Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján ÁrniPétur Lund fæddist á Raufarhöfn 9. september 1919. Hann lést á öldrunar- deild Sjúkrahúss Húsavíkur 1. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Rann- veig, fædd Laxdal, og Maríus Jóhann Lund. Börn þeirra voru: a) Sveinbjörg Lúðvíka, f. 8.6. 1910, d. 15.8. 1977, b) Grímur Lax- dal, f. 22.11. 1914, d. 9.9. 1992, c) Þorbjörg Andrea, f. 2.5. 1916, d. 22.10. 1960, d) Árni Pétur, f. 9.9. 1919, d. 1.3. 2002, e) María Anna, f. 2.9. 1927. Fósturdóttur Rannveigar og Marí- usar er Halldóra Óladóttir, f. 5.7. 1931. Sonur Árna Péturs og Hall- dóru Stefánsdóttur er Árni, f. 28.10. 1938, maki Svanhildur Ágústa Sigurðardóttir, f. 11.5. 1947. Börn þeirra eru a) Halldóra Margrét, sonur hennar og Hannes- ar Sigurðssonar er Svavar Máni, b) Þóra Guðrún, maki Valgarður Sig- urðsson og eru synir þeirra Árni Jens, Guðmundur Elvar og Daníel, c) Svava, maki Júlíus Helgason, börn þeirra eru Svanhildur Karen Sigrún Helga. Maki 2: Anna Vigdís Ólafsdóttir, f. 21.12. 1959. Börn þeirra eru Sigríður Arna, Ólöf og Árni Pétur. 5) Sveinbjörn, f. 30.12. 1955, maki Jóhanna Hallsdóttir, f. 5.6. 1958. Börn þeirra eru: a) Hróðný, maki Jónas Hreiðar Ein- arsson, synir þeirra eru Hinrik Marel og Einar Annel, b) Stein- grímur Hallur, maki Halla Alberts- dóttir, c) Kristinn Jóhann, og d) Sveinbjörn Árni. 6) Grímur Þór, f. 25.2. 1961, maki Eva Nörgaard Larsen, f. 25.5. 1961. Börn þeirra eru Jens og Laura. Árni Pétur ólst upp á Raufarhöfn og tók snemma við búi foreldra sinna og sinnti því þar til hann flutti yfir Sléttuna og byggði með konu sinni nýbýlið Miðtún í Leir- hafnarlandi. Þar bjó hann alla sína starfsævi. Auk búskaparins sinnti hann hvers konar annarri vinnu ut- an heimilis sem til féll. Mörg sumur vann hann á síldarplani um lengri eða skemmri tíma, stundaði grá- sleppuveiðar og var í mörg ár kjöt- matsmaður hjá sláturhúsi KNÞ á Kópaskeri. Hann var grenjaskytta í mörg ár og var með olíuafgreiðslu um árabil. Árni tók virkan þátt í fé- lagsmálum sinnar sveitar. Hann lét af búskap fyrir um áratug en bjó ásamt konu sinni í Miðtúni þar til fyrir þremur árum að hann fór á öldrunardeild Sjúkrahúss Húsavík- ur þar sem hann lést. Útför Árna Péturs fer fram frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 9. mars. og Birkir Rafn, d) Sif, maki Sigurður Rúnar Baldursson, og e) Alma Dögg, maki Páll Arnar Erlendsson. Árni Pétur kvæntist 16. júní 1945 Helgu Sigríði Kristinsdóttur, f. 27.2. 1921. Synir þeirra eru: 1) Maríus Jóhann, f. 11.6. 1946, maki Ásdís Karlsdótt- ir, f. 2.4. 1947. Synir þeirra eru: a) Árni Pétur, látinn, b) Berg- þór, maki Ásdís M. Brynjólfsdóttir, sonur þeirra er Maríus Pétur, og c) Karl. 2) Kristinn, f. 11.4. 1948, maki Guðný Kristín Guttormsdóttir, f. 18.6. 1952. Börn þeirra eru: a) Ár- mann Einar, maki Sigríður Lára Guðmundsdóttir, sonur þeirra er Óskar, b) Helga, maki Tómas Ingi Tómasson, dóttir þeirra er Ruth, c) Auðunn Guðni, og d) Guðrún. 3) Níels Árni, f. 1.7. 1950, maki Krist- jana Benediktsdóttir, f. 8.7. 