Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gísli Engilberts-son fæddist í Þinghóli í Vest- mannaeyjum 28. apr- íl 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 2. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Engilbert Gíslason, f. á Tanganum í Vest- manneyjum 12.10. 1877, d. 7.12. 1971, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir, f. á Borg á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu 18.8. 1886, d. 7.5. 1965. Engilbert og Guðrún eignuðust sjö börn. Þrír synir þeirra létust í bernsku og var Gísli sá fyrsti sem komst á legg. Á lífi eru nú þau Ásta, f. 15.6. 1922, Ragnar, f. 15.5. 1924, og Berta Guðrún, f. 25.4. 1926. Gísli kvæntist 23.8. 1947 Elínu Loftsdóttur, f. 5.3. 1922, Ólafsson- ar, vélstjóra í Reykjavík, f. 24.4. 1902, d. 23.6. 1966, og Guðrúnar Guðjónsdóttur, f. 10.8. 1898, d. 16.8. 1983. Systkini Elínar sam- mæðra eru Bjarni Bjarnason, f. 3.1. 1926, ogGuðný Bjarnadóttir, f. 25.4. 1931. Stjúpfaðir Elínar var Bjarni Eyjólfsson, f. í Skipagerði á Stokkseyri 2.11. 1904, d. 30. jan- úar 1985. Systkini Elínar sam- feðra eru: Gunnar, f. 13.9. 1927, Ingi Loftur, f. 20.6. 1931, og Mál- fríður, f. 3.6. 1939. Börn þeirra eru: 1) Engilbert, f. 15.2. 1951, kona hans er Bryndís Pálína Hrólfsdóttir, f. 27.8. 1952. Börn þeirra eru: Ólöf, f. 11.11. 1973, maður hennar er Sigurður Krist- jánsson, f. 12.9. 1966; Elín, f. 19.6. 1975; Kristín, f. 13.11. 1979; og Ragna, f. 11.7. 1981, maður hennar er Jakob Guðlaugsson. Synir þeirra; Anton Birgir, f. 16.9. 2000, d. 18.12. 2000, og Aron Daði, f. 20.12. 2001. 2) Guðrún, f. 22.7. 1956, maður hennar er Stefán Sig- urðsson, f. 6.5. 1956. Synir þeirra eru Gísli, f. 12.6. 1987, andvana fæddur 14.2. 1997, og Stefán Gauti, f. 31.7. 1998. Gísli lærði málaraiðn hjá föður sínum og vann lengst af við þá iðn með föður sínum og Ragnari bróð- ur sínum. Gísli var einn af hvata- mönnum að stofnun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyinga og var for- stöðumaður hans í mörg ár eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Gísli var í Oddfel- lowreglunni árum saman. Útför Gísla fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti’ eða inni, eins þá ég vaki’ og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honum af hjarta’ eg treysti, hann mýkir dauðans kíf. (Hallgr. Pét.) Farsælu og hamingjuríku lífi tengdaföður míns er lokið og nú er komið að kveðjustund. Margs er að minnast er ég í huganum fer yfir ára- tuga kynni mín af heilsteyptum og vönduðum manni og mér kemur í hug er ég kornung kom í fyrsta sinn inn á heimili hans. Borð var dekkað í stofu, hann við sinn enda og Ella á þönum með kaffi og kökur. Þau hjónin tóku mér strax opnum örmum og hlýjan, alúðin og umhyggjan umvafði mig. Það var gott að njóta elsku þeirra og alla tíð hafa Gísli og Ella komið fram við mig eins og ég væri dóttir frekar en tengdadóttir. Húsið á Vallargötu 10, sem Gísli teiknaði sjálfur, var sérstaklega fal- legt og hlýlegt. Málverkin eftir Eng- ilbert föður hans og Ragnar bróður hans skreyttu veggi, uppáhaldsbæk- ur og fagrir munir í hillum. Sem ungur maður naut Gísli al- mennrar menntunar. Hann gekk í Iðnskóla Vestmannaeyja og lærði málaraiðn undir handleiðslu föður síns sem var mikill listamaður, en Engilbert nam málaraiðn í Kaup- mannahöfn um aldamótin 1900. Gísli var gæddur miklum listrænum hæfi- leikum eins og margir í hans fjöl- skyldu, en hann fór dult með þá hæfi- leika. Ég veit að hann málaði myndir, en þær myndir voru ekki til sýnis. Hann teiknaði og var hagur við allt handverk sem hann kom nærri. Hann var einnig hagmæltur og orti vísur en sjaldnast var það undir nafni því honum var flest betur lagið en hæla sjálfum sér. Gísli kunni því best að hafa lífið í föstum skorðum. Á sunnudögum var það fastur liður að hann kom sér fyrir í uppáhaldsstólnum í setustofunni eftir hádegismatinn og las Morgun- blaðið vandlega. Í það var svo vitnað, sem og annað sem hann las og var minnugur á. Þegar eldgosið hófst í Heimaey komu vel í ljós mannkostir Gísla og ábyrgðartilfinning. