Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 39 Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2002 Umhverfisviðurkenning Reykjavík- urborgar er veitt fyrirtæki eða stofn- un, sem leitast við að haga rekstri sínum eða einstökum rekstrarþáttum í samræmi við grunnregluna um sjálfbæra þróun. Til greina koma fyr- irtæki eða stofnanir í Reykjavík sem á einhvern hátt hafa sýnt slíka við- leitni. Viðurkenningin verður veitt formlega á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna þann 5. júní nk. Viður- kenningin kom í hlut Mjólkursam- sölunnar árið 2001 og var það í fimmta sinn sem hún var veitt. Þeir sem óska eftir að koma til greina í ár eða óska eftir að tilnefna fyrir- tæki eða stofnun til Umhverfisviður- kenningarinnar, eru vinsamlegast beðnir að fylla út sérstök eyðublöð, sem liggja frammi hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, Suður- landsbraut 14, og hjá Upplýsingar- þjónustu Ráðhúss Reykja-víkur. Tilnefningum ber að skila á sama stað eigi síðar en 10. apríl 2002 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar mun óska eftir frekari upplýsingum frá tilnefndum fyrirtækjum eða stofnunum og frá þeim aðilum sem tilnefna. Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, sími 588 3022. Frekari upplýsingar fást hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur Í ÁRSLOK 2000 fól menntamálaráðherra Þjóðminjasafni Íslands að setja á laggirnar starfshóp sem hefði það að markmiði að auka samstarf um skráningu og aðhlynningu menn- ingarminja á lands- byggðinni. Ákveðið var að kalla saman fulltrúa frá menntamála-, land- búnaðar-, og umhverf- isráðuneyti, Bænda- samtökunum, Skógrækt ríkisins og Landssamtökum skóg- areigenda, auk fulltrúa Þjóðminjasafnsins. Með gildistöku nýrra þjóðminjalaga bættist fulltrúi Fornleifaverndar ríksins nýverið í hópinn. Að auki hafa fulltrúar frá Hólaskóla og Bænda- skólanum á Hvanneyri tekið þátt í hópnum. Fleiri sóknarfæri Með auknu þverfaglegu samstarfi eru vonir bundnar við að takast muni að halda til haga ýmsum þjóðminjum og skapa þar með einnig tækifæri til að nýta þær í þágu og samvinnu heimamanna, t.d. í grænni ferða- mennsku. Kunnátta í torf- og grjót- hleðslu er minjavörslunni mikilvæg, sem og kunnátta í trésmíði, báta- smíði, málun og fleiru, en það á einn- ig við um staðhátta- og söguþekk- ingu, sem er afar mikilsverð fyrir minjaskráninguna. Rætt hefur verið um aukna þörf fyrir menntun sem byggist á þekk- ingu og virðingu fyrir gömlu hand- verki, viðgerðum byggingarsögu- legra minja, staðarþekkingu o.fl. og hafa fulltrúar Hólaskóla og Bænda- skólans á Hvanneyri leitt þá um- ræðu. Mikilvægt er einnig að tekið verði tillit til þessara þátta í almennri menntun í framtíðinni. Ef vel tekst til um uppbygginguna verður án efa betur unnt að nýta fornleifar á jörð- um landsins til hagsbóta fyrir ferða- þjónustuna, eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu samgönguráðuneytis um menningartengda ferðaþjónustu. Þjóðminjar, skógrækt og önnur landnýting Skógrækt og minjavarsla geta átt vel saman, því auðvelt er að rækta skóg án þess að af því hljótist rask á fornleifum og stundum stuðlar skóg- ur beinlínis að varðveislu minjanna. Fornleifar gefa skógunum aukið að- dráttarafl og nýtast vel í leiðsögn, bæði sem menningar- og sögulegar minjar, enda hefur það sýnt sig í ná- grannalöndum okkar að ferðaþjón- usta bænda og varðveisla þjóðminja eiga góða samvist. Þannig getur varðveisla fornleifa inni í skógunum þjónað hagsmunum margra. Sums staðar þarf þó vissulega að gæta þess