1952. Börn þeirra eru: a) Steinunn, maki Valdimar Sveinsson, sonur þeirra er Sveinn Andri, b) Elvar Árni, og c) Helgi Þór. 4) Benedikt, f. 4.3. 1952. Maki 1: Dóra Hlín Ingólfs- dóttir, f. 17.8. 1949. Dóttir þeirra er Sumar, haust og vor og vetur verkum sínum Árni Pétur sífellt vildi sinna betur. Þar sannaðist hans kjarkur, og vissulega var hann vinnuþjarkur. Lítill drengur er úti á túni með pabba sínum að gera við girðingar. „Hvað hefðir þú helst viljað, pabbi, ef þú fengir að ráða núna?“ „Ég hefði aftur valið að verða bóndi.“ Það var gott veður í Miðtúni þenn- an dag. Ekkert sérstakt; bara stafa- logn, steikjandi sólskin og hiti. Lömb á túni og kría að stinga sér eftir síli í vatnið. Aðrar kríur görguðu, líklega á eftir mávi, samt skoðaði pabbi hvort verið gæti að krían væri að vekja at- hygli á tófu. Þá myndi nú aldeilis fær- ast fjör í leikinn. Stjáni í Sandvík kæmi strax og saman ynnu þeir mág- ar á rebba. Þrátt fyrir hávaðann í krí- unni mátti samt heyra úið í æðarfugl- inum og frá hafinu barst hið sérkennilega og skæra ah-aaalla hljóð hávellunnar. Líf var á öllum bæjum í kring um Miðtún; í Reistarnesi, á báð- um bæjum í Nýhöfn, í Sandvík, uppi á Sæbergi og á báðum Leirhafnarbæj- unum. Gott ef það rauk ekki líka úr skúrum vegavinnumanna sem stað- settir voru í Vatnsbotninum? Á öllum bæjunum var fólk, rúmlega fimmtíu manns þegar fjölmennast var. Þetta var gamalt fólk, fullorðið fólk, ung- lingar og ekki síst urmull af krökkum. Eitt átti þetta fólk sameiginlegt. Það var allt meira eða minna skylt og þrátt fyrir orðtækið að rétt sé að hafa „fjörð milli frænda“ var samheldni fólksins með eindæmum góð. Sam- vinna um alla hluti mikil, gagnkvæm hjálpsemi sjálfsagður hlutur og vænt- umþykja ríkulega sýnd. Svona sam- félag var vart fundið þá og ef til vill hvergi til staðar nú. Þessi bæjarþyrping dró nafn sitt af landnámsjörðinni Leirhöfn og var oft kölluð Leirhafnartorfan. Sæberg og Leirhöfn voru fyrir ofan vatn. Á neðribæjunum bjuggu afkomendur afa Kristins og ömmu Sesselju í Ný- höfn. Þau áttu 5 syni og eina dóttur, hana mömmu sem náði í pabba, eða líklega var það pabbi sem náði í mömmu. Pabbi var fæddur og alinn upp á Raufarhöfn, í Lundshúsinu, sem kennt var við ættina. Mamma hans, Rannveig, var dóttir Gríms Laxdals kaupmanns á Akureyri. Grímur var einn af þeim mörgu sem fluttu með fjölskyldu sína til Vesturheims, hvar hún gat sér gott orð. Ekki þó alla fjöl- skylduna, því dóttirin Rannveig varð eftir hjá unnusta sínum, honum Mar- íusi Lund, kaupmannssyni á Raufar- höfn. Innan tíðar tók hún við allri bú- stjórn í Lundshúsinu. Þar var veðurathugunarstöð og greiðasala auk þess sem þau hjónin voru ábú- endur á bú- og nytjajörðinni Raufar- höfn. En lífið er ekki bara dans á rós- um. Maríus kennir lasleika innan við fimmtugt sem orsakar að hann fær slag. Hann verður meira og minna rúmfastur og deyr 56 ára gamall. Eft- ir stendur Rannveig með fósturdóttur og fimm börn, þar á meðal pabba 15 ára. Í hans hlut féll að sjá um búið og naut hann við það aðstoðar