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur þar sem hjónin fengu íbúð og Gísli vinnu í sínu fagi við að mála hús. Hugulsemi hans og nær- gætni kom vel fram og ég gæti nefnt margt sem elskulegur tengdafaðir minn gerði fyrir mig og litlu fjöl- skylduna mína, en þá höfðum við hjónin eignast okkar fyrsta barn. En, að hann skyldi koma með bleika skó svo litla daman gæti verið fín þegar hún var skírð, yljaði ungu móður- hjarta og er ein af björtu minning- unum sem lifa í huga mínum. Gísli og Ella fluttu aftur til Eyja. Þar áttu þau sínar rætur og þar vildu þau vera. Hann og Ragnar bróðir hans ráku verslun með málningar- vörur, fyrst í Viðey við Vestmanna- braut og seinna á Strandveginum. Í mörg ár starfaði Gísli einnig sem framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Fyrir mig og mína fjölskyldu var traust og gott að eiga Gísla að. Ófá handtök lagði hann af mörkum þegar við vorum að byggja og natinn var hann við barnabörnin og dætur mín- ar hændar að honum og ömmu sinni. Hann gaf þeim alltaf merki þegar hann kom, sló þá létt með bíllyklinum í eldhúsgluggann og þutu þær þá með fagnaðarhrópum á móti honum. Gísli var víðlesinn og talaði dönsku, þýsku og ensku. Hafði einnig góð tök á frönsku og ítölsku. Orða- bækur las hann sér til ánægju og fróðleiks. Góður var hann í stærð- fræði og þolinmóðir að kenna dætr- um mínum fræðin. Hann gladdist jafnmikið og þær þegar áfanga var náð. Þegar hann bauð þeim í bíltúr kenndi hann þeim að reikna út þvers- ummu. Fór það þannig fram að hann benti þeim á númer bíla sem þau sáu og svo var reiknað og reiknað. Gísli gekk til liðs við Oddfellow- regluna þegar hann var rúmlega fimmtugur. Hann gerði það að vand- lega athuguðu máli og eftir það helg- aði hann félagsskapnum krafta sína meðan heilsan leyfði. Hann starfaði einnig lengi í Sjálfstæðisflokknum og það var sú stjórnmálaskoðun sem hann fylgdi alla tíð. Í einkalífinu var Gísli farsæll. Ég heyrði hann oft segja að hamingja sín í lífinu væri að eiga svo góða konu sem Elín er. Síðustu þrjú árin hafið þau hjónin oft dvalið á heimili okkar Engilberts lengri og skemmri tíma vegna veik- inda. Þeir tímar hafa verið bæði ynd- islegir en um leið erfiðir. Yndislegt og gott var að fá að hafa þau hjá sér en erfitt að horfa upp á þjáningar þegar þeim leið ekki nógu vel. Síð- ustu mánuðir voru Gísla þungbærir. Við vissum öll að líkaminn var að gefa sig, en hugurinn var óbugaður. Hann taldi kjark í okkur hin og var ofar í huga að Ellu liði ekki illa, en að hann sjálfur þyrfti á umönnun að halda. Kvöldið áður en kallið kom gladdi Gísli aðra með skemmtilegum sögum og gamanmálum eins og honum ein- um var lagið, fáeinum klukkustund- um síðar var hann allur. Kæri tengdafaðir, hafðu þakkir fyrir allt. Bryndís Hrólfsdóttir. Besti dagurinn í lífi afa var 23. ágúst 1947. Það var dagurinn sem hann giftist ömmu. Þau hófu búskap sinn á Selfossi þar sem þau eignuðust jafnframt sinn fyrsta bíl, forláta Willy’s-jeppa. Afi þreyttist aldrei á að segja okkur sögur af ferðalögum sem þau fóru í á jeppanum. Þá fóru menn í útilegur í jakkafötum og með hatt. Árið 1947 var afa einkar minn- isstætt ár, þær voru ófáar sögurnar sem hófust á orðunum: „Það var árið 1947 á Selfossi …“ Afi var mjög fróð- leiksfús maður, las mikið og hafði jöfnum höndum í nálægð sinni orða- bækur, stærðfræðibækur og önnur fræðirit. Erlend tungumál voru hon- um hugleikin og grúskaði hann í ensku, þýsku, ítölsku og frönsku og las orðabækur og stærðfræðibækur sér til skemmtunar. Hann kenndi okkur systrunum að reikna þvers- ummu og notaði til þess bílnúmer. Við fórum oft með afa í langa bíltúra og þá reiknuðum við þversummur af öllum bílnúmerum sem við sáum og afi kenndi