Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Norð-dal Jóhannsson fæddist í Borgar- gerði í Skagafirði 11. júní 1916. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 28. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jóhann Sig- urðsson, bóndi í Borgargerði og síðar á Úlfsstöðum í Skagafirði, f. 5. júní 1883, d. 14. mars 1970, og kona hans Ingibjörg Gunn- laugsdóttir, f. 25. desember 1885, d. 3. mars 1975. Systkini Sigurðar: Nikólína, f. 12. mars 1909, Sigrún, f. 18. mars 1914, d. 20. september 1997, Jón- as Gunnlaugur, f. 11. nóvember 1917, d. 15. júní 1976. Sigurður kvæntist 11. júní 1939 Hólmfríði Jónsdóttur frá Víðivöll- um í Skagafirði, f. 3. apríl 1915. Foreldrar hennar voru Jón Krist- bergur Árnason, f. 2. september 1885, d. 6. mars 1926, og Amalía Sigurðardóttir, f. 25. maí 1890, d. 14. júní 1967. Börn Sigurðar og Hólmfríðar eru: 1) Jóhann Úlfar, f. 30. desember 1939, maki Elaine Sigurðsson, þau eru búsett í Winnipeg í Kanada, börn þeirra eru Eric Jón, f. 9. nóvember 1967, maki Lara Sigurðs- son og eiga þau tvö börn. Kristine Mar- grét, f. 17. septem- ber 1970, maki Ger- ald Diamond og eiga þau tvö börn. 2) Amalía, f. 20. júlí 1945, maki Sig- mundur Guðmunds- son, synir þeirra eru Sigurður Úlfar, f. 5. maí 1967. Brynjar Örn, f. 19. mars 1974, sambýliskona hans er Þorgerður Tómasdóttir. Hólmar Logi, f. 19. desember 1976. Sigurður stundaði búskap frá 1940 á föðurleifð sinni, Úlfsstöð- um í Blönduhlíð. Árið 1972 fluttu þau hjón til Sauðárkróks, þar sem hann starfaði nokkur ár sem framkvæmdastjóri Steypustöðvar Skagafjarðar og við verslunar- störf í varahlutaverslunum Kaup- félags Skagfirðinga á Sauðár- króki. Útför Sigurðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, laugar- daginn 9. mars, kl. 14.00. Jæja elsku afi, þá ertu búinn að kveðja þennan heim og floginn á braut, en þó ekki langt því að þú munt örugglega fylgjast með okkur og gefa okkur áfram góð ráð. Þær voru ófáar stundirnar sem við eydd- um saman og við brölluðum margt. Ákveðni og staðfesta eru þau orð sem fá þér best lýst. Það var einnig alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt var það gert af mikilli nákvæmni. Húsið leit alltaf vel út, skipulagið í skúrnum var óaðfinn- anlegt, hlutirnir voru nákvæmlega á þeim stað þar sem þeir áttu að vera. Veiðikassinn var alltaf tilbúinn löngu áður en lagt var í veiðiferðina, garðurinn alltaf til fyrirmyndar, snyrtilega sleginn og klipptur, unnið var í kartöfluræktinni allt árið og áhyggjurnar af að við værum að verða kartöflulaus voru óþarfar því alltaf var nóg til fyrir alla. Þú hugs- aðir ávallt vel um bílinn enda leit hann alltaf út eins og nýr. Allt hefur þú svo líklega skrifað niður, því þú hélst dagbók alveg frá því að við munum eftir okkur, en aldrei fékk neinn að kíkja í hana. Bláa úlpan þín kemur strax í hugann þegar við hugsum til baka, hver man ekki eftir henni! Á sumrin voru það bláa úlpan og sláttuvélin en á veturna bláa úlp- an og snjóskóflan! Alltaf varstu að og þér fannst þú ómögulegur ef þú hafðir ekki eitthvað