Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 61
heilsteypt. Hún dettur aldrei niður eða glatar hugsjóninni sem stýrir henni og er í raun draumur Gram Parsons, sem á árum áður var helsta átrúnaðargoð Adams, um „algera, ameríska tónlist“ (e. „cos- mic american music“) holdi klædd- ur. Hæfilega á jaðrinum og hæfi- lega ekki, með viðkomu í blús, rokki, nýbylgju, sálar- og alþýðu- tónlist. Plata sem Bruce Springs- teen sem og Will Oldham gætu sammælst um. „Af einhverjum, sumir telja, undarlegum ástæðum þá vil ég ekki gefa plöturnar mínar út nema ég sé mjög ánægður með þær,“ segir Adams og hlær. Hann segist vissulega ánægur með viðtökurnar sem platan hefur fengið en er ekki mjög heimspekilegur hvað það varðar. „Fólk er að kveikja á þess- ari já. Fólk er ánægt og það er auðvitað svalt.“ Einn þekktasti Ryan Adams- aðdáandinn er efalaust Elton John. Hann hefur lýst því yfir að Heart- breaker hafi valdið því að honum svall móður og varð óður og upp- vægur í að fara að gera almenni- lega tónlist á nýjan leik og lýsti því yfir um leið að allar plötur hans frá síðastliðnum tuttugu og fimm ill blágrasmaður og mér fannst svolítið skondið að vera að ræða við hann um Smiths. Síðan hendum við okkur í brjálað „rocka-billy“- lag nokkrum sekúndum síðar.“ Adams telur hina bresku Smiths hafa átt og eiga sér ennþá stóran aðdáendahóp í Bandaríkjunum. „Þeir voru algerir risar hérna. Þó þeir hafi aldrei komið hingað og haldið tónleika þá seldu þeir fullt af plötum hérna – og gera enn.“ Alger, amerísk tónlist Tímasetningin á Gold hefði ekki getað verið betri. Hún er gefin út þegar hinn illskilgreinanlegi tón- listargeiri „americana“ nýtur hvað mests umtals, sérstaklega þá hjá þeim sem telja sig „alvarlega“ þenkjandi popppælara og -hlust- endur. Þetta ofurvíða svið tekur inn í raun allt það sem „amerískt“ mætti telja í tónlistarsköpun. Rokk, blús, kántrí, sálartónlist og miklu miklu meira; tex-mex, cajun, blágras, alþýðutónlist og svo má telja. Hvað sem rökræðum um gildi þessa merkimiða líður verður Gold með réttu að teljast meistaraverk í þessháttar tónlistariðkun. Platan er löng, fjölbreytt en þó merkilega árum væru drasl! En þegar Adams er spurður út í þetta „Elton John mál“ bregst hann illa við. „Hvað meinarðu með þetta „Elt- on John mál“?“ svarar hann kulda- lega. „Elton er vinur minn, ég hef þekkt hann í eitt og hálft ár. Hvað? (kaldhæðnislega) Kom eitthvað fyrir hann?“ Pilturinn slakar þó á þegar hann er spurður út í hvernig þeir hafi kynnst en hann og Elton hafa spil- að nokkrum sinnum saman. Á ein- um tónleikunum tók Elton lagið „La Cienega Just Smiled“ af Gold og svo sungu þeir saman hið ódauðlega lag Eltons „Rocket Man“. „Elton skrifaði mér bréf á sínum tíma,“ upplýsir Ryan. „Mjög fallegt bréf. Ég talaði við hann aft- ur og við höfum haldið sambandi síðan.“ „Ég spila ekki kántrírokk“ Eins og áður segir er „kántrí“- skotin tónlist mikið í deiglunni um þessar mundir. Guð veit hvers vegna, en í áratugi hefur þetta ver- ið eitt úthrópaðasta tónlistarform sem þekkst hefur. En Adams virð- ist leiður á kántrítali, þrátt fyrir að hafa leitt eina helstu jaðar-kántr- ísveit seinni tíma og hans fyrsta tónlistarást sé sprottin þaðan. „Ég spila ekki kántrírokk þannig að ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ segir Adams stuttur í spuna er ég inni hann eftir skoðun hans á góðu gengi þess tónlistarforms undanfarið. „Ég hef ekkert með kántrí að gera, né kántrírokk. Ég bý til rokkplötur – eins og Elvis.