Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 9
UM 800 manns voru saman komin í Íþróttahúsinu í Reykholti í Bisk- upstungum þegar Simfóníu- hljómsveit Íslands ásamt kórum úr uppsveitum Árnessýslu bauð til tónleika að kvöldi 7. mars. Fyrr um daginn var sérstök tólnlist- ardagskrá fyrir börn og unglinga. Kirkjukórar Hrunaprestakalls, Stóra-Núps og Ólafsvallasóknar, Skálholtskór, Skólakór Flúðaskóla, Barnakór Gnúpverja- og Braut- arholtsskóla og Barna- og Kamm- erkór Biskupstungna sungu með hljómsveitinni. Stjórnendur þess- ara kóra eru Edit Molnár, Þor- björg Jóhannsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar voru Katrín Sigurðardóttir og Loftur Erlingsson. Stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar var Bern- harður Wilkinson. Flutt voru verk eftir F. Mendel- sohn, Atla Heimi Sveinsson, G. Bizet, G. Verdi, Pál Ísólfsson, Bjarna Sigurðsson og hljómsveitin lék einnig sinfóníu nr. 9 eftir A. Dvorák. Mikil ánæja var meðal áheyrenda, sem voru um 520, með þessa tónleika sem þóttu takast með miklum ágætum og var flytj- endum óspart klappað lof í lófa. Sveinn Sæland, oddviti Bisk- upstungna, sagði í setningarávarpi sínu að það hefði verið tveggja ára draumur að fá Sinfóníuhljómsveit- ina til að koma og halda tónleika sem nú hefði orðið að veruleika. Listvið- burður í Biskups- tungum Morgunblaðið/Sig. Sigmunds. Tveggja ára draumur rættist þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt söngvurum hélt tónleikana fyrir austan. Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Fjölmenni var á tónleikunum og flytjendum óspart klappað lof í lófa. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 9 Skrautlegir ermalausir toppar St. 36—56                Fyrir fermingar á mömmur, ömmur og frænkur Kjólar, dress og dragtir Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ljósakrónur Skrifborð Skatthol Íkonar www.simnet.is/antikmunir Borðstofuborð og borðstofustólar Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Rýmum fyrir vörum - allt á að seljast Húsgögn, pelsar, rúmteppi og dúkar - 50% afsláttur Lampar og ljós - 30% afsláttur Aðrar gjafavörur - 20% afsláttur Sigurstjarnan - Stórútsala Opið virka daga frá kl. 11-18, laugard. 11-15 Í HÚSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS Y O G A S T Ö Ð V E S T U R B Æ J A R Innritun og upplýsingar í síma 561 0207 • Anna Björnsdóttir, yogakennari Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:25 þriðjudaga kl. 17:30 • fimmtudaga kl. 18:35 ÓHEIMILT verður að senda myndefni, sem er safnað með eft- irlitsmyndavélum, til fjölmiðla eða setja það út á Veraldarvefinn, nema með samþykki þess sem myndefnið lýtur að, verði frum- varp til laga um breytingu á lögum um persónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga samþykkt. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra kynnti breytingarnar í ríkissjórn í vikunni. Alltaf verður þó heimilt að senda slíkt efni til lögreglu ef það inniheldur upplýs- ingar um refsiverðan verknað eða slys. Ríkisstjórnin samþykkti á fundinum að leggja það fram sem stjórnarfrumvarp og er stefnt að því að það verði tekið fyrir á yf- irstandandi þingi. Gríðarleg aukning á notkun eftirlitsmyndavéla Efni frumvarpsins er tvíþætt. Annars vegar felur það í sér lög- festingu ákvæðis sem kveður með skýrum hætti á um í hvaða til- vikum megi safna efni með við- kvæmum persónuupplýsingum sem verður til við rafræna vöktun. Einnig er fjallað um með hvaða hætti skuli fara með slíkt efni. Samkvæmt upplýsingum frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti eru einnig gerðar nokkrar breytingar á ákvæðum laganna um fræðslu- og viðvörunarskyldu ábyrgðaraðila gagnvart hinum skráða. Segir að sökum þeirrar gríðar- legu fjölgunar sem hefur orðið á notkun eftirlitsmyndavéla sé nauð- synlegt að það séu skýr ákvæði í lögum sem kveða á um hvaða regl- ur gildi um notkun slíks búnaðar og um hvernig beri að fara með það myndefni sem safnast við eft- irlitið. Segir að með þeirri laga- breytingu sem lögð er til muni t.d. ekki leika vafi á því að óheimilt verði að senda myndefni sem safn- ast við slíkt eftirlit til fjölmiðla eða setja það inn á Veraldarvefinn, nema samþykki þess sem mynd- efnið lýtur að liggi fyrir. Alltaf verður þó heimilt að senda slíkt efni til lögreglu ef það inniheldur upplýsingar um refsiverðan verkn- að eða slys. Þá er talið nauðsynlegt að setja skýrar lagareglur um varðveislu- tíma myndefnisins sem verður til við eftirlitið. Í frumvarpinu verður sú meginregla lögfest að efninu beri að eyða þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita það. Sá tímafrestur mun almennt vera skammur en Persónuvernd er sögð geta veitt sérstaka heimild til að varðveita efnið lengur. Þá felur frumvarpið einnig í sér heimild fyrir Persónuvernd að setja nánari reglur um vöktunina og vinnslu þess efnis sem verður til við hana. Ennfremur er talið mikilvægt að setja skýrar reglur um einstaka þætti vöktunarinnar til að koma í veg fyrir að réttaróvissa ríki á þessu sviði. Slíkar reglur eru sagð- ar geta kveðið nánar á um það hversu lengi megi varðveita mynd- efni og hvort gera skuli grein- armun á þeim stöðum sem vakt- aðir eru, s.s. eftir því hvort um er að ræða myndir teknar á vínveit- ingahúsi eða í banka. Skorður við notk- un efnis úr eftir- litsmyndavélum Verkefni sameinuð RÍKISBÓKHALDI voru falin þau verkefni sem Ríkisfjárhirsl- an hefur haft með höndum frá og með síðustu mánaðamótum. Fjármálaráðuneytið ákvað fyrir skömmu að breyta tilhög- un verkefna þessara stofnana í kjölfar úttektar sem gerð var á síðasta ári. Er markmiðið m.a. að ná fram auknu hagræði á mörgum sviðum og fækka rík- isstofnunum en gera þær jafn- framt öflugri til að takast á við meginhlutverk sín. Ríkisbókhald og Ríkisfjárhirsla Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi BÆJARSTJÓRN Blönduósbæjar gerði Grím Gíslason, fréttaritara Ríkisútvarpsins á Blönduósi, að heiðursborgara Blönduóss á 90 ára afmælisdegi hans hinn 10. janúar síðastliðinn. Á föstudagskvöldi fyrir viku hélt bæjarstjórn Blönduóss Grími Gíslasyni veislu í félagsheim- ilinu á Blönduósi og bauð til hennar börnum og tengdabörnum Gríms. Ágúst Þór Bragason, forseti bæj- arstjórnar Blönduóss, afhenti Grími skjal því til staðfestu að hann væri heiðursborgari Blönduósbæjar. Heiðursborgaranafnbótina hlýtur Grímur Gíslason „sem þakklætisvið- urkenningu fyrir störf að fjölmiðlun, veðurathugunum og heilladrjúgu fé- lagsmálastarfi, sem haldið hefur á lofti nafni Blönduósbæjar og Austur- Húnavatnssýslu“. Hóf fyrir heiðurs- borgara Blönduóss Blönduósi. Morgunblaðið. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.