Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í FRAMHALDI af skrifum Guð- mundar Þorgrímssonar um byggða- kvóta á Fáskrúðsfirði, sé ég mig nú knúna til að svara rangfærslum og dylgjum hans. Auglýst var eftir um- sóknum fiskv.árið 1999-2000 og tekið fram að þær þyrftu að berast í síð- asta lagi 11. ágúst 1999. Þann dag hélt Byggðaráð fund, voru umsókn- irnar gerðar opinberar að umsækj- endum viðstöddum og þeir kallaðir fyrir Byggðaráð. Ljósrit allra um- sókna voru send út með fundarboði og gögnin því orðin opinber. Þá ger- ist það að sveitarstjóri tekur við nýrri umsókn frá núverandi stjórnarmönn- um Skútuklappar ehf., þeim Grétari Arnþórssyni, Páli Óskarssyni og Guðna Ársælssyni, um byggðakvóta, nokkrum dögum eftir að fjallað hafði verið um aðrar umsóknir. Þetta vakti hörð viðbrögð hjá öðr- um umsækjendum. Meirihluti sveit- arstjórnar (fulltúrar Framsóknar og Óskalista) ákvað engu að síður að bréf með hinni síðbúnu umsókn yrði metið „jafngilt öðrum áður komnum bréfum“. Aukafundur í sveitarstjórn Á aukafundi í sveitarstjórn 20.8. 1999 lagði Óðinn Magnason fulltr. Fáskrúðsfjarðarlista fram tillögu um að allri umræðu og ákvörðun um út- hlutun byggðakvóta yrði frestað vegna þess að verulegur vafi léki á lögmæti einnar umsóknar. Þessi til- laga var felld með 4 atkvæðum gegn 3. Þá las hann yfirlýsingu þar sem fram kom að þeir neiti að taka þátt í frekari fundarhöldum um málið þar til þess bærir aðilar hafi kveðið upp- úr með það hvort allar framkomar umsóknir teljist lögmætar. Véku þeir af fundi. Þá lagði Jónína Óskarsdótt- ir, fulltrúi Framsóknar, fram tillögu um að Kaupfélag Fáskrúðsf. verði út- hlutað 43 t og leggi jafnmiklar afla- heimildir á móti, Finnboga Jónssyni verði úthlutað 10 t og hann leggi 30 á móti og að lokum verði 60 t úthlutað til Páls Óskarssonar, Guðna Ársæls- sonar og Grétars Arnþórssonar og þeir komi með jafnmikið á móti. Vegna þessa sendi Vaðhorn ehf. inn stjórnsýslukæru sem og Fá- skrúðsfjarðarlistinn. Á hana reyndi hins vegar ekki þar sem fram komu tilmæli frá Byggðastofnun (BS) um að sveitarstjórn endurskoðaði máls- meðferðina. Það er því ein af mörg- um rangfærslum Guðmundar þegar hann heldur því fram á sveitarstjórn- arfundi 18. október sl. að „menn hafi sem betur fer borið gæfu til að draga stjórnsýslukæruna til baka“. Kær- urnar voru aldrei dregnar til baka, en á þær reyndi ekki. Byggðastofnun beindi þeim til- mælum til sveitarstjórnar Búða- hrepps að endurskoða úthlutunina og bauð fram ráðgjafa til aðstoðar við lausn málsins, sem sveitarstjórnin af- þakkaði að tillögu Guðmundar. Stöðug óvild og áreitni Frá því byggðakvóta var úthlutað til Vaðhorns gegn vilja meirihluta sveitarstjórnar, hefur fyrirtækið mátt þola óvild og stöðuga áreitni. Guðmundur hefur þar farið fremstur í flokki og sýnt af sér ótrúlega fram- komu. Í apríl 2001 barst fyrirtækinu fyrirspurn frá verkalýðsfélaginu, hvort rétt væri að Vaðhorn stæði að útflutningi á fiski sem tilheyrði byggðakvóta. Þegar búið var að fara yfir það mál með Eiríki Stefánssyni, starfsmanni félagsins, var hann innt- ur eftir hvers vegna hann hefði gert þessa fyrirspurn, kvað hann ástæð- una vera að tveir forsvarsmanna Skútuklappar, Páll Óskarsson og Grétar Arnþórsson, hefðu komið til sín eftir að hafa kallað til Guð- mund til að kanna inni- hald gáms sem í voru kör með fiski til út- flutnings frá Sólborgu ehf. og fullyrt að verið væri að flytja út byggðakvóta og þar með vinnu frá fólki á staðnum. Hverjir áttu ekki hagsmuna að gæta? Guðmundur hefur staðhæft í DV að eig- endur Vaðhorns hafi kært sig fyrir innbrot í gáminn. Hið rétta er að atvikið var tilkynnt til lög- reglu og skráð í dagbók. Guðmundur fullyrðir reyndar líka að atvikið sé hvergi skráð, en atvikið fannst skráð í dagbók lögreglunnar 26.4. 