föðurbróð- ur síns, Níelsar. Hann átti þess þó kost að fara í Bændaskólann á Hólum og þar nam hann búnaðarfræði í tvo vetur. Raufarhafnarjörð þekkti hann betur en líklega nokkur annar. Hverja þúfu, læki, holt og mýrar enda lágu sporin oft upp til heiða við smala- mennsku og heyskap. Þekking hans á því landi nýttist síðar er hann flutti í Miðtún og smalaði Austurheiðina. Mamma og pabbi kynntust á Rauf- arhöfn og fluttu vestur í Nýhöfn þar sem þau hófu búskap. Nýbýlið sitt Miðtún byggðu þau 1950. Miðtún er lítil jörð, aðeins partur af Leirhöfn. Hugur pabba stefndi að stærra búi og rýmri jörð en þrátt fyrir takmarkað landrými búnaðist foreldrum okkar með ágætum, enda samhent í vinnu og ákvörðunum. Í Miðtúni var myndað bú með kindur, hest og eina kú, en eljusemi, ást og trú gaf uppskeru að kveldi og brátt komst þeirra bú í annað veldi. Einhverjum kann að finnast skrýt- ið að synir beri lof á föður sinn í minn- ingargrein en það ætlum við að gera. Hann var meðalmaður á hæð og sam- svaraði sér vel, snar í snúningum og léttur á sér. Ávallt fremstur í flokki vinnandi manna. Hann var góður dansmaður, hafði gaman af söng, gestrisinn og góður heim að sækja. Gat verið snöggur upp á lagið og lét þá heyra í sér, en jafnfljótur var hann til sátta og greiðvikinn var hann með afbrigðum. Hann var í eðli sínu góður bóndi, fjárglöggur og mikill sauðfjárrækt- andi. Var með allar ær skráðar, rækt- aði fram bestu eiginleika sauðkindar- innar og voru afurðirnar eftir því. Samkvæmt heimildum Jóns Viðars Jónmundssonar, ráðunautar Bænda- samtakanna, er hápunktur í afurðum pabba „á árunum 1987 og 1988 en bæði þau ár voru afurðir vel yfir 30 kg eftir ána og búið hans annað haustið í 8. og hitt í 13. sæti yfir landið af stærri fjárbúum í landinu. Enn í dag eru Miðtún og Leirhöfn, alla tíð frá því um 1960 til dagsins í dag í flokki bestu afurðabúa í fjárrækt hér á landi. Þeir bændur í Leirhöfn og Miðtúni eru einhverjir þeir fyrstu hér á landi sem taka upp almennt skýrsluhald um allt sitt fé og eru í forystu fjár- ræktar í landinu við ræktun á hyrndu fé, sérstaklega á árabilinu 1960–1980. Á þessu árabili voru Þistilfjörður og Sléttan gullkistur fyrir sæðingastöðv- arnar til að sækja hyrnda hrúta. Í framhaldi þessa tekur síðan Hestbúið forystuna í þessu ræktunarstarfi í landinu.“ Nafn pabba var á síðum Búnaðarritsins ár eftir ár. Ekki sinntu aðrir betur ám og hrút um miðjan vetur en úrvalsbóndinn Árni Pétur. Ærbækurnar um það vitna en ótal, ótal sinnum sást hann svitna. Á margan hátt er Leirhafnarland kjörið sauðfjárræktarland en miðað við aðra landshluta er túnræktun þar á margan máta erfið. Pabbi lét það ekki aftra sér. Hann lagði á sig að taka stykki sem ekki þóttu fýsileg, grjóthreinsaði þar sem það átti við eða bar endalaust moð og skít í opin sár á sandtúnum uns saman gréri. Lengi vel dugði Farmal Cub, síðar stærri dráttarvélar og Landróverar. Aðaltækið var samt löngum hann sjálfur og svo strákarnir hans allir, litlir sem stórir sem hann gat enda- laust haft á eftir sér. Þeir þóttu