Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VíKVERJA þykir sem margirþeir, sem fara mikinn gegn hug- myndum sem reglulega skjóta upp kollinum um að leyfa beri hægri beygju á rauðu ljósi, hafi aldrei reynt að aka þar sem slíkt er heimilt. Þær upphrópanir hafa til dæmis heyrst, að þeir sem vilji leiða slíkt í lög séu öku- níðingar, sem geti ekki beðið á rauðu ljósi eins og annað fólk og engin ástæða sé til að láta undan kröfum slíkra manna. Víkverji bjó um hríð í Bandaríkj- unum, í ríki þar sem leyfilegt er að beygja til hægri á rauðu ljósi, og sá fljótt það mikla hagræði sem er að slíkri reglu. Hún er alls ekki sett til að leyfa ökuníðingum að njóta sín, held- ur til að tryggja jafnara flæði í um- ferðinni. Það er algjörlega ástæðu- laust að langar raðir bíla myndist við umferðarljós, þegar engin umferð er þvert á veginn, heldur miklu nær að ökumenn fái að taka sína hægri beygju og dreifa þar með umferðar- þunganum. FYRST umferðarmálin ber á gómagetur Víkverji ekki stillt sig um að beina þeim tilmælum til yfirvalda í Reykjavík að þau endurskoði umferð- arljósin á Bústaðavegi, á brúnni yfir Kringlumýrarbraut. Víkverji ekur oft Bústaðaveginn í vesturátt og beygir til vinstri á þessum ljósum, til að kom- ast niður á Kringlumýrarbrautina í suðurátt. Oftar en ekki komast mun færri bílar í beygjuna á grænu ljósi en efni standa til, vegna þess að engin ljós stöðva flæði bíla sem koma í aust- ur eftir Bústaðavegi og ætla líka nið- ur á Kringlumýrarbraut. Þeir halda áfram ferð sinni, óháð ljósunum uppi á brúnni. Það er í besta falli klaufalegt að gefa ökumönnum grænt ljós til að beygja, en tryggja þeim ekki greiða leið úr þeirri beygju. Í versta falli skapar þetta stórhættu. Á annatím- um þýðir þetta að löng röð bíla mynd- ast á brúnni, sem hefur truflandi áhrif á aðra umferð og teppir hana jafnvel alveg um tíma. BERTHOLD Brecht skrifaði ein-hvers staðar að í umferðinni væri lykilatriði að vera í takt við hina bílana. Sú hugsun hefur ekki náð til íslenskra ökumanna, sem virðast mun fremur líta svo á að þeir séu, hver og einn, heimur út af fyrir sig. Besta dæmið um ökumenn, sem líta svo á að aðrir ökumenn komi þeim ekki við, er sennilega að finna nákvæmlega þessa stundina á götum, sem eru tvær ak- reinar eða fleiri. Fullkomlega óþekkt virðist vera að umferð eigi að ganga hraðar fyrir sig á vinstri akrein en þeirri hægri og gildir þar einu þótt það geti verið beinlínis hættulegt að silast eftir vinstri akrein vegna þess að þá er verið að þvinga þá umferð, sem fer hraðar, til að taka fram úr öf- ugu megin. Annað hegðunarmynstur, sem virðist benda til þess að ökumenn telji að aðrir bílar séu aðeins leikmun- ir í sviðsmynd, sem hafi verið smíðuð þeim til heiðurs, er þegar tekið er fram úr á harða skani til þess eins að svína inn á næstu afrein. Tveir góðir ÉG átti því láni að fagna að detta inn á tónleika með þeim sídönsku félögum Jóni Ólafssyni og Birni Jör- undi úr Nýdanskri, sem þeir héldu á Pollinum á Ak- ureyri á dögunum. Dreng- irnir léku og sungu af fingr- um fram, eins og þeim einum er lagið, tóku lög eft- ir sjálfa sig og aðra heims- þekkta listamenn. Þar sem Jón og Björn eru miklir húmoristar og taka sjálfa sig ekki of hátíðlega var ekki síður skemmtilegt að hlusta á þá þegar þeir þöndu ekki