Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun- blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. GÓÐIR Árborgarbúar. Á laugardaginn gefst ykkur, kjós- endur góðir, tækifæri til að velja þá aðila sem þið treystið best til að verða bæj- arfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins næstu 4 ár. Úr góðum hópi fólks er að velja og valið því vandasamt. Einn af þeim, sem gefa kost á sér í efstu sæti listans, er góð- vinur minn Samúel Smári Hregg- viðsson, tæknifræðingur. Samúel hefur starfað sem bæj- arfulltrúi s.l. 4 ár í bæjarstjórn Ár- borgar og fer nú fram á endurnýjað umboð sjálfstæðismanna í Árborg til setu á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins og er það vel því þar er á ferðinni afar vandaður og góður drengur sem unnið hefur sín verk af trúmennsku og kostgæfni. Ég hvet alla stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins til að taka þátt í próf- kjörinu og tryggja Samúel Smára Hreggviðssyni áfram sæti í bæj- arstjórn Árborgar. Styðjum Samúel Smára Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður á Selfossi, skrifar: Ólafur Björnsson Meginforsendur þess að ég gef kost á mér í prófkjöri sjálfstæðis- manna eru þær að efla atvinnulífið, engir bið- listar verði í leikskóla og að grunnskólarnir okkar einkennist af virkri samvinnu nem- enda, kennara og for- eldra. Til þess að sveitarfé- lagið okkar, Árborg, megi vaxa og dafna þarf atvinnulífið að vera tilbúið til að taka við því fólki sem hingað vill koma. Við erum í stöð- ugri samkeppni um fólk því sogkraft- urinn á höfuðborgarsvæðið er mikill. Við eigum alla möguleika á að beina þeim straumi í Árborg. Verslun, þjónusta og iðnaður eru þær greinar sem hér eru mest áber- andi. Hér eru verslanir og þjónustu- fyrirtæki sem geta þjónað þúsundum neytenda. Við eigum bestu iðnaðar- menn landsins í öllum greinum. Þeir hafa annast þá uppbyggingu sem nauðsynleg hefur verið á þessu svæði og sótt inn á önnur svæði atvinnu- markaðarins með góðum árangri. Öflugir verktakar virka fyrir okkur eins og gott skip, auður er sóttur út- fyrir byggðarlagið og honum er varið hér á þessu svæði. Þetta eru tugir, jafnvel hundr- uð milljóna á ársgrund- velli. Þrátt fyrir okkar sterku stöðu í mörgum greinum þurfum við meiri fjölbreytni í at- vinnulífið og eigum að blása glæðum í fleiri greinar sem skapa störf. Stjórnendum bæjar- félagsins ber að laða að fólk og fyrirtæki og búa þeim sem hagfelldust skilyrði í bæjarfélaginu. Aðstaða til uppeldis og menntunar barna og ungmenna hljóta þar að skipa mik- ilvægastan sess. Leikskólar og skólar eru þeir þættir sem ungt fólk skoðar áður en það tekur ákvörðun um hvar það vill setjast að. Það er gífurlega mikilvægt að þessi mál séu í góðu lagi. Skipulag til framtíðar Það er nauðsynlegt að bæjaryfir- völd setji sér framtíðarmarkmið í sókn Árborgar. Með því á ég við að laða að fólk og fyrirtæki. Það þarf að marka skýra stefnu í hvaða átt byggð þróast. Fyrirtæki af hvaða stærðar- gráðu sem er eiga að geta fengið þær lóðir sem þeim hentar. Aðalskipulag er því brýnt verkefni. Árborg sem ferðamannastaður á mikla möguleika. Mikilvægasta skref- ið í þá átt tel ég vera að bæta aðkom- una að sundhöllinni. Ný móttaka fyrir sundlaugargesti með búningsaðstöðu þarf að rísa. Vel heppnuð bygging þannig að eftir yrði tekið stóreykur ferðamannastrauminn til bæjarins. Allt það fólk sem kemur hingað skilur eftir sig auð, það kaupir í matinn, borðar á veitingahúsi og kaupir ýmsa þjónustu. Allt til hagsældar fyrir fyr- irtækin á staðnum og fólkið sem þar starfar. Nýtt og glæsilegt hótel er að rísa og það markar tímamót í ferðamálum. Aukinn ferðamannastraumur í Ár- borg er besta tenging sem við getum fengið á milli Stokkseyrar, Eyrar- bakka og Selfoss. Framundan er tími framkvæmda í íþróttamálum. Árborg er staður framtíðarinnar. Ég býð mig fram í 4.