Morgunblaðið - 09.03.2002, Side 23

Morgunblaðið - 09.03.2002, Side 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 23 Antikhúsgögn og listmunir Antik Kuriosa Grensásvegi 14 símar 588 9595 og 660 3509 Opið mán-fös. frá kl. 12-18 Lau. frá kl 12-17 OLÍUFÉLAGIÐ hf., Tryggingamið- stöðin hf. og samstarfsaðilar hafa selt Vísi hf. í Grindavík 45% eignarhlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Skrif- að var undir samninga þess efnis í Reykjavík í gær. Seljendur hlutabréf- anna eignast í staðinn hlut í Vísi hf. Vísir hf. er öflugt sjávarútvegsfyr- irtæki og verður nú með starfsemi í öllum landsfjórðungum: þ.e. í Grinda- vík, á Þingeyri (Fiskvinnslan Fjölnir), á Djúpavogi (Búlandstindur) og á Húsavík (Fiskiðjusamlag Húsavíkur). Vísir á og gerir út 7 línu- og netaskip og er stærsta línuútgerðarfyrirtæki landsins. Megináhersla er lögð á báta- útgerð og landvinnslu. Gert er ráð fyrir að með kvóta allra fjögurra fyr- irtækjanna verði hægt að afla sem nemur 14–16 þúsund tonnum, sem er nálægt hráefnisþörf fiskvinnsluhús- anna fjögurra í samstæðunni. Markmiðið með kaupum hluts í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. er að efla útgerðarþátt samstæðunnar og breikka framleiðslulínuna í landi. Stefnt er að aukinni framleiðslu í landi á öllum stöðum þar sem Vísir hf. er með starfsemi. Vísir hf. Vísir hf. í Grindavík var stofnað 1965 af Páli H. Pálssyni og fjölskyldu hans, sem eiga það og reka. Velta Vís- is árið 2001 var 3,5 milljarðar króna. Veiðiheimildir eru 9.500 þorskígildis- tonn. Á síðasta ári voru framleidd 4.000 tonn af blautverkuðum fiski, 1.500 tonn af frystri síld og 30 þús. tunnur af saltaðri síld. Mest af framleiðslunni fer á markað á Spáni, Ítalíu og í Grikklandi. Vísir hf. rekur fiskvinnslu á þremur stöðum, í Grindavík er saltfiskverkun. Vísir hf. keypti meirihluta í Búlands- tindi hf. á Djúpavogi árið 1999 og á nú um 90% í fyrirtækinu. Rekstrinum var breytt verulega og áhersla lögð á bolfisk- og síldarvinnslu. Vísir hf. tók þátt í að stofna Fisk- vinnsluna Fjölni á Þingeyri í ágúst 1999, með atbeina Byggðastofnunar. Vísir á tæplega helming fyrirtækisins og annast rekstur þess. Starfsmenn eru alls um 200 og tel- ur skipaflotinn: 7 línuskip, 200–300 brúttótonn að stærð: Hrungnir GK-50, Sighvatur GK-57, Freyr GK-157, Fjölnir ÍS-7, Sævík GK-257, Sunnutindur SU-59 og Páll Jónsson GK-7. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Fiskiðjusamlag Húsavíkur leggur megináherslu á bolfisk- og rækju- vinnslu. Fyrirtækið er ekki með eigin útgerð en er í veiðisamstarfi við Sam- herja hf. Fyrirtækið var stofnað árið 1947 og er því meðal elstu sjávarút- vegsfyrirtækja landsins. Velta FH ár- ið 2001 var um 2 milljarðar króna og varð hagnaður af rekstri um 130 millj- ónir króna. Veiðiheimildir eru um 2.000 þorsk- ígildistonn. Á síðasta ári var unnið úr 3.000 tonnum af bolfiski og 8.000 tonnum af rækju. Framleidd voru 1.700 tonn af frosnum bolfiskafurðum og 2.000 tonn af pillaðri rækju. Starfs- menn eru alls um 120. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. er skráð á Verðbréfa- þingi Íslands. Vísir í Grinda- vík eignast 45% í Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur Morgunblaðið/Kristinn Páll H. Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir, eigendur Vísis hf., ásamt Geir Magnússyni, forstjóra eignarhaldsfélags Olíufélagsins hf., við undirritun samnings um kaup Vísis á eignarhlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. FISKMARKAÐUR Íslands hf. hef- ur keypt 2⁄3 hlutafjár í Fiskmarkaði Suðurlands ehf. Fiskmarkaður Ís- lands er með starfstöðvar í 7 höfn- um, þ.e. Reykjavík, Akranesi, Arn- arstapa, Rif, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. Fiskmarkaður Suðurlands er með eina starfstöð í Þorlákshöfn, um er að ræða sams- konar starfsemi hjá báðum félögum þ.e. rekstur uppboðsmarkaðar fyrir fisk. Á árinu 2001 seldi Fiskmarkaður Íslands hf. 36.765 tonn, Fiskmark- aður Suðurlands seldi 6.924 tonn. Kaupverðið er að fullu greitt með peningum og hefur Fiskmarkaður Íslands hf. ekki tekið lán fyrir kaup- unum. Tilgangur Fiskmarkaðs Ís- lands hf. er að auka rekstrarhagræði þessara tveggja eininga. Ákvörðun um samruna félaganna liggur ekki fyrir á þessari stundu. Kaupa í fiskmarkaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.