fyrir stafni. Við bræðurnir nutum þeirra sér- kjara að afi og amma bjuggu eig- inlega í næsta húsi og þar var alltaf opið fyrir okkur. Þegar við sögð- umst vera að fara til afa og ömmu sögðumst við vera að fara niðureftir og ekki vorum við fyrr komnir en þú fórst að bjóða okkur eitthvað í gogg- inn, aldrei var komið að tómum kof- unum, spennandi var að kíkja í brauðkassann og athuga hvort eitt- hvað nammigott leyndist þar – skolí. Þú og amma voruð afar samrýnd, báruð mikla virðingu hvort fyrir öðru, dekruðuð hvort við annað og voruð dugleg að fara í gönguferðir saman í fjöruna. Þú hafðir gaman af að grípa í spil og voru þær margar stundirnar sem við sátum saman á Grundarstígnum og spiluðum ólsen, veiðimann eða lögðum kapal. Þú varst ótrúlega duglegur að hafa okkur með hvort sem það var í vinn- una, ferðalög eða annað og margar stundir áttum við með þér, fyrst í Bílabúðinni, svo á Steypustöðinni og síðast á Rafmagnsverkstæðinu. Eft- ir að þið fluttuð á Krókinn var ekki hægt að fara í fyrirdrátt í Héraðs- vötnunum, sem þú saknaðir mikið, en í staðinn var farið niður í fjöru að veiða, og stundum var svartur rusla- poki hafður með í skottinu fyrir aflann þegar enginn sá til. Einnig fengum við að fara með í Ósinn en þar máttu félagar í Stangveiðifélagi Sauðárkróks einungis veiða. Þið pabbi fóruð seinna að veiða í Blöndu, fyrst fengum við strákarnir að fara með og horfa á, en þegar við gátum haldið á veiðistöng fengum við sjálfir að prufa og ekki leið á löngu þar til þú varst farinn að kenna okkur réttu tæknina og sýna okkur bestu staðina. Allir höfum við erft bíladelluna frá þér. Í sveitinni áttir þú alltaf jeppa en eftir að þú og amma fluttuð á Krókinn voru það drossíurnar, það var alltaf spenn- andi að fara rúnt í bæinn með afa á K68 stífbónuðum og með bílskúrs- hurðaopnarann á milli sætanna. Við vissum aldrei hvaða ævintýraferð við myndum lenda í; hvort það yrði brunað fram í sveit eða hvort við enduðum jafnvel fastir niðri á sönd- um. Núna þurfum við bræðurnir víst að fara að hlusta á veðurfréttirnar því ekki höfum við þig til að spyrja hvernig spáin sé, veðrið var alltaf á hreinu og þar kom gamli bóndinn fram í þér. Afi við þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér, þær minningar munu lengi lifa. Amma, megi guð styrkja þig. „Gute Nacht.“ Sigurður Úlfar, Brynjar Örn og Hólmar Logi Sigmundssynir. Elsku Siggi! Nú hefur þú kvatt þennan heim. Fljótlega eftir að við Binni fórum að draga okkur saman kynntist ég þér og Hósu, alveg frá fyrsta degi var mér vel tekið og það var alltaf afar hlýlegt að koma í heimsókn til ykkar á Grundarstíg- inn. Um leið og maður var stiginn inn úr dyrunum var búið að bjóða manni eitthvað að drekka og ef við sátum inni í stofu að kvöldlagi var skálað fram eftir kvöldi. Mér fannst þú alltaf vera að brasa eitthvað, vinna við eitthvað í skúrnum eða dytta að hinu og þessu og ég man t.d. eftir helginni þegar allir hjálp- uðust að við að mála húsið ykkar, þú sast aldrei auðum höndum. Ég tók strax eftir þeim mikla samgangi sem var á milli