Morgunblaðið - 12.03.2002, Page 43

Morgunblaðið - 12.03.2002, Page 43
FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 43 RAFIÐNAÐARSKÓLINN lauk skólastarfi haustannar með út- skrift 80 nemenda föstudaginn 15. febrúar sl. Að þessu sinni var útskrifað af tveimur náms- brautum, í tölvu- og rekstrarnámi og af MCP-braut. Útskriftin fór fram í sal VT-skólans í Faxafeni 10. Tölvu- og rekstrarnám er einn- ar annar nám fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á tölvunotkun á stuttum tíma, læra bókfærslu og öðlast skilning á helstu tölum í bókhaldinu. Þetta nám hefur ver- ið kennt hjá Rafiðnaðarskólanum í 7 ár og hefur áunnið sér sess sem hnitmiðað og öflugt nám þar sem þátttakendur læra mikið á stuttum tíma. Alls hafa 435 nem- endur útskrifast af þessari náms- braut segir í fréttatilkynningu. MCP-braut er kennd hjá CTEC á Íslandi sem er skóli í eigu Raf- iðnaðarskólans. Þetta nám til- heyrir röð námsbrauta sem hver um sig stendur yfir í eina önn og undirbýr nemendur fyrir alþjóð- legar viðurkenndar prófgráður í net- og tölvuumsjón frá Microsoft og fleiri aðilum. Í heild stendur námið yfir í þrjár annir. Í þetta skipti voru útskrifaðir 50 nem- endur af MCP-braut og er hluti þeirra nú í framhaldsnámi við skólann. Hjá CTEC á Íslandi stunda nú um 100 nemendur nám á ýmsum námsbrautum og í Rafiðnaðar- skólanum eru um 70 nemendur í samfelldu tölvu- eða fagnámi auk þeirra sem taka þátt í stuttum námskeiðum. Á myndinni sést hluti MCP-útskriftarnema ásamt kennurum sínum. Útskrift í Rafiðnaðarskólanum MYNDSAUMUR í Hafnarfirði, sem hefur starfað í 12 ár, hefur flutt starfsemi sína að Reykjavík- urvegi 62 í Hafnarfirði. Fyrirtækið er sérhæft í sölu og merkingum á fatnaði, húfum og handklæðum. Til merkinga eru tvær útsaums- vélar, ein sex hausa og önnur með einum haus til nafnamerkinga. Á heimasíðu Myndsauma www.- myndsaumur.is má sjá nær allan þann fatnaði sem fyrirtækið hefur uppá að bjóða ásamt upplýsingum um fáanlega liti og stærðir auk þess sem möguleiki er að panta þar handklæði o.fl., segir í fréttatil- kynningu. Myndsaumur í nýtt húsnæði STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 12. mars kl. 20.30. Eiríkur Örn Arnar- son, forstöðusálfræðingur á vefræn- um deildum Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, flytur erindi: „Að takast á við neikvæða hugsun.“ Fundur hjá Styrk ÍÞRÓTTAMENN Seltjarnarness fyrir árið 2001 urðu Harpa Snædís Hauksdóttir í fimleikum og Jónatan Arnar Örlygsson í dansi. Harpa Snædís hefur stundað fimleika í Gróttu í 8 ár. Í dag æfir hún með meistarahópi félagsins. Hún er í hópi bestu fimleikastúlkna landsins og æfir með landsliði Íslands í fimleikum. Hún hefur verið valin til að keppa í lok apríl nk. fyrir Ís- lands hönd á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Grikklandi. Hún vann til margra verðlauna á sl. ári, m.a. á unglinga- og eldriflokkamóti FSÍ í október sl. fyrir frjálsar æfingar, 1. sæti á öllum áhöldum og 1. sæti samanlagt. Jónatan Arnar Örlygsson hefur æft dans í 9 ár. Hann hefur sýnt dans bæði hér innanlands og er- lendis. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna á al- þjóðlegum mótum og með frammistöðu sinni hef- ur hann sýnt að hann er efnilegasti dansari í sínum aldursflokki um þessar mundir. Í október 2000 varð hann Norðurlandameistari fyrstur Ís- lendinga og ári síðar 2001 varði hann titil sinn og varð aftur Norðurlandameistari í sínum aldurs- flokki. Hann er einnig mjög efnilegur í golfi og vann sl. sumar unglingaflokk í meistaramóti Nesklúbbsins. Og ekki má gleyma að hann stund- ar einnig handbolta og fótbolta með Gróttu. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk á Seltjarnarnesi, við- urkenning til þeirra sem valin voru í landslið og síðan var veittur afreksstyrkur. Alls var 41 ein- staklingur heiðraður að þessu sinni. Harpa S. Hauksdóttir og Jónatan A. Örlygsson. Íþróttamenn Seltjarnarness 2001 ÍSLENSKI ljósmyndabankinn Nordic Photos hefur gerst um- boðsaðili fyrir bandaríska fyrir- tækið Getty Images Inc. sem rek- ur einn stærsta myndabanka heims. Umboð NordicPhotos nær til Íslands, Grænlands og Fær- eyja, og gerir fyrirtækinu kleift að bjóða viðskiptavinum sínum að- gang að safni Getty Images, en þar er að finna yfir 40 milljónir ljósmynda, auk úrvals af hreyfi- myndum, teikningum, hljóðskrám og leturgerðum. Myndasafn Getty Images sam- anstendur af nokkrum af þekkt- umvörumerkjum á þessu sviði, s.s. Stone (TonyStone), FPG, Photod- isc, Eyewire, Artville og Hulton Archive, en í síðastnefnda mynda- bankanum er til dæmis að finna margar af frægustu fréttamyndum sem teknar hafa verið. NordicPhotos er íslenskur ljós- myndabanki sem var opnaður í apríl 2001 og er NordicPhotos nú stærsti myndabanki landsins og hefur þegar samið við 46 ljós- myndara, bæði innlenda og er- lenda, um sölu og dreifingu á ljós- myndum þeirra. Alls ná samningarnir yfir rúmlega 60 þús- und myndir frá þessum ljósmynd- urum. Yfir 10 þúsund myndir hafa nú þegar verið settar á stafrænt form og hægt er að skoða þær á www.nordicphotos.is, segir í fréttatilkynningu. Íslenski ljós- myndabank- inn umboðs- aðili Getty Images

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.