Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 41 ✝ Böðvar Guð-mundsson fæddist á Sólheimum í Hruna- mannahreppi í Árnes- sýslu 24. júní 1911. Hann lést á Ljósheim- um á Selfossi 26. febr- úar síðastliðinn. Hann stundaði búskap á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi allan sinn starfsaldur. For- eldrar Böðvars voru Guðmundur Brynj- ólfsson, f. 10.1. 1865, d. 8.5. 1952, bóndi á Sólheimum, og Guð- rún Gestsdóttir, f. 13.10. 1873, d. 5.12. 1918, húsfreyja. Böðvar átti ellefu systkini. Þau voru: Kristín, f. 12.5. 1894, látin; Guðrún, f. 23.9. 1895, látin; Brynjólfur, f. 10.2. 1897, látinn; Lára, f. 15.9. 1898, lát- in; Guðrún Helga, f. 23.3. 1900, lát- in; Kristrún, f. 13.5. 1901, látin; Gestur, f. 25.11. 1902, látinn; Stein- dóra Camilla, f. 7.5. 1905, látin, Sigríður, f. 3.9. 1906, látin; Guðríð- ur, f. 13.1. 1909, látin; og Ásdís, f. 10.8. 1913, látin. Böðvar kvæntist 20.11. 1934 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Fjólu Elí- asdóttur, f. 13.4. 1914. Hún er dótt- ir Elíasar Árnasonar og Sigurmundu Guðrúnar Sigur- mundsdóttur. Börn Böðvars og Fjólu eru sex talsins: 1)Elsa Sigrún, f. 4.5. 1936, starfsmaður hjá Félagsmálastofn- un, búsett í Hafnar- firði og á hún þrjú börn, eitt er látið, og sjö barnabörn. 2) Guðrún, f. 23.11. 1938, húsfreyja, gift Sigurði Hannessyni, múrarameistara, bú- sett í Garðabæ. Eiga þau þrjú börn og sex barnabörn, eitt er látið. 3) Guðmundur, f. 21.1. 1942, bóndi í Syðra-Seli í Hrunamannahreppi, kvæntur Ragnheiði Richardsdótt- ur, bónda. 4) Margrét, f. 5.5. 1947, garðyrkjubóndi, gift Birgi Thor- steinsson, garðyrkjubónda, búsett á Brún á Flúðum. Eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. 5) Kristrún, f. 1.6. 1952, skólaliði, gift Sigurði Jóakimssyni, lögregluvarðstjóra, búsett í Garðabæ. Eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 6) Agnes, f. 11.1. 1959, verslunarmaður, gift Þorvaldi Jónassyni, verkstjóra, bú- sett í Syðra-Seli í Hrunamanna- hreppi. Eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. Útför Böðvars fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Mig langar að minnast hans afa míns í nokkrum orðum. Það sem ég man best eftir, áður en hann veiktist, eru bíóferðirnar sem við fórum stundum á fimmtudögum. Þá fékk ég að fara með afa í Flúða- bíó. Það var alltaf skemmtilegt og oftar en ekki laumaði hann að mér peningi svo að ég gæti keypt mér gos og nammi. Ég minnist þess líka þegar ég fór með honum út í hænsnakofa til að gefa hænunum og sækja egg. Það var líka alltaf gaman að heyra hann segja sögurnar af laxveiðinni í Stóru-Laxá og sjá það útskýrt á mál- verkinu af Sólheimum hvar bestu veiðisvæðin væru. Afi var ljúfur og góður maður. Eft- ir að hann fór að veikjast var honum illa við að vera einn. Eins og hann orðaði það: Að vera skilinn eftir einn í bænum. Og ef amma þurfti að fara eitthvað þá skiptumst við Gústi bróð- ir á að vera hjá honum og það voru góðir tímar. Afa fannst svo gaman að spila og það var ansi oft sem afi og frændi fóru „austur úr“ til þess að spila. Það var eitt sinn, eftir að hann veiktist, að við sátum og spiluðum Kana og afi var á röltinu í kringum okkur. Þá segir hann allt í einu við mig: Þú ert að svíkja lit, stelpa, og það má ekki. Þá var hann með þetta allt saman á hreinu. Elsku afi, ég veit að þér líður vel núna og mig langar að ljúka þessu pári á því sem þú sagðir alltaf við mig þegar ég kom yfir til ykkar og kyssti ykkur ömmu góða nótt: „Góða nótt, sofðu rótt í alla nótt.“ Fjóla Dögg. Okkur systkinin langar að minn- ast afa okkar í sveitinni með nokkr- um orðum. Eitt sem á eftir að minna okkur mest á afa er málverkið sem er inni í stofu hjá ömmu af Sólheimum. Afi benti oft á málverkið og sagði okkur að þarna hefði hann alist upp og ver- ið í Gljúfrinu og veitt fisk upp úr stóru Laxá. Hann sagði líka að fjöllin í sveitinni væru fjöllin sín. Þegar við komum í heimsókn til afa vildi hann alltaf fá að taka í hönd- ina á okkur og lét okkur alltaf vita hvort hún væri heit eða köld. Hann fór aldrei út án þess að hafa húfuna sína og var oft með hana á milli handanna þegar hann var inni. Þegar við vorum yngri og vorum búin að vera í sveitinni hjá afa og ömmu og vorum á heimleið kallaði hann alltaf á okkur eitt og eitt og gaf okkur pening. Eitt það besta við afa og eins og við eigum alltaf eftir að minnast hans er hvað hann var brosmildur, hrein- skilinn og stríðinn. Elsku afi, við munum sakna þín og við þökkum fyrir allar samveru- stundinar sem við áttum. Elsku amma, mamma, Elsa, Rúna, frændi, Magga og Agnes, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíldu í friði, elsku afi. Jóhann Unnar, Guðmundur Böðvar og Fjóla Sigrún. Hann afi er farinn að finna sinn veg, honum óska ég friðarins besta. Á afréttum himins það hugsa ég sé bóndinn með sína hesta. (Ó.