að fara ekki í skógrækt þar sem varð- veita þarf sögulegt og sérstætt lands- lag, en það á einnig við um aðra land- nýtingu á viðkvæmum svæðum. Nú þegar hefur verið komið á formlegu samstarfi milli skógrækt- arráðunauta hvers landshluta og minjavörslunnar á viðkomandi svæði og er litið til þess sem góðrar fyr- irmyndar. Einnig hafa Þjóðminja- safn Íslands og Fornleifavernd rík- isins tekið þátt í námskeiðshaldi um þessi mál fyrir skógarbændur. Húsasafnið Á fyrri hluta 20. aldar tók Þjóð- minjasafnið að sér varðveislu húss í fyrsta sinn með friðlýsingu bænhúss- ins á Núpsstað og í húsasafni Þjóð- minjasafnsins eru nú varðveittir okk- ar merkustu torfbæir, s.s. Keldur, Glaumbær, Laufás, Grenjaðarstaður og Bustarfell. Húsasafnið varðveitir þannig flesta torfbæi og torfkirkjur landsins, sem enn eru uppistandandi- ,auk ýmissa annarra húsa sem talin eru hafa mikið menningarsögulegt gildi og væru glötuð ef safnið hefði ekki tekið þau upp á arma sína. Minjavarslan gegnir því hlutverki í íslensku samfélagi að varðveita, skrá, rannsaka, sýna og kynna íslenskar menningarminjar. Til slíkra minja heyra nánast öll mannanna verk frá fyrri tímum, jafnt hlutir, mannvirki og minjar sem tengdust mannlífinu, svo sem trúarbrögðum, sjósókn, landbúnaði og fleiru. Minjavarslan og fornleifaskráningin þurfa því að geta átt sem allra best samstarf við mjög marga á þessu sviði. Í starfshópnum hefur verið rætt um mikilvægi þess að fara í mark- vissa þróunarvinnu við gerð nytja- gripa sem byggðir væru á nýtingu ís- lenskra minja, sögu og efniviðar. Í samvinnu ýmissa aðila, s.s. mennta- stofnana, iðnaðarmanna, listamanna, bænda, handverksmanna og minja- vörslunnar væri gaman að sjá slíka þróunarvinnu fara í gang, en vísir að því eru t.d. námskeið sem Garðyrkju- skólinn og Skógrækt ríkisins hafa staðið að undir heitinu „Lesið í skóg- inn og tálgað í tré“. Verkefni okkar allra Þjóðminjar okkar bera vitni um líf og starf þjóðarinnar fyrr á öldum. Milliliðalaust og án undanbragða sýna þær okkur kjör forfeðranna, sem oft voru mjög kröpp og ólík því sem nútímafólk á að venjast. Frá upphafi landnáms og fram á fyrstu áratugi 20. aldar var íslensk híbýla- menning einstök og í veigamiklum atriðum frábrugðin því sem algeng- ast var í nágrannalöndum okkar. Saga torfhúsanna er líka sambúðar- saga lands og þjóðar við erfiðar að- stæður og þar með saga íslensks landbúnaðar. Til vitnis um þessa sögu eigum við fornleifar, misvel varðveittar, á nánast hverri jörð í landinu. Verndun þessara minja og nýting þeirra krefst samstarfs, sem byggist á virðingu og áhuga fyrir því fólki sem hér lifði og dó. Þjóðminja- varslan treystir því að landsmenn vilji leggja sitt af mörkum til varð- veislu og skráningar sögulegra minja og um leið nýta þekkingu sína til að koma henni á framfæri við ferða- menn og komandi kynslóðir. Það er von okkar, að með aukinni umræðu og þverfaglegri vinnu verði unnt að vekja athygli á mikilvægi þess að taka höndum saman og nýta þau sóknarfæri sem möguleg eru í samstarfi minjavörslunnar og lands- manna. Sú umræða er rétt að byrja og verður áhugavert að taka þátt í henni áfram. K. Hulda Guðmundsdóttir Menningarminjar Þjóðminjavarslan treystir því að lands- menn vilji leggja sitt af mörkum, segja Margrét Hallgrímsdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir, til varðveislu og skrán- ingar sögulegra minja. Margrét er þjóðminjavörður og K. Hulda er í Landssamtökum skógareigenda. Margrét Hallgrímsdóttir Menningarminjar á landsbyggðinni Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.