Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 35 Ættfaðir hans var vígfimur að- alsmaður niðri á Ítalíu, en fór fullfrjálslega með korðann og varð að flýja land fyrir vikið. Hann fór til Þýzkalands, þar sem hann spilaði og söng. Afkomandi hans hér uppi á Íslandi er enginn hjördrífur, en hann dáir kappa Íslend- ingasagnanna og vopnfimi þeirra og hann syngur. „Ég ætla að tala við þig um ættfræði,“ sagði ég við Garðar Cortes, þegar ég var setztur andspænis honum í skólastjóraskrif- stofu Söngskólans. „Ættfræði!? Ég er ekki mjög spennandi í ættfræðinni,“ segir hann og brennur í skinninu eftir að tala um eitthvað annað; auðvitað sönginn, Söngskólann í Fær- eyjum, kórinn, tónlistarhúsið, óperuna, eitt- hvað á þeim nótunum. Það er eins og ómur af söng, sem berst frá einni kennslustofunni, líði með þessari löngun skólastjórans. En ég set krók á móti bragði og bendi honum á, að það hljóti að vera mikil tónlist í hans ættum, örugglega nóg til þess að tala um þær að þessu sinni. Garðar Emanúel Cortes er af Zoëgaætt- inni. Afi hans, Emanú- el Cortes, kom til Ís- lands frá Svíþjóð rétt fyrir aldamótin að setja upp nýjar vélar í Gutenberg. Hann ílentist; kynntist Björgu Zoëga, og þar með blönduðust Cortesarn- ir og Zoëgarnir. Garðar segist hafa lesið í bók um Zoëga- ættina, að hún er rakin allar götur suður til Ítalíu, þar sem ættfað- irinn, Matthías, var að- alsmaður á Ver- ónasvæðinu; fæddur 1545. Zoëganafnið er dregið af eyju fyrir ut- an Veróna; Giudecca, sem í munni alþýðunn- ar hét Zuecca. Þá var sagt del la Giudecca; frá Giudecca, sem varð del la Zuecca og svo bara Zuecca. Þegar Matthías ættfaðir varð að flýja Ítalíu vegna einvígismála fór hann til Þýzkalands og þar komu punktarnir tveir yfir e-ið og nafnið varð Zoëga. Garðar segir, að Matthías hafi unnið fyrir sér sem söngvari framan af og síðar varð hann siðameistari í Mückelberg, þar sem hann vann fyrir sér með hörpuleik, söng og dansi. Á Ítalíu hafði hann gifzt ítalskri greifynju og áttu þau einhver börn. En í Þýzkalandi gekk hann að eiga Önnu Stampe og hún er talin formóðir ættarinnar. Þau Matthías og Anna áttu fjögur börn. Ættin er svo rakin frá Matthíasi og Önnu til Jóhanns og Jóhannesar, sem voru kantorar, prestar og amtmenn. Jóhannes, sem hingað kom, var fæddur 1747 og var fertugur, þegar hann kom til Íslands í leit að frægð og frama. Hann ílentist hér. Það kemur í ljós, að Garðar Cortes hefur komið til Veróna á slóðir Matthíasar ættföður síns. Fór hann út í eyju? „Nei. Ekki var það nú svo gott. Mig minnti þá, að eyjan væri í Gardavatni, og leitaði þar um allt, en fann ekki. Enda er eyjan úti fyrir Veróna. Ég á því enn eftir að heimsækja þessa vöggu mína!“ Zoëganafnið segir Garðar vera frægt nafn í ættfræðinni. Frægastan þeirra telur hann Georg Zoëga, sem var fornfræðingur og brautryðjandi í vísindum á því sviði. Af honum er uppi stytta við Glyptoteket í Kaupmanna- höfn, sem Carlsberg-sjóðurinn setti upp. „Anna, föðursystir Georgs, átti son, sem hét Georg Nicolaj Nilsen. Hann starfaði ungur maður við sendiráð Dana í Vín og var þar í kosti hjá Constönsu Weber; ekkju Mozarts. Þau giftust svo og fluttu til Kaupmannahafn- ar. Þar hóf Georg að kynna verk Mozarts og gefa þau út og hann skrifaði fyrstu ævisögu tónskáldsins.“ Það leynir sér ekki, að Garðar hefur gaman af þessum tengslum við tónskáldið. Og þarf ekki að spyrja að því, hvert er uppáhalds- tónskáld hans. „Nei, nei,“ svarar hann og hlær enn dátt. „Mozart. Það er hann á meðal jafningja. Ætt- inni sæmir ekki annað en halda nafni hans stöðugt á lofti.