okkur örnefni eyjanna, sem hann þekkti vel, og þá fylgdu oft með skemmtilegar sögur af skrítnum mönnum. Hús afa og ömmu sem afi teiknaði sjálfur var sannkallaður ævintýra- heimur fyrir okkur systurnar. Uppi á lofti á skrifstofunni hans var hægt að æfa fimleika og þar átti hann einnig dularfullan bumbubana sem enginn kunni að nota. Úr öðru herbergi lágu svo „leynigöng“ undir súð, sem end- uðu frammi á gangi. Þar var gaman að skríða í gegn. Skömmu fyrir áttræðisafmælið sitt veiktist afi. Síðan þá hafa afi og amma dvalið langdvölum hjá okkur í Reykjavík. Þó svo að oft hafi verið erfitt að horfa upp á mikil veikindi afa var ómetanlegt að fá að hafa ömmu og afa hjá sér og kynnast þeim á ann- an hátt en áður. Elsku afi, þann tíma sem við áttum með þér munum við geyma í hjarta okkar alla ævi. Ólöf og Elín. Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okk- ur og ert nú hjá skapara himins og jarðar. Við elskum þig af öllu hjarta og eigum eftir að sakna þín sárt. En við vitum samt að þér líður vel núna og það er það eina sem skiptir máli. Þú áttir langa og góða ævi með góðri fjölskyldu og áttir marga góða vini. Þú átt svo mikið í æsku- og gleði- minningum okkar, allar stundirnar sem við áttum saman. Öll sumrin sem við eyddum hjá ykkur ömmu eftir að við fluttum frá Eyjum. Þú byrjaðir alltaf á því að opna skottið þegar þú náðir í okkur á flugvöllinn og sagðir: „Drekkið þið ekki svona?“ Og þar var fullur kassi af kókómjólk. Svo voru það bíltúrarnir á sunnu- dagsmorgnum sem við fórum í á meðan amma hafði steikina til. Þegar við vorum komin upp á hraun gafstu alltaf í og okkur fannst þú fara svo hratt að við veltumst um af hlátri. En hraðinn var nú ekki nema 60 km/klst. Þú varst alltaf að kenna okkur eitt- hvað nýtt og segja okkur alls konar sögur. Þú hafðir alltaf nægan tíma fyrir allt og þú hafðir líka voðalega gaman af því að æsa ömmu upp. Eins og t.d. þegar þú varst með allskonar grettur og grín við matarborðið. Eitt sumarið þegar Ragna átti af- mæli var amma búin að dekka upp í stofunni og bannaði okkur að fara þangað inn. En þá fórum við og opn- uðum forstofuhurðina, því það var sól og steikjandi hiti. En amma kom þá gólandi út úr stofunni og sagði okkur að loka því að sóparinn var úti og ryk- ið kom allt inn. En þú sagðir að þetta væri allt í lagi, það væri bara hægt að láta gestina fá tusku og láta þá þurrka af diskunum sjálfa. Og hlóst svo bara. Ein áramótin vorum við öll saman komin, fjölskyldan, á Vallargötunni. Við ákváðum svo að horfa á áramóta- skaupið saman uppi, því að sjónvarp- ið var stærra þar. En þegar þú ætl- aðir að hækka í sjónvarpinu ýttir þú á vitlausan takka og allt fór í steik. Og allan tímann sem áramótaskaupið var sáum við ekkert nema rassinn á þér, því að þú varst að reyna að laga sjónvarpið. Og þú heyrðir ekki neitt þegar við vorum að hjálpa til því að heyrnartækið var ekki alveg í lagi. En allir veltust um af hlátri yfir þér og sjónvarpinu. Þú hafðir líka unun af því að lesa, reikna, taka myndir af ýmsu skrítnu dóti og einnig pæla í öllum hlutum og tölum. Þú ert eina manneskjan sem við þekkjum sem las orðabækur og lagðir allt á minnið sem í þeim var. Og það var ein ákveðin orðabók sem þú varst lengi að lesa enda var hún mjög þykk og þú ætlaðir að klára hana áður en þú dæir. Og viti menn, þú kláraðir hana stuttu áður en þú varst allur. Þegar þú veiktist fyrst af krabba- meininu fékkstu lungnabólgu og læknarnir sögðu okkur að þú myndir deyja, enda varst þú svo veikur þessa nótt að við sátum hjá þér alla nóttina. En viti menn, þú hafðir það og þegar Gunna kom með fyrstu vél frá Eyj- um, byrjaðir þú á að segja við hana: „Veistu það Gunna mín, mér leið svo illa í nótt að ég hélt bara að ég dræp- ist.