Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 47 koma fyrst upp í hugann þegar Gísla er minnst. En þótt léttleiki frásagn- arinnar hafi verið eitt helsta einkenni Gísla var hann samt alvarlega þenkj- andi maður. Hann hafði gömul gildi í hávegum og var sennilega íhalds- maður í bestu merkingu þess orðs. Hann var þó móttækilegur fyrir nýj- ungum og ég minnist þess að þegar ég naut gistivináttu þeirra hjóna fyr- ir nokkrum árum kom ég að Gísla þar sem hann var að læra og æfa sig á tölvu, sem hann hafði nýlega fest kaup á, þá kominn á áttræðisaldur. Ég held reyndar að nýjungar á tæknisviði hafi verið áhugamál Gísla allt til hinstu stundar. Andlát Gísla Engilbertssonar átti sér nokkurn aðdraganda. Hann hafði um nokkurt árabil átt við veikindi að stríða og undir lokin var ljóst að hverju dró. Fráfall ástvinar er þó alltaf erfitt og ég bið góðan Guð að styrkja Elínu, börn þeirra hjóna og fjölskyldur þeirra og aðra aðstand- endur í þeirri sorg sem nú umlykur þau. Ég kveð Gísla Engilbertsson með virðingu. Pétur Bjarnason, Akureyri. Um rúmlega tuttugu og þriggja ára skeið er saga Gísla Engilberts- sonar samtvinnuð sögu Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Á stofnfundi sjóðs- ins var fulltrúi Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja, Gísli Engilbertsson málarameistari, kosinn í fyrstu stjórn hans. Sú stjórnarseta varaði óslitið næstu níu árin, þar til Gísli var ráðinn forstöðumaður sjóðsins frá ársbyrjum 1979, en því starfi gegndi hann næstu ellefu árin. Starfsmaður sjóðsins var hann allt til júlí 1992, er hann lét af störfum á sjötugasta og fjórða aldursári, og sá m.a. um af- greiðslu lífeyrismála allan starfstím- ann. Gísli var mikil félagsvera, léttur í lund að eðlisfari og var létt um mann- leg samskipti. Hann var fagurkeri með listamannseðli og áhugamaður um alla tækni og nýjungar, nánast haldinn ólæknandi þekkingarþrá. Frásagnargleði átti hann einnig í rík- um mæli og átti þá létt með að draga fram broslega þætti tilverunnar. Þessir eiginleikar gerðu hann síung- an í anda og þeim hélt hann til síðasta dags. Lífsförunautur Gísla og eiginkona, Elín Loftsdóttir, hefur einnig til að bera mikla lífsgleði og kraft. Af dugn- aði og ósérhlífni hefur hún búið þeim Gísla glæsilegt heimili. Smitandi létt- leiki og glaðværð húsfreyjunnar, hvort sem er í amstri hversdagsins, á mannamótum, eða svífandi í kringum gesti, ásamt fyrrnefndum eðlisþátt- um Gísla, gera þau hjónin minnis- stæð hverjum sem kynntist þeim. Það eru forréttindi að eiga samleið með slíkum. Einstök gestrisni og myndarskap- ur hafa skipað öndvegi á heimili Gísla og Elínar. Svo samhent voru þau um góðar móttökur, að tæpast varð und- an því vikist að ganga til stofu og þiggja kaffi og meðlæti, þótt erindið væri upphaflega allt annað en setjast að veisluborði. Vildu tímatakmörk gesta hrökkva skammt við slíkt at- læti og þarfnast endurskoðunar. Sú umhyggja og velvild sem Gísli og Elín sýndu okkur hjónunum, þeg- ar við fluttum til Eyja og ég gerðist samstarfsmaður hans, er okkur ómetanleg. Ófá skipti bauð Gísli mér í bíltúra um Heimaey og þuldi að- komumanninum örnefni, sagnir af at- burðum og frásagnir af