Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Laxness opnaði vef Sögu- félagsins á 100 ára afmæli félags- ins sem haldið var hátíðlegt í húsakynnum þess, Fischersundi 3, síðastliðinn fimmtudag. Fjöldi manns tók þátt í dagskránni, með- al annars forseti Íslands. Forgöngu um félagsstofnunina 1902 höfðu þrír einstaklingar, Jón Þorkelsson landsskjalavörður, Hannes Þorsteinsson ritstjóri og Jósafat Jónasson ættfræðingur (þekktari undir nafninu Steinn Dofri). Sögufélagið hundrað ára Morgunblaðið/Kristinn  Sögufélag/Lesbók 8 og 9 Á ÖLLUM Norðurlöndum eru til samtök er halda úti tímaritum sem varða almennan heimilisiðnað, skara einnig listiðnað, hönnun og forna geymd. Allt það sem mannshöndin kemur að og ber í sér sjónræn gró- mögn, hvort heldur iðjan hefur hag- nýtisgildi eða sækir rætur í iðjusemi, metnað og sköpunarþörf. Í Noregi nefnist rit samtakanna Husflid, og er fyrirsögn umfjöllunar um nýútkomið rit íslensku samtak- anna um þessi mál nær orðrétt sótt þangað, en rýnirinn rakst á ritið í Norræna húsinu á dögunum. Vakti grein um þetta svið sérstaka athygli mína því ekki hafði ég áður séð al- mennt skart unnið úr ull, og hug- myndin snart mig. Þar opinberaðist mér ný hlið á hagnýtingu ullarinnar, þótt engan veginn standist hið fis- létta loftkennda efni tímans tönn á líkan hátt og hinn harði eðalmálmur. Beinir huganum að því að ekki hefur ullarlandið mikla staðið sig sem skyldi í þessum málum né haldið ut- anum hinn forna arf. Vefnaðardeild rutt útaf borðinu í æðsta listaskóla landsins og skilningur á sjálfstæðum og jarðtengdum listiðnaðar- og hönn- unarskóla lítill í menntakerfinu, eins og raunar sjónmenntum almennt. Jafnframt þýðingu þjóðlegrar geymdar í íðum, öllum tegundum handverks sem ber í sér fagurfrræði- legan skapandi neista, hafinn yfir lít- ilsiglt föndur og hreina gróðahyggju. Líkast til ekki með öllu ástæðulaust hliðarspor, þá fjallað skal um tímarit sem hefur á brattann að sækja, kem- ur aðeins einu sinni út á ári og borið uppi af óeigingirni, eldmóð og hug- sjónum. – Sem jafnan býður ritið upp á fjöl- þætt efni sem skarar áðurnefnda þætti og ber hér helst að nefna fróð- lega grein Þóris Sigurðssonar, fyrr- um námsstjóra í mynd- og hand- mennt, um hörrækt þeirra Smára Ólafssonar, tónlistar- og fræði- manns, og Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur veflistarkonu. Fram kemur, að mögulegt er að rækta mýkri og sterkari tegund hörs hér á landi en annars staðar í Evrópu vegna þess að hann er fjórðungi lengur að vaxa. Um tíu ára skeið hafa þau hjónin aflað sér mikilsverðrar vitneskju um ræktun hörs og vinnslu hans, en hörplantan hefur frá ómunatíð verið nytjajurt í uppruna- löndunum Babýlóníu, Assýríu og Egyptalandi. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir hannyrðakennari á grein um hina ný- látnu textíl- og kirkjulistakonu Sig- rúnu Jónsdóttur, auðsjáanlega skrif- uð fyrir andlát hennar. Sigrún var athafnakona af fyrstu gráðu, iðja hennar vel sýnileg að hverju sem hún gekk. Svo mjög að gefið hefur verið út rit um lífsferil listakonunnar sem Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræð- ingur skráði, og út kom á jólaföstu 2000 og varð metsölubók. Þó senni- lega meir fyrir hinn litríka lífsferil og miklu yfirferð en athafnir á listasviði, síðustu ár sín átti hún heimili í æv- intýrasloti í Lidingö við Stokkhólm, gift aðalsmanni. Og þótt ýmsar sögur fari af listsköpun hennar og ekki séu allir sammála í þeirri grein verður ekki fram hjá því litið að hér fór óvenjulegur persónuleiki, aðsóps- mikil og stór kona með fastmótaðar skoðanir sem hún hélt einarðlega fram. Enginn velkist í vafa um að ein- faldir formhreinir höklar sem Sigrún Jónsdóttir gerði, einkum er líða tók á ævina, eru með því frábærasta sem gert hefur verið á landi hér á þeim vettvangi. Einnig má líta til hátíða- búninga hennar en þar gerði hún virðingarverðar tilraunir á sviði sem mætti gefa mun meiri gaum. Þá er Þórir námsstjóri kominn aft- ur, og nú ritar hann grein um mynd- listarkonuna Höllu Har, sem er að- allega þekkt fyrir kirkjulistaverk sín