Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 29 Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. Bach-veisla á Sunnudags-matinée í tónlistarhúsinu Ými 10. mars kl. 16:00 Auður Hafsteinsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Pálína Árnadóttir, Sif Tulinius, Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigurbjörn Bernharðsson flytja sex einleikssónötur og -partítur J.S. Bachs fyrir einleiksfiðlu. Miðasala er í s. 595 7999 og 800 6434 virka daga á milli kl. 9 og 17 og á slóðinni www.midasala.is, en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara 551 5677. EINS dauði er annars brauð var það fyrsta sem hvarflaði að undirrit- uðum þegar gengið var inn í ónotað kjúklingasláturhús Reykjagarðs í Borgarnesi. Þar hefur leikfélagið hreiðrað um sig í gríðarstórri skemmu sem fellur eins og hanski að hendi að viðfangsefninu, braggaleik- ritinu Djöflaeyjunni. Þarna er hið ákjósanlegasta leikhús sem gera mætti enn betra ef áhugi væri fyrir því, en líklega þykir slík starfsemi ekki jafn atvinnuskapandi og eitt- hvað annað. Borgnesingar hafa engu að síður fyllt skemmuna fjórum sinn- um frá frumsýningu um síðustu helgi og hafa þá fleiri gengið þarna um gátt en marga mánuði á undan. Sýningin er hin ágætasta skemmt- un og leikendur komast vel frá öllu sínu. Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhann Pálsson áttu hug og hjörtu áhorfenda, Ragnheiður sem hin hjartagóða en tannhvassa Lína og Jóhann sem hinn dagfarsprúði Tommi sem hélt uppi tveimur fjöl- skyldum eða þremur með búðinni sinni í Thúlekampinum. Unga fólkið á sína fulltrúa í sýn- ingunni, þau Ingvar Breiðfjörð, Svein Þórólfsson, Margréti Jóns- dóttur, Þröst Reynisson, Guðbrand Magnússon og Ólöfu Maríu Brynj- arsdóttur í hlutverkum Badda, Danna, Dollýjar, Grjóna, Grettis og Hveragerðar. Öll stóðu þau sig með prýði og sköpuðu skýrar manngerð- ir. Áslaug Júlíusdóttir og Jónas Þor- kelsson voru kostuleg í hlutverkum nirflanna Þórgnýs og Fíu. Heiðdís Björk Gunnarsdóttir sýndi umkomu- leysi Þórgunnar með sannfærandi hætti. Ragnar Gunnarsson og Axel Vatnsdal brugðu sér í ýmis gervi og voru sögumenn inn á milli. Heildarsvipur sýningarinnar er góður og leikstjórinn hefur greini- lega náð góðum tökum á hópnum og virkjað hann til dáða. Umgjörð sýn- ingarinnar er viðeigandi hrá og veitir innsýn í veröld sem var og kemur vonandi ekki aftur. Enda með öllu ástæðulaust að gæða eymd bragga- byggðanna í Reykjavík einhverjum fortíðarljóma. LEIKLIST Leikdeild UMF Skallagríms eftir Einar Kárason. Handrit: Kjartan Ragnarsson. Leikstjórn: Valgeir Skag- fjörð. Fimmtudagur 7. mars. ÞAR SEM DJÖFLAEYJAN RÍS Braggablús Hávar Sigurjónsson Í GALLERÍI Reykjavík, Skóla- vörðustíg 16, stendur nú yfir sýning Guðfinnu A. Hjálmarsdóttur, Ylur & afl. Sýningin er að hluta til skúlptúr er var lokaverkefni Guðfinnu til B.A. prófs í Listaháskóla Íslands 2001. Veggverk er hún sýnir hafa síðan þróast út frá sömu hugmynd og er myndefnið sótt til Nesjavalla.Verkin eru raflýst og sýnd í myrkvuðu rými í sýningarsal gallerísins. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18, laug- ardaga kl. 11-16 og lýkur 20. mars. Verk Guðfinnu A. Hjálmarsdóttur. Ylur og afl í Galleríi Reykjavík LEIKRIT Kjartans Ragnarssonar njóta ómældra vinsælda og eru leikin minnst árlega einhvers staðar á land- inu. Oftar en ekki eru tvö eða fleiri samtímis á fjölunum. Svo er einmitt nú þegar Laugvetningar sýna Land míns föður og í Borgarnesi er nýbúið að frumsýna Djöflaeyjuna, leikgerð Kjartans á sögum Einars Kárasonar. Þegar um er að ræða stóran og áhugasaman hóp ungra leikenda er verk á borð við Land míns föður auð- vitað rakið verkefni; þar fá allir eitt- hvað við sitt hæfi, hlutverkin eru fjöl- mörg og allir þurfa að leika, syngja og dansa og þótt leikstjórinn færist heil- mikið í fang er jafnvíst að áhorfendur verða þakklátir fyrir framtakið. Ekki má gleyma því að verkið færir með sér þekkingu á nýliðinni sögu okkar, hernámi og undanfara lýðveldisstofn- unar. Sú kynslóð leikenda sem hér heldur á spöðum þekkir þessa sögu ekki nema af afspurn og hefur sjálf- sagt aldrei leitt hugann að þeim að- stæðum sem hér var búið við á 5. og 6. áratug aldarinnar. Sýning