“ Þú varst alltaf jafnorðheppinn. Svo þegar við komum til þín með blóm og kort sem á stóð: „Aldurinn skiptir ekki máli nema að þú sért ost- ur,“ gréstu úr hlátri og sagðir að þetta væri besta kort sem þú hefðir fengið. Enda geymdir þú það vel og hlærð örugglega ennþá að því í dag. Elsku afi, loksins fékkstu frið og hvíld og þarft ekki að þjást lengur af völdum veikinda þinna. En það er alltaf sárt að segja bless, alveg sama hversu lengi fólk er búið að lifa. En eins og þú þá trúum við á líf eftir dauðann og nú ert þú búinn að fá svör við öllum þeim spurningum sem mað- ur pælir í. Eins og hvernig er það þegar maður deyr og af hverju er himinninn blár? Núna ert þú engill á himnum með Antoni Birgi og nú líður ykkur báðum vel. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af ömmu, því að við munum öll passa hana og láta henni líða vel, alveg sama hvað er. Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður held- ur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjár- sjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. (Mt. 6, 19–21.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og sagt frá. Við þökkum fyrir öll árin sem við fengum að eiga með þér. Við elskum þig. Ragna og Kristín. Kynni mín af Gísla hófust er hann og Elín vinkona mín gengu í hjóna- band. Ég man þann dag eins og það hefði gerst í gær. Það var á sólfögr- um sumardegi í ágúst 1947 og héldu foreldrar Ellu daginn hátíðlegan með veglegri veislu. Ég man hvað mér fannst þau falleg og hvað þau klæddu hvort annað vel. Gísli var afburða vandvirkur og góður málari eins og hann átti kyn til, en Engilbert Gísla- son faðir hans var landskunnur fyrir verk sín, bæði sem húsamálari og ekki síður sem listmálari. Aðallega sótti hann myndefnið í náttúru og sögu Eyjanna. Gísli og Ella byrjuðu búskap á Selfossi og áttu þar góð ár og eignuðust margt vinafólk. En heimaslóðir áttu sín ítök í þeim sem varð til þess að þau fluttu aftur heim til Vestmannaeyja. Þá tók Gísli sig til og byggði þeim fallegt hús við Vall- argötu. Heimili þeirra var sérlega hlýlegt og smekklegt og stóð öllum vinum og vandamönnum opið. Þar var dásamlegt að vera með þeim. Gísli var alltaf til í glens og gaman og aldrei man ég til þess að hann hall- mælti nokkurri manneskju. Það sýndi hið rétta innræti hans. Hann var góður maður og vinur vina sinna. Það mun ég geyma í minningunni. Vil ég þakka allar þær mörgu ánægju- stundir sem við hjónin áttum með Gísla og Ellu. Ég kom til þeirra hjóna kvöldið áð- ur en hann lést og var hann þá hinn kátasti þegar hann kvaddi mig með faðmlagi og góðum kveðjum. Ekki grunaði mig að þetta væri síðasta skipti sem ég sæi hann í þessu lífi. Elsku Ella mín, þetta eru örfá orð til þess að segja þér hversu vænt okkur Jóhannesi þótti um ykkur. Guð styrki þig í sorginni kæra vinkona og sömuleiðis sendum við börnum ykkar og fjölskyldum þeirra, sem og öðrum ættingjum, innilegar samúðarkveðj- ur. Guðfinna og Jóhannes. Ég tel það lán að hafa sem ungling- ur flutt búferlum til Vestmannaeyja. Þar ber margt til en fremst ber þó vináttu við gott og skemmtilegt fólk. Einn þeirra sem ég kynntist á fyrstu vikum veru minnar í Vestmannaeyj- um var Gísli Engilbertsson, sem nú er fallinn frá. Það var jafnaldri minn Engilbert sonur Gísla sem leiddi okk- ur saman en við Engilbert urðum strax frá fyrsta skóladegi mínum í Vestmannaeyjum nánir vinir. Það voru æði margar heimsóknir sem við Engilbert fórum á heimili hvor ann- ars og við bundumst báðir traustum vinarböndum við foreldra hins. Gísla Engilbertsson var alltaf gaman að hitta. Það var sama hvort hann var að afgreiða í málningar- verslun sinni, við málarastörf eða á glæsilegu heimili þeirra hjóna, hans og eftirlifandi eiginkonu Elínar Loftsdóttur. Leiftrandi frásagnar- gáfa, sem gerði hvaða hversdagsleg- an atburð sem var að tilefni frásagn- ar, þar sem húmor og skemmtilegheit voru í fyrirrúmi, GÍSLI ENGILBERTSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að út- för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.