Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS Sigurðsson, fyrrverandi skóla- stjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík, lést í fyrradag á 91. aldursári. Jónas var fæddur á Ási í Garðahreppi 13. mars 1911. Foreldrar hans voru Guðrún Árnadóttir og Sigurð- ur Jónasson, bóndi og sjómaður. Jónas lauk stúdentsprófi frá MR árið 1930 og fyrri- hlutaprófi í verkfræði frá Technische Hochschule í Darmstadt árið 1933. Fiskimannaprófi lauk hann 1940 og farmannarpófi 1941 og stundaði síðan framhaldsnám við háskóla í Kaliforníu 1942. Jónas réðst fastur kennari við Stýri- mannaskólann í Reykjavík í ársbyrjun 1943 og frá árinu 1962 var hann skólastjóri skólans þar til hann fór á eftirlaun sjötug- ur. Þá stundaði hann sjómennsku á sumrin til ársins 1965. Kona Jónasar var Pálína Árnadóttir frá Stuðlum í Norðfirði, hún lést árið 1993. Börn þeirra eru þrjú, Árni Björn, Baldur og Ebba. Áður átti Jónas soninn Sigurð Rúnar og Pálína átti Erlu Lísu Sigurðardótt- ur og Jón Jónsson. Andlát JÓNAS SIGURÐSSON ÞING Kennarasam- bands Íslands stendur nú yfir. Yfirskrift þings- ins er „Kennsla aðlað- andi ævistarf“ og eftir setningu þingsins í gær flutti Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, erindi um það efni. Erindið er undir- búningur fyrir pall- borðsumræður sem fara fram í dag á þinginu. „Það er nýtt fyrir okkur sem tilheyrum gamla Kennarasam- bandinu að erindi sem þetta sé flutt í byrjun þings,“ sagði Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasambands Íslands er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Þetta er gert í þeim til- gangi að brjóta upp um- ræðuna og til að fólk geti litið upp úr þing- skjölum og lyft hugan- um aðeins á annað plan.“ Eiríkur segir að þingmenn séu almennt mjög ánægðir með er- indið og þetta fyrir- komulag. „Í dag höfum við lagt fram ýmis mál til fyrri umræðu auk nefndar- starfa,“ sagði hann enn- fremur. Tillögur um fólk í nefndir og ráð voru teknar fyrir auk þess sem ýmsir málaflokkar voru ræddir, s.s. launamál, jafnréttismál og skólamál af ýmsum toga. Þingið sitja 176 fulltrúar Félags framhalds- skólakennara, Félags grunnskóla- kennara, Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda í framhaldsskól- um, Félags tónlistarskólakennara, Skólastjórafélags Íslands og Félags kennara á eftirlaunum. Eiríkur sagði almenna samstöðu vera um þau mál sem rædd væru á þinginu að þessu sinni. Í tengslum við meginviðfangsefni þingsins setur Kennarasamband Ís- lands sér það markmið að vinna að því að íslenskir leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólar og framhaldsskólar hafi ætíð á að skipa hæfustu kenn- urum, námsráðgjöfum og skóla- stjórnendum, segir í frétt frá sam- bandinu. Þinginu verður framhaldið í dag og lýkur samkvæmt dagskrá um kl. 17. Þingi Kennarasambands Íslands lýkur í dag „Huganum lyft á annað plan“ Eiríkur Jónsson MJÖG skiptar skoðanir eru meðal forystumanna og talsmanna flokk- anna, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, á því hvort þörf sé á að sett verði löggjöf sem tryggi dreifða eignaraðild að fjármálastofnunum. Viðmælendur voru spurðir hvort þeir teldu koma til greina í ljósi fenginnar reynslu og þeirra átaka sem orðið hefðu að undanförnu um Íslandsbanka að Alþingi setti löggjöf um dreifða eignaraðild að bönkum. Telur að lög stæðust ekki ákvæði EES-samningsins Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra telur enga þörf á að sett verði lög sem tryggi dreifða eign- araðild að viðskiptabönkum. ,,Ég tel að þetta sé umræða sem við erum búin að taka. Við leystum það mál með annars konar löggjöf sem varðar eftirlit með virkri eign- araðild og ég tel það vera þá aðferð sem rétt sé að beita í þessum efnum. Þar að auki er ég þeirrar skoðunar að dreifð eignaraðild með einhverj- um ströngum takmörkunum stand- ist ekki