lífi eyjar- skeggja fyrr og síðar. Einnig benti hann á lestrarefni sem bætt gæti þekkingu mína á sögu eyjanna og staðháttum. Þekking Gísla, næmi hans á náttúruna og umhverfi allt, en umfram allt ást hans til átthaga sinna, gera þessar samverustundir ógleymanlegar. Náttúruunnandi og heimsmaður er kvaddur með þökk og virðingu að leiðarlokum. Eftirlifandi eiginkonu Gísla, Elínu Loftsdóttur og börnum þeirra hjóna, Guðrúnu og Engilbert, og fjölskyld- um þeirra, eru færðar innilegar sam- úðarkveðjur frá Lífeyrissjóði Vest- mannaeyja og fyrrverandi samstarfsfólki Gísla á lífeyrissjóðn- um. Torfi Sigtryggsson. ✝ María Jóhanns-dóttir fæddist í Tunguseli í Þórs- hafnarhreppi 18. júlí 1928. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga á Húsavík 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Lúther Grímsson, f. 25.10. 1894, d. 22.11. 1978, og Ólöf Arngríms- dóttir, fædd 3.10. 1909, d. 5.10. 1989. Systkini Maríu eru: 1)Kristbjörn, f. 18.10. 1926; Arngrímur, f. 20.5. 1930; Guðrún, f. 10.7. 1932, d. 9.9. 1980; Guðbjörn, f. 2.7. 1934, d. 21.7. 1996; Gunnlaugur Marinó, f. 10.12. 1938; Hólmfríður Kristín, f. 20.7. 1944. María var ógift en 17. desember 1955 ól hún tvö sveinbörn, annað andvana, en eftir lifir Ævar, aðal- bókari. Faðir drengjanna var Áki Karlsson, f. 30. apríl 1928, d. 28. mars 1999. Maki Ævars er Þór- anna Jónsdóttir, hárgreiðslu- meistari, og börn þeirra eru: 1) Ævar Þór, f. 14.2. 1982, sambýlis- kona Sylvía Björk Kristjánsdóttir, f. 16.7. 1977. 2) Guð- rún María, f. 18.8. 1984. Barn Þórönnu og fósturdóttir Æv- ars er Elísa Rún Jónsdóttir, f. 14.1. 1977, og er sambýlis- maður hennar Jón Höskuldsson, f. 11.2. 1971. Barn þeirra er Anna Karen, f. 18.10. 2001. María ólst upp í Tunguseli og var í heimahúsum fram á unglingsár er hún fyrst hleypti heimdraganum og var ráðskona meðal annars um tíma á Syðra- Lóni í Þórshafnarhreppi. Árið 1948 fluttist hún til Húsavíkur og bjó þar til dánardags. Á árunum 1948 til 1962 vann hún ýmis ráðs- konu- og fiskvinnslustörf á Húsa- vík. Í liðlega 33 ár, eða frá 1. apríl 1962 til starfsloka í ágúst 1995, starfaði hún hjá Húsavíkurkaup- stað við heimilishjálp. Útför Maríu fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. – Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflzt við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín – Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. – Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Þinn sonur Ævar. Elsku amma mín, kallið þitt fékkstu á sunnudaginn síðastliðinn. Mér þykir mjög erfitt að hugsa til þess að maður eigi aldrei eftir að sjá þig aftur hérna megin, þig sem alltaf varst svo góð við allt og alla, vildir öllum vel sem í kringum þig voru. Það er margt sem kemur upp þegar maður leitar eftir minningum um þig, og eitt eiga þær sameig- inlegt, það er það að þær eru allar ljúfar og góðar. Ég man eftir því þegar þú bauðst mér að gista hjá þér í fyrsta skipti. Spenntur fór þá lítill polli til hennar ömmu sinnar og fékk gistingu, og þær gistingar áttu eftir að verða fleiri og fleiri, því heima hjá þér fannst mér best að vera, rólegt og yfirvegað. Þetta var orðið þannig að ég var