“ En hafa söngurinn og tónlistin bara streymt í æðar Garðars gegnum Zoëgana? „Ég veit svo miklu minna um Cortes-ætt- ina,“ segir hann. „Óskar föðurbróðir minn var atvinnuhljóð- færaleikari, en um meiri músík veit ég ekki með vissu. Hún kann þó vel að hafa verið fyrir hendi. Emma föðursystir mín þekkti í mörg ár til ættingja í Svíþjóð og Danmörku. En þá var ég of ungur til þess að hafa nokkurn áhuga á þessum málum.“ Cortesnafnið? „Nafnið kemur ekki frá Svíþjóð og ekki frá Danmörku. Það er ekkert skandinavískt við þetta nafn. Einu sinni, þegar ég hitti Kristján heitinn Eldjárn forseta, sagði hann mér, að það hefði verið þekkt, að menn fóru Jensenar og Ólsenar til Spánar í hernað og komu aftur undir spænskum nöfnum, eins og Ródríkes. Hann stakk upp á því, að Cortesnafnið væri þannig tilkomið. En móðurættin er öll á hreinu hér heima. Hún liggur í Dalina; inn til landsins. Mér er sagt, að ég sé af Víkingslækjarætt, en ég hef ekkert sett mig inn í það. Hins veg- ar hef ég alltaf verið spenntur fyrir Ormsætt, sem ég er líka af. Ormur Sigurðsson, sem var fæddur sautjánhundruðfjörutíuogeitthvað og dó 1826, átti 24 börn með tveimur systrum; sex með Steinunni Jónsdóttur og átján með Þuríði, al- systur hennar, sem var þrettán árum yngri. Mér hefur alltaf fundizt lýsingin á þessum Ormi heillandi, en séra Friðrik Eggerz lýsir honum sem flughögum á tré og járn, prjón- andi sem kvenmaður væri, skrafhreifnum, ekki endilega hreinlyndum, en greiðviknum og hjálpsömum. Hann var karlmenni hið mesta og fornlegri en aðrir menn. Ég hef alltaf dáðst að fornhetjum okkar og þessi karl hefur þess vegna átt greiða leið að mér. Fyrsta barn þeirra Þuríðar var Guðmundur, sem átti Guðrúnu, sem átti Friðjón, en hann var faðir móðurömmu minnar. Hún dó frá mömmu barnungri, þannig að ekkert varð af því að ég kynntist henni.“ Það er að vonum að Garðari Cortes líði vel með það að vera kominn af íslenzkum köppum og ítölskum söngvurum. Þau spor, sem hann hefur markað í íslenzku þjóðlífi, bera þess vott að þar fer handhafi þessara eiginleika. „Sumir halda, vegna eftirnafnsins, að ég sé bara Íslendingur að einhverjum hluta. En ég segi: Ég er ekki bara 100% Íslend- ingur, heldur 120%.“ … spilaði og söng … EMANUEL Reinfried Henrik Cortes og Björg Vilborg Zoëga og börnin Óskar Torfi, Gunnar Jóhannes, Anna Margrét, Emma Magdalena, Thor Emanuel og Axel Hermann. STYTTA Georgs Zoëga Eftir Freystein Jóhannsson GARÐAR Emanúel Cortes WOLFGANG Amadeus Mozart Myndin er fengin úr bókinni Zoëgaætt freysteinn@mbl.is að selja bréfin næstu misserin. Á hinn bóginn má segja að slæma árið sé að baki og áherslur okkar í SH um að hlúa að og endurreisa innviði félagsins og bæta rekst- urinn áður en ráðist er í hraða út- þenslu hafi orðið ofan á. Við mun- um nú koma í auknum mæli að stefnumótun fyrirtækisins og búa okkur undir lengri eignarhalds- tíma á hlutabréfum í félaginu. FPI er mjög sterkt félag eigna- lega séð. Hlutfall eiginfjár er 55% og eigið fé á hvert hlutabréf 12,7 dollarar á meðan markaðsverð er um 8 dollarar. SH keypti bréfin á sínum tíma á genginu 10 en heild- arkaupverð með fjármögnun sam- kvæmt framvirkum samningum er nokkru hærra. Eitt af því sem við munum skoða á næstunni er hvort rétt væri að beita hlut- deildaraðferð á eignarhlutann, að því gefnu að heimild séu fyrir slíku.