Ó.) Í dag kveðjum við hann afa okkar. Upp í hugann koma margar minn- ingar, en ófáar stundir áttum við systkinin hjá þeim ömmu og afa á Syðra-Seli. Elsku afi, við barnabörnin þín vilj- um kveðja þig með þessu ljóði: Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi tárin straukst af kinn, þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Blessuð sé minning þín. Sigríður, Axel, Böðvar Bjarki og Þorsteinn. Elsku afi minn. Nú hefur þú hlotið verðskuldaða hvíld þína eftir að hafa lagt allt það að velli sem þú tókst að þér á langri ævi. Það var erfitt að kveðja þig fyrir rúmum fimm árum er þú fórst að Ljósheimum á Selfossi, en þá varst þú orðinn svo veikur að þú gast ekki verið lengur hér heima. Það var alltaf svo gott að vita af því að geta farið yfir til ömmu og afa og alltaf notalegt að sitja með þér og horfa á sjónvarpið þegar amma fór að heiman og ég svaf hjá þér svo að þú værir ekki einn í bænum en þú varst gjarn að segja: „Ég skil ekkert í henni Fjólu að skilja mig eftir einan í bænum.“ Og líka ef amma reiddist við þig þá sagðir þú alltaf: Fjóla mín er mikið góð, mér er vel við hana. Augun í henni eru svo rjóð eins og í gömlum hana. Alltaf varstu að siða ungdóminn en samt svo ljúfur og góður við okk- ur krakkana og sagðir okkur eina og eina stöku eða ljóð og langar mig að senda þér þetta. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég ætla að enda þessa kveðju á sömu orðum sem þú sagðir við mig og Fjólu systur mína er við komum yfir til ykkar ömmu fyrir svefninn á kvöldin og ég segi við son minn þeg- ar er kominn háttatími hjá honum: Góða nótt, sofðu rótt, í alla nótt, elsku afi minn. Gústaf og fjölskylda. Þegar ég var snáði, upp úr miðri síðustu öld, var alsiða að börn úr borginni væru „send“ í sveit yfir sumarmánuðina. Ég var eitt þessara barna og varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera „sendur“ í sveit til ömmubróður míns, Böðvars, og Fjólu konu hans á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi. Þar bjuggu þá félagsbúi þau Böðvar og Fjóla ásamt bróður Böðvars, Gesti, og Ásu konu hans. Á Syðra-Seli var barnahópurinn stór og svo voru þar alltaf nokkur börn vina og vandamanna á sumrum. Má nærri geta að þar var oft glatt á hjalla við leik og störf. Enda vekur það alltaf birtu og gleði í minning- unni að hugsa til sumranna á Syðra- Seli. Mér finnst meira að segja að alltaf hafi verið gott veður í þá daga! Auðvitað hljóta að hafa komið stund- ir með leiða og sút, en þær finnast bara ekki lengur í minni. Og oft hljóta bernskubrekin að hafa gefið tilefni til umvandana af hendi hinna fullorðnu, en ekkert slíkt situr í sinni. Frá einum sjö sumrum sitja einungis eftir tilfinningar gleði og þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast góðu fólki í fagurri sveit. Hjartarými og ástríki þeirra Böðv- ars og Fjólu var alla tíð ómælt og áhugi þeirra á vegferð okkar krakk- anna ósvikinn, jafnvel þótt sumar- dvölum lyki. Ég vil, fyrir mitt leyti, þakka þolinmæði og skilning til handa strák úr borginni, sem oft þóttist vita og geta hluti betur en nokkur innistæða var fyrir. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa verið „sendur“ til Böðvars og Fjólu á sumrin. Og ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast sveit- inni „minni“, m.a. með lýsingum Böðvars á staðháttum, allt frá bæj- arstæðum og upp á afrétt. Ég bý sem sagt ekki aðeins að fögrum æsku- minningum, heldur hef ég í rauninni „eignast“ heila sveit. Enga ósk á ég heitari en að fá að orna mér við „sveitina mína“ í minni og sinni, auðnist mér elli í einhverjum mæli. Ég veit að Böðvar Guðmundsson átti sínar fögru lifandi æskuminningar, allt til enda, þótt amstur og viðburðir síðari tíma væru honum horfnir að mestu. Mér þykir við hæfi að þessum fá- tæklegu þakkar- og kveðjuorðum til Böðvars fylgi síðasti hluti ljóðs, sem talið er að faðir hans, Guðmundur Brynjólfsson, bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi, hafi ort við and- lát og útför Guðrúnar Gestsdóttur eiginkonu sinnar, sem lést í Spönsku veikinni 1918. Á Sólheimum áttirðu sólfagra grund; til sóllanda Drottins ert farinn. Við komum þar líka að lítilli stund, þá lífssól vor hnígur í marinn. Elsku Fjóla mín og fjölskyldurnar þínar! Við systkinin sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Halldór Halldórsson. BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Barnsár Guðrúnar hafa vafalaust liðið svipað og gerðist í sjávarpláss- um vítt og breitt um landið þar sem börn fóru fljótt að hjálpa til við bú- störf, samhliða vinni við sjávarfang af einhverjum toga, og svo ljúfar stundir við leik í fjöru að skeljum og kuðungum og smábúskap með leggi, völur og kindakjálka á kyrrlátum stað í skjóli hraunsins. Minningin um þessi ár er oft ljúf til upprifjunar og undarlega skýr sé miðað við það hve oft reynist erfitt að muna ýmislegt síðar á lífsleiðinni. Fljótlega á ung- lingsárum fékk Guðrún þann sjúk- dóm sem hún varð að lifa með æ síð- an og voru það henni og fjölskyldu hennar oft erfiðar stundir. En allt á þetta sínar björtu hliðar og margar voru stundirnar sem hún undi sér við fagurlega unnin mynstur í dúka og teppi og leyndi sér ekki í handbragð- inu smekkvísin og snyrtimennskan. Foreldrar Guðrúnar byggðu húsið GUÐRÚN HELGADÓTTIR ✝ Guðrún Helga-dóttir fæddist í Lambhúskoti í Þór- kötlustaðahverfi 21. ágúst 1925. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík 5. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Helgi Jónsson, sjómaður og útgerðarmaður, og Margrét Guðfinna Hjálmarsdóttir, kennd við Stafholt í Grindavík. Systkinin voru fjögur í þessari aldursröð: Magnús, Guðmundur, Guðrún og Helga og er Guðmund- ur nú einn eftir á lífi. Útför Guðrúnar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Stafholt og munu hafa flutt í það 1939. Þar bjuggu þau til ársins 1966 er þau fluttu, ásamt Guðrúnu í húsið Mánagerði 7, sem þau byggðu í félagi við Helgu dóttur sína og tengdason. Eftir lát foreldranna bjó Guðrún ein í íbúð- inni og naut þar sér- stakrar umhyggju Helgu systur sinnar meðan hennar naut við og síðan annarra ætt- ingja og vina, sérstak- lega systurdætranna Öldu og Guð- finnu sem sýndu henni einstaka umhyggjusemi til hinstu stundar, enda gerði hún alltaf sérstakar kröf- ur til þeirra fram yfir aðra, og sjálf- sagt litið á þær sem hálfgerðar upp- eldisdætur, fjölskyldurnar alltaf búið undir sama þaki og samkomu- lagið eins og best verður á kosið. Fyrir um það bil tveimur árum kenndi Guðrún þess sjúkdóms sem gerði henni síðasta æviárið sérstak- lega þungbært þar sem hún gat á engan hátt tjáð sig þótt hún væri lengst af rólfær. Um leið og við aðstandendur Guð- rúnar þökkum henni samfylgdina viljum við þakka öllum þeim sem lið- sinntu henni í veikindum hennar með hjúkrun, heimsóknum og ann- arri umhyggjusemi. Hvíl í friði. Bogi G. Hallgrímsson. Kæra frænka. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning þín. Alda og Guðfinna (Gugga). Elsku Gunna frænka, nú ert þú farin á bjartari stað eftir að hafa átt dimma daga þar sem þú gekkst í gegnum ömurlegan sjúkdóm. Núna eruð þið amma líka saman á ný og veit ég að þið systurnar eruð ánægð- ar með það. Þú hefur alltaf verið og verður alltaf besta frænka, þú varst svo góð og ánægð með mig, nöfnu þína. Við áttum saman góðar stundir og minn- ist ég sérstaklega þeirra stunda sem við horfðum á Glæstar vonir saman og lifðum okkur svo inní það sem var að gerast þar. Ég vil þakka fyrir allt og hafðu það gott. Ég á eftir að sakna þín. Þín nafna, Guðrún Helga. Elsku Gunna. Nú líður þér vel og finnur ekki til. Þú varst svo mikið veik en ég gat ekkert gert fyrir þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Nú ertu komin til ömmu sem þér þótti svo vænt um. Þín Sigrún Eir. ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.