ákvæði Evrópska efnahags- svæðisins. Það er þess vegna tómt mál að tala um það,“ segir Valgerð- ur. Brýnt að sporna við að einn eða fáir nái markaðs- ráðandi ítökum ,,Þessi leikur sem verðum núna vitni að hjá stórhákörlunum í tengslum við Íslandsbanka sýnir það svart á hvítu að það virðist ákaflega brýnt að sporna við því að einn eða fáir aðilar nái undir sig markaðsráð- andi ítökum í bankaheiminum og fjármálaþjónustunni,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar. ,,Við í Samfylkingunni höfum allt- af verið á þessari skoðun og reyndar taldi ég að það væri þverpólitísk samstaða um þetta markmið, miðað við þær prýðilegu yfirlýsingar sem forsætisráðherra lét falla fyrir nokkrum misserum. Þess vegna átt- um við von á því, þegar sala bank- anna kom fyrir þingið, að menn myndu slá það í gadda í lögum. Það vakti hins vegar furðu okkar í stjórn- arandstöðunni að það var tæpast á þetta minnst í málum sem ríkis- stjórnin setti fram í tengslum við það,“ segir Össur. Hann segir nokkrar leiðir færar að því markmiði að tryggja í reynd dreifða eignaraðild að fjármálastofn- unum. ,,Það er bæði hægt að setja sérstök lög um leyfilegan hámarks- hlut, þar sem kveðið er á um að eng- inn einn aðili eða fyrirtækjavöndull skyldra aðila, eigi meira en tiltekið magn af hlutafénu. Sú leið kemur sannarlega til álita en annar kostur, sem kynni að vera raunhæfari og ár- angursríkari í framkvæmd, ef menn ætla sér í reynd að sporna gegn skaðlegri samþjöppun, felst í að reistar verði skorður við því hvað tengdir aðilar geta farið með stóran hluta atkvæða á hluthafafundum banka eða fjármálafyrirtækja. Á sín- um tíma, þegar sala bankanna lá fyr- ir þinginu skoðuðum við í Samfylk- ingunni þessa leið ítarlega. Við lögðum fram tillögu á þinginu um að inn í lög um eftirlit með eigendum virkra eignarhluta í fjármálafyrir- tækjum kæmi ákvæði þar sem væri skýrt mælt fyrir um að enginn einn eða tengdir aðilar mættu fara með meira en 15% af heildaratkvæða- magni á hlutahfafundum,“ segir Öss- ur. ,,Þessi tillaga okkar var felld og ég minnist þess ekki að nokkur tak- mörk hafi í reynd verið sett á eign- araðild þegar sala bankanna var samþykkt á Alþingi, nema þá þær sem felast í almennu eftirliti og leik- reglum samkeppnislaga. Nú sýnist manni að valinkunnir sæmdarmenn vilji ryðjast til valda í bankaheiminum og maður sér að fjármálamarkaðurinn er skekinn af átökum. Mér sýnist að þessi þróun undirstriki að það hafi verið nauð- synlegt, þegar við settum lögin um sölu bankanna, að setja bönd á möguleika einstakra fyrirtækja eða tengdra fyrirtækja að skapa sér ráð- andi stöðu á bankamarkaðinum. Fyrst ekki var farin leið okkar í Samfylkingunni um að koma í veg fyrir slíka fákeppni með því að setja lög um heildaratkvæðamagnið finnst mér að komi sterklega til álita núna, ef um það er hægt að ná þverpóli- tískri samstöðu, að kanna þá leið sem felst í beinni lagasetningu um hámarkseignarhlut,“ segir Össur. Vill að sett verði 5% þak á hámarkseignarhlut Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, er afdráttar- laust þeirrar skoðunar að setja eigi löggjöf sem tryggi dreifða eignarað- ild að bönkunum. Vill hann að lögfest verði að eignarhlutur hvers einstaks eignaraðila verði ekki umfram 5%. ,,Ég hef frá upphafi verið fylgj- andi þessu og sannleikurinn er sá að það var algjör forsenda fyrir því að við í Landsbankanum á sínum tíma tókum að vinna að einkavæðingunni, að þegar og ef bankinn yrði seldur, þá yrði dreifð eignaraðild. Þetta er algjört undirstöðuatriði, enda var því lýst yfir og því lofað af forsætis- ráðherra á sínum tíma,“ segir Sverr- ir. ,,Raunar gildir það sama um Landssímann en það er algjört und- irstöðuatriði að þetta verði gert hjá fjármálastofnunum. Ég var að hugsa um það í morgun að ég myndi láta útbúa tillögu um þetta en veit að það getur