raddböndin. Tónleikarnir voru mjög „heimilislegir“ og einlægir, ekki síst fyrir þær sakir að heimamenn fjölmenntu ekki á samkomuna, ein- hverra hluta vegna. En þeir sem komu – sáu og nutu frábærrar skemmunar. Það er óskandi að þeir Jón og Björn Jörundur troði oftar upp – sem víðast. Þorgrímur. Öryrki – ellilífeyrisþegi MIG langar að fá svör frá heilbrigðisráðuneytinu eða annarri stofnun við tveimur eftirfarandi spurningar. Aðili sem er 75% öryrki í dag en verður ellilifeyris- þegi á morgun fær minni greiðslu frá Trygginga- stofnun. Hver er ástæðan? Breytist eitthvað hjá per- sónunni sem veldur því að hún þarf minna til að lifa af (lægri greiðsla til ellilifeyr- isþega). Öryrki sem vegna örorku sinnar þarf á sjúkranuddi að halda, verð- ur ellilífeyrisþegi og sam- kvæmt nýlegri reglugerð fellur hann ekki undir und- anþáguna (börn og öryrkj- ar). Er gert ráð fyrir að við- komandi hafi batnað við að verða gamalmenni? Öryrki. Hlutir sem skipta máli ÉG þurfti að fara til læknis hér í Bandaríkjunum. Um leið og læknirinn sá nafnið mitt, spurði hún hvaðan ég kæmi með þetta nafn. Ég sagðist vera frá Islandi. Um leið tók hún utanum mig og sagðist þurfa að faðma konu frá Íslandi. Hún og hennar maður höfðu eytt brúðkaupsferð sinni á Islandi þrem mán- uðum áður. Þau voru á Íslandi í 10 daga og voru heilluð. Þau tóku bílaleigubíl, fóru hringinn, notuðu eingöngu bændagistingu. Þau áttu ekki orð yfir gestrisni Ís- lendinga, hreint loft, út- sýni, gott grænmeti, góðan mat og elskulegheit. Við Íslendingar eigum yndislegt land, við höfum hreint loft, hreint land, góð- an fisk, sem hefur synt um hreinan sjó, lamb, sem hef- ur lifað á ósnortnum heið- um. Þetta eru hlutir sem skipta miklu máli í heimin- um í dag. Hvet ég Íslendinga til að líta vel eftir þessum verð- mætum í framtíðinni. Auður Ragnarsdóttir. Og enn um strætó UNDANFARIÐ hafa birst pistlar í Velvakanda um strætisvagna í Grafarvogi, leið 14 og 15. Vil ég taka undir þá gagnrýni sem þar hefur birst því það tekur 25–30 mínútur að komast frá Ártúnsholti í Húsa- hverfið. Vil ég koma því á framfæri að þessi leið verði endurskoðuð. Eins vil ég benda á að áætlun leiðar 4 úr Holta- görðum stenst ekki á við neinn vagn á leið í Húsa- hverfi. Eins ef ég þarf að taka leið 4 í Kópavog þarf ég annaðhvort niður á Hlemm eða upp á Ártúns- holtið. Guðrún. Tapað/fundið Kápa tapaðist DÖKKGRÁ ullarkvenkápa var tekin, vonandi í mis- gripum, úr fatahengi á skemmtistaðnum Players í Kópavogi, laugardags- kvöldið 9. feb. sl. Sá sem það gerði, vinsamlegast hafi samband við Jóhönnu í síma 899 7424 – eða skili henni á Players. Dýrahald Páfagaukur týndist í Hafnarfirði GRÆNN og gulur páfa- gaukur (gári) flaug út um glugga á Langeyrarvegi 3 í Hafnarfirði. Þeir sem hafa orðið fuglsins varir hafi samband í síma 565-1373. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 haugur, 4 innafbrots, 7 missa marks, 8 vagga, 9 fljót að læra, 11 mjög, 13 röska, 14 lýkur, 15 ástand, 17 gáleysi, 20 ránfugl, 22 tölum, 23 fróð, 24 bunustokkur, 25 bik. LÓÐRÉTT: 1 hlykkur, 2 skilja eftir, 3 straumkastið, 4 ytra snið, 5 lestaropið, 6 valda tjóni, 10 flanaðir, 12 rándýr, 13 afgirt hólf, 15 dimmir, 16 dauðyflið, 18 næða, 19 áma, 20 brauka, 21 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ósnjallur, 8 skatt, 9 gengi, 10 agn, 11 aftur, 13 torga, 15 katta, 18 ámæli, 21 nöf, 22 ærleg, 23 aftra, 24 rifrildið. Lóðrétt: 2 slakt, 3 Jótar, 4 lygnt, 5 Unnur, 6 assa, 7 eira, 12 urt, 14 orm, 15 klær, 16 taldi, 17 angar, 18 áfall, 19 æstri, 20 iðan. Skipin Reykjavíkurhöfn: Helga María kemur í dag. Baldur Árna fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda kemur í dag . Mannamót Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 11. