Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í liðinni viku fjallaði sjón- varpsfréttamaðurinn Óm- ar Ragnarsson um land- spjöll sem unnin höfðu verið í Landmannalaug- um. Hann hafði verið þar á ferð og við skoðun á svæðinu varð hann var við að ökumaður jeppa hafði um síðustu helgi keyrt frá skál- anum og að laugunum. Jeppinn hafði skilið eftir sig djúp hjólför í snjónum og viðkvæmri mýrinni sem liggur þar undir. Þá hafði ver- ið farið með hóp hesta yfir mýrina og mátti sjá djúp hófaför í mjúku mýrlendinu. Í lok fréttarinnar sagði Ómar svo frá því að vegna samdráttar yrði ekki landvörður starfandi í Land- mannalaug- um á kom- andi sumri eins og verið hefði und- anfarin sumur. Árni Bragason, for- stjóri Náttúruverndar ríkisins, staðfesti þetta í fréttinni og sagðist vona að unnt væri að hafa samstarf um landvörslu við Ferðafélag Ís- lands sem sér um skálavörslu í Landmannalaugum. Þessi frétt vekur óneitanlega at- hygli allra sem unna hálendi Ís- lands og þeim náttúruperlum sem þar eru. Ferðamönnum sem fara um hálendið fjölgar sífellt. Að- gengi verður betra með hverju árinu og sífellt fleiri Íslendingar og erlendir ferðamenn eiga mögu- leika á að heimsækja staði eins og Landmannalaugar. Laugarnar eru án efa einn vin- sælasti viðkomustaður á hálend- inu. Þær eru í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og auð- velt að fara þangað í helgarferð til að njóta ótrúlegrar náttúrufeg- urðar svæðisins. Það er vissulega jákvætt að sífellt fleiri verði sér meðvitandi um verðmætin sem við eigum á hálendinu en fjöldi ferða- manna sem þangað sækja vekur einnig blendnar tilfinningar. Blendnar tilfinningar vegna þess hve lítið má út af bregða til þess að þær verði fyrir skemmdum sem ekki er hægt að bæta fyrir nema í sumum tilvikum, á mjög löngum tíma. Umgengni og aðgangur að nátt- úruperlum hérlendis hefur verið fremur frjáls, a.m.k. í samanburði við umgengni á svipuðum svæðum í öðrum löndum. Mjög lítið hefur verið gert af því að girða svæði af hérlendis og umferð utan göngu- stíga er víða frjáls. Með þessu frjálsræði sýna íslensk yfirvöld að þau bera traust til ferðamanna. Víða erlendis má sjá að slíkt traust er ekki ríkjandi. Ísland hefur á til- tölulega skömmum tíma orðið vin- sælt meðal erlendra ferðamanna og hefur þeim fjölgað verulega. Víða erlendis er því byggt á meiri og lengri reynslu af umgengni ferðamanna og til er orðin þekking á því hvernig best er að stjórna umgengni og aðgangi að við- kvæmum svæðum. Hér á landi höfum við reyndar séð viðeigandi ráðstafanir gerðar á viðkvæmum og fjölsóttum svæðum, eins og til dæmis við bæði Gullfoss og Geysi. Þótt það sé ákaflega rómantískt og vinsælt að njóta náttúrunnar án girðinga og göngustíga er ljóst að slíkt er ekki hægt lengur á jafn- vinsælum stöðum og áðurnefnd- um. Af þessu er ljóst að hérlendis þarf að huga að því hvað eigi að gera til að vernda náttúruna og hvort leyfa eigi áfram frjálsa um- ferð ferðamanna um vinsæl svæði, eða takmarka hana með ein- hverjum hætti. Náttúruvernd ríkisins hefur umsjón og eftirlit með flestum náttúruperlum á hálendi Íslands. Stofnunin hefur lengi haft úr afar litlu fé að moða til þess að standa straum af umsjón og eftirliti með íslenskum náttúruperlum, og rekstri þjónustu fyrir ferðamenn. Nú er svo komið, vegna hinnar miklu aukningar á ferðafólki, að ekki er lengur hægt að láta slíkan fjárskort viðgangast þar sem hann kemur fyrst og síðast niður á nátt- úrunni sjálfri, eins og dæmið úr Landmannalaugum um síðustu helgi sýnir