöldi sókn- ardaga á hvert skip en fjöldi sókn- ardaga er miðaður við sóknargetu flotans. Þegar sóknardögum var út- hlutað í upphafi var færeyska fiski- skipaflotanum skipt upp í 6 flokka eftir stærð og veiðiaðferð skipanna og sóknardögum úthlutað eftir veiði- reynslu hvers flokks. Sóknardögum var síðan skipt jafnt niður á skip inn- an flokkanna. Úthlutunin var til 10 ára. Halldór sagði að ekki væri ljóst hvað tæki við eftir árið 2006, það væri stjórnmálamanna að ákveða slíkt. Sóknardagar ganga kaupum og sölum í Færeyjum, líkt og aflaheim- ildir á Íslandi, eftir sérstökum stuðl- um sem eru breytilegir eftir skipa- flokkum og gilda ýmsar reglur um framsal sóknardaga milli flokkanna. Sóknardögum í Færeyjum hefur fækkað um 17,3% frá því að kerfið var tekið upp árið 1996. Kerfið er lokað að því leyti að nýliðar þurfa að kaupa sér bát og sóknardaga til að hefja útgerð. Halldór benti einnig á að ríkisstyrkir til sjávarútvegs í Færeyjum hefðu minnkað mjög mikið á undanförnum árum en um miðjan síðasta áratug fóru um 30% af öllum styrkjum Færeyinga til sjávarútvegsins. Halldór sagði að mjög lítil reynsla væri komin á sókn- ardagakerfið í Færeyjum og því væri spennandi að fylgjast með framvindu mála á komandi árum. Gott kerfi Þegar fiskveiðar við Færeyjar voru að hruni komnar vegna stjórn- lítilla veiða og ríkisstyrkja, sem leiddu til of mikillar sóknar, árið 1993 var ákveðið að taka upp kvóta- kerfi, aðallega að kröfu Dana. Því kerfi var svo kastað fyrir róða og dagakerfið tekið upp árið 1996. Jafn- framt voru opinberir styrkir af- numdir. Frá árinu 1993 hefur leiðin í færeyskum sjávarútvegi legið upp á við. Þetta kom fram hjá Eyðfinni Finnssyni. Eyðfinnur rakti gang mála, aðstæður þegar kerfinu var komið á og talaði um reynsluna af því. „Þetta er gott fiskveiðistjórn- unarkerfi, sem meðal annars leiðir til minna brottkasts og því kemur nánast allur fiskur sem veiðist á land. Því er almennt ánægja með kerfið sem slíkt, en hins vegar er deilt um það hvort eigi að innheimta auðlindagjald af þeim, sem veiðileyf- in hafa,“ sagði Eyðfinnur. Hann sagði jafnframt að þótt kerfið væri gott og hefði reynst Færeyingum vel leysti það vissulega ekki öll vandkvæði við fisk- veiðistjórnun. Hann nefndi sem dæmi, að við veiðarnar væri heimilt að ákveðið hlutfall af afla skipanna mætti vera smáfiskur. Veiddist hins vegar umfram það hlutfall væri vissulega komin hætta á brottkasti. Sóknarmarkskerfi hentar ekki á Íslandi Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur LÍÚ, sagði á fundinum að sóknarmarkskerfi myndi ekki henta við íslenskar aðstæður þar sem á því væru ótal vankantar. Hann sagði að á bak við hugmyndir um sóknar- mark byggi fiskifræðileg kenning um að ekki væri hætta á ofveiði með hæfilegri fastri sókn. Þar af leiðandi væri óþarfi að fylgjast með ástandi fiskistofna frá ári til árs. Kristján sagði þessa kenningu hinsvegar ekki standast. Engin leið væri að mæla sókn eða meta með nákvæmni hver hin fasta sókn ætti að vera. Auk þess væru sveiflur í náttúrulegum dauða og veiðanleika í fiskistofnum sem yllu því að föst sókn leiddi til mis- munandi fiskdauða og þar með mis- munandi heildardánartölu. Þá ykist veiðigeta fiskiskipa af sömu stærð og vélarafli um 3–5% á ári, m.a. vegnar þróunar í veiðarfærum, tækjabúnaði og kunnáttu. Kristján sagði að sóknarmark byggðist á samræmi milli veiðigetu fiskiskipaflota og afrakstursgetu fiskistofna. Þrengingar í Færeyjum hefðu leitt til þess að mörg af nýrri og verðmeiri skipum Færeyinga hefðu verið seld úr landi áður en sóknarmarkið var tekið upp. Ef Ís- lendingar ætluðu að taka upp sókn- armark þyrfti að fækka verulega í fiskiskipaflotanum, jafnvel um 70%, að mati Kristjáns. Kristján sagði að fylgifiskur sókn- armarks væri fjárfesting í nýjum skipum og búnaði til að auka afla á sóknardag, sem aftur leiddi til um- framafla miðað við fyrirætlanir. Í kjölfar fjárfestingar og umframveiði fækkaði síðan sóknardögum á hvert skip til þess að stemma stigu við of- veiði. Þá væri hætta á að úthlutaðir dagar og minni veiði dygði ekki til þess að standa undir rekstri fiski- skipa. Kerfið leiddi því til óhag- kvæmra fjárfestinga og veiða. Kristján sagðist auk þess óttast afdrif einstakra fiskistofna í sókn- armarkskerfi. Þegar afli einstakra tegunda væri ekki takmarkaður yk- ist sókn í verðmeiri og stærri stofna en aðrir væru vannýttir. Deilt um ágæti færeyskrar fisk- veiðistjórnunar Morgunblaðið/Sverrir Kristján Loftsson, einn stjórnarmanna Fiskifélags Íslands, og Eyð- finnur Finnsson frá færeyska sjávarútvegsráðuneytinu ræða saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.