Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Heiðveig Sörens-dóttir fæddist í Heiðarbót í Reykja- hverfi í S-Þing., 6. maí 1914. Hún lést á sjúkrahúsinu á Húsa- vík 3. mars síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Sörens Sveinbjarnar- sonar. Systkini henn- ar voru Jón Helgi, Sigurður og Guðrún Helga. Hún ólst upp í Heiðarbót til 23 ára aldurs, er hún fluttist með foreldrum sínum í Aðalból í Aðaldal og bjó þar til hún giftist Gesti Kristjánssyni árið 1942. Þau bjuggu í Múla í Aðaldal til 1986 er þau fluttust til Húsavíkur og bjuggu þar til æviloka. Gestur lést 1990. Börn Heiðveigar og Gests eru: a) Jón Helgi, f. 1943, kvæntur Halldóru Maríu Harðardóttur, börn þeirra eru Brynja, Heiðrún og Díana og b) Guðný, f. 1952, gift Aðalgeiri Karlssyni, og fósturbörn þeirra eru Ólafur Svanur, Einar og Aðalheið- ur. Einnig ólu þau upp dótturson Gests, c) Stefán, f. 1946, kvæntur Heru Her- mannsdóttur, börn þeirra eru Árninna, Ástþór og Stefán. Dætur Gests frá fyrra hjónabandi, sem Heiðveig ól upp ásamt manni sínum, eru d) Friðrika, f. 1929, gift Jak- obi Pálmasyni, börn þeirra eru Pálmi og Guðný og e) Kristbjörg, f. 1932, gift Helga Hallgrímssyni og börn þeirra eru Björk, Hall- grímur, Gestur og Heiðveig Agnes. Útför Heiðveigar fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju í Aðaldal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti.“ Þetta voru huggunarorðin þín, við ástvinamissi, og ég veit að það hefur verið góður hópur sem tók á móti þér í „varpanum“, er þú kvaddir okkur á sunnudaginn og lagðir af stað í lokaferðina. Þú varst ferðbúin. Þegar þér var sagt það eftir jólin, að ekkert væri hægt að gera annað en bíða endalokanna, tókst þú því af sama kjarki og æðruleysi og öllu öðru. Þú sagðir okkur að þegar ekki væri lengur hægt að ganga út um móa og setjast niður á græna þúfu, þá væri lífið orðið lítils virði. Þú varst mikill náttúruunnandi, og umhyggja þín fyrir öllu lífi var stórbrotin, hvort sem í hlut átti gróður jarðar, kýrnar þínar eða mannfólkið. Hjá þér áttu öruggt skjól börn, unglingar, aldraðir og olnbogabörn lífsins. Æskustöðvarnar í Heiðarbót voru þér ákaflega mikils virði, þótt þú flyttir þaðan aðeins 23 ára gömul niður í Aðaldal og byggir í dalnum, í nærri hálfa öld var alltaf „heima“ í Reykjahverfi. Að kvöldi 11. júlí 1942 giftust þið foreldrar mínir í Grenjaðarstaðar- kirkju, og genguð síðan upp yfir Krossmóinn að Múla í húminu, veðr- ið var hlýtt, blækyrrt, kvöldsólin speglaðist í Laxá, og mófuglarnir sungu. Mér finnst oft eins og þetta hafi verið fyrirboði ykkar sambands. Ég vil þakka ykkur pabba ynd- isleg bernskuár, það er ómetanlegt að fá að alast upp í öryggi sem fylgir því að heyra foreldra sína aldrei hækka róm hvort gegn öðru, þótt jafnvel hafi stundum verið tilefni, var börnunum allavega hlíft við því. Ég hef sagt að hverjir tveir væru fullsæmdir af þínu ævistarfi, slík var starfsorka þín, þér féll sjaldan verk úr hendi, enda margir í heimili, mik- ið saumaðir þú, prjónaðir og bak- aðir, allt þurfti að gera heima. Þú hafðir yndi af góðum söng og lestri, en alltaf gengu prjónarnir þó þú værir að hlusta á útvarp eða lesa, og margt vetrarkvöldið sofnaði ég út frá tifinu í prjónunum, eða værð- arlegu hljóðinu frá gömlu fótstignu saumavélinni þinni, því langir voru vinnudagarnir þínir. Ljóð voru þér ákaflega hugleikin, þú áttir allt safn Davíðs Stefáns- sonar og hélst mikið upp á hans verk. Ég spurði þig á dögunum hvort ég ætti ekki að ná í ljóðabók eftir Davíð sem þú gætir haft á sjúkrahúsinu og litið í þér til gam- ans. Þú horfðir á mig um stund og sagðir svo: „Ætli það nokkuð, ég kann öll ljóðin hans held ég.“ Sem sagt allt safnið. Heiðarleiki var þér mikils virði bæði í orði og verki, og taldir þú að sannleikurinn væri ætíð sagna best- ur, þótt stundum sviði undan í bili. Þannig ólst þú okkur upp í aga, en líka mikilli hlýju, sem hefur reynst gott veganesti. Elsku mamma mín, þetta eru fá- tækleg kveðjuorð, en þakka þér all- ar góðu minningarnar sem þú skilur eftir handa mér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín Guðný. Alltof oft birtist dauðinn okkur óvænt og miskunnarlaus og skilur eftir sig djúp og illlæknanleg sár. En dauðinn á sér aðra hlið, bjarta og líknandi og þannig trúi ég því að hann hafi sótt þig elsku amma mín. Þrátt fyrir alla þína hlýju og þol- inmæði, þá agaðir þú okkur krakk- ana, hikaðir ekki við að segja okkur hvað betur mætti fara en hvattir okkur jafnframt til dáða. Ekki minn- ist ég þó þess að þú hafir reynt að stýra ákvörðunum okkar, þú hafðir þá trú á okkur