farinn að láta þig vita ef ég ætlaði að gista heima hjá mömmu og pabba, því ég var alltaf hjá þér. Ég gerði allt með þér, enda varstu ekki bara amma mín, heldur varstu einn af mínum betri vinum sem ég gat treyst, því þú hlustaðir alltaf á það sem ég hafði að segja, og alltaf varstu sammála mér. Þó að ég hafi verið lítill gutti að afsaka að ég hafi ,,óvart“ verið að kasta snjókúl- um í bíla þá tókstu alltaf upp hansk- ann fyrir mig. Þannig varstu bara, elsku amma, vildir allt fyrir mig gera og ég vona að ég hafi líka gert ýmislegt gott fyrir þig. Við tókum einnig mjög oft í spil, spiluðum stundum fram eftir miðnætti, og á meðan dældirðu í mig góðgæti, smá- kökum eða súkkulaðistykkjum og oft fékk súperdósin að vera með í þeim veislupakka handa litlum gutta, það var nú alls ekki ónýtt. Söguna af því þegar ég kom einu sinni hlaupandi um hánótt á náttföt- unum heim til þín sagðir þú mér oft og hlógum við mikið að því svona á seinni árum. Á sumrin varstu venjulega vökn- uð þegar gott var veður um helgar eldsnemma til að slá garðinn og skoða rabarbarana og grúska aðeins í blómabeðunum. Þá fékk maður að raka og taka þátt í því með þér, en þegar svo kom að því að maður fékk að slá garðinn sjálfur, þá nánast rifnaði maður úr monti. Í skólanum gekk svona upp og ofan hjá mér, oft var maður nú að gera kannski eitt- hvað sem maður átti ekki að gera, þá kom amma og tók upp hanskann fyrir mig. Ég minnist þess að þegar ég einu sinni kom heim til þín úr stærðfræðiprófi, þá sagði ég þér það að prófið hefði verið mjög erfitt og að hinir krakkarnir segðu það líka. Þá sagðir þú eitthvað á þá leið: „Merkilegt hvað þessir kennarar eru farnir að búa til erfið próf handa krökkum í dag,“ og afsakaðir mig út í ystu æsar. Svona var þetta alltaf hjá þér gagnvart mér, elsku amma mín. Jólin voru góðir tímar hjá okkur, en þau byrjuðu á laufabrauðsgerð- inni. Mikið rosalega var gaman að gera laufabrauð með þér. Laufa- brauðið var gert heima hjá þér, ætt- ingjar komu og hjálpuðu til, mamma og pabbi og systur mínar komu einnig. Svo þegar laufabrauðið var búið fór fólk að tínast heim, nema auðvitað ég. Þá fórstu venjulega að útbúa deig fyrir smákökurnar því þá varstu oftast í ,,kökustuði“ og þegar þú varst búin að því þá laumaðist ég oft inn í ísskápinn og fékk mér að bragða á þessu frábæra deigi sem þú bjóst svo vel til. Svo daginn eftir þá vantaði nú kannski eitthvað upp á uppskriftina, þá sagði ég þér að ég hefði nú kannski fengið mér smá deig, en það var allt í lagi, þá bjóstu bara til meira deig og ekkert vanda- mál. Þannig varst þú, elsku amma mín. Í þau ár sem við þekktumst skammaðir þú mig aldrei þó svo að vissulega væri kannski ástæða til. Árin liðu og við urðum eldri og ég kannski ekki eins mikið með þér og ég hefði viljað svona á síðari árum. Svo í júlí á síðasta ári greindist þú með krabbamein. Dagarnir á eftir voru mér mjög erfiðir og allri fjöl- skyldunni því öll elskuðum við þig svo mikið. Þú vildir að lífið gengi sinn vanagang. Ekki varstu sátt við það ef við vorum farin að ofvernda þig alveg, þú sem varst í gegnum tíðina búin að sjá um þín mál alltaf sjálf og af miklum hetjuskap ættir allt í einu að fara að