óþekkir og hávaðasamir, einkum af þeim sem lítið eða ekkert til þeirra þekktu. Aðrir töldu þá einfaldlega dugnaðarstráka. Þessa stráka sína, auk sumarkrakka, sem alltaf voru til staðar, notaði Árni Pétur. Hann hafði á þessum hópi einstakt lag, treysti einum sem öllum til að stjórna sér, kunni að meta ef framtak var sýnt, að ekki sé talað um útsjónarsemi og var óspar á þakkir. Svona stjórnun er nú í dag reynt að kenna á námskeiðum og kostar kýrverð að líta þar inn í korter. Ökuleyfi á traktor fengum við bræður þegar fæturnir náðu á kúplinguna og aksturspróf á Landróverinn var gefið út í Miðtúni um leið og sá fararskjóti kom í hlaðið. Þegar sláttur hófst var sem í boðhlaupi að þegar einn stóð af vélinni var annar tilbúinn. Nú má ekki halda að faðir okkar hafi verið skap- laus og allt gengið samkvæmt uppeld- isteoríum. Þvert á móti. Hann átti það nefnilega ágætlega til að láta heyra í sér og þá gat það hent að hann skammaði einn fyrir alla og alla fyrir einn. Honum var illa við vettlinga, ver við að synir hans svæfu frameftir og einna verst þótti honum að bíða eftir nokkrum hlut. Hann var verkmaður með ágætum, kappsmaður til allrar vinnu og sérhlífni var eitthvað sem al- veg gleymdist að setja í genamynstur hans. Hann sótti ýmsa vinnu utan heimilis s.s. síldarvinnu, sláturhús og grenjaleit sinnti hann með Stjána mágsa sínum um margra ára skeið. Gaman er að nefna tvennt sem lýsir honum: Á kalárunum 1966–68 fór heyskapur á Sléttu sem annars staðar niður fyrir allt lágmark. Var reynt að kaupa hey úr fjarlægum sveitum. Pabbi var einn þeirra, en hann bjó líka yfir öðru, þekkingu á engjabú- skap frá Raufarhöfn og dugnaði. Litli Farmal Cub-inn fékk hlutverk að nýju og nú hóf pabbi engjaslátt austur á Sléttu með syni sínum og litli trak- torinn lallaði um þar sem þyngri tæki sukku og nýttist enn einu sinni til dráttar. Ekki er örgrannt um að sum- ir hafi brosað að Árna Pétri, en það bros hvarf þegar fé var tekið á gjöf og þörf var á hverju strái. Hitt atriðið sem allt í lagi er að segja frá er að þegar Vilhjálmur Einarsson forstjóri og eigandi síldarsöltunarstöðvarinnar Óðins á Raufarhöfn seldi hana til Ein- ars Guðmundssonar, sagðist hann ekki gera það fyrr en hann hefði kynnt hann fyrir besta díxilmanni á Sléttu. Keyrt var vestur í Miðtún og tekið í höndina á Árna Pétri Lund. Mamma gaf kaffi eða mat í hundr- aðasta skipti. Eftirsóttur var hann víða, vildi öllu kalli hlýða, bölvaði ef þurfti að bíða besta að ljúka verki strax. Unnið var þá oft til sólarlags. Já, þau urðu víst eitthvað meira en hundrað skiptin sem pabbi náði sér í gesti. Hann rak í mörg ár afgreiðslu á bensíni og oft lauk þeim viðskiptum með kaffi. Sögðum við stundum að ef ekki kæmi gestur af eigin hvötum, þá stæði pabbi úti og næði í þá. Skyldi hann nú hafa staðið í bakstri, þessi maður? Nei og aftur nei og aldrei kom hann nærri neinni grautargerð. Hefði hann sýnt tilburði í þá átt var næsta víst að mamma hefði harðbannað slíkt. Hann vissi hins vegar að aldrei stóð svo á, hvorki að nóttu né degi og hvort