–5. sæti. Eflum atvinnulífið Magnús Gíslason Höfundur er framkvæmdastjóri. Árborg Við þurfum, segir Magnús Gíslason, meiri fjölbreytni í atvinnulífið. Sjálfstæðisfélögin í sveitarfélaginu Árborg efna til prófkjörs í dag, laugardag 9. mars. Tólf manns gefa kost á sér, þrjár konur og níu karl- ar. Þessi liðsheild er blönduð reyndum bæj- arfulltrúum og nýju fólki. Allir þátttakend- urnir hafa mikinn áhuga og metnað fyrir áframhaldandi upp- byggingu á öllum svið- um í sveitarfélaginu. Íbúar hins nýja samein- aða sveitarfélags Ár- borgar vilja sjá að áfram verði haldið við að byggja upp og bæta skilyrði til búsetu í sveitarfé- laginu. Það er nefnilega þannig að það má alltaf gera gott samfélag betra. Að sjálfsögðu eigum við að bera okkur saman við það besta og sækja fram með bjartsýni á að okkur takist það. Hlutverk bæjarfulltrúa er að vinna með opnum hug að settum markmið- um sem miða m.a. að því að íbúum líði sem best og að framtíðin verði sem tryggust. Það er ekki hægt að segja að í okkar sveitarfélagi hafi ríkt stöðnun, öðru nær, mikið uppbygg- ingar- og framfaraskeið hefur ein- kennt þróunina á undanförnum árum. Íbúafjölgun hefur verið talsvert yfir landsmeðaltali sem segir allt sem segja þarf. Það staðfestir það hvað gott er að búa í sveitarfélaginu, hvort það er á Stokkseyri, Eyrarbakka, Sel- fossi eða í dreifbýlinu. Samsetning sveitarfélagsins er heillandi, byggð við sjávarsíðuna, sveitarsælan og þjónustukjarninn. Ég held að það megi fullyrða að margt hafi verið gert sem gerir það að verkum að Árborg er ákjósanlegur staður til búsetu. Á því kjörtímabili sem er að ljúka hefur margt áunnist og annað þarf að hafa lengri tíma. Í þau fjögur ár frá sam- einingu er ekkert óeðlilegt að ætla að eitthvað standi útaf sem vinna verður betur að. Framundan eru ótal spenn- andi verkefni sem unnið verður að á næstu árum. Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum og leggja fram skýra stefnu fyrir komandi kosningar í vor, þannig að kjósend- ur geti alveg séð hvað gera á í málunum á næstu árum. Eitt mik- ilvægasta atriðið í áframhaldandi upp- byggingu og nýtingu nýrra tækifæra er að auka tekjur sveitarfé- lagsins, ekki með aukn- um álögum á íbúa, held- ur með sókn í ný atvinnufyrirtæki. Möguleikar til sóknar í þeim efnum eru framkvæmanlegir vegna nálægð- arinnar við höfuðborgarsvæðið. Nú þegar hafa fyrirtæki komið inn í sveit- arfélagið af höfuðborgarsvæðinu og önnur eru með málið í athugun. Það er almennt viðhorf að okkar bæjar- félag sé orðið mjög fullkomið þjón- ustubyggðarlag sem gaman er að heimsækja og eiga viðskipti í. Ágætu sveitungar, ég hvet ykkur til að taka þátt í prófkjörinu og hafa áhrif á val frambjóðenda á lista Sjálf- stæðisflokksins. Ég hef átt sæti í bæj- arstjórn sl. tólf ár og hef fullan metn- að til að gera það áfram ef ég fæ til þess kosningu. Ég treysti mér vel til að miðla af minni reynslu til framfara fyrir byggðarlagið. Ég bið um stuðn- ing í 2. sæti á framboðslistanum. Reynslan skiptir máli Björn Ingi Gíslason Árborg Bæjarfélag okkar, segir Björn Ingi Gíslason, er orðið mjög fullkomið þjónustubyggðarlag. Höfundur er bæjarfulltrúi. Ég brást drengilega við, eins og mín var von, þegar ég var beðinn að vera landslýð til fyrirmyndar um málfar. Ég vissi að ástandið var slæmt. Þjóðin meira en 1100 ára og ekki búin að ná fullu valdi á málinu. Ég mundi að Jahve hafði staðið í sömu sporum: jörðin auð og tóm og fremur skuggsýnt yfir vötnunum. Og eins og Jahve varð mér hugsað: Gagn trú’ ég lítið geri / glampi af ljósri meri. Hér dugir ekkert nema stóri kastarinn. Geislinn borar sér út í ystu myrkur og sjá: almyrkv- aður nemandinn ljómar eins og pla- stjólasveinn með peru. Ég hafði reyndar ekki verið beð- inn að kenna neinum neitt og stór- hugurinn sem greip mig er senni- lega gömul meinsemd, sem minnir á þá kenningu að þeir sem byrji seint að drekka drekki verr en aðr- ir. Það kann að virðast einfalt að