Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 23 Antikhúsgögn og listmunir Antik Kuriosa Grensásvegi 14 símar 588 9595 og 660 3509 Opið mán-fös. frá kl. 12-18 Lau. frá kl 12-17 OLÍUFÉLAGIÐ hf., Tryggingamið- stöðin hf. og samstarfsaðilar hafa selt Vísi hf. í Grindavík 45% eignarhlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Skrif- að var undir samninga þess efnis í Reykjavík í gær. Seljendur hlutabréf- anna eignast í staðinn hlut í Vísi hf. Vísir hf. er öflugt sjávarútvegsfyr- irtæki og verður nú með starfsemi í öllum landsfjórðungum: þ.e. í Grinda- vík, á Þingeyri (Fiskvinnslan Fjölnir), á Djúpavogi (Búlandstindur) og á Húsavík (Fiskiðjusamlag Húsavíkur). Vísir á og gerir út 7 línu- og netaskip og er stærsta línuútgerðarfyrirtæki landsins. Megináhersla er lögð á báta- útgerð og landvinnslu. Gert er ráð fyrir að með kvóta allra fjögurra fyr- irtækjanna verði hægt að afla sem nemur 14–16 þúsund tonnum, sem er nálægt hráefnisþörf fiskvinnsluhús- anna fjögurra í samstæðunni. Markmiðið með kaupum hluts í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. er að efla útgerðarþátt samstæðunnar og breikka framleiðslulínuna í landi. Stefnt er að aukinni framleiðslu í landi á öllum stöðum þar sem Vísir hf. er með starfsemi. Vísir hf. Vísir hf. í Grindavík var stofnað 1965 af Páli H. Pálssyni og fjölskyldu hans, sem eiga það og reka. Velta Vís- is árið 2001 var 3,5 milljarðar króna. Veiðiheimildir eru 9.500 þorskígildis- tonn. Á síðasta ári voru framleidd 4.000 tonn af blautverkuðum fiski, 1.500 tonn af frystri síld og 30 þús. tunnur af saltaðri síld. Mest af framleiðslunni fer á markað á Spáni, Ítalíu og í Grikklandi. Vísir hf. rekur fiskvinnslu á þremur stöðum, í Grindavík er saltfiskverkun. Vísir hf. keypti meirihluta í Búlands- tindi hf. á Djúpavogi árið 1999 og á nú um 90% í fyrirtækinu. Rekstrinum var breytt verulega og áhersla lögð á bolfisk- og síldarvinnslu. Vísir hf. tók þátt í að stofna Fisk- vinnsluna Fjölni á Þingeyri í ágúst 1999, með atbeina Byggðastofnunar. Vísir á tæplega helming fyrirtækisins og annast rekstur þess. Starfsmenn eru alls um 200 og tel- ur skipaflotinn: 7 línuskip, 200–300 brúttótonn að stærð: Hrungnir GK-50, Sighvatur GK-57, Freyr GK-157, Fjölnir ÍS-7, Sævík GK-257, Sunnutindur SU-59 og Páll Jónsson GK-7. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Fiskiðjusamlag Húsavíkur leggur megináherslu á bolfisk- og rækju- vinnslu. Fyrirtækið er ekki með eigin útgerð en er í veiðisamstarfi við Sam- herja hf. Fyrirtækið var stofnað árið 1947 og er því meðal elstu sjávarút- vegsfyrirtækja landsins. Velta FH ár- ið 2001 var um 2 milljarðar króna og varð hagnaður af rekstri um 130 millj- ónir króna. Veiðiheimildir eru um 2.000 þorsk- ígildistonn. Á síðasta ári var unnið úr 3.000 tonnum af bolfiski og 8.000 tonnum af rækju. Framleidd voru 1.700 tonn af frosnum bolfiskafurðum og 2.000 tonn af pillaðri rækju. Starfs- menn eru alls um 120. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. er skráð á Verðbréfa- þingi Íslands. Vísir í Grinda- vík eignast 45% í Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur Morgunblaðið/Kristinn Páll H. Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir, eigendur Vísis hf., ásamt Geir Magnússyni, forstjóra eignarhaldsfélags Olíufélagsins hf., við undirritun samnings um kaup Vísis á eignarhlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. FISKMARKAÐUR Íslands hf. hef- ur keypt 2⁄3 hlutafjár í Fiskmarkaði Suðurlands ehf. Fiskmarkaður Ís- lands er með starfstöðvar í 7 höfn- um, þ.e. Reykjavík, Akranesi, Arn- arstapa, Rif, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. Fiskmarkaður Suðurlands er með eina starfstöð í Þorlákshöfn, um er að ræða sams- konar starfsemi hjá báðum félögum þ.e. rekstur uppboðsmarkaðar fyrir fisk. Á árinu 2001 seldi Fiskmarkaður Íslands hf. 36.765 tonn, Fiskmark- aður Suðurlands seldi 6.924 tonn. Kaupverðið er að fullu greitt með peningum og hefur Fiskmarkaður Íslands hf. ekki tekið lán fyrir kaup- unum. Tilgangur Fiskmarkaðs Ís- lands hf. er að auka rekstrarhagræði þessara tveggja eininga. Ákvörðun um samruna félaganna liggur ekki fyrir á þessari stundu. Kaupa í fiskmarkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.