“ Þegar það er lagt fyrir hann að líkast til sé þessi „americana“- stimpill orðinn að klisju er hann jafn ósáttur. „Já, ég meina … Ég veit ekki hvað það er. Ég er frá Ameríku og ég spila rokktónlist. En ég spila ekki kántrítónlist, þar sem ég veit ekki hvað það þýðir. Og ég spila ekki jaðar-kántrí, vegna þess að ég er ekki neitt sér- staklega að bera mig eftir jaðr- inum. En ég skil hvað þú meinar. Það er búið að pinna niður þennan ákveðna undirflokk en ég hef aldr- ei getað samsamað mig honum og mun aldrei gera. Ég trúi einarð- lega á hreinræktað rokk og ról og mér líður vel að spila það.“ Það er ekki hægt að sleppa Ryan Adams úr viðtali án þess að spyrja hann aðeins út í Gram Par- sons heitinn, þennan brautryðj- anda sem brúaði bilið á milli kántrí og rokks á sínum tíma og ber fulla ábyrgð á ferli Adams og hans líka – þótt hinn ungi rokkari myndi lík- lega seint gangast við því. „Ég er mjög hrifinn af Gram,“ viðurkennir Adams. „En ég hef ekki hlustað á hann í tvö ár, svo ég sé nú hreinskilinn við þig. Hann snertir mig ekki eins og hann gerði áður. Ég fer í gegnum hin og þessi tímabil og það oftast fremur hratt. Það er svo mikið af tónlist þarna úti – og svo lítill tími.“ arnart@mbl.is Það dylst engum sem verður á vegi Ryans Adams að þar fer drengur sem í einu og öllu hefur tileinkað sér lífsstíl rokks og róls. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 61 BSG Vesturgötu 2, sími 551 8900 í k v ö l d Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin Golden Globe 2002 Besta Erlenda Myndin. Besta handrit Kvikmyndahátíðin í Cannes NO MAN’S LAND Á yfir 100 topp tíu listum um heim allan Besta erlenda myndin Gagnrýnendasamtökin í LA Besta handrit Evrópsku Kvikmyndaverðlaunin Ein besta erlenda mynd ársins Samtök Gagnrýnenda Besta erlenda myndin Gagnrýnendasamtökin í Las Vegas Áhorfendaverðlaun Bandarísku Kvikmyndasamtökin SG-DV ÓHT-Rás2 -kvikmyndir.com -MBLHJ Kapphlaup við tímann (Race Against Time/ Gangsta’s Paradise) Spennumynd Bandaríkin, 2000. Myndform VHS. Bönnuð innan 16 ára. (90 mín.) Leikstjórn: Geoff Murphy. Aðalhlutverk: Eric Roberts, Sarah Wynter. LEIKARINN Eric Roberts hefur hreiðrað mjög vel um sig algerlega í óæðri endanum á þeim kvikmynda- iðnaði sem systir hans, Julia, trónar á toppnum á. Veður hann úr einni B- myndinni í aðra og lætur þar léleg handrit og annað hvergi á sig fá. Sú sem hér um ræðir er í skárri kantin- um fyrir Eric Ro- berts-mynd og er- um við þar að tala um skalann frá hálfri til einnar og hálfrar stjörnu. Hér er á ferð tæknitryllir með öllu tilheyrandi, s.s. mönnum í illa saum- uðum framtíðareinkennisbúningum hlaupandi um með plastbyssur, til erkitýpísks illmennis sem á það fylli- lega skilið að hrapa fram af háhýsi í lokin (úps – þar ljóstraði ég óvart upp endalokunum). Roberts tekur á hlutverki sínu af aðdáanlegri alvöru og er söguþráðurinn nógu skemmti- legur í einfaldleika sínum til þess að halda athyglinni frá upphafi til enda. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Tæknitryll- ir með til- heyrandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.