skrifa svona minnisblað um málfar. Það þarf ekki annað en vekja at- hygli á því sem betur má fara og því sem fer í taugarnar á manni. Og seint tæmist sjórinn. En hverjum á að skrifa? Mundi höfundurinn sjálf- ur nenna að lesa þetta ef aðrir teldu hann þurfa þess? Ætli það. Venju- legt fólk lærir íslensku með því að fæðast á Íslandi. Hún endist því til æviloka. Fyrir handan verða svo allir jarðarbúar jafnir og tala esperantó. Svona þættir eru skemmtiþættir skrifaðir fyrir fólk sem þykist vel sjálfbjarga í málinu en hefur gam- an af að fá það staðfest á prenti. Meira seinna. – – – Hvar er nú nöldrið mitt? sagði kerlingin. Allar skepnur eiga sér sögu en við erum þær einu sem vita af því. Þess vegna hafa okkur verið gefnar tíðir sagna. Það er þeim að þakka að við erum ekki bundin við að hugsa, segja, gera og vera allt á stundinni, við getum líka verið búin að því eða átt það eftir: Ég var ung- ur, er miðaldra og mun verða eldri ef Geróvítalið virkar. Málaustur hefur aldrei verið meiri en nú. Maður treður marvað- ann í orðaflóðinu og fer iðulega í kaf. Fólk er spurt álits á svo mörgu að furða er að skoðanir skuli vera til á því öllu. Ef gumsið væri allt saman prentað hlæðust upp málfjöll sem farga þyrfti með ærnum tilkostn- aði. Skoðanir og upplýsingar eru endurunnar myrkranna á milli. Það sem Tyrkjagudda sagði í gegnum Guð- varð miðil á Bylgjunni er haft eftir henni á Ylgjunni, Sylgjunni og Dylgjunni. Ráðherra segir: „Um mig skal aldrei verða sagt að ég taki ekki fulla ábyrgð á öllu sem ekki fer úrskeiðis.“ Slíkan orðskvið má éta upp óbreyttan og hnýta við „sagði hann“. Í beinni ræðu hefur sögumaður hins vegar ekkert svig- rúm. Oft er líka einkennilegt að heyra menn halda langar ræður fyrir annarra hönd. (Það er eins og inngangsorðin að tilvitnuninni dofni smám saman: „Og hvað hald- ið þið að skepnan hafi sagt?“ o.s.frv.) Óbein ræða er betri að því leyti að menn þurfa ekki að taka á sig syndir annarra. Sá sem end- ursegir ummæli getur staðið álengdar. Hann stillir til dæmis á þátíð framsöguháttar: „Nýi kenn- arinn sagði …“ Síðan efnir hann í aukasetningu og viðtengingarhátt og bætir við en þá bregður allt í einu til nútíðar: „að sjálfur tali hann mest í nútíð og bætti við að hann skilji ekki þessa þátíð; sagði hreinlega að hún sé algjör óþarfi. Ég hugsaði með mér að þetta sé al- veg rétt hjá honum.“ Svona gengur þetta. Ég fer á fyrirlestur, verð upptendraður af efninu og skrifa lesandabréf til að allir megi njóta: „Fyrirlesarinn sagði að hann hafi verið faraó í fyrra lífi og spurði hvort ég hafi nokkuð unnið við píramídana, sagði að hann kannist svo við andlitið. Því næst sagði hann að það sé enginn vandi að verpa eggjum, maður þurfi bara að trúa því að maður sé hæna.“ Mér finnst þetta nánast orðið faraldur, svo ég bregði fyrir mig heiti úr málmeinafræðinni. Í mörg hundruð ár var Hval-Einari legið á hálsi fyrir að hafa borið Svarta dauða til landsins. Nafn mannsins sem flutti inn viðtengingarhátt er týnt, en söm er hans gjörðin hygg ég að ýmsir segðu ef þeir væru spurðir. Sem betur fer er rík- isborgararéttur ekki bundinn færni í viðtengingarhætti eins og lagt hefur verið til. Að lokum þetta, frjálslyndum til umhugsunar: „Hinn grunaði bar fyrir sig mál- farsástæður og sagði að hann gang- ist ekki við glæpum sem framdir séu í þátíð. Hann sagði að þeir séu fyrndir og bætti hróðugur við að það muni hann þó úr lögfræðinni.“ – – – Málið breytist og mennirnir með. Hve margir kannast við orðið fé- toppur? „K 1 hártoppur á nef- broddinum (á fólki talinn benda til auðsældar),“ segir orðabókin. Eftir að stöðutáknum fjölgaði sést varla hátekjumaður með brúsk á nefinu. ÍSLENSKT MÁL Eftir Ásgeir Ásgeirsson Venjulegt fólk lærir íslensku með því að fæðast á Íslandi asgeir@mbl.is KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Meira á mbl.is/Prófkjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.