Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMenningin á Spáni heillar Ólaf Stefánsson / B12 Chelsea náði fram hefndum gegn Tottenham / B5 12 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir Kährs-auglýs- ingablað frá Agli Árnasyni hf. Blaðinu verður dreift um allt land. 48 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞRIÐJUDÖGUM SÆUNN Þorsteinsdóttir, 17 ára ís- lenskur sellóleikari búsettur í Bandaríkjunum, lék einleik með Des Moines-sinfóníunni á laugardag og sunnudag í Des Moines í Iowa. Sæunn spilaði sellókonsert nr. 1 eft- ir Shostakovich með hljómsveitinni. Hún sagðist mjög ánægð með tón- leikana og sagði upplifunina vera einstaka er Morgunblaðið ræddi við hana í gær. „Þetta gekk mjög vel og var alveg æðislegt,“ sagði Sæunn. „Ég var svolítið stressuð en ekkert rosalega mikið samt,“ játar hún. Sæunn sagði það hafa verið mikla upplifun að fá að spila með svo stórri sinfóníuhljómsveit. „Þetta er góð hljómsveit, stjórnandinn er æð- islegur og þetta gekk mjög vel.“ Sæunn segir viðbrögð áhorfenda hafa verið mjög góð og að nánast hafi verið uppselt á tónleikana. Sæunn sigraði í tónlistarkeppn- inni Des Moines Young Artist Competition í febrúar og bauðst í kjölfarið að spila einleik með Des Moines-sinfóníunni eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu fyrir helgi. Á næstunni verður nóg að gera hjá Sæunni á tónlistarsviðinu. Nú er hún á leið til Cleveland þar sem hún mun spila með hópi annarra selló- leikara á tónleikum. Í lok mars fer hún síðan til Flórída og spilar í út- varpsþætti á National Public Radio. „Svo eru prófin í skólanum að nálg- ast, þetta er allt að gerast á sama tíma,“ sagði hún hlæjandi. Sæunn stefnir á að heimsækja Ísland í sum- ar og leyfa Íslendingum að njóta sellóleiks síns. „Mikil upplifun að spila með sinfóníuhljómsveit“ Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari. Sæunn Þorsteinsdóttir lék með Des Moines-sinfóníunni TVEIR rúmlega tvítugir menn hafa verið dæmdir fyrir að hafa í samein- ingu staðið að innflutningi á rúmlega tveimur kílóum af hassi til landsins með ferjunni Norrænu í ágúst í fyrra. Sæþota sem notuð var við innflutn- inginn var jafnframt gerð upptæk til ríkissjóðs. Annar mannanna keypti efnið í Danmörku og flutti það til Bergen í Noregi þar sem hann tók sér far til Ís- lands með Norrænu. Utarlega í Seyð- isfirði kastaði hann tösku með hass- inu útbyrðis en félagi hans sigldi upp að skipinu og hirti töskuna og sigldi með hana áleiðis til Mjóafjarðar. Þessi ævintýralega tilraun mis- tókst þar sem farþegar í ferjunni hringdu í Neyðarlínu og tilkynntu háttalag félaganna. Lögreglan bað um aðstoð frá varðskipinu Tý, sem þá var statt í Seyðisfirði vegna sprengju- leitar í flakinu af El Grillo. Skipverjar settu út hraðbát og eltu manninn fyrir Dalatanga og inn í Mjóafjörð. Þar biðu tveir samverkamenn hans á bif- reið sem þeir hugðust nota til að kom- ast undan. Ein akleið er úr Mjóafirði og stöðvaði lögregla för mannanna, sem höfðu séð sitt óvænna og falið hassið. Með hjálp fíkniefnahunds fannst pakkinn stuttu síðar. Alls voru fjórir ákærðir vegna málsins en tveir þeirra mættu ekki fyrir dóm. Hinir tveir játuðu brot sitt en upplýst var að sá sem keypti hass- ið í Danmörku hafði átt hugmyndina að smyglinu. Hlaut hann þrettán mánaða skilorðsbundið fangelsi í fjög- ur ár en hluti refsingarinnar var vegna eldri dóms. Hinn hlaut þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þeim var einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, þeirra Jóhannesar Rúnars Jó- hannessonar hdl. og Hilmars Gunn- laugssonar hdl., og annan sakar- kostnað. Logi Guðbrandsson, dómstjóri Héraðsdóms Austurlands, kvað upp dóminn. Tveir dæmdir fyrir smygltilraun með Norrænu Sæþotan gerð upp- tæk til ríkissjóðs AFHJÚPUÐ var nýverið í Konunglega tónlistarhá- skólanum í Kaupmanna- höfn portrett- mynd af dansk- íslenska selló- leikaranum