heimilanna á Grundarstígnum og Smáragrund- inni. Ég er viss um að fjölskyldu- meðlimir hafa metið það mjög mik- ils að hafa þessa nálægð, enda sá ég að þér þótti greinilega vænt um þegar strákarnir, Siggi, Binni og Hólmar komu í heimsókn, þeir spjölluðu við þig um bílamál, slógu stundum fyrir þig grasið í garðinum og hjálpuðu þér með ýmislegt sem þú varst að dunda við. Ég kveð þig í dag með söknuði og votta þínum nánustu mína dýpstu samúð, en þér líður örugglega vel á nýjum stað og fylgist með okkur þaðan um ókomna framtíð. Þorgerður Tómasdóttir. Lítil telpa á sjötta ári er send að heiman vegna þess að kringumstæð- ur á heimili hennar eru með þeim hætti. Þessi fyrsta dagleið lífsins er ekki löng; frá Sauðárkróki að Úlfs- stöðum í Blönduhlíð til þeirra Hósu og Sigga. Alla tíð mun þessi ferð vera í minningunni tengd fegurð og þakklæti. Heimili þeirra Hósu og Sigga var einstakt, jákvætt viðhorf til alls, snyrtimennskan einstök og þessi gleði sem alltaf ríkti og birtist m.a. í því að konurnar sungu í fjós- inu. Og meiri gestrisni var vart að finna á nokkru heimili. Hvað er betra til veganestis í lífinu en slík kynni? Og þau kynni sem þarna hóf- ust í þessari mynd hafa haldist allar götur síðan. Nú er komið að leið- arlokum og minningarnar streyma um huga minn og ylja mér um hjartarætur. Að lokum vil ég þakka þér Siggi fyrir samfylgdina. Móðursystur minni, henni Hósu, Úlfari og Elaine, Amý og Simma og þeirra fjölskyldum sendi ég þær kveðjur sem þeim einum er falið sem öllu ræður. Í hverju, sem að höndum ber, og hvað sem bágt oss mætir, þín hjálp oss nálægt ætíð er og allar raunir bætir. (P. Jónsson.) Brynhildur (Binný). Mig langar til að minnast Sig- urðar Jóhannssonar, móðurbróður míns, með nokkrum orðum. Á upp- vaxtarárum mínum í Blönduhlíð um miðbik síðustu aldar bjuggu Sigurð- ur og kona hans, Hólmfríður Jóns- dóttir frá Víðivöllum, stórbúi á Úlfs- stöðum í Blönduhlíð. Þar höfðu þau tekið við búi af foreldrum Sigurðar, þeim Jóhanni Sigurðssyni og Ingi- björgu Gunnlaugsdóttur. Jóhann hafði verið afkastamikill bóndi og gert miklar umbætur á jörð sinni, meðal annars reist þar stórt íbúðar- hús árið 1923. Á búskaparárum sín- um breytti hann Úlfsstöðum í stór- býli og gerði að óðalsjörð, skv. gildandi lögum þar um. Sigurður tók því við góðu búi. Hann hélt áfram að auka ræktun og bæta húsakost, meðal annars með raf- væðingu. Umgengni þeirra hjóna um jörð sína og hús var alla tíð með miklum myndarbrag og til stakrar fyrirmyndar. Úlfsstaðir eru góð bú- jörð, landstór og til hlunninda þar má telja veiðar í Héraðsvötnum. Sigurður fæddist í Borgargerði í Norðurárdal og þaðan kom fjöl- skyldan þegar flutt var að Úlfsstöð- um árið 1917. Á unglingsárum fór Sigurður í Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Siggi á Úlfsstöðum tengist mörgu í mínum æskuminningum. Milli heimilanna í Sólheimagerði og Úlfsstöðum var mikill samgangur og litum við börnin á Úlfsstaði sem okkar annað heimili. Þangað var gott að koma og oft leitaði móðir mín til Sigurðar en þau systkinin voru samrýnd og samdi