orðið til þess að seinka málinu vegna þess að það er allt drepið fyrir stjórnarandstöðu,“ segir Sverrir Hermannsson. Telur ekki vera þörf á lagasetningu Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, telur ekki þörf á lagasetningu um dreifða eignaraðild. Vilhjálmur segist heldur ekki telja að átökin um yfirráðin yfir Íslands- banka gefi neitt sjálfstætt tilefni til þess að sett verði lög um takmarkað eignarhald á bönkunum. ,,Það er ekkert óeðlilegt þó að komi í ljós að það séu ekki allir á eitt sáttir um hvernig skipað er í stjórnir í félögum. Hlutafélagalögin gera ráð fyrir því og um þetta gilda bara ákveðnar leikreglur,“ segir hann. Spurður hvort hann teldi almennt séð ástæðu til að setja löggjöf um dreifða eignaraðild að bönkum og fjármálastofnunum segist Vilhjálm- ur ekki sjá neina brýna þörf á því. ,,Ef menn ætla til dæmis að fá inn erlenda banka eða þá að erlendur banki setur upp útibú hér á landi yrðu slík lög þá ekki takmarkandi fyrir það? Það má benda á að við höf- um undirgengist að takmarka ekki eignarhald eða möguleika erlendra aðila á að koma hér inn í bankakerf- ið. Hvað ef erlendur aðili keypti t.d. Íslandsbanka. Væri þá eðlilegt að í gildi væru lög sem bönnuðu Íslend- ingum að eiga hluti í bankanum eða ef erlendur aðili kæmi hingað og opnaði hér útibú sem væri stærri en Íslandsbanki?“ segir Vilhjálmur. Hann segist einnig hafa efasemdir um að löggjöf af þessu tagi um tak- mörkun á eignarhaldi stæðist í reynd. Bolabrögð á markaðinum sýna nauðsyn reglna Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, er eindregið þeirrar skoð- unar að setja eigi löggjöf um dreift eignarhald á bönkunum. Hann minnir á að hann hafi ásamt Ög- mundi Jónssyni þingmanni ítrekað flutt frumvarp um það efni, þar sem lagt var til að sett yrði 8% þak á há- markseignaraðild einstakra aðila. ,,Sú var tíðin að það frumvarp fékk góðar undirtektir bæði for- sætisráðherra og Morgunblaðsins. Svo kom bakslag í þetta þegar menn fóru að fabúlera um sölur til ein- hvers sem farið var að kalla kjöl- festufjárfesti, og þá voru menn með stærri hluti í huga. Það þyngdist því róðurinn. Við endurfluttum þetta frumvarp í fyrra og það var talsvert skoðað í efnahags- og viðskiptanefnd en skiptar skoðanir voru um þörfina á því. Komu fram þau sjónarmið að ekki væri þörf á þessu vegna þess að líklegast væri að eignaraðildin yrði dreifð. Sumir höfðu það viðhorf en sögðust jafnframt vera sammála því markmiði að það ætti að stefna að dreifðri eignaraðild. Svo heyrðust líka þau viðhorf að það væri alls eng- in ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessu og að markaðurinn ætti bara einn að ráða þessu. En ég hygg að það sé minnihlutasjónarmið. Það er aldrei að vita nema við dustum rykið af frumvarpinu aftur í ljósi nýrrar bylgju umræðna um þetta mál,“ segir Steingrímur. Hann bendir einnig á að víða er- lendis hafi verið settar takmarkanir á eignarhald að fjármálastofnunum. ,,En jafnvel þó að svo væri ekki er ís- lenskt efnahagslíf svo lítið og ein- angrað, og hákarlaslagur hér á landi er svo hættulegur, eins og dæmin sanna, að ég held að þessi bolabrögð sem hafa verið á úti á markaðinum að undanförnu eigi að minna okkur á nauðsyn þess að hafa slíkar öryggis- reglur hér. Það þarf að tryggja eins og kostur að þetta litla og lokaða við- skiptalíf og lítill og lokaður hluta- bréfamarkaður, sé eins heilbrigður og kostur er miðað við okkar að- stæður,“ segir Steingrímur. Talsmenn stjórnmálaflokka um dreifða eignaraðild að bönkum og fjármálastofnunum Skiptar skoðan- ir á hvort þörf sé á löggjöf Morgunblaðið/Ásdís Átök sem orðið hafa að undanförnu um yfirráð yfir Íslandsbanka hafa á nýjan leik vakið umræður um hvort þörf sé á að sett verði löggjöf sem tryggi dreifða eignaraðild að viðskiptabönkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.