Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 31
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 31 V EGNA tæknivæðingar og þjóðfélagsbreyt- inga síðustu áratuga er hreyfing ekki lengur jafn sjálfsagður hluti af dagsins önn eins og áður var. Því þarf fólk að vera sér sérstaklega meðvitandi um hversu nauðsynleg hreyfing er fyrir heilsusamlegt líf og ætla henni tíma í skipulagi dagsins. Lítum í eigin barm. Hvernig stend ég að vígi þessa stundina þegar hreyfing er annars vegar? Get ég vel við unað? Ef ekki, hvað get ég þá gert til að bæta mig? Það þarf að taka ákvörðun um að byrja að hreyfa sig og, það sem oft reynist erfiðara, það þarf að fram- fylgja ákvörðuninni. Láttu heilsuna hafa forgang og gerðu hreyfingu að hluta daglegs lífs  Tuttugu mínútna hreyfing sem flesta daga vikunnar er allt sem þarf. Ganga, hlaup, hjólreiðar, sund… ; það verður hver og einn að velja á sínum forsendum hvað hentar best að gera og hvenær dagsins. Aðalatriðið er að hreyfa sig!  Vertu ávallt vakandi fyrir því að velja hreyfingu fram yfir hreyfingarleysi  Takmarkaðu bílanotkun eins og mögulegt er, t.d. með því að ganga eða hjóla í staðinn.  Ef þú notar strætó, farðu út úr vagningum t.d. tveimur stoppistöðvum fyrr eða síðar en þú ætlaðir.  Ef þú ert á bíl, leggðu honum góðan spöl frá áfangastað og njóttu þess að ganga það sem eftir er á áfangastað.  Notaðu stigann í stað lyftu eða rúllustiga.  Varaðu þig á sófanum. Þeir sem hreyfa sig reglulega hvílast betur en þeir sem henda sér beint upp í sófa. Líkamleg þreyta hjálpar til við að losa um andlega þreytu eftir amstur dagsins. Landlæknisembættið í samvinnu við: Manneldisráð – Ísland á iði 2002 – Sjúkraþjálf- unarskor Háskóla Íslands og Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands Heilsan í brennidepli Hreyfum okkur! Látum hreyfingu verða hluta af daglegu lífi Það er ekki eftir neinu að bíða, byrjaðu strax í dag! „Ég hef stöðugar áhyggjur af öllu og öllum. Ég sef illa á nóttunni og hef stanslausan kvíða þrátt fyr- ir það að engin almennileg ástæða sé til. Svona hefur þetta verið í u.þ.b. þrjú ár. Heimilislækn- irinn minn hefur nokkrum sinnum boðið mér að fara á Seroxat sem hann segir vera þunglyndis- og kvíðameðferð. Mér finnst ég ekki beint vera þunglynd þótt ég sé mjög þreytt og pirruð á að líða svona. Getur þetta Seroxat hjálpað mér?“ SVAR Ljóst er að líðan þín er langt fráþví að vera góð og að það er óeðlilegt og hugsanlega sjúklegt hve lengi þér hefur liðið svona illa. Það koma hins vegar ekki fram nægilega ítarlegar upplýsingar til að setja fram nákvæma sjúkdómsgreiningu. Þú hefur áhyggjur, þjáist af kvíða, pirringi og þreytu og svefn er truflaður. Þessi einkenni gætu bent til þunglyndis- eða kvíðasjúkdóms. Í dag eru sem betur fer til mörg lyf sem skila góðum árangri. Líklegt er að Seroxat og lík lyf gætu hjálpað þér umtalsvert. Til að öðlast betri þekkingu á erfiðleikum þínum og fá ít- arlegra faglegt mat á þeim gætir þú rætt þetta frekar við heimilislækni þinn eða geðlækni. Ef dæmi er nefnt um eina tegund kvíða- sjúkdóms má nefna almenna kvíðaröskun, sem lýsing þín gæti átt við. Almenn kvíðaröskun lýsir sér sem viðvarandi hamlandi kvíði og óhóflegar áhyggjur af