glöggt. Lágmarks- aðstaða verður að vera fyrir hendi fyrir ferðafólk sem sækir Land- mannalaugar, Skaftafell, Jökuls- árgljúfur og fleiri staði heim. Lág- marksviðhaldi og eftirliti verður að sinna, svo koma megi í veg fyrir náttúruspjöll. Starfsmenn Nátt- úruverndar ríkisins hafa löngum verið fáliðaðir og haft lítið fé handa á milli til að standa að merkingum, fræðslu og annarri nauðsynlegri starfsemi. Nú virðist sem geta þeirra til að sinna hlutverki sínu minnki enn, vegna síaukinnar um- ferðar um svæðin sem þeir gæta og samdráttar í úthlutun fjármuna til slíkra verkefna. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra hefur hreyft þeirri hug- mynd að taka upp þjónustugjöld á þeim svæðum þar sem mikill fjöldi fer um, til þess að geta sinnt betur rekstri slíkra svæða. Á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar til þess að veita meira fé í nátt- úruvernd en nú er gert, svo hægt verði að reka vinsælustu ferða- mannasvæðin með sóma og án þess að umgengnin komi niður á náttúrunni, er ekki annað hægt en að taka upp þjónustugjöld. Þau spjöll sem stöðugur ágangur ferða- manna getur valdið á hálendinu verða ekki aftur tekin. Þjónustugjöld – lág upphæð sem greidd er fyrir aðgang að þjóðgörðum, minjum og ýmiss konar náttúruperlum – eru inn- heimt víða um heim. Ferðamenn sýna álagningu þessara gjalda oft- ast mikinn skilning og þau hafa ekki fæliáhrif nema þau séu þeim mun hærri. Það er ekkert óeðlilegt við að þeir sem vilja njóta ákveð- inna svæða greiði fyrir það smá- vægilegt gjald. Þjónustugjöldum fylgja vissulega ýmis vandkvæði sem ekki gefst ráðrúm til að fara út í hér, en með hagsmuni náttúr- unnar í huga hljóta allir að sjá að nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til varnar náttúrunni áður en það verður of seint. Landverðir eiga ærin verkefni fyrir höndum nú á komandi sumri. Vonandi eykst skilningur á störfum þeirra svo hindra megi að náttúruspjöll, líkt og framin voru í Landmannalaug- um um síðustu helgi, eigi sér stað. Náttúru- spjöll og nið- urskurður „Hérlendis þarf að huga að því hvað eigi að gera til að vernda náttúruna og hvort leyfa eigi áfram frjálsa umferð ferðamanna um vinsæl svæði.“ VIÐHORF Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur rsj@mbl.is NÚ er nýlega komin fram byggðaáætlun sem sýnir í hnotskurn hvern- ig þau mál munu skipast á næstu árum ef ekkert annað kemur til. Betri menntun, fjarvinnsla, umsóknir um styrki t.d. frá ESB, flutningur stofnana út á land, pylsu- og hamborgara- sala á Blönduósi – þetta eru helsu ráðin! Á Aust- urlandi lifa menn í von- inni um virkjun og álver og láir þeim það enginn – það er erfitt að lifa af pylsusölu þar! Það má hins vegar skoða stóriðjuna svolítið nánar. Þjóð- in á tvennt sem hægt er að flytja út, fisk og rafmagn eða afurðir unnar með rafmagni. Álver við Reyðarfjörð mun taka 5.500 GWh/ári og veita um 1.000 manns atvinnu. Álver verður í aðalatriðum í eigu útlendinga sem selja verksmiðjunni tæki og hráefni og kaupa hina hálfunnu vöru til full- vinnslu í eigin verksmiðjum erlendis. Rafmagnsverð er óþekkt en er senni- lega 1–2 kr./kWh. Við vitum því ekk- ert hvað við höfum út úr þessu dæmi en ljóst að hinir erlendu eigendur ráða miklu um afkomuna og hagnað- urinn er að mestu þeirra. Ljóst er þó að við notum um 5,5 GWh á hvert árs- verk sem skapast. Á Sauðárkróki er lítil steinullar- verksmiðja sem framleiðir aðallega fyrir innanlandsmarkað (sérvöru fyr- ir útflutning). Hjá henni starfa 43 menn og hún notar rúmlega 20 GWh rafmagns árlega en