sem gesturinn var einn eða þeir fleiri, að Helga sín bæri ekki á borð, ekki aðeins nógar heldur einstaklega góðar og velframreiddar veitingar. Foreldrar okkar kenndu sonum sín- um þetta og allt fram á síðasta dag hefur okkur þótt sjálfsagt að koma með alla þá sem við viljum að mat- arborði í Miðtúni án nokkurrar við- vörunar. Gisting var ókeypis. Í stuttu máli er þetta brot af þeirri bernskumynd sem við bræður þekkj- um frá Miðtúni. Árin liðu og við sótt- um vinnu hér og þar, fórum í skóla, stofnuðum heimili og hófum okkar störf. Alltaf var samt jafngaman að koma heim, hvort heldur það var í heyskap, réttir eða rjúpur. Öllum sín- um tengdadætrum fagnaði hann jafn- innilega og þótti mikið til þeirra koma. Og þá kunnu barnabörnin ald- eilis að meta Miðtún. Þangað var í fyrstu farið með mömmu og pabba en síðar þau sjálf eftir að aldur og bílpróf leyfði. Gæsaveiði heillaði suma, sauð- burður og berjamór aðra. Pabbi dáði sín barnabörn og var óskaplega stolt- ur af öllum hópnum sínum. Árin líða. Fyrir rúmlega tíu árum fékk pabbi aðkenningu af heilablóð- falli. Það dró úr honum þrótt en hugs- unin var skýr. Synirnir voru farnir og innan skamms hættu mamma og pabbi búskap. Búa þó áfram á Mið- túni. Ánægjulegt var að Kristinn frændi okkar úr Reistarnesi tók við búskap þeirra. Útihús í fullri notkun og túnin iðagræn. Gestkvæmt er í Miðtúni, spilað bridds fram á nótt og lengi setið og spjallað. Foreldrum okkar líður vel. Enn líða árin. Af og til veikist pabbi og stundum vart hugað líf. Alltaf rís hann þó upp. Eitt sinn lögðum við synir hans af stað úr Reykjavík til að „kveðja“ hann á Akureyrarspítala. Er hann frétti af okkur á Vatnsskarðinu reis hann upp, taldi ekkert að vanbún- aði að fara heim í Miðtún með strák- unum sínum fyrst þeir væru allir komnir norður. Síðustu árin var hann með litlum hléum á öldrunardeild Sjúkrahússins á Húsavík. Þar naut hann frábærrar umönnunar. Ómetan- legt var fyrir okkur að heyra hve hon- um leið vel og þótti vænt um allt starfsfólkið og finna hve starfsfólkinu þótti vænt um hann. Því verður ekki þakkað nógsamlega af okkur. Guð blessi allt þeirra starf. Sömuleiðis var það fyrir okkur sem fjarri bjuggum ómetanlegt hversu vel Sveinbjörn bróðir okkar og hans fjölskylda, sem býr á Húsavík, sinnti pabba. Varla leið sá dagur að hann eða einhver úr fjölskyldunni liti ekki inn. Við hinir, sem lengra áttum að, hringdum gjarnan til að hressa hann við. Fyrir honum var það ígildi vítamínsprautu að heyra í einhverjum okkar og eftir stutt samtal var hann orðinn „óvenju- brattur“. Ef von var á okkur að sunn- an um miðjan dag var hann klár til brottfarar heim í Miðtún, þegar upp úr morgunkaffi. Nú síðast, þótt tími hans væri kominn, hinkraði hann við. Hann vissi af strákum sínum á leið- inni. Þeir náðu að kveðja hann. Hlut mömmu má ekki gleyma. Hún var einfaldlega helmingur í allri hugs- un og lífsstarfi pabba, það vita þeir sem til þekkja, og hélt óslitið í hönd hans þar til yfir lauk. Á kveðjustund biðjum við Guð að styrkja móður okkar, varðveita