Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 43
FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 43 RAFIÐNAÐARSKÓLINN lauk skólastarfi haustannar með út- skrift 80 nemenda föstudaginn 15. febrúar sl. Að þessu sinni var útskrifað af tveimur náms- brautum, í tölvu- og rekstrarnámi og af MCP-braut. Útskriftin fór fram í sal VT-skólans í Faxafeni 10. Tölvu- og rekstrarnám er einn- ar annar nám fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á tölvunotkun á stuttum tíma, læra bókfærslu og öðlast skilning á helstu tölum í bókhaldinu. Þetta nám hefur ver- ið kennt hjá Rafiðnaðarskólanum í 7 ár og hefur áunnið sér sess sem hnitmiðað og öflugt nám þar sem þátttakendur læra mikið á stuttum tíma. Alls hafa 435 nem- endur útskrifast af þessari náms- braut segir í fréttatilkynningu. MCP-braut er kennd hjá CTEC á Íslandi sem er skóli í eigu Raf- iðnaðarskólans. Þetta nám til- heyrir röð námsbrauta sem hver um sig stendur yfir í eina önn og undirbýr nemendur fyrir alþjóð- legar viðurkenndar prófgráður í net- og tölvuumsjón frá Microsoft og fleiri aðilum. Í heild stendur námið yfir í þrjár annir. Í þetta skipti voru útskrifaðir 50 nem- endur af MCP-braut og er hluti þeirra nú í framhaldsnámi við skólann. Hjá CTEC á Íslandi stunda nú um 100 nemendur nám á ýmsum námsbrautum og í Rafiðnaðar- skólanum eru um 70 nemendur í samfelldu tölvu- eða fagnámi auk þeirra sem taka þátt í stuttum námskeiðum. Á myndinni sést hluti MCP-útskriftarnema ásamt kennurum sínum. Útskrift í Rafiðnaðarskólanum MYNDSAUMUR í Hafnarfirði, sem hefur starfað í 12 ár, hefur flutt starfsemi sína að Reykjavík- urvegi 62 í Hafnarfirði. Fyrirtækið er sérhæft í sölu og merkingum á fatnaði, húfum og handklæðum. Til merkinga eru tvær útsaums- vélar, ein sex hausa og önnur með einum haus til nafnamerkinga. Á heimasíðu Myndsauma www.- myndsaumur.is má sjá nær allan þann fatnaði sem fyrirtækið hefur uppá að bjóða ásamt upplýsingum um fáanlega liti og stærðir auk þess sem möguleiki er að panta þar handklæði o.fl., segir í fréttatil- kynningu. Myndsaumur í nýtt húsnæði STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 12. mars kl. 20.30. Eiríkur Örn Arnar- son, forstöðusálfræðingur á vefræn- um deildum Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, flytur erindi: „Að takast á við neikvæða hugsun.“ Fundur hjá Styrk ÍÞRÓTTAMENN Seltjarnarness fyrir árið 2001 urðu Harpa Snædís Hauksdóttir í fimleikum og Jónatan Arnar Örlygsson í dansi. Harpa Snædís hefur stundað fimleika í Gróttu í 8 ár. Í dag æfir hún með meistarahópi félagsins. Hún er í hópi bestu fimleikastúlkna landsins og æfir með landsliði Íslands í fimleikum. Hún hefur verið valin til að keppa í lok apríl nk. fyrir Ís- lands hönd á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Grikklandi. Hún vann til margra verðlauna á sl. ári, m.a. á unglinga- og eldriflokkamóti FSÍ í október sl. fyrir frjálsar æfingar, 1. sæti á öllum áhöldum og 1. sæti samanlagt. Jónatan Arnar Örlygsson hefur æft dans í 9 ár. Hann hefur sýnt dans bæði hér innanlands og er- lendis. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna á al- þjóðlegum mótum og með frammistöðu sinni hef- ur hann sýnt að hann er efnilegasti dansari í sínum aldursflokki um þessar mundir. Í október 2000 varð hann Norðurlandameistari fyrstur Ís- lendinga og ári síðar 2001 varði hann titil sinn og varð aftur Norðurlandameistari í sínum aldurs- flokki. Hann er einnig mjög efnilegur í golfi og vann sl. sumar unglingaflokk í meistaramóti Nesklúbbsins. Og ekki má gleyma að hann stund- ar einnig handbolta og fótbolta með Gróttu. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk á Seltjarnarnesi, við- urkenning til þeirra sem valin voru í landslið og síðan var veittur afreksstyrkur. Alls var 41 ein- staklingur heiðraður að þessu sinni. Harpa S. Hauksdóttir og Jónatan A. Örlygsson. Íþróttamenn Seltjarnarness 2001 ÍSLENSKI ljósmyndabankinn Nordic Photos hefur gerst um- boðsaðili fyrir bandaríska fyrir- tækið Getty Images Inc. sem rek- ur einn stærsta myndabanka heims. Umboð NordicPhotos nær til Íslands, Grænlands og Fær- eyja, og gerir fyrirtækinu kleift að bjóða viðskiptavinum sínum að- gang að safni Getty Images, en þar er að finna yfir 40 milljónir ljósmynda, auk úrvals af hreyfi- myndum, teikningum, hljóðskrám og leturgerðum. Myndasafn Getty Images sam- anstendur af nokkrum af þekkt- umvörumerkjum á þessu sviði, s.s. Stone (TonyStone), FPG, Photod- isc, Eyewire, Artville og Hulton Archive, en í síðastnefnda mynda- bankanum er til dæmis að finna margar af frægustu fréttamyndum sem teknar hafa verið. NordicPhotos er íslenskur ljós- myndabanki sem var opnaður í apríl 2001 og er NordicPhotos nú stærsti myndabanki landsins og hefur þegar samið við 46 ljós- myndara, bæði innlenda og er- lenda, um sölu og dreifingu á ljós- myndum þeirra. Alls ná samningarnir yfir rúmlega 60 þús- und myndir frá þessum ljósmynd- urum. Yfir 10 þúsund myndir hafa nú þegar verið settar á stafrænt form og hægt er að skoða þær á www.nordicphotos.is, segir í fréttatilkynningu. Íslenski ljós- myndabank- inn umboðs- aðili Getty Images
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.