hún greiðir 3–4 kr. fyrir hverja kWh. Þarna er sem sagt notað um 0,5 GWh á hvert árs- verk. Samkvæmt upplýsingum Mbl. hefur arður af hlutafé verksmiðjunn- ar verið 15–30 % og staða hennar var það góð að hún gat fjármagnað stækkun og endurbætur sem lokið var við á þessum vetri og kostuðu um 170 millj. kr. algerlega án lántöku. Má í þessu sambandi benda á að flutningskostnaður á steinullinni á aðalmark- aðssvæðið, Reykjavík er um 25% af steinull- arverðinu. Steinullar- verksmiðjan er í meiri- hlutaeigu ríkisins og sveitarfél. Skagafjarð- ar og þess vegna var hún staðsett í Skaga- firði. Nú stendur fyrir dyrum að selja hluta- bréf ríkis og sveitarfé- lags til einkaaðila – og hvers halda menn að þá megi vænta? Dettur nokkrum í hug að til greina komi að kaupendurnir, BYKO/Húsasmiðjan, vilji flytja verksmiðjuna nær mark- aðnum? Jú, reyndar, okkur dettur slíkt í hug sumum! Og í framhjáhlaupi – hvernig kaupir maður skuldlaust fyrirtæki? Maður lætur það einfald- lega skrifa ávísun fyrir kaupverðinu eins og Óli í Olís gerði hér um árið! Einfalt en árangursríkt. Þetta gætu núverandi eigendur einnig gert – tek- ið fé út úr rekstrinum og átt verk- smiðjuna áfram! Svo ég komi mér að efninu – hvað með að ríki og sveitarfélög (og t.d. líf- eyrissjóðir) sameinist um að koma upp stóriðju í steinullarframleiðslu fyrir erlendan markað? Ef litið er á orku álvers á Reyðarfirði þá mundi hún veita 10–11 þús. manns vinnu í steinullarverksmiðjum í stað þeirra 1.000 sem álverið skaffar. Þar við bætast allir þeir sem mundu fá vinnu við markaðssetningu og sölu erlendis og flutninga á vörunni. Sjálfsagt feng- ist mest arðsemi með að byggja eina stóra verksmiðju en frá byggðasjón- armiði væri eðlilegt að byggja nokkr- ar minni verksmiðjur, t.d. á Blöndu- ósi, Akureyri, Húsavík, og hentugum stað á Austfjörðum. Þetta mætti og yrði að gera undir einum hatti og í áföngum, eftir því sem markaður og fjárhagur gæfi tilefni til á 10–30 ár- um. Verði álver byggð eða stækkuð er sú orka glötuð og skilar aðeins einu ársverki á hverjar 5–6 GWh. Úrtölumenn segja að það sé von- laust að keppa við erlenda framleiðslu á steinull en horft til framtíðar verður sífellt erfiðara fyrir erlendar verk- smiðjur að uppfylla mengunarstaðla – kol og kjarnorka eru ekki vel séðir orkugjafar. Við höfum (enn) hreina orku sem selja mætti á stóriðjuverði og flutningskostnaður á miklu magni á að geta verið sæmilega hagkvæmur! Þá höfum við kunnáttuna í fram- leiðslu steinullarinnar. Að því er markaðsmálum viðkemur má vísa til hvernig staðið er að sölu fisks hjá SÍF – af því má efalítið margt læra. Sveitarstjórnarmenn og stjórn- völd! Ef þið viljið gera eitthvað sem skilar sér áfram sem byggðastefna í verki þá skoðið þessi mál í alvöru. Að framselja orkuna í hendur útlendinga með álverum og járnblendi eru hrein landráð við hinar dreifðu byggðir landsins þar sem þessi orka verður til! Við lifum ekki á pylsusölu ein- göngu og það má ekki alltaf horfa bara til morgundagsins. Við erum að binda okkur til langrar framtíðar og orkan er ekki ótakmörkuð á Íslandi. Stóriðjudraumar Ragnar Eiríksson Steinull Dettur nokkrum í hug, spyr Ragnar Eiríksson, að til greina komi að kaupendurnir vilji flytja verksmiðjuna nær markaðnum? Höfundur er fv. bóndi og verslunarmaður. Reykjavík er nálægt 200 þús. kr. Tilboðið í byggingu, frágang og rekstur þessa mann- virkis reyndist vera 15% hagstæðara en bæjaryfirvöld höfðu gert ráð fyrir. Þessar tölur eru ótvíræðar og yfirfarnar af endur- skoðendum bæjarins. Sem sagt miklu hag- stæðara en það sem verið er að gera í Reykjavík. Tökum annað dæmi: Lækjarskóli í Hafnar- firði verður mjög glæsi- legur og enn meira lagt í hann en Áslandsskóla. Heildar- byggingarkostnaður þar verður svipaður og nú er áætlað í Ingunn- arskóla, nýjasta skólann í Reykjavík: um 1,2 milljarðar. En hvað fá Hafn- firðingar fyrir peninginn? 