Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. RÓBERT Guðfinnsson, stjórnarfor- maður Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, telur sterk rök vera fyrir sameiningu SH og SÍF. Þannig gætu félögin aukið sameiginlegan hagnað sinn um 50% í kjölfar sameiningar. Þetta kom fram í ræðu hans á aðal- fundi SH í gær. Róbert sagði í ræðu sinni að margt hafi breyst í 60 ára sögu SH. Sam- keppni stóru fisksölusamtakanna væri ekki lengur raunveruleg á inn- anlandsmarkaði, heldur snerist hún um hylli viðskiptavinanna á erlend- um mörkuðum. Þar væru hinsvegar erlendir samkeppnisaðilar sífellt að verða stærri og sterkari. Í ljósi breytinga á rekstrarformi íslensku fisksölufyrirtækjanna og þróunar á mörkuðunum veltu æ fleiri því fyrir sér hvers vegna ís- lensku sölufyrirtækin SH og SÍF taki ekki upp nánari samvinnu eða hreinlega sameinist. Fyrirtækin ættu ekki í raunverulegri samkeppni hér innanlands og þau störfuðu á svipuðum mörkuðum og samlegðar- áhrif hlytu að vera veruleg. „Ég verð að segja það sem mína persónulegu skoðun, að við fyrstu sýn eru rökin sem mæla með slíkri sameiningu sterk. Mér kæmi til dæmis ekki á óvart þótt sameiginleg- ur hagnaður félaganna gæti aukist um 50% í kjölfar slíkrar sameining- ar,“ sagði Róbert. Hagnaður SH meira en fjórfald- aðist á síðasta ári og varð 641 milljón króna, en hann var 152 milljónir árið áður. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, segir að hugmyndir um samein- ingu sölufyrirtækjanna séu ekki nýj- ar af nálinni og hafi komið upp reglu- lega síðustu tíu árin eða svo. „Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun til þess að sameina SH og Íslenskar sjávarafurðir (ÍS) sem ekki gekk. En síðan gekk vel sameining SÍF, Ís- landssíldar og ÍS undir hatti SÍF. Fyrir liggur að töluverð samlegðar- áhrif gætu orðið með sameiningu SH og SÍF ef þau héldu öllum sínum við- skiptum. Það hefur hins vegar ekk- ert verið rætt og félögin eru í eðli sínu og stefnu afar ólík og sameining því ekki einfalt mál. SÍF er að koma úr mjög viðamikl- um sameiningum á síðustu tveimur árum þar sem þrjú félög voru sam- einuð á Spáni, þrjú í Frakklandi og þrjú hér heima á Íslandi og það sýnir sig að við þetta næst fram mikil hag- ræðing hjá SÍF.“ Segir sterk rök mæla með sameiningu við SÍF Telur hagnað geta aukist um 50%  Sterk rök/34 VIÐRÆÐUR standa þessa dagana yfir um yfirtöku bandaríska fyrir- tækisins ResMed á Flögu hf. en ResMed hefur um þriggja ára skeið átt 10% eignarhlut í Flögu. ResMed vinnur nú að því að gera öðrum hluthöfum Flögu yfirtökutilboð í hlutabréf þeirra. Fyrirhugað til- boðsverð fæst ekki uppgefið. Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Flögu, segir viðræðurnar langt komnar. Nú sé unnið að lögfræði- legum atriðum hvað tilboðið varðar. Hann gerir ráð fyrir að ResMed muni að öllum líkindum gera hlut- höfum Flögu tilboð og að það verði þá lagt fram í byrjun apríl. „Samstarf okkar við ResMed hef- ur verið mjög náið á ýmsum sviðum þau undanfarin þrjú ár sem liðin eru frá því að þeir keyptu 10% hlut í Flögu. Við lítum á þetta sem stað- festingu á því að samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Svanbjörn. Hann segir ennfremur að ef af yf- irtöku verður muni Flaga verða rekin sem sjálfstætt dótturfélag ResMed. Ekki sé gert ráð fyrir neinni breytingu á starfsemi félags- ins. „Þvert á móti opnar þetta ýmis tækifæri þar sem starfsfólk okkar verður hluti af stóru og öflugu al- þjóðlegu fyrirtæki.