2001. Í grein sinni vandar Guðmundur BS ekki kveðjurnar frekar en fyrri dag- inn. Það er reyndar ekki nýtt og hafa bæjarbúar heyrt það í útsendingum frá sveitarstjórnarfundum. Má kannski eiga von á því að hann fari að hóta BS, í nafni allrar sveitarstjórn- arinnar, eins og hann lét sér sæma við Vegagerð ríkisins þegar fyrirtæki hans átti hagsmuna að gæta? Var hann hæfur til að tala fyrir og mæla með umsókn frá meðeiganda sínum að G.P. gröfum ehf., Páli Ósk- arssyni? Nafni þess var síðan breytt í desember 1999 í Skútuklöpp ehf. og Guðmundur gekk úr stjórn. Í umsókn Vaðhorns ehf. um byggðakvótann ætlaði fyrirtækið að tvöfalda hann, en í samningnum kemur önnur tala fram. Um það segir Stefán Þórarinsson, ráðgjafi BS, að- spurður, orðrétt í viðtali í DV hinn 15. janúar sl.: „Þarna urður ákveðin mis- tök sem tengjast aðila á vegum at- vinnuþróunarfélags á staðnum. Sett var inn í samninginn önnur tala um margföldun byggðakvótans en sú sem fólkið sjálft hafði lagt fram. Bréflegt álit liggur fyrir um það.“ Óðinn G. Óðinssonar, starfsm. Þróunarstofu Austurlands, staðfestir þetta í grein í DV hinn 31. janúar sl. Þrátt fyrir ofangreindar yfirlýsing- ar um að tvöföldun komi fram í umsókninni í stað þreföldunar, hafa fulltrúar Framsóknar og Óskalista þrástagast á því að fyrirtækið hafi í umsókn sinni ætlað að þrefalda kvótann. Eru atlögur Guð- mundar mörg undangengin ár að ýmsum aðilum í bæjarfélaginu bara hugarfóstur? Í Morgunblaðinu 12. apríl 2001 er grein eftir Gunnar Hall- dórsson: „Halldór, viltu hemja þá!“, sem ég hvet fólk til að lesa. Guð- mundur telur sig ekki eiga neinn per- sónulegan óvin hér á Fáskrúðsfirði. En er víst að allir þeir sem orðið hafa fyrir árásum frá honum, s.s. kenn- arar, æskulýðsfulltrúar, ýmsir starfsmenn sveitarfélagsins, dýra- eigendur og aðrir séu búnir að gleyma? Er það hugsanlegt að hann hafi ekki alltaf beðist afsökunar þótt fólk hafi sannanlega verið haft fyrir rangri sök? Líður veldi smákónganna undir lok? Í ágúst nk. hefjast framkvæmdir við jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar sem stytta leiðina milli staðanna um 34 km og efla þá því á margvíslegan hátt og ekki síst skapast við það tækifæri til að sam- eina Búðahrepp og Fjarðabyggð. Við það hefðu kjósendur meiri „pólitíska breidd“ og ríki smákónganna liði vonandi þar með undir lok. Úr ríki smákónga Þóra Kristjánsdóttir Sveitarstjórnarmál Við sameiningu Búða- hrepps og Fjarðabyggð- ar hefðu kjósendur meiri „pólitíska breidd“, segir Þóra Kristjáns- dóttir, og ríki smákóng- anna liði vonandi þar með undir lok. Höfundur rekur útgerðarfyrirtækið Sólborgu ehf. á Fáskrúðsfirði. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðni Ágústsson, svaraði grein minni í Morgunblaðinu 6. mars um forsjár- hyggju í sauðfjársamningi með grein 7. mars um framtíð sauðfjárræktar og er í þessari grein sinni annaðhvort veru- leikafirrtur eða staddur í þeirri for- tíð, þegar bændur gátu framleitt óháð innanlandsmarkaði með góðum útflutn- ingsmöguleikum og 10% útflutningsbót- um úr ríkissjóði. Sauðfjárbændur muna erfiðar aðgerð- ir ríkisins til að mæta þörfum innanlands- markaðar undanfar- in 20 ára. Eftir 1980 sársaukafullar aðgerðir í 10 ár til að minnka fram- leiðslu með setningu búmarks, síðar fullvirðisrétt með tvennskonar skila- verði, annars vegar innanlandsverði og hins vegar útflutningsverði. 