fá hjálp við heimilisverk sem þú hafðir alltaf gert. Tókst það einfaldlega ekki í mál svona í byrjun. Þó að þú hafir kannski vitað það innst inni hvað var að gerast þá sýndir þú mér aldrei þess merki að eitthvað alvarlegt væri að, eina sem þú sagðir mér var að þú ætlaðir að drepa þennan krabbadjöful og standa uppi sem sigurvegari. Við fengum að vera með þér um jólin og þú fékkst að sjá hana Önnu Karen sem þú varst svo montin af. Ég fékk svo að hafa þig á tvítugs- afmælinu mínu. Þessi tími var dásamlegur, við máttum aldrei halda að þér liði illa, þú sagðir oftast ef maður spurði þig hvernig þér liði: ,,Mér líður bara ágætlega.“ En síð- ustu vikur hafa verið þér erfiðar, ég veit að þér leið ekki vel ef þú vissir af einhverjum sem liði illa út af veik- indum þínum, amma mín, það lýsir þér best, þáðir aldrei neitt af nein- um, vildir frekar gefa. Þér fannst svo sjálfsagt að gefa, t.d. mér, þú hefur gefið mér meira en nokkur annar í lífinu, en ef maður gerði eitt- hvað fyrir þig, skutlaði þér t.d. eitt- hvert, þá fannstu alltaf leið til að endurgjalda það. Elsku amma mín, sjúkdómurinn sigraði í þessari baráttu, þú barðist og barðist og gafst þig alla í þetta stríð en sjúkdómur sem þessi er ósigrandi þegar hann uppgötvast seint. En í mínum huga ert þú sig- urvegarinn og verður það alltaf. Núna ert þú búin að hitta Gunnu, Óla og fleira gott fólk sem hefur tek- ið á móti þér. Það er stór hluti af mínu hjarta horfinn og verður hann lengi að gróa. Mig langar eiginlega ekki til að hætta að skrifa þér, elsku amma mín, en ég veit að þú kemur til með að fylgjast vel með mér og við komum til með að hittast aftur seinna og þykir mér gott að hugsa til þess. Góða ferð, amma mín, og gangi þér ævinlega sem allra best, það áttu manna mest skilið. Ævar Þór Ævarsson. Mig langar til að minnast ömmu minnar Maríu. Amma Maja, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, var ein sú blíðasta og duglegasta kona sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Hún tók öllum svo vel og gerði aldrei neinn mannamun. Hún vann hörðum höndum allt sitt líf en var mjög nægjusöm og það þurfti ekki mikið til að gleðja hana. Það var nóg að fara í heimsókn, hringja eða senda henni bréf og þá ljómaði hún af ánægju í marga daga. Í októ- ber á síðasta ári eignuðumst við Jón dóttur og var það mikil gleði fyrir okkur að fá tækifæri til að sýna ömmu litla sólargeislann okkar. Hún talaði ekki um neitt annað en hvern- ig dúllan sín hefði það og hvort hún braggaðist ekki vel. Ef þú einu sinni hafðir kynnst henni ömmu minni þá var það vin- átta að eilífu því ekki er hægt að gleyma svona góðri konu. Elsku amma, við munum alltaf hugsa til þín. Hvíldu í friði. Elísa Rún og fjölskylda, Noregi. Elsku amma mín. Hérna sit ég og skrifa minningargrein um þig en það er svo erfitt, amma, því í huga mínum ertu ekki dáin. Þú verður alltaf lifandi. Þú varst svo frábær amma. Ef ég var t.d. í slæmu skapi þá fór ég til þín því þú hlustaðir á mig og vildir allt fyrir mig gera. Aðeins þú gast leyft þér að segja við mig: „Allt í lagi elskan, þetta líður hjá, því máttu trúa.