Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁNÆGJULEG BREYTING NEYÐARÁSTAND Á SJÚKRAHÚSUM Með stuttu millibili hafa tveirlæknar kvatt sér hljóðs hérá síðum Morgunblaðsins og fullyrt annars vegar að mann- réttindi séu brotin innan spítalanna hérlendis og hins vegar að lífi og heilsu almennings sé stofnað í hættu vegna aðhaldsaðgerða á spít- ölunum. Það er ekki algengt að læknar setji fram jafnbeitta gagnrýni á fyr- irkomulag sjúkrahúsanna og þau Margrét Leósdóttir og Björn Rúnar Lúðvíksson hafa gert í greinum sín- um. Lengi hefur verið rætt um vandamál sjúkrahúsanna sem nú hafa verið sameinuð í eitt – Land- spítala – háskólasjúkrahús. Nú þeg- ar sérhæft starfsfólk þessarra stofnana lætur áhyggjur sínar í ljós opinberlega og af einlægni, er ekki lengur hægt að hunsa ábendingar sem berast um stöðu heilbrigðis- þjónustu hérlendis. Margrét segir m.a. að stríðs- ástand ríki innan sjúkrahúsanna. Ástandið hafi lengi verið slæmt en aldrei jafnslæmt og nú. „Á flestum deildum Landspítala – háskóla- sjúkrahúss liggja sjúklingar á göng- um og jafnvel inni á skolherbergj- um, klósettum eða hvar svo sem plássin finnast.“ Hún segir ástæð- urnar fyrir slæmu ástandi mega rekja til þess að stóru sjúkrahúsin geti ekki útskrifað sjúklinga vegna skorts á hjúkrunarheimilum og end- urhæfingarplássum. Á meðan kom- ist bráðveikir sjúklingar ekki inn á spítalann þar sem engin laus pláss séu fyrir hendi. Björn Rúnar bendir aftur á móti á að „óraunsær 4% niðurskurður“ stjórnvalda til málaflokksins valdi því að ekki sé hægt að halda uppi viðunandi þjónustu á spítalanum og með því sé lífi og heilsu sjúkra teflt í tvísýnu á álagstímum. „Þrátt fyrir mikinn niðurskurð stjórnvalda á fjárveitingum til stofnunarinnar hef- ur almenningi verið talin trú um að sameiningarferlið gangi vel fyrir sig. Þar sé öllum landsmönnum tryggð fullkomin og mannsæmandi heil- brigðisþjónusta eins og lög kveða á um. Raunveruleikinn sem birtist læknum og heilbrigðisstarfsfólki bráðaþjónustu sjúkrahússins er ann- ar og dapurlegri. Þjónusta við sjúka og aðstaða til aðhlynningar er á álagstímum langt fyrir neðan það sem eðlilegt getur talist á háskóla- sjúkrahúsi,“ segir Björn Rúnar Lúð- víksson. Það hlýtur að vera tekið alvarlega þegar lýsingar sem þessar koma frá fagfólki sem starfar innan sjúkra- húsanna, og jafnframt að þau telji sig ekki geta, með góðri samvisku, staðið við læknaeiðinn og látið sér þetta ástand lynda. Skattgreiðendur allir hljóta jafnframt að taka þessar ábendingar alvarlega og láta sig þær varða. Sérstaklega í ljósi þess að töluverðum hluta skattpeninga þeirra er varið til uppbyggingar í heilbrigðiskerfinu og allir lands- menn eiga rétt á „fullkomnustu heil- brigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar and- legri, líkamlegri og félagslegri heil- brigði“, samkvæmt lögum. Það er ánægjulegt að fylgjast meðþeim afkomutölum, sem þessa dagana eru að berast frá nokkrum stærstu útgerðarfyrirtækjum lands- ins. Þær sýna að sjávarútvegsfyrir- tækin eru að rétta úr kútnum, svo um munar. Svo aðeins sé vitnað til tveggja fyrirtækja, sem birt hafa tölur síð- ustu daga er augljóst að mikil um- skipti til hins