Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG verður Álftamýri, Sport-klinik, formlega opnuð en um er að ræða sameinaða, sérhæfða meðferðarstöð íþróttameiðsla, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Undanfarin fjögur ár hafa nokkur fyrirtæki boðið upp á ýmsa þjónustu varðandi stoð- kerfissjúkdóma og -meiðsl í Álftamýri 1–5 í Reykjavík. Þessi fyrirtæki hafa nú ásamt öðrum sameinast í Álftamýri, Sport-klinik og segir Sigurð- ur Ásgeir Kristinsson, bækl- unarskurðlæknir og fram- kvæmdastjóri Álftamýri, Sport-klinik, að með þessari meðferðarmiðstöð hafi gamall draumur orðið að veruleika, en um er að ræða fyrstu með- ferðarmiðstöð sinnar tegund- ar hér á landi. Sigurður Ásgeir Kristins- son segir að margir meðferð- araðilar hafi átt sér þennan draum í langan tíma. Sjúkra- þjálfarar hafi viljað hafa bein- an aðgang að lækni eða lækn- um, læknar hafi viljað vinna markvissara með öðrum á þessu sviði og svo framvegis. Hægt og sígandi hafi þessir sérfræðingar komið inn í hús- ið og ákveðið hafi verið að stíga skrefið til fulls. Víðtæk þjónusta Læknastöðin Álftamýri, Röntgendeildin Álftamýri, Sjúkraþjálfun Íslands, Heilsuráðgjöf, Stoðtækni Gísla Ferdinandssonar, Össur hf. og Borgarapótek standa að Álftamýri Sport-klinik, sem er samtals í um 1.700 fer- metra húsnæði. Aðalmóttak- an er í apótekinu og þar er viðkomandi vísað á réttan stað, en einnig er móttaka á Læknastöðinni sjálfri. 20 sérfræðingar í bæklun- arskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum, svæf- ingum og verkjameðferð starfa á Læknastöðinni. Þar eru tvær skurðstofur og sér- hæfð verkjastofa og segir Sig- urður Ásgeir Kristinsson að þar séu gerðar rúmlega 3.000 aðgerðir á ári, fyrst og fremst speglunaraðgerðir á liðum, liðbanda- og mjúkbandaað- gerðir, handaraðgerðir og sérhæfðar verkjaaðgerðir. Hann bendir á í þessu sam- bandi að á slysadeild Land- spítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi séu meðhöndluð tæplega 3.000 íþróttatengd slys á ári, en margir, sem meiðist í íþróttum, fari aldrei á slysadeild. Á röntgendeildinni er boðið upp á almennar röntgenrann- sóknir, ómskoðanir, segul- ómskannanir, skyggnirann- sóknir og æðarannsóknir. Auk þess hefur deildin sér- hæft sig í greiningu vanda- mála frá stoðkerfi og þjónustu tengdri starfsemi þeirri sem fer fram í Læknastöðinni. Hjá Sjúkraþjálfun Íslands starfa 15 sjúkraþjálfarar og einn nálastungusérfræðingur, en fyrirtækið er líka með starfsemi í líkamsræktarstöð- inni World Class. Flestir sjúkraþjálfaranna starfa með íþróttaliðum eða landsliðum og segir Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari og einn eig- enda, að þeir búi yfir mikilli reynslu. Boðið er upp á ýmsa þjónustu eins og til dæmis lið- leikamælingar, létt þrekpróf, hnykkingar og nálastungur auk almennrar sjúkraþjálfun- ar. Hjá Heilsuráðgjöf eru 15 starfsmenn, þjálfarar, heilsu- ráðgjafar og næringarráð- gjafi og er einstaklingum, hópum og fyrirtækjum veitt ráðgjöf. Markmið fyrirtækis- ins er að stuðla að því að fólk tileinki sér heilbrigðan lífsstíl og njóti þess. Stoðtækni Gísla Ferdin- andssonar sérhæfir sig í sér- smíði og sölu á skóm og inn- leggjum og er hægt að panta tíma í göngugreiningu í þjón- ustumiðstöðinni. Einnig býð- ur fyrirtækið aðstoð varðandi ýmiss konar fótamein og ráð- gjöf við val á íþróttaskóm. Ennfremur selur fyrirtækið ýmis konar stoðtæki eins og t.d. hitahlífar, bakbelti, léttar spelkur og aðra sérvöru fyrir íþróttafólk. Össur býður upp á þjónustu við einstaklinga og íþrótta- hópa og er hægt að panta tíma í miðstöðinni. Fyrirtækið sel- ur og framleiðir t.d. spelkur, gervilimi, hálskraga, bakbelti, líkamsstöðubelti, meðgöngu- belti og gigtarhlífar. Borgarapótek er með helstu stoðvörur frá Stoð- tækni og Össuri í sölu og að- stoðar sérþjálfað starfsfólk fólk við val á þeim vörum. Lyf sem tengjast starfsemi mið- stöðvarinnar eru til sölu og að auki er öll almenn þjónusta í apótekinu. Allt á staðnum Sigurður Ásgeir Kristins- son segir að það sem vinnist með þessari þjónustu sé sam- vinnan. Viðskiptavinurinn þurfi ekki að fara annað. „Hugmyndin með þessu er að vera með alla þjónustu í boði fyrir alla þannig að meiðist einhver í íþróttum viti hann strax hvert hann eigi að fara, því hér er allt til staðar.