þeim mág- konum vel. Þeim mágum, Gísla föð- ur mínum og Sigurði, var einnig vel til vina. Saman keyptu þeir sinn fyrsta bíl, Willys-jeppa, og notuðu hann til skiptis. Um jól voru heim- boð og veislur hjá þeim Úlfsstaða- systkinum sem áttu heima í Skaga- firði. Á jóladag var veislan gjarnan heima, í Laugarbrekku hjá Sigrúnu milli jóla og nýárs og á Úlfsstöðum á gamlárskvöld, en einmitt þá átti Jó- hann Úlfar afmæli. Þarna var mikið um dýrðir. Hólmfríður var frábær matreiðslukona sem hélt stórveislur eins og ekkert væri. Sigurður var þá í hlutverki gestgjafans, veitull og glaður. Man ég að þeir mágar hans, Sigurður Jónasson og faðir minn, kunnu það vel að meta. Úlfsstaða- hjónin voru alltaf höfðingjar heim að sækja. Úlfsstaðaheimilið var mannmargt á þessum árum, þar var vinnufólk, kaupafólk og sumardval- arbörn. Þar ílengdist og fólk sem var þeim óskylt og átti þar gott at- læti. Sigurður var maður glaðvær og félagslyndur og hafði fágaða framkomu. Þau hjón eignuðust tvö börn, Jóhann Úlfar, sem búsettur er í Kanada, og Amalíu, sem býr á Sauðárkróki. Upp úr fimmtugu kenndi Sigurð- ur heilsubrests og varð í framhaldi af því að bregða búi, selja jörðina og flytja á mölina. Þau hjón keyptu þá gott hús á Sauðárkróki og settust þar að. Þar bjó fyrir Amalía dóttir þeirra og hennar maður, Sigmund- ur, og börn þeirra. Á Sauðárkróki undu þau hag sínum vel. Hann fékk þar vinnu við sitt hæfi sem fram- kvæmdastjóri við steypustöð og síð- ar afgreiðslustarf hjá Kaupf. Skagf. þar til eftirlaunaaldri var náð. Nokkru fyrir síðustu jól var heilsu hinna öldruðu hjóna svo komið að þau gátu ekki lengur búið að sínu og urðu að fara á sjúkrahús á Sauð- árkróki og dvelst Hólmfríður þar enn þrotin að heilsu. Frænda minn kveð ég með söknuði og bið guð að blessa minningu hans. Við Guð- mundur flytjum eftirlifandi eigin- konu, börnum þeirra, mökum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Óðalsbóndans á Úlfsstöðum vil ég nú minnast með þessu ljóði eftir Friðrik Hansen: Hver gleymir, bjarta Blönduhlíð, blámanum þinna fjalla? Hver man ekki og þráir á sumrin síð sólskinsblettina alla? Hver vill ekki eiga vorin fríð, þar sem vötn þín að bökkum falla? Sigrún Gísladóttir. Látinn er á Sauðárkróki kær frændi og fjölskylduvinur, Sigurður N. Jóhannsson, 85 ára að aldri. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 28. febrúar þrotinn að kröftum. Ég minnist hans frá blautu barnsbeini enda var samgangur mikill og náinn á milli heimilanna. Hann ólst upp á Úlfsstöðum hjá foreldrum sínum, Jóhanni Sigurðs- syni og Ingibjörgu Gunnlaugsdótt- ur, ásamt systkinum sínum. Hann hóf búskap á Úlfsstöðum ásamt eig- inkonu sinni, Hólmfríði Jónsdóttur. Þau bjuggu þar stórbúi enda mjög samhent alla tíð. Gestrisni var mikil á heimili þeirra og gáfu þau sér ætíð tíma til þess að sinna gestum hvern- ig sem á stóð í amstri dagsins. Sig- urður var sérstaklega iðjusamur og féll honum aldrei verk úr hendi. Snyrtimennska var honum í blóð borin og vildi hann hafa hlutina í röð og reglu. Sást það jafnt innan sem utan húss