að þú leyfðir okkur að marka okkar eigin framtíð, og fyrir það er ég þér þakklát. Þú varst ein fárra sem hefur haft áhrif á mig alla tíð frá barnæsku, mótaðir mig og gerðir mig að betri manneskju. Ég veit ekki hvar ég ætti að byrja þegar ég rifja upp okkar stundir. Ferðirnar upp á Stöpulinn, þar sem þú kenndir mér nöfn blóma og jurta, kartöflugarðurinn, berjaferð- irnar, stundirnar í fjósinu og fjár- húsinu. Þú kenndir mér að prjóna og sauma, að lesa og í þeim minn- ingum er Selurinn Snorri einhverra hluta vegna ofarlega í huga. Síðast en ekki síst þá tel ég að þú hafir kennt mér að treysta á sjálfa mig og vera sjálfri mér nóg. Þú rifjaðir stundum upp loforð sem þú gafst mér. Þá var ég nokkurra ára og bað þig um að deyja aldrei. Þú sagðir að þú hefðir staðið við það loforð nú þegar ég væri vaxin úr grasi. Óhætt er að segja að þú hafir verið kjark- mikil með stórt hjarta. Þú komst alltaf til dyranna eins og þú varst klædd, það var ekki þinn stíll að koma aftan að fólki. Framar öðru lagðir þú áherslu á heiðarleika og hreinskiptni, sagðir að sannleikur- inn væri sagna bestur, jafnvel þótt sviði undan honum á stundum. Þú sagðir umbúðalaust hvað þér bjó í brjósti, hafðir skýra mynd af mönn- um og málefnum, og myndaðir þína eigin skoðun, þurftir ekki að gera skoðanir annarra að þínum. Vissu- lega gastu verið dómhörð og snörp í tilsvörum, en allaf tókstu þó upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Börn, gamalmenni og þá ekki síst þeir, sem höfðu á einhvern hátt orðið undir í baráttu lífsins, áttu öruggt skjól hjá þér. Þú varst af þeirri kynslóð kvenna sem tók jafn- an hagsmuni samferðamanna fram yfir sína eigin. Varla man ég eftir því að þér félli verk úr hendi. Eftir annasama daga settist þú niður með prjóna, við útsaum eða við saumavél. Þær eru óteljandi flíkurnar, mynd- irnar og púðarnir sem þú hefur gert og flest allt gefið, en það sem er án vafa fallegast eru þó skírnarkjólarn- ir sem þú prjónaðir handa okkur frænkunum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þú myndir haga lífi þínu, ef þú hefðir sömu tækifæri til mennta og við konur höfum í dag. Ég spurði þig þegar við kvöddumst hinni hinstu kveðju hvað þú hefðir viljað gera í dag ef þú vær- ir ung kona. Þú hikaðir ekki þegar þú sagðir að þú hefðir viljað vera fornleifafræðingur. Þú varst vilja- sterk kona, sem lést þitt aldrei eftir liggja, hafðir kraftinn og greindina og þú hefðir vissulega farið þá leið sem þú hefðir sett þér, enginn hefði stöðvað þig. Þú tókst tíðindum um alvarleg veikindi þín með æðruleysi og bug- aðist aldrei. Ég náði ekki að vera hjá þér þegar þú kvaddir, en ég var hjá þér nokkru áður. Við vissum báðar að þetta væri kveðjustundin, en við vorum ekkert að tala of mikið um það. Spjölluðum bara eða þögðum, ég hélt um hönd þína. Ég bauð þér um kvöldið að lesa fyrir þig, sem þú þáðir. Það kom mér ekki á óvart þegar þú baðst mig um að lesa úr Sölku Völku, sem er að okkar beggja mati ein af betri bókum sem við höfum lesið. Þú óskaðir eftir því að ég læsi kveðjukafla þeirra Sölku og Arnalds, – það varð jafnframt okkar kveðjukafli. Elsku amma. Ég trúi því að dauð- inn hafi sótt þig friðsæll og líknandi. Ég mun sakna þín, Jón Hallmar sonur minn talar nú mikið um þig og dauðann, hann var ótrúlega hændur að þér frá fyrstu tíð. Ég hef ekki einungis minningarnar okkar heldur það sem meira er um vert – ég bý yfir því sem þú gafst mér í veganesti fyrir lífið, og það mun ég reyna að ávaxta og miðla til sonar míns. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Heiðrún. Elsku langamma. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxnes.) Þinn Jón Hallmar. HEIÐVEIG SÖRENSDÓTTIR                                                           !   "##      !" #  ! $%#    $      & '$ & ( $     ) *  *    + ,$- . !"  /)0    %#   &$(1   2"3  / /0  / / /0 4 $ %                   & 5%-& +%-+!!6 .7!) .0  /89  :)"$    &'                $ % 4                     & 5  !; & 5  !!6 <)  /=> . .      (  ! $   &  . &(  + 1-  ? &(   # * )7  &( &4&(  !   %  + . &(   ) &(  & .   / /0  / / /0 4 $ %      )              %-+!!& 5!!6 .:( ) !'(   $ :)"$      (  ! %   *0"  *)0 %  &   * %  ! 2//!4%  2  $! -!    &(      / /0    ./0 4 *   %      )    +)     +5+ *%@16 -5!!6 .7 "$      ,  ) 2( $,.  1 (4+ /)0   ,4+ /)0  + /)0 242 $ !  *4+ /)0  &/),41 ( .41 ( / /0 4 $ %                 &A! 2+!!6 )( B  =C2 + :     &)     -'    ./ +       -'         00# 1         +  '       2 + 2 &$   )0 . & &$    %#   /)0&$  !$(    @  &$  ' .*)  / /0  / / /0 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.