Ingunnar Jensdóttur er nokkuð hrá en þó verður að taka tillit til þess að hópurinn kemur frá Laug- arvatni og flutti sýninguna í Félags- heimili Kópavogs og hefur líklega gef- ist lítill tími til að laga sýninguna að aðstæðum. Hóp- og dansatriði báru þetta með sér en fyrst og fremst háði plássleysi leikendum þar sem lítið svigrúm var til hreyfinga þegar allur leikhópurinn var kominn á sviðið. Fjörlegt litaval í búningum lífgaði þó verulega upp á einlita umgjörðina. Mestu skiptir þó að sagan komst ágætlega til skila og leikendur skiluðu flestir hverjir sínu með sóma. Ástríð- ur Jónsdóttir og Sveinn Óskar Ás- björnsson stóðu sig prýðilega í hlut- verkum Báru og Sæla, unga parsins sem verður leiksoppar styrjaldarár- anna og um leið tákngervingar hinnar nýfrjálsu þjóðar. Ingólfur Birgir Sigurgeirsson var hugljúfur sem breski sjentilmaðurinn og offíserinn Tony og Haraldur Grét- arsson og Ólöf Guðbjörg Eggerts- dóttir náðu að miðla eldri kynslóð persónanna á sannfærandi hátt. Helsti vankantur sýningarinnar var meðferð leikenda á texta, á köfl- um var hann óskýr og söngtextar drukknuðu óþarflega oft í kröftugum leik hljómsveitarinnar. Hljómsveitarstjórn og hljóðfæra- leikur var hins vegar með ágætum og greinilega vanir menn þar á ferð. LEIKLIST Nemendafélag Menntaskólans á Laugarvatni eftir Kjartan Ragnarsson. Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Söng- og tónlistarstjórn: Hilmar Örn Agn- arsson. Leikstjóri og umgjörð: Ingunn Jensdóttir. Miðvikudagur 6. mars. LAND MÍNS FÖÐUR Stríð og friður Hávar Sigurjónsson JÓHANNES Atli Hinriksson opnar ljósmyndasýningu í galleri@hlemm- ur.is í dag, laugardag, kl. 16. Jó- hannes Atli útskrifaðist úr skúlptúr- deild Listaháskóla Íslands 1997 og er viðfangsefni hans á þessari sýn- ingu dulúðugar ljósmyndir af ána- möðkum. „Í harðri samkeppni um athygli til dæmis á fjölmiðlamarkaði hafa glansmyndir af yngismeyjum verið næsta traust söluvara. Til þessa hafa fáar myndir af rennilegum ána- möðkum prýtt forsíður dagblaða og tímarita en hver veit nema á næst- unni sé breytinga að vænta hvað það varðar,“ skrifar Hólmfríður Sigurð- ardóttir, líffræðingur og ánamaðka- aðdáandi, m.a. í sýningarskrá. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18 og stendur til 30. mars nk. Einn ánamaðkanna sem Jóhann- es Atli fangaði á ljósmynd. Dulúðugir ána- maðkar á Hlemmi Sýningu lýkur Listasalurinn Man, Skólavörðustíg Glerlistasýningunni Birtu lýkur á sunnudag. Þrjár lista- konur eiga verk á sýningunni: Ingibjörg Hjartardóttir, Krist- ín J. Guðmundsdóttir og Rebekka Gunnarsdóttir. HJÁ Máli og menning eru komnar út tvær bækur í kiljuformi. Kynþátta- fordómar, hvað er það pabbi? er eft- ir Tahar Ben Jell- oun í þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Í kynningu segir m.a.: „„Börn skilja öðrum betur,“ segir höfundur þess- arar bókar, „að fólk er ekki haldið kynþáttafordómum þegar það fæð- ist, heldur fyllist það þeim. Stundum. Í þessari bók reyni ég að svara spurn- ingum dóttur minnar, hún er ætluð börnum sem ekki hafa ennþá fyllst fordómum og langar til þess að öðl- ast skilning.““ Bókin kom út í Frakk- landi árið 1998 og varð metsölubók á örskömmum tíma. Tahar Ben Jell- oun er frá Marokkó en búsettur í Frakklandi. Nú hefur bókin komið út í tuttugu og fimm þjóðlöndum. Bókin er 86 bls., prentuð í Dan- mörku. Draumar á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson er endurútgefin. „Hér segir frá þeim minnisstæðu og litríku persónum sem kynntar voru til sögunnar í skáldsögunni Fótspor á himnum. Skáldið styðst við sögu- legar heimildir en fléttar saman þjóðtrú, ljóðrænar stemningar og hugarflug,“ segir í kynningu. Bókin er 225 bls., prentuð í Danmörku. Kiljur Steinþór Marínó sýnir í Listhúsinu NÚ stendur yfir málverkasýn- ing Steinþórs Marínós Gunn- arssonar í Listhúsinu í Laugar- dal. Hann hefur haldið fjölmarg- ar einkasýningar, og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykja- vík. Myndverk eftir Steinþór Marínó eru í eigu opinberra stofnana, safna og einstaklinga hér á landi og erlendis. Sýningin stendur til 31. mars og er opin alla daga, nema sunnudaga, kl. 9–18.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.