Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAllt um heimsókn Íslendinga til Brasilíu / B1, B2, B3, B4 Gillingham fylgist með Ólafi Gottskálkssyni /B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r9. m a r s ˜ 2 0 0 2 ÚTFÖR Úlfars Þórðarsonar augn- læknis var gerð í gær frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur jarðsöng og organisti var Marteinn H. Frið- riksson. Bryndís Halla Gylfadóttir lék einleik á selló, einsöngvari var Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kammerkór Dómkirkjunnar söng. Líkmenn sem báru kistuna úr kirkju voru (frá vinstri) Arngrímur Jóhannsson, Þórarinn Guðmunds- son, Skúli Jón Sigurðarson og Pétur Valbergsson. Fremstur hægra meg- in á myndinni er Sigurgeir Guð- mannsson, þá Uggi Agnarsson, Marinó Sveinsson og aftastur er Þórður Sverrisson. Útför Úlfars Þórðarsonar Morgunblaðið/Árni Sæberg HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fjóra sakborninga í kókaínmáli í átta til tíu mánaða fang- elsi fyrir að hafa staðið að smygli á tæplega 100 grömmum af kókaíni frá Amsterdam í nóvember árið 2000. Sá sem þyngstu refsinguna fékk er 32 ára karlmaður, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi, en hann á að baki langan sakaferil. Þrír sakborningar, tveir karlmenn og ein kona, voru dæmd í átta mán- aða fangelsi fyrir aðild að málinu. Fimm mánuðir af refsingu tveggja ákærðu voru skilorðsbundnir. Í niðurstöðu dómsins segir að tvö úr hópnum hafi verið 20 og 21 árs er þau frömdu brot sín. Hafi margt breyst frá þeim tíma, konan stundi nám í Danmörku og maðurinn sé á lokaári í iðnskóla og í sambúð. Taldi dómurinn hvorki að almenn né sér- stök varnaðaráhrif refsingar myndu skerðast þótt hluti refsivistar þeirra yrði skilorðsbundinn, enda hefðu þau ekki sætt refsingu áður. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Dæmd í fangelsi fyrir kók- aínsmygl LAGT verður til á aðalfundi Símans á mánudag að stjórnarmönnum verði fækkað úr sjö í fimm. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Símans, segir að það sé eigandi 95% hlutafjár Símans sem fari fram á þetta. Spurður um ástæðu þess að ákveð- ið sé að fækka nefndarmönnum, segir Friðrik eðlilegt að vísa þeirri spurn- ingu til samgönguráðherra. Fækkað í stjórn Símans BJÖRN Bjarnason, alþingismaður og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar, segir að það sé ekki nægi- legt að horfa á borgarsjóð einan þegar verið sé að fjalla um fjármál og skuldastöðu Reykjavíkurborgar. R- listinn hafi gripið til þess ráðs að flytja skuldir frá borgarsjóði til borg- arfyrirtækja eða sérstakra sjóða í þeim tilgangi að láta borgarsjóð líta sem best út. Þetta ráðslag minni helst á aðferðir bandaríska orkufyrirtæk- isins Enron, en fjármál þess eru nú til rannsóknar í kjölfar gjaldþrots þess. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri kynnti á borgarstjórnarfundi á fimmtudag þriggja ára áætlun um fjármál Reykjavíkurborgar. Þar kom fram að ef gert væri ráð fyrir að handbært fé frá rekstri og ráðstöfun þess yrði árin 2006–2015 svipað því sem áætlað er árið 2005 yrði borgin skuldlaus árið 2015. Björn sagði að það væri hægt að stilla borgarsjóð af eins og menn vildu ef menn notuðu þær aðferðir sem R- listinn hefði notað. „Annars vegar segja menn að borgarsjóður verði skuldlaus árið 2015, en hins vegar kemur fram í þessari fjárhagsáætlun til þriggja ára að gert ráð fyrir að heildarskuldir Reykjavíkurborgar verði í árslok 2005 52,9 milljarðar. Þetta minnir mig dálítið á umræðuna um stöðu bandaríska orkurkufyrir- tækisins Enron. Þar sögðu menn að Enron stæði vel vegna þess að meg- insjóðurinn stóð vel eftir að það höfðu verið stofnaðir sérstakir sjóðir um skuldirnar. Svipað hafa stjórnendur Reykjavíkurborgar verið að gera. Skuldirnar eru fluttar í sjóði og síðan er fullyrt að borgarsjóður standi vel,“ sagði Björn. Björn nefndi sem dæmi að skuldir hafnarsjóðs hefðu aukist mikið. Sér- stakt félag hefði verið stofnað í kring- um skuldir borgarinnar vegna fé- lagslegs íbúðarhúsnæðis. Miklir fjármunir hefðu verið teknir út úr Orkuveitu Reykjavíkur í þeim til- gangi að laga stöðu borgarsjóðs, en skuldir Orkuveitunnar