líkt og Sigrún, en vel að merkja úr gleri. Aðdragandinn að listferli henn- ar nokkuð óvenjulegur, en fyrir sér- staka skikkan örlaganna og náms- þörf ungs alvarlega sjónskerts sonar þurfti fjölskyldan að flytjast til Dan- merkur. Þar var Halla í læri í skóla hjá þekktum myndlistarmanni og menntunarferlð vatt upp á sig. Heim komin fékk hún verkefni á Siglufirði, heimabæ eiginmanns síns, og þar kynntist hún Oidtman-bræðrunum, sem hafa sett upp mörg glerverk á Íslandi, og buðu þeir henni að kynna sér fagið á verkstæði þeirra í Linn- ich, smábæ í nágrenni Aachen í Þýskalandi. Halla er ekki síður um- deild en Sigrún en rétt að kynna einnig listamenn til hliðar eins og það nefnist og rit Heimilisiðnaðarfélags- ins kjörinn vettvangur. Næst fjallar Áslaug Jónsdóttir, forvörður við Þjóðskjalasafnið, um Vigdísi Björnsdóttur, fyrsta lærða forvörð handrita á Íslandi. Um er að ræða menntaðan kenn- ara með óvenjumikla þörf fyrir að auka við þekkingu sína. Starfaði nokkur ár við Laugarnesskóla, en samhliða kennslu fór hún í margar námsferðir. Sótti námskeið og fram- haldsmenntun til Svíþjóðar, Dan- merkur, Þýskalands og síðar Eng- lands. Útskrifaðist 1955 sem handavinnukennari frá Håndarbej- dets Fremme skólanum í Kaup- mannahöfn. Áhugi hennar beindist svo að handritaviðgerðum, hún fór á námskeið og ráðstefnur til að víkka sjónhringinn og kynnast því sem menn voru að gera á sviðinu í útland- inu. Má gera því skóna að hin mikla umræða um handritin á þessum ár- um hafi ýtt við Vigdísi, einkum fyrir þá sök að ein af röksemdum Dana gegn því að skila handritunum var að á Íslandi væru hvorki til sérfræðing- ar í forvörslu handrita né aðstaða til þeirra hluta. Hörmulegt til frásagn- ar, en líkt og í mörgu öðru var hér sem oft áður meira gengið fram af óheftu þjóðarstolti, rembingi og kappi en forsjá, sem landinn hefur rekið sig óþyrmilega á í tímans rás. En Kvenstúdentafélagið, Jón Helga- son og fleira gott fólk sá lengra en stjórnmálamennirnir og opnaði augu ráðamanna fyrir þessari hlið málsins. Hvorki væri fullnægjandi að öðlast frelsi né höndla aftur forna gersemi væri ekki farið af viti og faghöndum að hvorutveggja. Vigdís menntaði sig rækilega á þessu sviði í Englandi, meðal annars á British Museum, og kennari henn- ar þar og annar helsti forvörður á Englandi til viðbótar fengu þá mik- inn áhuga á að koma til Íslands og gefa fagleg ráð. Ómetanlegt að slíkir skyldu eiga þátt í að leggja grunn að forvörslu skjala og handritanna okk- ar og þessi þróun varð til þess að við- gerðarstofa handrita var sett á stofn 1964 og fékk upprunalega inni í suð- vesturhorni húsakynna Þjóðskjala- safnsins í Safnahúsinu. Ástand skjalasafnsins var slíkt er Vigdís kom til starfa, að lýsingin setur að manni hroll og farsælast er að fara sem fæstum orðum um það. Því mið- ur á einn veg mikil býsn að við skyld- um vera að biðja um meira af ger- semum og þarfaþingum frá útlandinu til grotnunar í frumstæð- um hirzlum, en sem betur fer snerum við vörn í sókn með byggingu hand- ritastofnunarinnar. Hér var málum snúið á farsælan veg, og stendur þjóðin í mikilli skuld við Vigdísi Björnsdóttur og fleiri sem lögðu hér góð orð og hönd að. Nú er komið að gullinu okkar ull- inni, og rekur þar hver greinin aðra, bæði um tómstunda- og fagvinnu, en ég hef þegar gerst fullorðmargur til að gera öðru efni ritsins nægileg skil. Vil þó sérstaklega geta greinar Katr- ínar Óskardóttur, Peysan eins og hesturinn, þar sem hún fjallar um þá frábæru hugmynd Margrétar Lind- ar Gunnlaugsdóttur að yfirfæra litróf hestsins yfir í prjónaskap sinn. Satt að segja hoppaði hjartað upp í háls og ég er illa svikinn ef ekki er mark- aður fyrir fjöldaframleiðslu á peys- unum erlendis, en hér skiptir mark- aðssetningin öllu og getur tekið mörg ár. Megum ekki láta hugvitið afskiptalaust og grotna niður eins fyrrum skjöl og handrit og þyrftum í þessum efnum því miður helst að fara í læri til fyrrverandi herraþjóð- ar. Stefna á hágæðamarkað frekar en rússneska götusópara og fátæka listamenn. Fleira læsilegt er í ritinu sem inni- ber verðmætar upplýsingar