Erling Blöndal Bengtssyni í tilefni af sjö- tugsafmæli hans. Mál- verkið er eftir son Erlings, Stefan Blöndal. Meðal ræðu- manna við at- höfnina var Helgi Ágústs- son sendiherra. Það voru nemendur Er- lings sem önn- uðust fjár- mögnun mynd- arinnar en hann kenndi í Kaupmannahöfn í 37 ár. Ýmsir sjóðir lögðu framtakinu lið. Vilja nemendurnir með þessum hætti færa kennara sínum þakkir fyrir framlag hans til dansks tónlistar- lífs. Erling Blöndal Bengtsson er, sem kunnugt er, einn fremsti konsertsellisti sinnar kynslóðar og hefur leikið með flestum helstu sinfóníuhljómsveitum heims. Stefan Blöndal er fæddur árið 1964. Hann sýndi fyrst í Den Frie-salnum í Kaupmannahöfn 1987 en síðan hefur hann tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar í Þýskalandi, Frakklandi, Mónakó, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Englandi, auk Danmerkur. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir list sína í Frakklandi. Verk Stef- ans er meðal annars að finna í Bloxham-galleríunum í Lund- únum og Galerie Helth í Kaup- mannahöfn. Málverk af Erling Blöndal Bengts- syni afhjúpað LÖGREGLAN í Kópavogi hand- tók aðfaranótt sunnudags karl- mann og konu í íbúð í Kópavogi þar sem maður á sextugsaldri fannst látinn. Dánarorsök manns- ins var ekki ljós í gær en búist er við niðurstöðum krufningar innan tíðar. Að sögn Friðriks Smára Björg- vinssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi, var hinn látni búsettur í íbúðinni en maðurinn og konan voru þar gestkomandi. Annað þeirra tilkynnti lögreglu andlátið. Þau voru bæði undir áhrifum áfengis þegar þau voru handtekin og voru látin sofa úr sér á lög- reglustöðinni. Að loknum yfir- heyrslum á sunnudag var þeim sleppt úr haldi. Friðrik Smári segir að þegar dánarorsök er ókunn séu allir möguleikar kannaðir, þ.á m. hvort viðkomandi hafi verið ráðinn bani. Maður fannst látinn í íbúð í Kópavogi Manni og konu sleppt að loknum yfirheyrslum KARLMAÐUR um fimmtugt, sem varð fyrir alvarlegri hnífstungu- árás heima hjá sér á Grettisgötu í Reykjavík 6. mars, liggur alvar- lega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, tengdur við öndunarvél. Eftir komu á spítalann gekkst hann undir skurðaðgerð og var á góðum bata- vegi eftir aðgerðina en síðan hrak- aði honum mjög og var ekki unnt að útskrifa hann af deildinni eins og til stóð fáeinum dögum eftir innlögn. Að sögn læknis á gjör- gæsludeild er líðan hans eftir at- vikum. Tæplega fertug kona situr í gæsluvarðhaldi til 21. mars að kröfu lögreglunnar í Reykjavík, grunuð um að hafa stungið karl- manninn margsinnis. Hefur hrakað eftir hníf- stunguárás RANNSÓKN á flugatvikinu sem varð við Gardemoen-flugvöll við Osló 22. janúar sl. heldur áfram af fullum krafti. Norsk flugmálayfirvöld fara með forræði rannsóknarinnar og vinna að henni í samráði við Rannsóknar- nefnd flugslysa á Íslandi. Þormóður Þormóðsson, formaður nefndarinn- ar, mun fara til Noregs í næstu viku til að fara yfir gögn málsins ásamt norskum starfsbræðrum sínum. Eins og fram hefur komið var flug- vél Flugleiða í aðflugi að Gardemo- en-velli þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu. Í ljós kom að umrætt atvik var alvarlegra en álitið var í fyrstu og eru flugmenn- irnir tveir ekki að störfum á meðan málið er rannsakað innan Flugleiða. Formað- urinn til Noregs Rannsóknar- nefnd flugslysa MAÐURINN sem lést í hörðum árekstri jeppa og fólksbifreiðar aust- an við Selfoss á föstudagskvöld hét Ingvar Guðmunds- son, til heimilis á Bankavegi 2 á Sel- fossi. Ingvar var 22 ára, en hann fædd- ist 10. mars 1979. Anna Margrét Sigurðardóttir lést eftir árekstur í Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi á laugardagsmorg- un. Anna Margrét var 11 ára, fædd 22. október 1990. Heimili hennar var í Rauðaskógi í Biskupstungum. Létust í um- ferðarslysum um helgina Ingvar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.