“ Flaga þróar, framleiðir og selur um allan heim tæki og hugbúnað til rannsókna á svefntruflunum. Starfsmenn fyrir- tækisins eru 65 talsins og hluthafar eru alls 435, þar á meðal eru flestir starfsmanna. ResMed framleiðir tæki til með- ferðar á kæfisvefni og eru hlutabréf félagsins skráð í NYSE-kauphöll- inni í New York. Um 1.100 starfs- menn starfa á vegum félagsins um allan heim en markaðsvirði ResMed nemur um 1,3 milljörðum Banda- ríkjadala, sem svara til um 130 milljarða íslenskra króna. ResMed undirbýr yfirtöku á Flögu Ekki gert ráð fyrir breytingum á starfsemi ef af yfirtöku verður EINN lést og fjórir slösuðust í mjög hörðum árekstri jeppa og fólksbifreiðar um klukkan hálfátta í gærkvöld, um það bil þrettán kíló- metra austur af Selfossi, skammt vestan við bæinn Bitru. Að sögn vakthafandi læknis á bráðamóttöku Landspítalans voru farþegar annarrar bifreiðarinnar, hjón með tvö börn, fyrst flutt á Heilsugæsluna á Selfossi og síðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttökuna í Fossvogi. Enginn úr fjölskyldunni reyndist þó vera alvarlega slasaður. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi var þetta geysilega harður árekstur en snjóþekja var á veginum þar sem slysið átti sér stað; varð það með þeim hætti að tveir bílar, fólksbíll og jeppi, sem fjölskyldan var í, komu úr gagn- stæðri átt og skullu saman. Hálka og skafrenningur var á þessum slóðum og rann önnur bifreiðin til í hálkunni og yfir á öfugan vegar- helming. Tafir á umferð Töluverðar tafir urðu á umferð vegna slyssins og mynduðust lang- ar raðir á þjóðveginum enda mikil umferð sumarhúsafólks á þessari leið á föstudagskvöldum og hvarf lögreglan á Selfossi ekki af vett- vangi fyrr en um klukkan tíu í gær- kvöld en þá var umferð komin í eðlilegt horf. Ökumaður fólks- bifreiðar lést Harður árekstur á Suðurlandsvegi SÆUNN ÞORSTEINSDÓTTIR, sautján ára íslenskur sellóleikari, búsett í Bandaríkjunum, leikur ein- leik með Des Moines-sinfóníunni í dag og á morgun. Til þess heiðurs vann hún með sigri sínum í yngri deild Des Moines Young Artist Competition og er hún fyrsti þátt- takandi úr yngri deildinni sem stjórnandi sinfóníunnar velur til að leika einleik með hljómsveitinni. Sæunn mun leika Shostakovich sellókonsert nr. 1 með sinfón- íuhljómsveitinni. „Þetta er auðvitað í fyrsta skipti sem ég spila einleik með alvöru sin- fóníuhljómsveit,“ segir Sæunn sem er full tilhlökkunar. En auk þess að koma fram með Des Moines- sinfóníunni mun hún einnig koma fram í útvarpsþættinum From the Top á útvarpsstöðinni National Public Radio í dag. „Ég sendi inn prufuspólu og var valin úr stórum hópi fólks til að koma fram í þætt- inum.“ Sigur Sæunnar í keppninni og einleikur hennar með sinfón- íuhljómsveitinni hefur vakið athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum og hafa blaðagreinar og viðtöl við hana birst á undanförnum dögum. Sæunn stefnir á að koma til Íslands í sumar og leika á sellóið sitt sem fiðlusmið- urinn Hans Jóhannsson smíðaði. Íslensk stúlka spilar með Des Moines-sinfóníunni Sæunn Þorsteinsdóttir  Með syngjandi/6 ÞETTA par lét kuldann ekki aftra sér frá því að fá sér hressandi göngutúr enda sú háfætta og sá lágfætti bæði vel dúðuð og fær í flestan sjó. Ekki var vitað hvort al- klæðnaður þess lágfætta var heima- gerður eða keyptur í tískuverslun og má það raunar einu gilda. Morgunblaðið/Kristinn Kona, hundur og vetur LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði í gær 20 ökumenn fyr- ir of hraðan akstur á Norður- landsvegi. Sá sem hraðast ók var á 130 km hraða á klst. þeg- ar hann lenti inn á radar lög- reglunnar og fær sekt fyrir aksturslagið. Umferð á Norð- urlandsvegi var að þyngjast talsvert undir kvöldið, að sögn lögreglunnar. Tekinn á 130 km hraða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.