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Mosfells- bær, leikhúsferð á leik- ritið „Með fulla vasa af grjóti“ fimmtud. 21. mars. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Mánud: félagsvist kl. 13.30. Þriðjud. hefst spænskukennsla kl. 16.30 til 18. Fimmtud. opið hús í boði Sjálf- stæðisfél. í Hafnarfirði. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. 21. mars fé- lagsvist á Garðaholti kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Garða- bæjar. Mán. 11. mars kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05, róleg stóla- leikfimi, kl. 13 gler/ bræðsla, kl. 15.30 tölvunámskeið, kl. 9–14 fótaaðgerðastofan. Fótaaðgerðastofan verður lokuð óákveðinn tíma vegna veikinda. Félagsstarfið, Sléttu- vegi 11–13. Vegna af- mælis Þorgerðar Sveinsdóttur stendur sýning á verkum henn- ar uppi í félagsmiðstöð- inni frá kl. 10–16, dag- ana 11 til 13. mars. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, söng og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Sýningar: Miðviku- og föstud. kl. 14 og sunnud. kl. 16, ath. leiksýningin á morgun, sunnudag, fellur niður vegna for- falla. Miðapantanir í s: 588 2111, 568 8092 og 551 2203. Sunnud: Fé- lagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13. Danskennsla fellur niður. Þriðjud.: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Mið- vikud.: Göngu-hrólfar fara í göngu frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 10. Heilsa og hamingja, fyrirlestrar laugardag- inn 16. mars n.k. kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ. 1: Minnkandi heyrn hjá öldruðum. Hannes Petersen yf- læknir. 2: Alzheim- ersjúkdómar og minn- istap, Jón Snædal yfirlæknir. Framtals- aðstoð frá Skattstofu Reykjavíkur verður þriðjud. 19. mars á skrifstofu félagsins, panta þarf tíma. Spari- dagar á Örkinni 14.- 19.apríl, skráning á skrifstofu FEB. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikud. kl. 10–12 fh. s.588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 13–16 mynd- listarsýning Braga Þórs Guðjónssonar op- in, veitingar í veit- ingabúð. Norðurbrún. Skatta- framtalsaðstoð verður veitt 20. mars frá kl. 9 upplýsingar hjá ritara í s. 568 6960. Fimmtu- daginn 21. mars kl. 15 verður ferðakynning, „lukkupottur“. Vesturgata 7. Sigrún Ingvarsdóttir fé- lagsráðgjafi verður með viðtalstíma á föstudögum kl. 14–16 á Vesturgötu 7. Hún býður upp á félagslega ráðgjöf og upplýsingar, t.d. um bætur frá Tryggingastofnun, bú- setuúrræði og margt fleira. Páskabingó verður miðvikud. 20. mars kl. 13.15. Rjóma- pönnukökur með kaffinu. Góðir vinn- ingar. Fimmtud. 21. mars kl. 10.30: Í fót- spor Jesú. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur sýnir myndband frá Landinu helga og segir frá. Allir velkomnir. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi alla laug- ardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. All- ir velkomnir. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Kristín Bjarnadóttir kristni- boði kemur í heimsókn og segir frá kristniboði í máli og myndum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomn- ir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Sjálfsbjörg, félags- heimilið Hátúni 12. Á morgun, bingó kl. 14. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Opið hús í Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 12. mars kl. 20.30, Eiríkur Örn Arnarson flytur erindið Að takast á við nei- kvæða hugsun. Allir velkomnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Skemmtifundur verður haldinn í dag, 9. mars, kl. 14.30 í Ásgarði, Glæsibæ. Dagskrá: ávarp Hjörtur Þór- arinsson, ferðaþættir: Tómas Einarsson, söngur: kór eftirlauna- kennara, stjórnandi Jón Hjörleifur Jóns- son, Vinabandið leikur fyrir dansi. Allir vel- komnir. Kvenfélag Breiðholts. Fundur verður í safn- aðarheimili Breiðholts- kirkju 12. mars kl. 20. Kynntar verða snyrti- vörur Gerðar úr líf- rænt ræktuðum blóm- um og jurtum. ITC-Melkorka. Afmæl- isfundur í tilefni 20 ára afmælis deildarinnar verður fundur miðviku- daginn 13. mars kl. 20 í Borgartúni 29, 3. hæð. Allir velkomnir. Til- kynna þarf komu sína til Fanneyjar, s. 568 7204, Ásgerðar, s. 567 0405, eða Jóhönnu, s. 553 1762. Heimasíða ITC: www.simnet.is/itc www.itcmelkorka.trip- cod.com Gigtarfélag Íslands: Gönguferð um Laug- ardalinn laugardaginn 9. mars kl. 11 frá húsa- kynnum félagsins í Ár- múla 5. Þægileg klukkutíma ganga sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hóp- þjálfunar gengur með og sér um létta upp- hitun og teygjur. Allir velkomnir. Ekkert gjald. Nánari upplýs- ingar í síma 530 3600. Hríseyingafélagið. Páskabingó verður í Skipholti 70, 2. hæð, sunnudaginn 10. mars kl. 14. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Bandalag íslenskra skáta. Endurfundir eldri skáta verða má- nud. 11. mars í Hraun- byrgi, skátaheimili Hraunbúa, Hjallabraut 51 í Hafnarfirði. Húsið opnað kl. 11.30, matur verður fram borinn kl. 12. Allir eldri skátar eru hvattir til að koma og hitta gamla félaga. Í dag er laugardagur 9. mars, 68. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og sjá, hönd snart mig og hjálpaði mér óstyrkum upp á knén og hendurnar. (Daníel 10, 10.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 ÉG varð fyrir því á laug- ardaginn að hringja á Bæjarleiðir-Hreyfil eins og það heitir núna til að panta bíl fyrir mig og dóttur mína sem er eins og hálfs árs, og bað um bíl með barnastól. Það var ekki hægt að fá svoleiðis bíl. Hún á símanum sagði bara því miður. Ég fékk þá engan bíl frá þeim. Ég hef verslað við Bæjarleiðir í mörg ár svo ég varð svo- lítið svekktur yfir þessari þjónustu. Ég hringdi bara á aðra leigubílastöð og fékk þá þessa þjónustu al- veg í hvelli. Ég sagði bíl- stjóranum frá þessu og hann sagði við mig að þeir hjá hans stöð væru með stóla niðri á stöð svo það væri ekkert mál að skella þeim í bílinn. Ef Bæj- arleiðir ætla að vera með þjónustu fyrir börn líka verða þeir að bæta sig. „Sækjum börnin heim“ í bílstól! Stefán E. Petersen, Bæjargili 31, Garðabæ. Bæjarleiðir ekki fyrir börn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.