1990 þegar útflutningsbæturnar voru af- numdar og beingreiðslur voru teknar upp. 1995 þegar lagður var nýr grundvöllur að samkomulagi til greiðslumarkshafa í sauðfjárfram- leiðslu með búvörusamningi, sem miðaðist við niðurgreiðslu ríkisins til neytenda á innanlandsmarkaði. Þess- um fjármunum ríkisins átti ekki að verja til útflutnings. Til að auðvelda bændum aðlögun að innanlands- markaði á þessum tuttugu árum var miklum fjármunum varið frá ríkinu til ótímasettrar leigu til Framleiðni- sjóðs á búmarki/fullvirðisrétti, sem mátti þá ekki koma til framleiðslu og síðar til uppkaupa á greiðslumarki, nú í síðasta sauðfjársamningi 2000 allt að 45.000 ærgildi. Samningur við sauðfjárbændur var eðlilega aðeins við þá bændur, sem greiðslumark höfðu og fjármunir til samningsins hljóta að eiga að ná ein- göngu til þeirra, nema ef menn vilja ganga af sauðfjárrækt sem búgrein dauðri hér á landi og koma í veg fyrir að greiðslumark í sauðfjárrækt verði metið til verðs. Ef Alþingi Íslendinga bindur ekki greiðslur sauðfjársamningsins frá 2000 til bænda með greiðslumark í sauðfé eru allar aðgerðir stjórnvalda síðustu 20 ár til að styrkja greinina í aðlögun sinni til að þjóna innanlands- markaði að engu gerðar. Framleiðsluaukning frá ársbyrjun 2000 er um 1.000 tonn á ári, þannig að þegar stefnir í aukna út- flutningsskyldu sauðfjár- framleiðenda, líklega um 30% á þessu ári og ef sauð- fjársamningurinn er opn- aður eins og landbúnaðar- ráðherra gerir ráð fyrir, þá eykst útflutningsskyld- an árlega hið minnsta um 10% á ári, þar til hún hryn- ur endanlega, því útflutn- ingurinn nær aldrei nema broti af nauðsynlegu skila- verði til bænda. Bandaríkjamarkaður sem landbúnaðarráðherra hældist yf- ir í sjónvarpi nýlega vegna háa verðs- ins tók við 42 tonnum á síðasta ári, en skilaverð til bænda af útflutningnum í heild var aðeins um 150 kr. á kg á síð- asta ári eða um 30% af því verði sem sauðfjárbóndi verður að fá til að geta lifað af greininni, sem búgrein. Út- flutningsþörfin á þessu ári miðað við framleiðslu og sölu innanlands stefnir í 1.500 tonn og eykst árlega, ef fram- kvæmd samningsins verður ekki breytt. Eina von sauðfjárræktarinn- ar á Íslandi eru niðurgreiðslur rík- isins til greiðslumarkshafa í sauðfjár- rækt, sem miðist við innanlandsneyslu framleiðslunnar. Alþingi þarf því að breyta lögum nr. 99/1993, þannig að greiðslumarkið verði gefið frjálst til sölu milli bænda þegar í stað, svo þeir geti stækkað bú sín og eignast greiðslumarkið sem fjárfestingu til margra ára, sem kem- ur þeim þá til góða við búlok, ef ekki er hróflað við verðmynduninni af rík- inu á næstu árum. Jöfnunargreiðslur samningsins ættu að fara eingöngu til þeirra bænda, sem hafa meirihluta tekna sinna af sauðfjárframleiðslu og álagsgreiðslur í samningnum ættu því eingöngu að fara til greiðslu á framleiðslu innan gildandi greiðslu- marks. Öll önnur sauðfjárframleiðsla ætti að sæta meðalverði í útflutningi. Það væri að horfast í augu við arð- semismöguleika greinarinnar, sem ein gæti lagt grundvöll að framtíð sauðfjárræktar á Íslandi. Ef ríkisstjórnin vill greiða byggða- styrki gegnum sauðfjárframleiðslu eða styrkja framleiðsluna frekar, mætti taka upp útflutningsbætur á ný til þeirra framleiðenda, sem vilja framleiða fyrir útflutning, en ekki fara þá leið, sem fyrirhuguð er, að neyða bændur sjálfa til að greiða sjálfum sér út um gluggann og fara þannig í spor Bakkabræðra, sem reyndu að bera sólskinið inn í glugga- laust hús. Öll sauðfjárframleiðsla í dag er gæðastýrð undir lögboðnu eftirliti ýmissa aðila. Tilbúnar aðgerðir skrif- finnsku og fjárútláta um nýja gæða- stýringu mismununar og ofstjórnar, sem nær ekki til markaðarins, væri hlægileg aðgerð árið 2002. Hún heyr- ir til liðins tíma í austantjaldslöndun- um eða er einhver meinloka manna, sem trúa á útflutningsmöguleika