1.000 fer- metrum stærri skólabyggingu sem rúmar 200 fleiri börn en Ingunnar- skóli, 550 börn í Hafnarfirði en 350 í Reykjavík. 6.300 m² skólabygging í Hafnarfirði, 5.300m² í Reykjavík! Er furða að sjálfstæðismenn leggja til að R-listinn kynni sér kosti einka- Í NÝLEGRI grein ræddi ég hversu óhag- kvæma leið R-listinn hefur valið við undir- búning og byggingu skóla, sem veldur því að í Reykjavík er bygg- ingarkostnaður miklu hærri en til dæmis í Hafnarfirði. Hvað er hægt að gera til að draga úr þessum kostnaði án þess að draga úr gæðum skóla- starfsins? Í fyrsta lagi á að leggja áherslu á að byggingarnar séu ein- faldar jafnframt því að vera hagkvæmar og fallegar. Þetta þrennt fer auðveldlega saman. Í öðru lagi á að byggja skóla með þeim hætti að reynsla sem fæst við byggingu og notkun einnar bygging- ar nýtist við þá næstu – í stað þess að alltaf sé byrjað á núlli með nýjum hönnuðum og spánnýjum teikning- um, nýjum mistökum og nýjum úr- bótum vegna ófyrirséðra erfiðleika, eins og við sjáum í dag. Í þriðja lagi ætti Reykjavíkurborg að taka sér nágranna sína í Hafn- arfirði til fyrirmyndar. Þeir hafa sýnt þá framsýni að láta byggja skóla í einkaframkvæmd, sem hefur ótvíræða kosti. Hafnfirðingar hafa boðið út hönn- un, byggingu, frágang og rekstur skólahúsnæðis og lóðar á einu bretti. Við undirbúning útboðs Áslands- skóla gerðu bæjaryfirvöld ráð fyrir að fermetrinn myndi kosta um 140 þús. kr. fyrir skóla að meðtöldum húsgögnum og ýmsum búnaði, með- an sambærilegur kostnaður í framkvæmdar við byggingu og rekstur skólabygginga? Aðrir kostir sem þessu fylgja eru að sveitarfélagið leigir skilgreint mannvirki, sem er tilbúið til notk- unar, með íþróttaaðstöðu, frágeng- inni lóð og öllu sem til þarf. Það þarf ekki að vera að reka skóla í hálfkör- uðum byggingum og senda börn bæjarenda á milli í leikfimi og bíða árum saman eftir sérgreinastofum. Í þessu sambandi er vert að minnast þess að Rimaskóli í Grafarvogi var vígður í árslok 2001, níunda árið sem hann starfaði! Og allan tímann hafa foreldrar og skólastjórnendur Rima- skóla þurft að slást við R-listann um hvern einasta verkþátt, íþróttaað- stöðu, frágang byggingar, frágang lóðar o.s.frv. Þeir rétt mörðu að vígja skólann fyrir 10. starfsárið! Er það nú metnaður! Að lokum má telja enn einn kost einkaframkvæmdarinnar þann, að hún tryggir sveitarfélaginu að áætl- anir standast og frágangur er vand- aður, því sá sem byggir á sjálfur að reka mannvirkið. Það er ekki hætta á að það detti af hurðarhúnar á öðr- um degi eftir afhendingu. Borgarstjóri stærir sig af því að R-listinn hafi varið 10 milljörðum í skólabyggingar í sinni valdatíð. Ég er sannfærð um að vinna hefði mátt öll þessi verk með miklu hagkvæm- ari hætti, eins og reynslan hefur þeg- ar sýnt hjá nágrannasveitarfélagi okkar. Hér er kjörin leið fyrir borg- aryfirvöld að spara mikla fjármuni og tryggja betri þjónustu. Skólabyggingar í einkaframkvæmd Guðrún Pétursdóttir Höfundur er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði Reykjavíkur. Skólar Öll þessi verk, segir Guðrún Péturs- dóttir, hefði mátt vinna með miklu hag- kvæmari hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.