betra hafa orðið í rekstri Samherja hf., stærsta og öfl- ugasta sjávarútvegsfyrirtækis landsins. Hagnaður Samherja eftir skatta, afskriftir og fjármagnsliði nam á síðasta ári rúmlega 1.100 milljónum króna. Það segir þó ekki alla söguna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, sem nú orðið er talinn bezti mælikvarðinn á stöðu og afkomu fyrirtækja, nam rúmlega 3.600 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nær þrefaldaðist á milli ára úr rúmlega 1.000 millj- ónum í rúmlega 3.000 milljónir króna. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja og einn helzti drif- krafturinn í uppbyggingu þessa merka fyrirtækis, segir að síðasta ár hafi án efa verið bezta rekstrarár fé- lagsins frá upphafi. Og hann bætir við: „Við getum því ekki annað en horft björtum augum til framtíðar.“ Síldarvinnslan í Neskaupstað, sem var rekin með rúmlega 400 milljóna króna tapi árið 2000, náði þeim árangri að koma tapinu niður í 67 milljónir á síðasta ári. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam tæplega 1.600 millj- ónum. Það sýnir trú Samherja- manna á framtíð Síldarvinnslunnar að þeir hafa jafnt og þétt verið að auka hlut sinn í fyrirtækinu. Sá góði árangur í rekstri sjávar- útvegsfyrirtækjanna á síðasta ári, sem endurspeglast í afkomu þeirra tveggja fyrirtækja, sem hér hafa verið nefnd er vísbending um að at- vinnulífið sé að ná sér á strik á nýjan leik. Velgengnin í sjávarútveginum mun smátt og smátt skila sér út í efnahagslífið og hafa jákvæð áhrif í öðrum þáttum atvinnulífsins eins og jafnan áður. Þessi frábæri árangur sýnir líka, að þeir sem telja, að sjávarútvegur- inn geti ekki staðið undir greiðslu gjalds fyrir afnot af fiskimiðunum hafa á röngu að standa. Miðað við þær afkomutölur, sem nú eru að birtast, þarf ekki að hafa áhyggjur af bolmagni sjávarútvegsins til þess að standa undir þeim greiðslum. S AMEINING stóru fisk- sölusamtakanna, Sölu- miðstöðvar hraðfrysti- húsanna og SÍF, gæti aukið sameiginlegan hagnað félaganna um 50% að mati Róberts Guðfinnssonar, stjórnar- formanns SH. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi félagsins í gær. Hann telur veruleg samlegð- aráhrif af sameiningu félaganna tveggja. Þau eigi ekki lengur í raunverulegri samkeppni innan- lands þótt þau starfi á svipuðum mörkuðum erlendis, bæði séu til- tölulega smá á heimsvísu og því séu sterk rök fyrir sameiningu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fagnar 60 ára afmæli sínu á þessu ári. Róbert sagði að fljótlega eftir stofnun Sölumiðstöðvarinnar hafi skapast mikil og hörð samkeppni hér innanlands milli þeirra fyr- irtækjablokka sem stóðu að baki fisksölufyrirtækjunum. „Barist var um hlutdeild af heildarút- flutningi frá landinu og þeir sem fóru höndum um flest tonn nutu mestrar virðingar. Enn eimir eftir af þessu gamla viðhorfi hér á Íslandi og enn er rætt um samkeppni sölusamtak- anna. Sölusamtökin eru hins veg- ar ekki til í dag. Stóru félögin á markaði, SH og SÍF, eru ekki lengur sölusamtök; þau eru fram- leiðslu-, sölu og markaðsfyrir- tæki, sem að vísu kaupa stóran hluta aðfanga sinna frá Íslandi. Samkeppnin fer því ekki lengur fram hér heima. Hin raunveru- lega samkeppni er baráttan um hylli viðskiptavinarins úti á mark- aðnum. Þar eru fyrirtækin að keppa á heimsmarkaði og sam- keppnisfyrirtækin sem og við- skiptavinirnir verða sífellt stærri og sterkari.