greinarinnar. Þessi nýja gæðastýring á sér ekki enn neina aðstandendur. Hún var kynnt bændum, sem for- senda fyrir fjármunum ríkisins til bú- fjársamningsins. Nú er hún ýmist sögð hafa verið krafa bænda eða ein- hverra annarra, sem komu að samn- ingsgerðinni. Bændur eiga kröfu á því að vita hvort samningurinn hafi verið kynntur þeim á réttan hátt, þ.e.a.s. að fjármálaráðuneytið hafi talið að forsenda fjármuna til samn- ingsins hafi verið framsett áætlun um gæðastýringu, ásamt þeirri útfærslu sem nú blasir við, ef Alþingi Íslend- inga breytir henni ekki. Sú útfærsla væri hrun sauðfjárræktar sem bú- greinar á Íslandi. Halldór Gunnarsson Sauðfjárrækt Bændur eiga kröfu á því að vita, segir Halldór Gunnarsson, hvort samningurinn hafi verið kynntur þeim á réttan hátt. Höfundur er prestur og bóndi í Holti undir Eyjafjöllum. Hrun sauðfjárræktar sem búgreinar? SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur lagt fram tillögur sínar um veiðigjald. Segir að þær hafi víðtæk- an stuðning og gott ef hann telur ekki að hér sé hann að leggja fram þær sáttatillögur, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir síðustu þingkosningar. Ótrúleg glámskyggni er þetta. Og verst er að það eru fleiri, bæði ráð- herrar og alþingis- menn, sem telja sér trú um að þetta sé útrétt sáttahönd gagnvart þjóðinni. Nú er það að vísu svo að þetta veiði- gjald sem lagt er til í frumvarpinu er hvorki fugl né fiskur. Slefar varla upp í það sem sjávarútvegurinn kostar ríkis- sjóð nú þegar. Verður heldur ekki lagt á fyrr en eftir allmörg ár og er háð afkomu útgerðarinnar, sem hing- að til hefur ekki verið aflögufær ef marka má talsmenn LÍÚ. Frumvarpið gerir heldur ekki ráð fyrir nýliðun í atvinnugreininni, hafn- ar markaðsleiðinni og er nánast ein- göngu til þess fallið að lappa upp á þá einokun og þá sérhagsmuni, sem kerfið verndar. Og mun vernda. Það sem mér finnst þó alvarlegast við allan þennan gjörning og þann málfutning þeirra, sem ráða ferðinni, er, að hvorki sjávarútvegsráðherra né fylgismenn hans virðast átta sig á þeim kjarna málsins, að innihalds- leysi frumvarpsins felst í því, að það er ekki tekið á því ósætti, sem er grund- völlur andstöðunnar gagnvart kvótakerfinu og hinu frjálsa framsali. Mikill meirihluti þjóð- arinnar hefur hvað eftir annað lýst þeirri af- stöðu sinni, að óveiddur fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Fiskistofnarnir eru ekki einkaeign útgerð- arinnar og kvótahafa. Það stríðir gegn rétt- lætiskennd hins al- menna borgara, að ein- staklingar í útgerð geti leigt og selt óveiddan fiskinn og labbað sig út úr greininni, með fulla vasa fjár. Bara si sona. Á þessu er alls ekki tekið. Þvert á móti er verið að segja með þessu frumvarpi, að ef útgerðin borgar eitt- hvert málamyndargjald í ríkissjóð, af þeim hugsanlega hagnaði sem veið- arnar gefa af sér, þá megi þeir sem kvótann hafa umgangast fiskistofn- ana sem sína eign. Það er með öðrum orðum verið að slá því föstu, að út- gerðin eigi óveiddan fiskinn, nánast landið og miðin, eins og þau leggja sig. Það er verið að stinga dúsu upp í þjóðina. Það er verið að innsigla sér- eignina. Það er endanlega verið að loka kerfinu. Það er verið að segja við sægreifana: borgið þið túkallinn og þá megið þið eiga milljónirnar. Eða milljarðana. Í þessu felst engin sátt. Að minnsta kosti ekki gagnvart þeim sem varðar um almannahagsmuni, réttlæti og sameign íslensku þjóðarinnar. Nokkur orð um þjóðarsáttina Ellert B. Schram Kvótinn Fiskistofnarnir, segir Ellert B. Schram, eru ekki einkaeign útgerð- arinnar og kvótahafa. Höfundur er áhugamaður um fiskveiðistjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.