öllum þeim sem hafa áhuga á almennum íð- um, listiðnaði og hönnun. Því miður er þetta fallega og mikilsverða rit að- eins fáanlegt í verslun Heimilisiðn- aðarfélags Íslands á Laufásvegi 2. Ég segi bara fyrir mig, að margt er skrítið í kýrhausnum á landi hér. Skart úr ull er gullRITHeimilisiðnaður Rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands 2001. Hugur og hönd, Laufásvegi 2, 101 Reykjavík. heimilisidnadur@islandia.is, 52 síður. Verð: 1.200 kr. HUGUR OG HÖND Bragi Ásgeirsson Þannig var aðkoman að ýmsum skjölum og handritum er Vigdís Björns- dóttir kom til starfa. Vigdís er fyrsti lærði forvörður handrita á Íslandi. Hökull eftir Sigrúnu Jónsdóttur. Myndefnið tengt kirkjuhúsinu sjálfu og umhverfi hennar. Margrét Lind Gunnlaugsdóttir: Peysa byggð á litrófi hestsins. FJÓRIR nemendur ljúka námi í hljóðfæraleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík þetta vorið með Burtfar- arprófstónleikum í Salnum í Kópa- vogi á næstu vik- um. Fyrstu tónleik- arnir verða í dag, laugardag, og hefjast kl. 14. Þar þreytir Þórarinn Már Baldursson víóluleikari burt- fararpróf og leik- ur hann verk eftir Bach, Glinka, Hindemith og Brahms. Meðleikari Þórarins á tónleikunum er Hrefna Unnur Eggertsdóttir á pí- anó. Aðspurður segir Þórarinn það leggjast vel í sig að halda fyrstu ein- leikstónleika sína í Salnum og segist hann spenntur að takast á við áfang- ann. Efnisskrána valdi hann í sam- ráði við kennara sína. „Þetta er til- tölulega hefðbundin dagskrá, valin með það í huga að sýna ákveðna breidd hvað tækni og annað varðar. Ég byrja á Bach-sónötu sem upp- runalega er skrifuð fyrir violu da gamba, en er í dag spiluð á selló, víólu og jafnvel klarinett. Því næst leik ég sónötu eftir rússneska tónskáldið Mikhail Glinka, og Trauermusik-són- ötuna eftir Hindemith en hann er það tónskáld sem hvað mest hefur skrif- að fyrir víóluna. Að lokum flyt ég sónötu í es-dúr sem Brahms skrifaði upphaflega fyrir klarinett, en skrif- aði sjálfur víóluútsetningu fyrir.“ Þórarinn hefur hug á að leggja tónlistina fyrir sig og hyggur á fram- haldsnám að burtfararprófi loknu. „Það verður þó ekki fyrr en eftir tón- leikana, sem ég fer að taka ákvarð- anir í þeim málum.“ Þórarinn Már fæddist árið 1977 á Húsavík. Hann hóf fiðlunám ungur að árum við Hafralækjarskóla í Að- aldal. Síðar skipti hann yfir á víólu og naut leiðsagnar Guðrúnar Þórarins- dóttur. Þórarinn útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1997 og hóf í kjölfarið nám við Tón- listarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Guðmundar Krist- mundssonar og Helgu Þórarinsdótt- ur. Þórarinn hefur leikið í nokkur ár með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og verið lausamaður hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands frá árinu 2000. Þá hefur Þórarinn verið virkur í kamm- ertónlist í Tónlistarskólanum í Reyjavík og spilað með hljómsveit skólans. „Spenntur að tak- ast á við áfangann“ Þórarinn Már Baldursson Aðalstræti 6 Fossinum, verk Sæmundar Auðarsonar, sem var eitt af verðlaunaverkum Vetrarhátíðar Reykjavík- urborgar Ljós í myrkri verður varpað á framhlið hússins frá kl. 20–24. Sýningin er á veg- um Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig verður myndverkinu „Sjáðu“, upp- lifun barnsins af töfrum ljóss- ins, eftir Þorvald Þorsteinsson varpað á framhliðina. Skriðuklaustur Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður flytur erindið „Byssur, vodki og vampírur“ kl. 17. Hún mun fjalla um listsköpun sína und- anfarin ár, sýna litskyggnur og stuttmyndir og segja frá verkum sem hún hefur gert eða tekið þátt í. Bjargey Ólafsdóttir lagði stund á blandað listnám (kvikmynda- gerð, ljósmyndun, málun og fjöltækni) á Íslandi, Spáni, í Finnlandi og Svíþjóð. Síðustu tvö ár hefur hún farið víða um lönd með verk sín og tók með- al annars þátt í dagskránni Ljósin í norðri, sem var hluti af Menningarborginni 2000, með „Ég veiddi vampíru í Sví- þjóð“. Hún dvelur um þessar mundir í gestaíbúðinni Klaustrinu á Skriðuklaustri. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.