“ Hann segir að auk þess sem einstaklingar fái alla þjónustu standi íþróttafélögum og hóp- um ákveðin pakkaþjónusta til boða, en hún felist í sérstök- um aðgangi að læknum, sjúkraþjálfurum og fleiru. „Hér eru margir af þekktustu íþróttalæknum landsins og sérfræðingar sem þekkja vel þarfir íþróttafélaganna, en íþróttamenn vilja gjarnan fá þjónustuna strax.“ Sama verð Sigurður Ásgeir Kristins- son áréttar að kostnaður sjúk- lings sé ekki meiri í þessari þjónustumiðstöð en annars staðar. Sá sem meiðist þurfi alltaf að fara til læknis og hugsanlega í sjúkraþjálfun í kjölfarið. Hann þurfi jafnvel að kaupa einhver stoðtæki, fá lyf og ráðgjöf um framhaldið. „Í stað þess að þeytast út og suður þarf viðkomandi aðeins að fara á einn stað sem sparar honum mikinn tíma og fyrir- höfn auk þess sem verðið fyrir þjónustuna er það sama og annars staðar. Með þessu vilj- um við bjóða upp á markviss- ari og skilvirkari þjónustu vegna íþróttatengdra áverka en áður.“ Álftamýri Sport-klinik sameinuð, sérhæfð meðferðarstöð íþróttameiðsla Þjónusta fyrir alla á sama stað Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Speglun á hné í Læknastöðinni. Stefán Carlsson bæklunarskurðlæknir, Björn Tryggvason svæfingarlæknir, og Kristín Úlfljótsdóttir hjúkrunarfræðingur. Sigurður Ásgeir Kristinsson, framkvæmda- stjóri Álftamýri Sport-klinik. Pétur Einar Jónsson sjúkraþjálfari hnykkir á hálsi sjúklings í Sjúkraþjálfun Íslands. Læknarnir Sveinbjörn Brandsson og Ágúst Kárason og móttökuritararnir Ingunn Bald- vinsdóttir og Valgerður Ásgeirsdóttir taka á móti íþróttamanninum Valbirni Þorlákssyni. 19. JÚNÍ sjóður um kvenna- hlaup ÍSÍ í Garðabæ hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til að efla og styrkja þátttöku kvenna í íþróttum. Ráðgert er að úthluta úr sjóðnum 16. júní nk. Sjóðurinn er stofnaður að tilstuðlan íþrótta- og tóm- stundaráðs Garðabæjar og framkvæmdanefndar um kvennalaup í Garðabæ. Kem- ur fram í fréttatilkynningu frá bænum að markmiðið með sjóðnum sé að veita styrki til verkefna sem miðast að því að styrkja og efla íþróttir kvenna. Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2002. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heima- síðu Garðabæjar, www.- gardabaer.is. Auglýst eft- ir umsókn- um úr 19. júní sjóði Garðabær HELGA Bragadóttir, arki- tekt, hefur verið ráðin skipu- lagsfulltrúi í Reykjavík. Skipulags- fulltrúi starf- ar á nýju Skipulags- og byggingar- sviði Reykja- víkur, stýrir faglegri starf- semi, hefur umsjón með gerð aðal- skipulags og deiliskipulags og ber ásamt sviðsstjóra ábyrgð á framkvæmd ákvarð- ana sem lúta að skipulags- málum. Skipulags- og bygg- ingasvið er til húsa að Borgartúni 3. Helga Bragadóttir er fædd í Reykjavík árið 1954 og lauk námi frá Arkitektaháskólan- um í Ósló árið 1981. Hún starfaði áður á Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, síðast sem deildarstjóri deiliskipulags. Helga Bragadóttir er gift Jó- hanni Sigurjónssyni, for- stjóra Hafrannsóknastofnun- arinnar, og eiga þau þrjú börn. Helga Bragadóttir ráðin skipu- lagsfulltrúi Reykjavík Helga Bragadóttir BERGLIND Árnadóttir varð í fyrsta sæti í Stóru upplestrarkeppninni í Garðaskóla í Garðabæ en lokahátíðin fór fram í vik- unni. Til úrslita kepptu 12 nem- endur úr 7. bekk og var lesið í þremur umferðum. Krist- jana Júlía Þorsteinsdóttir varð í öðru sæti og Hlynur Hafsteinsson í því þriðja. Sparisjóðurinn í Garðabæ styrkti keppnina með pen- ingaverðlaunum fyrir þrjú efstu sætin. Allir keppendur fengu viðurkenningarskjal, bókaverðlaun frá Máli og menningu og rós frá blóma- búðinni Garðablóm. Berglind Árnadóttir í fyrsta sæti í lestrarkeppni Garðabær ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.