á heimili þeirra hjóna og voru þau samstiga í því eins og öðru. Hann neyddist til að bregða búi vegna heilsuleysis árið 1971 og fluttu þau hjón til Sauðárkróks 1972. Sigurður átti eftir að ná allgóðri heilsu aftur og vann við verslunar- störf um tíma. Hann varð síðar framkvæmdastjóri Steypustöðvar- innar um árabil. Þau hjón eignuðust gott og mynd- arlegt heimili á Grundarstíg 11. Ég kynntist Sigga frænda enn nánar eftir að hann flutti hingað á Sauð- árkrók. Við hjónin komum oft á heimili þeirra og áttum þar margar ánægjulegar samverustundir með þeim. Fyrir þessar mörgu og góðu stundir viljum við nú þakka af heil- um hug. Við biðjum Guð að blessa Hósu og sendum henni innilegar samúðar- kveðjur. Einnig sendum við Úlfari, Amalíu og fjölskyldum þeirra sam- úðarkveðjur. Einnig sendir Lína, systir Sigurð- ar, innilegar samúðarkveðjur til Hósu, barnanna og fjölskyldna þeirra. Hún vill þakka bróður sínum fyrir ævilanga og trausta vináttu sem aldrei bar skugga á. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Konráð Gíslason og fjölskylda. Sem bliknar fagurt blóm á engi svo bliknar allt sem jarðneskt er ei standa duftsins dagar lengi þótt dýran fjársjóð geymi í sér. Það eitt er kemur ofan að um eilífð skín og blómgast þar. (V. Briem.) Örfá kveðjuorð til elskulegs mágs og vinar. Löngu og góðu dagsverki er lokið. Hann kom hljóðlega fram í lífinu og þannig kvaddi hann á sama hátt. Prúðmennskan, eljan og reglu- semin voru hans einkenni. Þau bjuggu saman góðu búi í sveitinni sinni, í samheldni, ást og virðingu, og alltaf var jafn kært að líta inn til þeirra, hvort heldur var þar eða eftir að þau fluttu á mölina. Nægur tími var fyrir gesti og gang- andi og gjarnan sagt við útidyrnar þegar kvatt var: „Komið þið svo fljótt aftur.“ Elsku systir; Guð geymi þig og varðveiti á skilnaðarstundu. Fjöl- skyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurlaug og Garðar. Elsku Siggi, nú ert þú horfinn á braut. Ég á miklar og góðar minningar tengdar þér. Þú sást alltaf björtu hliðarnar á öllum málum, sama hvað var. Ég kom í sveit á Úlfsstöðum tólf ára gamall og þekkti ekki mikið til sveitastarfa, en þú kenndir mér þetta allt á stuttum tíma. Ykkur Hósu á ég mikið að þakka, þið kennduð mér svo margt, t.d. í sam- bandi við hestamennsku, vélar, veiði og svo margt annað í lífinu. Aldrei man ég eftir því að þú skiptir skapi við mig, þó svo ég gerði marga vit- leysuna, hvað eftir annað. Eins og þegar þú varst nýbúinn að gera við snúningsvélina og ég setti hana beint ofan í skurð og braut í henni hjörulið sem þú varst nýbúinn að skipta um. Margar góðar minningar tengjast ykkur, elskulegu hjón, sem hér væri of langt mál að telja upp. Ykkar reynslu, þekkingu og ástúð hef ég reynt að miðla til minna barna og barnabarna. Elsku Siggi. Kærar þakkir fyrir allt. Elsku Hósa, Amý, Simmi, Siggi Úlli, Brynjar, Hólmar og Úlfar og fjölskylda. Guð geymi ykkur öll. Steinn Márus Guðmundsson. SIGURÐUR NORÐDAL JÓHANNSSON  Fleiri minningargreinar um Sigurð Norðdal Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.