Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 33 NÚ ERU áhrif síð- ustu samninga nokk- urn veginn komin í ljós og spyr maður sig fyr- ir hvern kennarafor- ystan var að semja. Nú verða allir kennarar að skrifa undir viðbótar- vinnuskýrslu þar sem vinnutíminn er njörv- aður niður á meðan aðrar stéttir í þjóð- félaginu eru að semja um sveigjanlegri vinnutíma. Í gamla samningnum var til nokkuð sem hét óbundin viðvera og var allur sá vinnutími, sem ekki var kennsla, undirbúningur undir kennslu, en um þrjár klukkustundir á viku var heimilt að binda til kenn- ara- og árgangafunda eða viðtals- tíma. Önnur störf Nú er liðurinn óbundin viðvera ekki lengur til, en heitir „önnur störf undir verkstjórn skólastjóra“. Það eru 9,14 stundir á viku hjá kennara í fullu starfi. Kennaraforystan segir okkur núna að það sé okkar réttur að njörva þessa tíma niður því þá fáum við eftir- vinnu greidda ef störf eru unnin utan ramm- ans. Sveitarfélög vilja nú fá undirritaðar við- bótarvinnuskýrslur, sem tilgreina annan vinnuramma en við skrifuðum undir í haust. Það kom ítrekað fram í kynningu kennarafor- ystunnar á samningn- um að ekki væri verið að auka bind- ingu á viðveru kennara. Af heimasíðu KÍ „Markmiðið með þessum þætti kjarasamningsins var og er að færa öll önnur störf kennara en undirbún- ing undir verkstjórn skólastjóra en ekki að fastbinda þau á tilteknum tíma á vinnuskýrslu.“ (Hluti af svari nr.105 úr sam- starfsnefnd, tekið af heimasíðu KÍ.) „Kjarasamningurinn gerir ráð fyrir því að skólastjóri hafi verk- stjórn yfir störfum kennara án þess að meginmarkmið sé að BINDA alla vinnu kennara. Ekki er lengur talað um „bundna eða óbundna viðveru“ heldur um störf kennara undir verk- stjórn skólastjóra. Hjá sumum kenn- urum gæti þetta þýtt óbreytta við- veru í skóla.“ (Úr fréttabréfi Félags grunn- skólakennara frá 8. jan. 2001, tekið af heimasíðu KÍ.) Réttur á bindingu En nú ítrekar forystan að við eig- um rétt á þessari bindingu. Hvað er að? Hvar hefur forystan heyrt frá okkur að við viljum aukna bindingu? Það er eins og samningarnir hafi verið gerðir sérstaklega fyrir sveit- arfélögin, skóladögum fjölgað um tíu. Fékk forystan þessi skilaboð frá okkur kennurum? Nei. Hvað með 80% kennara sem á síðasta kennara- þingi sendu þau skilaboð að alls ekki mætti fórna aldursafslættinum sem eru áunnin réttindi, hvar er hann? Forystan segir afsláttinn ennþá inni en við segjum nei því nú er vonlaust fyrir þá sem eru 55 og 60 ára að fá yf- irvinnu nema kenna nokkra tíma kauplaust. Stytting undirbúnings undir kennslu fór úr 40 mín. í 20 mín. á hverja kennslustund og sér- kennsluafsláttur var afnuminn svo fleiri dæmi séu nefnd. Forystunni treyst Þegar gengið var til atkvæða treysti hinn almenni félagsmaður þeim upplýsingum sem forystan veitti og ætlaði að þær væru réttar og er því ekki viðunandi að mánuð- um eftir samþykkt kjarasamnings merki ákvæði í honum eitthvað allt annað en fólki var sagt er það var að gera upp hug sinn. Nú ætlar þessi forysta að bjóða fram krafta sína aft- ur. Hvílíkur kjarkur. Það sitja marg- ir kennarar og spyrja: Hvar er kaup- hækkunin? Meiri vinna, lengri viðvera og binding, kennsluafsláttur vegna aldurs er horfinn og það þýðir ekki að segja okkur að svo sé ekki því þá geta þeir einstaklingar sem verða að ná endum saman og eru einu fyrirvinnurnar á heimilinu sagt ykkur sannleikann. Fyrir þetta kem- ur kauphækkun sem er að hverfa í hítina. Nú sitja kennarar eftir með skipulagsbreytingu, sem þeir eru búnir að samþykkja, án þess að hafa gert sér grein fyrir því. Þetta kallast að koma aftan að fólki, og er ekki sæmandi fyrir forystuna. Hver á að gæta hagsmuna kennara? Kennarar látið nú heyra í ykkur og ekki bara í horninu á kennarastofunni. Ásdís Ólafsdóttir Kjör Það sitja margir kenn- arar, segir Ásdís Ólafs- dóttir, og spyrja: Hvar er kauphækkunin? Höfundur er íþróttakennari við Snælandsskóla í Kópavogi. Síðustu kjarasamningar grunnskólakennara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.