“ Róbert sagði það hafa verið at- hyglisvert að fylgjast með þeirri þróun sem orðið hafi á sölu sjáv- arafurða undanfarin ár og mán- uði. Allir þekki þá miklu sam- þjöppun sem orðið hafi í rekstri smásölukeðja um allan heim. Sömuleiðis þekki menn vöxt veit- ingahúsakeðjanna og áhrif þeirra sem kaupenda, og menn kannist við samþjöppun í dreifingu til veitingastaða. „Svar okkar hefur verið sérhæfing í þeim rekstri, þar sem við teljum okkur búa yfir ótvíræðum styrk og mikilli sér- þekkingu. Það hefur leitt til þess að við erum nú að gera enn betur á okkar helstu mörkuðum en áð- ur. Á þremur árum hefur okkur tekist að endurskipuleggja Sölu- miðstöðina þannig að hún skilar nú góðum hagnaði. Í ljósi breytinga hér heima á rekstrarformi fisksölufyrirtækj- anna og fyrrgreindrar þróunar á mörkuðunum leita áleitnar spurn- milljónir árið áður. F hlutabréf í fjórum erlend arútvegsfyrirtækjum og bókfærð á um 2,4 milljarð Þar á meðal er um 15% kanadíska sjávarútvegsf inu Fisheries Products tional (FPI), að verðmæt milljarðar króna. Eins hefur komið í fréttum h töluverð átök í kringum Nýfundnalandi upp á s Fyrirtækið hafði áform töku eða samruna við Cl á Nova Scotia og unnið fleiri fjárfestingartæ Sérstök lög gilda um FP fundnalandi og hafa s unnið að breytingum á lö ingar á hugann. Æ fleiri, sem maður hittir á förnum vegi, spyrja hvers vegna íslensku sölu- fyrirtækin SH og SÍF taki ekki upp nánari samvinnu eða hrein- lega sameinist. Fyrirtækin eigi ekki í raunverulegri samkeppni hér innanlands, bæði eru þau til- tölulega smá á heimsvísu, þau starfa á svipuðum mörkuðum og samlegðaráhrif hljóti að vera veruleg. Ég verð að segja það sem mína persónulegu skoðun, að við fyrstu sýn eru rökin sem mæla með slíkri sameiningu sterk. Mér kæmi til dæmis ekki á óvart þótt sameiginlegur hagnað- ur félaganna gæti aukist um 50% í kjölfar slíkrar sameiningar. En þetta eru aðeins hugleiðingar mínar, málið hefur ekki verið rætt í stjórn félagsins og þar með eng- in afstaða tekin til þess,“ sagði Róbert á fundinum. Erfitt ár fyrir FPI Hagnaður SH ríflega fjórfald- aðist á síðasta ári og varð 641 milljón króna, en hann var 152 Stjórnarformaður SH segir að veruleg samlegðaráhrif yrðu Róbert Guðfinnsson spáir áframhaldandi vexti Sölumiðstöðv vexti, þar sem við munum í auknum mæli þróa nýjar vörur og löndum. Hins vegar mun það gerast með sameiningum v Fram kom á aðalfundinum að SH muni ekki selja hlutabréf sí næstu misserum en þar á félagið 15% eignarhlut. Ástæðan er sö kanadískra stjórnvalda sem voru Telur sterk sameiningu S Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH, segir sterk rök fyrir sameiningu SH og SÍF. Hann segir félög- in ekki lengur í raun- verulegri samkeppni innanlands og sam- einuð gætu félögin í samkeppni við erlend fyrirtæki aukið hagnað sinn um allt að 50%. ’ Sameiginleguhagnaður félag gæti aukist um 50% í kjölfar sa einingar ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.