heilsu, starfi, fjár- málum, fjölskyldumálum o.fl. Þetta kvíða- ástand getur jafnvel varað í nokkur ár eða ára- tugi áður en einstaklingur fær rétta sjúkdómsgreiningu og meðferð. Margir eru þá jafnvel farnir að trúa því að þetta ástand sé einfaldlega hluti af persónuleika þeirra og við því sé ekkert hægt að gera. Almenn kvíða- röskun er hins vegar sjúklegt ástand sem hef- ur hamlandi áhrif á daglegt líf viðkomandi og hefur iðulega í för með sér ýmis líkamleg ónot svo sem viðvarandi vöðvaspennu, eirðarleysi, máttleysi og ónot í kviðarholi, aukna svita- myndun, yfirliðstilfinningu og handskjálfta. Talið er að um 5% einstaklinga á Vest- urlöndum þjáist af almennri kvíðaröskun um lengri eða skemmri tíma á æviskeiði sínu. Al- menn kvíðaröskun er tvöfalt algengari meðal kvenna en karla. Þunglyndi kemur oft í kjölfar almennrar kvíðaröskunar. Ég vil þó ítreka að til eru margar tegundir kvíðasjúkdóma og flesta þeirra er hægt að meðhöndla með góð- um árangri með samtalsmeðferð og eða lyfja- meðferð. Kvíðasjúkdómar eftir Ólaf Þór Ævarsson Almenn kvíðaröskun lýsir sér sem viðvarandi hamlandi kvíði og óhóflegar áhyggjur af heilsu, starfi, fjármálum, fjölskyldumálum. Kvíða- ástandið getur jafnvel varað í áratugi áður en einstakling- ur fær rétta sjúkdómsgrein- ingu og meðferð. ........................................................... persona@persona.is Höfundur er geðlæknir. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. „Í HANDLEIÐSLU fá þeir hjálp, sem vinna við það að hjálpa öðrum,“ segir Kristín Gústavsdóttir, félagsráðgjafi, sem kenna mun og leiðbeina á námskeiði um hóphandleiðslu á vegum Handleiðslufélags Ís- lands dagana 14.–15. mars næstkomandi. Ásamt Kristínu mun eiginmaður hennar, Karl Gustaf Piltz, sem er sálfræð- ingur að mennt, leiðbeina á námskeiðinu, en saman hafa þau hjónin frá árinu 1973 rekið „Institutet för familjeterapi“ í Gautaborg, þar sem þau eru búsett, og bjóða þar upp á við- töl fyrir pör og fjölskyldur, handleiðslu og námskeiðahald í fjölskyldumeðferð og hand- leiðslu. Þau hafa þótt eftirsótt- ir fyrirlesarar á ráðstefnum og reka auk þess bókaforlagið Ask & Emblu, sem m.a. hefur gefið út bókina „Den Usynliga Familjen, samarbetspartner eller syndabock“. Kristín, sem er 65 ára að aldri, er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún nam félagsráðgjöf í Svíþjóð og tók síðan mastersnám við Smith Col- lege í Bandaríkjunum. Eftir að Kristín lauk námi, starfaði hún á Landspítalanum og var þar frum- kvöðull í fjölskyldumeðferð og handleiðslu á sjöunda og áttunda áratugnum. Hún stóð fyrir fyrsta formlega náminu í handleiðslu hér á landi sem var þriggja ára nám og fór fram á Landspítalanum. Á und- anförnum árum hafa þau hjón verið aðalkennarar í námi í fjölskyldu- meðferð í umsjá Tengsla sf. Og Endurmenntunarstofnunar. Auk þess hefur Kristín sinnt reglubund- inni handleiðslu við stofnanir hér á landi í gegnum árin. Meðal annars hefur hún verið ráðgjafi hjá Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar undan- farin tíu ár. Að sögn Kristínar gengur hand- leiðsla í stuttu máli út á það að handleiðsluþeginn öðlist aukinn lær- dóm og þroska í starfi, þar sem leit- ast er við að samþætta fræðilega