“ Oft var nú glatt á hjalla á neðri hæðinni þegar við tókum Ótukt. Það var uppáhaldsspilið þitt og gátum við spilað endalaust. Elsku amma, sl. ár hefur verið þér erfitt en eins og þín var von og vísa léstu engan bilbug á þér finna heldur ætlaðir þú að sigrast á veik- indunum, en, amma mín, í þetta sinn varðstu að láta í minni pokann. Þú gast verið hjá okkur um jólin og það var frábær tími. Þótt þú vær- ir orðin mikið veik í desember fórstu að baka á fullu eins og þú varst vön og gerðir þínar frábæru smákökur sem bara þú, amma, getur bakað. Ég get bara ekki lýst dugnaðinum í þér því hann var svo ótrúlegur. Síðan fékkstu að sjá litla gullmol- ann þinn, hana Önnu Karen litlu, sem þú sást ekki sólina fyrir. Það fannst þér yndislegt. Ég sakna þín svo mikið, amma mín. Sé til framhaldslíf trúi ég því að þú sért nú í hásæti því hjartalag þitt var svo gott. Guð blessi sálu þína, amma mín. Þín nafna og barnabarn Guðrún María. Ef til vill er sá vegur hvað tor- skildastur sem maðurinn gengur frá vöggu til grafar. Á vegferð flestra verða margir vegatálmar, sem erfitt getur verið að ráða í, svo er um líf og dauða. En víða eru vegamót, þar sem skilja leiðir. Þegar svo stendur á er manni tamt að staldra við og líta til baka eða ráða í rúnir hins ókomna. Fyrir flesta er lífið ráðgáta, en samt svo áhugavert, að hinir hæf- ustu hugsuðir hafa leitast við, öldum saman eða svo langt sem maðurinn þekkir til, að ráða lífsgátuna. Só- krates spurði t.d.: „Hvaðan kem ég, hvað er ég og hvert fer ég?“ Svör við þessum spurningum hafa fallið á ýmsa vegu en enginn sem eftir hefur leitað hefur komist að niðurstöðu og því síður leyst þessa miklu ráðgátu. En trú manna á hið óþekkta er mikil og hefur um aldir fleytt mannkyninu gegnum hin mestu bálviðri sem geisað hafa í mannheimum og svo mun einnig verða um ókomna tíma. María Jóhannsdóttir frá Tungu- seli, móðursystir mín, hefur nú kvatt þennan heim, aðeins 73 ára. María var fædd 1929, dóttir Jóhanns Luth- ers Grímssonar, bónda í Tunguseli, og Ólafar Arngrímsdóttur. Systkini Maríu voru sex, tvö þeirra eru nú látin, þau Guðrún og Guðbjörn. Eft- irlifandi eru Kristbjörn og Marinó, bændur í Tunguseli, Grímur bóndi í Hvammi og móðir mín Hólmfríður Kristín, húsfrú í Reykjavík. María eignaðist tvíbura með Áka Karlssyni en hann er nú látinn. Ann- ar tvíburanna lifði en það er Ævar Ákason, endurskoðandi á Húsavík. Hann er kvæntur Þórönnu Jóns- dóttur og eiga þau saman tvö börn, Ævar Þór og Guðrúnu Maríu. Þór- anna átti eina dóttur fyrir, Elísu Rún. Ég minnist Maju frænku sem ákaflega hæglátrar og vingjarnlegr- ar konu, konu sem alltaf hafði allt á hreinu og tíma þegar til hennar var leitað, hún hafði þann starfa að vera öðrum til hjálpar við heimilisþrif. Ég veit að allir sem nutu hjálpar hennar minnast hennar með sökn- uði. María var búin að berjast við veikindi sín í tæpt ár þegar hún kvaddi þennan heim sátt við guð og menn. Ég, ásamt systur minni og móður, kveð nú látinn vin og bið þann er stjórnar stjarnaher að styrkja og styðja ástvini Maríu heit- innar. Nú er hún þar sem hún getur litið yfir hópinn sinn laus við allar þjáningar. Blessuð sé minning henn- ar. Sigurjón Kristjánsson. MARÍA JÓHANNSDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.