Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 13 REGLUR EES-samningsins um tæknilegar viðskiptahindranir hafa sáralítið komið til kasta íslenskra dómstóla, en ákvæði Rómarsamn- ingsins og reglur EES-samningsins um tæknilegar viðskiptahindranir hafa vítt gildissvið og hafa verið túlk- aðar rúmt af EFTA- og Evrópudóm- stólnum, samkvæmt upplýsingum Stefáns Geirs Þórissonar, hæstarétt- arlögmanns, en menn velta því nú fyrir sér hvort dómur í undirrétti í Svíþjóð sem heimilar tímariti þar í landi að birta áfengisauglýsingar geti haft áhrif hér á landi. Fram kom hjá Stefáni að það er forúrskurður Evrópudómstólsins frá 8. mars 2001 sem liggi til grundvallar dómi hins sænska dómstóls. Dóm- stóllinn hafði óskað forúrskurðar Evrópudómstólsins um áfengisaug- lýsingabann sænskra laga. Niður- staða Evrópudómstólsins hafi í stuttu máli verið sú að reglur Róm- arsamningsins um tæknilegar við- skiptahindranir og frjáls þjónustu- viðskipti, sem eigi sér fullkomna samsvörun í EES-samningnum, úti- loki ekki bann við áfengisauglýsing- um af því tagi sem fyrir hendi sé í Svíþjóð um markaðssetningu áfengra drykkja, nema það sé leitt í ljós í hverju einstöku tilviki, með hliðsjón af þeirri löggjöf og þeim staðreyndum eða atvikum sem um sé að ræða í hverju aðildarríki fyrir sig, að vernd heilbrigðis gegn skaðlegum áhrifum áfengis sé hægt að tryggja með ráðstöfunum sem hafi minni áhrif á viðskipti innan Evrópusam- bandsins eða EES. „Hið sænska bann við áfengisaug- lýsingum, líkt og íslensk löggjöf á sama sviði, hefur meiri áhrif á mark- aðssetningu áfengis frá öðrum ríkj- um Evrópska efnahagssvæðisins en markaðssetningu áfengis sem fram- leitt er hér á landi og felur þar af leiðandi í sér viðskiptahindrun í skilningi 28. gr. Rómarsamningsins og 11. gr. EES-samningsins. Jafn- framt virðist auglýsingabannið, jafn- vel þótt það feli ekki í sér mismunun milli innlends og innflutts áfengis, hafa áhrif á framboð milli landa á auglýsingaplássi, en með tilliti til al- þjóðlegs eðlis auglýsingamarkaðar- ins í þessum vöruflokki, felur bannið í sér hindrun á frjálsum þjónustu- viðskiptum í skilningi 46. gr. Róm- arsamningsins og 36. gr. EES-samn- ingsins. Slíkar hindranir geta verið réttlætanlegar á grundvelli heil- brigðissjónarmiða, sem eru al- mannahagsmunir sem viðurkenndir eru bæði í Rómarsamningnum og EES-samningnum. Hvað réttarstöð- una varðar hér á landi, má gera ráð fyrir að það verði hlutverk íslenskra dómstóla að leggja á það mat, á grundvelli íslenskrar löggjafar, at- vika viðkomandi máls og aðstæðna að öðru leyti hér á landi, hvort áfeng- isauglýsingabann laganna fullnægir þeim kröfum að hægt sé að réttlæta það á grundvelli heilbrigðissjónar- miða. Í þeim efnum held ég að hvorki íslenskir dómstólar né EFTA-dóm- stóllinn komi sérstaklega til með að leggja mikið uppúr yfirlýsingu Ís- lands sem er reyndar sameiginleg með hinum norrænu EFTA-ríkjun- um og fylgir með EES-samningnum, þess efnis að einkasala íslenska rík- isins á áfengi sé grundvölluð á mik- ilvægum heilbrigðis- og félagslegum sjónarmiðum. Bæði er að yfirlýsing- in fjallar aðeins um smásölueinka- sölu ríkisins á áfengi auk þess sem um einhliða yfirlýsingu er að ræða. Ég held að niðurstaða íslenskra dómstóla muni fyrst og fremst ráð- ast af því hvort vægari úrræði séu fyrir hendi til að ná þeim heilbrigð- ismarkmiðum sem að er stefnt, auk þess sem ég held að jafnræðisreglur íslensks réttar og reglur um tjáning- arfrelsi komi til með að hafa mikil áhrif á niðurstöðu íslenskra dóm- stóla.“ Hjá Stefáni kom fram að það sé at- hyglisvert að reglur EES-samnings- ins um tæknilegar viðskiptahindran- ir hafi sáralítið komið til kasta íslenskra dómstóla og sér vitanlega hafi þeim aldrei verið borið við í refsimálum vegna meintra brota á íslenskum lögum um áfengisauglýs- ingar. Þau mál hafi, eftir því sem hann best viti, siglt í gegnum rétt- arkerfið án þess að á Evrópuregl- urnar hafi verið minnst. Ákvæði Rómarsamningsins og reglur EES- samningsins um tæknilegar við- skiptahindranir hafi mjög vítt gild- issvið og hafi verið túlkaðar rúmt af EFTA-dómstólnum og sér í lagi Evrópudómstólnum, í dómum sem hafi gildi hér á landi. Um sé að ræða gríðarlegan fjölda dóma Evrópu- dómstólsins á þessu sviði sem feli í raun í sér efnisreglur sem engan veginn sé hægt að átta sig á, með lestri EES-samningsins sjálfs, held- ur verði menn að skoða fræðirit eða dómana sjálfa til að átta sig á regl- unum. Ákvæði EES-samningsins um tæknilegar viðskiptahindranir hafa vítt gildissvið Sáralítið reynt á reglurnar hér á landi Fiskflutn- ingabifreið fór út af BJÖRGUNARSVEITIN Vík- verji var kölluð út um klukkan átta í gærmorgun þegar tíu hjóla fiskflutningabifreið fór út af þjóðveginum við bæinn Brekkur í Mýrdal. Björgunarsveitarmenn fóru á fimmtán tonna trukki í eigu björgunarsveitarinnar og drógu bifreiðina upp á þjóðveg aftur með aðstoð veghefils frá Vegagerðinni. Engin slys urðu á fólki og einungis lítils háttar skemmdir á fiskflutningabílnum. Loka þurfti fyrir umferð í um hálfa klukkustund á meðan björgunaraðgerðir fóru fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.