Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 29 PHARMACO hf. og Listasafn Ís- lands hafa gert með sér samstarfs- samning fyrir árin 2002 og 2003, en samningurinn var undirritaður af forsvarsmönnum beggja aðila í gær. Verður Pharmaco því aðalstyrktar- aðili Listasafns Íslands næstu tvö ár- in og nemur framlag fyrirtækisins tólf milljónum króna. Með samstarfssamningnum vill Pharmaco styðja og styrkja menn- ingarlíf á Íslandi og kynna íslenska list erlendis. Mun fyrirtækið taka þátt í kostun sýninga, viðburða og annarrar starfsemi á vegum Lista- safns Íslands. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, segist fagna samstarfssamningnum sem verði mikilvægur þáttur í að styrkja starf safnsins. „Samningurinn við Pharm- aco er okkur mjög mikilvægur. Framundan á árinu eru veigamikil og kostnaðarsöm sýningarverkefni og beinist stuðningssamningurinn ekki síst að þeim. Þannig verður í aprílmánuði opnuð sýning á verkum rússnesku aldamótameistaranna sem fengin er frá Tretjakov-safninu í Moskvu. Í haust verður síðan sýning á íslenskri myndlist 20. aldar í Tretjakov-safninu, og verður það viðamesta kynning á íslenskri mynd- list sem haldin hefur verið í Rúss- landi. Pharmaco er mjög góður sam- starfsaðili fyrir okkur í þessu kynningarstarfi vegna umsvifa fyr- irtækisins og markaðshlutdeildar á þessu svæði,“ segir Ólafur. Að sögn Sindra Sindrasonar, for- stjóra Pharmaco, er hér um að ræða fyrsta stóra samninginn sem fyrir- tækið gerir við aðila er starfar á sviði lista og menningar. „Megináherslur okkar í styrkveitingum beinast að starfsemi sem stendur okkur nærri, s.s. sjúklingasamtökum og aðilum er starfa á sviði heilbrigðismála. Und- anfarið hefur fyrirtækið hins vegar tekið þátt í uppbyggingu efnahags- lífs og viðskipta erlendis, ekki síst í Rússlandi og austanverðri Evrópu. Þetta árið hefur Listasafn Íslands uppi metnaðarfull áform um sýning- arhald tengt Rússlandi og þótti okk- ur hjá Pharmaco áhugavert tækifæri að eiga þátt í að stuðla að auknum menningarsamskiptum Íslendinga og þjóða á því svæði. Við erum mjög ánægðir með það samstarf sem hér er lagt upp með og vonumst til að það muni nýtast bæði Pharmaco og Listasafni Íslands,“ segir Sindri. Pharmaco og Listasafn Íslands gera samstarfssamning „Mikilvægur þáttur í að styrkja starf safnsins“ Morgunblaðið/Kristinn Knútur Bruun, formaður safnráðs Listasafns Íslands, Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, Ólafur Kvaran, forstöðumaður listasafnsins, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Pharmaco, fagna undirskrift samstarfssamnings Pharmaco og Listasafns Íslands. Framlagið nemur tólf milljónum króna á tveimur árum. ÞRIÐJU tónleikarnir í röð fernra hádegistónleika Íslensku óper- unnar á vormisseri verða haldnir í dag, þriðjudag, og bera þeir yf- irskriftina „Heima hjá Atla“. Þar flytja þau Signý Sæmundsdóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurð- arson baríton og Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir píanóleikari sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, og verða þrjú laganna frumflutt á þessum tónleikum. Sönglögin á efnisskránni hefur Atli Heimir samið á undanförnum árum. Verkin eru samin við ljóð skálda úr fortíð og samtíð, en tvö laganna eru við ljóð eftir Kára Stef- ánsson, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar og önnur tvö við frönsk ljóð eftir Béatrice Cantoni, sem var frönsk sendiherrafrú hér á landi á árunum 1993–1997. Þá verða flutt fjögur lög sem Atli hefur samið við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og að lokum eitt lag við ljóð séra Jóns frá Bægisá. Eitt laganna við ljóð eftir Kára og tvö við ljóð Jónasar hafa ekki heyrst opinberlega áður. Atli Heimir segist hneigjast æ meira til sönglagagerðar, einkum umfangsmeiri sönglaga eða tón- smíða sem kenndar eru við „Lied- er“. „Ég hef alltaf verið ljóða- og bókmenntaunnandi og hef mjög gaman af því að lesa og fylgjast með íslenskum skáldskap, bæði fornum og nýjum. Hingað til hef ég samið nokkuð af smálögum og söngvísum en undanfarið hef ég fært mig yfir í umfangsmeiri söng- lög í anda Evrópuhefðarinnar. Eitt slíkt samdi ég nýlega fyrir Sólrúnu Bragadóttur við Útsæ Einars Bene- diktssonar, en lagið tekur allt að því 20 mínútur í flutningi. Á hádeg- istónleikunum verða sönglög í þess- um anda, bæði við ljóð Kára Stef- ánssonar og Béatrice Cantoni. Þetta eru talsvert umfangsmikil sönglög og mikið „kompóneruð“, ekki síst í þeim skilningi að algert jafnræði er komið á með píanóinu og söngröddinni. Það er kannski ýmislegt fleira í þessum dúr á leið- inni hjá mér.“ Atli Heimir segir þessar tón- smíðar ekki síst heillandi þar sem Íslendingar eiga rótgróna ljóða- hefð sem enn standi í miklum blóma. „Hins vegar er þetta ákaf- lega ópraktísk og innhverf listiðja. Ljóðin eiga sér mjög einlæga aðdá- endur en þeir eru aldrei óskaplega margir. Það er mér því mikil hvatn- ing hvað íslenskir söngvarar hafa sýnt þessari viðleitni minni mikinn áhuga og af nógu er að taka á þessu sviði,“ segir Atli Heimir að lokum. Tónleikarnir „Heima hjá Atla“ hefjast kl. 12.15 og taka um 40 mín- útur. Aðgangseyrir er 600 kr. Íslensk sönglög í anda Evr- ópuhefðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Kjartan Sigurðarson, Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Signý Sæ- mundsdóttir munu flytja sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson á hádeg- istónleikum Íslensku óperunnar í dag. Þrjú laganna verða frumflutt. FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.