hefðu hins vegar aukist mjög mikið. „Við Reykvíkingar, sem stöndum undir þessum skuldum, verðum að horfa á málið í heild sinni. Það kemur í hlut okkar að greiða allar þessar skuldir. Það sem máli skiptir er að nettóskuld borgarinnar hefur aukist um 29 milljarða frá árinu 1993 eða 8,9 milljónir hvern einasta dag,“ sagði Björn. Björn Bjarnason um fjárhagsáætlanir meirihluta borgarstjórnar Vinnubrögð R-listans minna á aðferðir Enron RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur þremur rúmlega tvítugum mönnum fyrir bensín- sprengjuárás á aðsetur bandaríska sendiráðsins og sendiherrans við Laufásveg hinn 21. apríl 2001. Við árásina blossaði upp eldur á framhlið hússins. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær og játaði sá sem sakaður er um að hafa kastað sprengjunni sök. Meðákærðu neita sök. Ákærðir fyrir að smána erlenda þjóð Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa smánað erlenda þjóð og erlent ríki opinberlega með háttsemi sinni. Í ákæruskjali er sagt að mennirnir hafi sammælst um að varpa sprengj- unni á sendiráðið og hafi einn þeirra útbúið sprengjuna sem var gler- flaska, fyllt bensíni og með kveik í stút. Síðan hafi þeir farið saman að sendiráðinu, þar sem einn þeirra hafi sett á sig húfu annars félaga síns og farið í jakka hins félagans. Hann hafi borið eld að kveiknum, hlaupið með sprengjuna logandi út úr húsagarði gegnt sendiráðinu og kastað henni í vegg yfir anddyri hússins. Öryggisvörður sendiráðsins slökkti eldinn fljótlega en nokkrar brunaskemmdir urðu á framhlið hússins. Háttsemi ákærðu er talin varða við 95. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 22. gr. sömu laga hvað varðar háttsemi félaga þess sem sakaður er um að hafa kastað sjálfri sprengj- unni. Ríkislögreglustjóri mun sækja málið fyrir dómi. Ákærðir fyrir bensín- sprengju- árás „MAÐURINN hoppaði yfir búðar- borðið og réðist á mig. Hann kýldi mig í andlitið og dró mig á hárinu,“ segir Arna Sigrún Haraldsdóttir, 19 ára menntaskólanemi, sem varð fyr- ir því í gær að ráðist var á hana þeg- ar hún var við störf í í söluturninum Tvistinum á Lokastíg í Reykjavík. Arna sagði að maðurinn hefði komið inn í söluturninn skömmu áð- ur þegar samstarfsmaður hennar var við vinnu. Hann hefði hins vegar farið út en komið aftur inn eftir að vaktaskipti höfðu farið fram. Hann hefði tekið peninga úr kassanum, auk þess sem hann hefði hrifsað til sín sígarettur og símakort. Viðskiptavinur kom inn í söluturn- inn um það leyti sem maðurinn var að hlaupa út. Hann reyndi að elta hann, en missti af honum. Lögreglan náði manninum hins vegar stuttu síðar. Um var að ræða 22 ára gamlan mann sem hafði verið í meðferð vegna fíkniefnaneyslu. Hann varð uppvís að fíkniefnaneyslu í meðferð- inni og var vísað úr henni. Arna sagði að þetta hefði ekki ver- ið skemmtileg lífsreynsla. Hún þurfti að fara á slysadeild þar sem meiðsl hennar voru skoðuð. Í fyrrakvöld ógnaði maður starfs- manni í versluninni 10–11 í Spor- hömrum í Grafarvogi. Lögreglan hefur upplýst þetta mál. Tveir menn áttu aðild að ráninu og var annar þeirra handtekinn skömmu eftir rán- ið. Hinn var handtekinn í gær og færður til yfirheyrslu. Málsatvik liggja ljós fyrir og telst málið upp- lýst. Mennirnir eru 19 og 22 ára. Rán í söluturninum Tvistinum Kýldi og hárreytti starfsmann ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveð- ið að ekki verði gefin út kæra á hend- ur vefmiðlinum Strik.is, en hann var á síðasta ári ásakaður um að dreifa klámi. Ríkilögreglustjóri óskaði eftir rannsókn á málinu eftir að greint var frá því í fjölmiðlum að á vefmiðlinum væri grein þar sem finna mætti teng- il sem vísaði áfram á klámsíður. Á vefsíðunni Strik.is var í gær greint frá því að ritstjóra miðilsins hefði borist bréf frá ríkissaksóknara þar sem segði að embættið hefði lok- ið athugun á gögnum lögreglurann- sóknar vegna kærunnar. Í bréfinu segir: „Hér með tilkynnist yður að ekki þykja efni til frekari aðgerða á hendur yðar í málinu vegna kæru þessarar, sbr. 112. gr laga nr. 19. 1991 og er það því fellt niður.“ Ekki kært fyrir dreif- ingu á klámi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.