þekkingu, fagleg vinnubrögð og persónuþætti einstaklingsins. „Handleiðsla er fyrir starfsfólk í meðferðargeiranum, til dæmis fé- lagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrun- arfólk, iðjuþjálfa, kennara og aðra þá sem eru að sinna umönnunar- störfum. Hún er fyrir fólk, sem er að vinna með annað fólk, og gengur út á það að efla þessa meðferð- araðila í starfi. Meðferðaraðilar finna nefnilega oft fyrir sams konar vanmætti og þeir skjólstæðingar, sem þeir eru að vinna með, og þurfa þeir því að vera mjög meðvitaðir um þessa smitandi hættu.“ Samkeppni um athygli Það má segja að í hjálpinni felist fyrst og fremst samtöl, að sögn Kristínar, en hún gerir stóran greinarmun á einstaklings- handleiðslu og hóphand- leiðslu. „Hóphandleiðsla er mun flóknara fyrirbæri en einstaklingshandleiðsla og þar af leiðandi mun vand- meðfarnari. Mikilvægast er í hóphandleiðslu að fá kunn- áttu allra til að njóta sín sem getur orðið flókið þegar allir vilja vera duglegastir í sam- keppninni um athygli. Hver og einn getur verið með sín hlutverk á hreinu í fjölskyld- unni, skólanum, vinnunni eða vinahópnum, en þegar komið er inn í annars konar hóp, er hlutverkið orðið kannski allt annað og breytt. Þetta þarf handleiðarinn að takast á við. Í því felst m.a. að auka ör- yggi allra í hópnum og skapa gott andrúmsloft svo að allir fái notið sín í hópnum, en í hópum hafa sumir vitanlega meiri þörf fyrir athygli en aðrir. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt að handleiðari hjálpi þeim, sem hafa sérfræðikunnáttu og reynslu, við að gefa svokallaðri ómeðvitaðri kunnáttu sinni ákveðin heiti, en við það eitt má efla starfs- getuna. Í þessu samhengi hefur oft verið talað um þögla þekkingu, falda kunnáttu eða bakgrunnskunnáttu.“ Ræktun manns og starfs Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000 í tengslum við út- skrift átján handleiðara, sem lokið höfðu þriggja missera námi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Félagið, sem hefur ein- kunnarorðin: „ræktun manns og starfs“, heldur nú úti öflugri starf- semi og eru félagsmenn nú á fjórða tug. Það gefur út vikuleg fréttabréf á Netinu og hádegisfundir eru haldnir mánaðarlega þar sem fé- lagsmenn skiptast á að sjá um er- indi. Handleiðslufélag Íslands með námskeið um hóphandleiðslu Handleiðslu er ætlað að þroska fólk í starfi Kristín Gústafsdóttir. Morgunblaðið/Golli KLÓNUN stofnfrumna í lækninga- skyni og þeir möguleikar sem í henni felast hafa þótt umdeild frá siðferði- legu sjónarmiði. Stofnfrumurnar eru klónaðar með notkun fósturvísa, sem aldrei eru látnir ná hærra þroskastigi. Vísindamenn við Whitehead-stofn- unina í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa nú klónað stofn- frumur í músum í tilraunaskyni. Voru stofnfrumurnar notaðar til að bæta ónæmiskerfi tilraunamúsa með fæð- ingargalla. Þó langt sé í að tilraunir geti hafist með klónun stofnfruma í mönnum, segjast vísindamennirnir hafa sýnt fram á möguleika þessarar aðferðar í baráttunni við sjúkdóma. Ekki eru þó allir tilbúnir að sættast á klónun í þessu skyni, m.a. Bush Bandaríkja- forseti sem er alfarið mótfallinn klón- un. Klónun í lækningaskyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.