“ Vöxtur verður með sameiningum eða kaupum á fyrirtækjum Róbert sagði að í sínum huga væri ljóst að Sölumiðstöðin mun taka töluverðum breytingum á næstu árum í takt við breytingar á mörkuðunum. „Æ stærri hluti þeirra afurða sem fara um fyr- irtæki okkar eiga uppruna sinn í öðrum löndum en Íslandi, og á liðnu ári nam hlutfall þeirra tæp- um 54%, en árið áður var hún um 60%. Til að byggja upp sterka stöðu á markaði þarf að bjóða fram þá þjónustu og það framboð vara sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Á þessu sviði eigum við mikla möguleika og þá skiptir hið alþjóðlega sölu og markaðsnet Sölumiðstöðvarinnar lykilmáli. Við getum unnið með fyrirtækjum og þjóðum sem skemmra eru komin á veg en við Íslendingar. Við þekkjum mjög vel þær kröfur sem gerðar eru til upprunans, þ.e. veiðanna og vinnslunnar. Þar get- um við veitt mikinn og verðmæt- an stuðning við framleiðniaukandi aðgerðir við veiðar og vinnslu, enda skarar íslenskur sjávarút- vegur framúr í veröldinni hvað varðar framleiðni. Á næsta stigi tekur sölu- og markaðsnet Sölu- miðstöðvarinnar við afurðunum og kemur þeim til endanlegra kaupenda í því ástandi sem þeim hentar. Ég sé Sölumiðstöðina halda áfram að vaxa. Annars vegar ger- ist það með innri vexti, þar sem við munum í auknum mæli þróar nýjar vörur og taka inn í sölukerfi okkar afurðir frá öðrum löndum. Hins vegar mun það gerast með sameiningum við eða kaupum á öðrum fyrirtækjum. Að baki er einföld en öguð hugmyndafræði sem við vinnum eftir. Hún felst í því að sterkust markaðsvitund skapast þegar ákvarðanatakan er eins nærri viðskiptavininum og kostur er. Við byggjum nú á þróttmiklu starfi undangenginna sextíu ára og er það góð und- irstaða undir þá sókn sem SH hyggur á,“ sagði Róbert Guð- finnsson. Stjórn félagsins var sjálfkjörin á fundinum og er hún að mestu óbreytt nema hvað Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarfor- maður Ísfélags Vestmannaeyja, tekur sæti Björgólfs Jóhannsson- ar. Aðrir stjórnarmenn eru Andri Teitsson, Brynjólfur Bjarnason, Guðbrandur Sigurðsson, Kristján G. Jóhannsson, Ólafur H. Mar- teinsson, Rakel Olsen, Þorsteinn Vilhelmsson og Róbert Guðfinns- son, stjórnarformaður. sem munu m.a. koma í veg fyrir samruna við Clearwater. Fyrir skemmstu kynnti FPI fyrirhug- aðar aðgerðir til að auka fram- leiðni og bæta afkomu í frum- vinnslunni á Nýfundnalandi. Aðgerðirnar hefðu leitt til upp- sagna nokkurs fjölda starfsmanna í 3 bæjarfélögum. Róbert sagði að stjórnvöld fylkisins hafi brugðist mjög harkalega við aðgerðunum sem höfðu vitanlega verið gagn- rýndar mjög af verkalýðshreyf- ingunni og viðkomandi bæjaryf- irvöldum. „Þá var síðasta ár FPI erfitt og sérlega dýrkeypt. Bar- átta tveggja framboðslista með tilheyrandi starfslokasamningum, afskriftir eigna, kostnaður við sameiningarferli og fleira kostaði fyrirtækið um 900 milljónir ís- lenskra króna. Tap af rekstri varð um 60 milljónir íslenskra króna. Aðgerðir stjórnvalda verkuðu ekki vel á hlutabréfamarkaðinn í Toronto og lækkaði gengi félags- ins úr tæpum 10 eins og það var um áramót í um 8 nú. Fyrir SH þýðir þetta að ekki er raunhæft élagið á dum sjáv- eru þau ða króna. % hlutur í fyrirtæk- Interna- ti um 1,4 og fram afa verið m FPI á síðkastið. arð yfir- learwater ð var að kifærum. PI á Ný- tjórnvöld öggjöfinni u af sameiningu stóru fisksölusamtakanna tveggja Morgunblaðið/Kristinn arinnar. „Annars vegar gerist það með innri g taka inn í sölukerfi okkar afurðir frá öðrum við eða kaupum á öðrum fyrirtækjum.“ Morgunblaðið/Kristinn ín í kanadíska sjávarútvegsfyrirtækinu FPI á ögð lækkandi gengi bréfanna í kjölfar aðgerða FPI óhagstæðar. rök fyrir SH og SÍF ur ganna m am-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.