okkar föður og blessa minningu hans. Miðtúnsbræður. Á hverju einasta sumri var til- hlökkunin mikil hjá okkur systkinun- um yfir að fara norður og hitta ömmu og afa í Miðtúni. Í minningunni var keyrt yfir holt og hæðir í einum spreng og aldrei stoppað. Loks var komið á Kópasker og þá var nú ekki mikið eftir. Pabbi stoppaði samt alltaf bílinn á staðnum okkar eins og hann kallaði hann og þaðan var gott útsýni yfir Miðtún. Sveitina hjá afa og ömmu. Við vissum vel að þegar í Mið- tún kæmi þá væru afi og amma þar og að sjálfsögðu með hlaðborð eins og vant var. En við vorum ekki á höttunum eftir mat heldur því að biðja afa að fara út í haga að ná í hestana. Yfirleitt var afi nú búinn að ná í þá þegar við komum, þannig að við gátum farið beint á hestbak sem var alveg meiriháttar gaman. Að vera í Miðtúni yfir sumarið er eftirminnilegt. Oft meira og minna öll fjölskyldan samankomin og allir í heyskap. Afi var alltaf í góðu skapi og vildi hafa nóg af sínum barnabörnum í kringum sig. Það var alveg sama þótt við þvældumst fyrir, alltaf var hann tilbúinn til að hlæja og gera hvað sem var fyrir okkur. Mér er það eftirminnilegt sem smástelpu að fá að fara í hænsnahúsið og tína eggin. Ég hafði svo gaman af því að elta hænurnar en afi var nú ekki beint hrifinn af því og sagði að þær myndu hætta að verpa. Fjárhúsin voru líka spennandi, mikið af heyi og bjálkum og afi var búinn að gera rólu handa okkur. Þá má ekki gleyma kindunum. Þegar þeim var gefið hey réðust þær hver á aðra og man ég eftir að ein var svo gráðug að hún hljóp á eftir mér. Það var í eina skipti sem ég var hrædd. Afi kom strax og greip í hornin á henni og lét hana aftur á sinn stað. Ég var al- veg í sjokki yfir þessu en afi sagði við mig að hún væri snarvitlaus kindin. Skemmtilegast var í fjárhúsunum, þegar ég fékk að gefa kindunum fóð- urbætinn. Það mátti víst bara gefa þeim einhvern skammt en ég gaf þeim eins og þær langaði í. Ekki var nú afi hrifinn af því og sagði að þær yrðu snarvitlausar ef þær fengju of mikið af mjölinu. Á kvöldin, þegar ró var komin yfir alla, var yfirleitt sest niður inni í sparistofu og spilað bridds og mikið hlegið. Hann afi minn var góður maður og ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góðan og brosmildan afa með hlýtt hjarta. Svo kom að því að afi veiktist og flutti hálfpartinn inn á Húsavík. Hann reyndi að fara í Miðtún þegar hann gat. Ég er ánægð yfir að við Valdi gátum komið til afa í sumar með Svein Andra, sem því miður gat ekki kynnst honum nógu vel. Það gladdi hann mikið þegar lítill rauðhaus kom labbandi inn í stofuna, plantaði sér upp í rúm og fór að spjalla um daginn og veginn. Elsku afi minn, ég veit að þú ert kominn á góðan stað þar sem þér líð- ur betur og það besta er að nafni þinn er nú við hliðina á þér. Þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman elsku afi og megi Guð geyma þig. Ég mun ávallt minnast þín. Þín Steinunn Lund. ÁRNI PÉTUR LUND  Fleiri minningargreinar um Árna Pétur Lund bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.