Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLT ÞETTA FYRIR ÞIG frá Estée Lauder ef keypt er fyrir 3.500 krónur eða meira frá Estée Lauder í Clöru á Kringlukasti. Tilboðið stendur frá 12.-17. mars. *Meðan birgðir endast. GJÖFIN INNIHELDUR: INTUITION Eau de parfum Spray, 4 ml. ILLUSIONIST Maximum Curling Mascara - nýjan maskara. COMPACT DISC EYESHADOW - tvöfaldan augnskugga. Kringlunni, sími 568 9033 LIGHTSOURCE Transforming Moisture Créme SPF 15 - 24 stunda krem. PURE COLOR Long Lasting Lipstick , hot kiss. AUGNSKUGGABURSTA. FALLEGA SNYRTITÖSKU. Verðgildi gjafarinnar er um 7.000 kr. Tvíburakálfarnir Sómi og Sæunn dafna vel í Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal en þeir voru vigtaðir í gær og reyndist Sæ- unn vera 51 kg en Sómi 53 kg. Kálfarnir fædd- ust 9. febrúar sl. og eru þeir því rétt mánaðar gamlir, en þeir voru um 28 kg við fæðingu. Kýrin Gæfa reif lær- vöðva við burðinn og þar sem hún gat ekki staðið upp aftur var ekki um annað að ræða en svæfa hana. Stella Krist- jánsdóttir dýra- hirðir segir að kýrin Gráskinna taki að sér alla kálfa sem fæðist í garðinum og hafi tvíburakálfarnir verið hjá henni og sogið hana. „Þeir hafa verið í góðu yfirlæti og svo er Guttormur, faðir þeirra, í næstu stíu,“ segir hún. Tví- burakálfar þykja mjög merkilegt fyrirbæri og segir í nýjasta Frétta- bréfi Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins að það sé álíka sjaldgæft og þeg- ar kona fæði þrí- eða fjórbura. Að sögn Stellu Kristjánsdóttur bar Gráskinna á liðnu sumri og þar sem nytin hafi minnkað hafi þurft að gefa kálfunum aukasopa einu sinni til tvisvar á dag. „Reyndar vill Sómi ekki sjá pela lengur, vill bara sjúga Gráskinnu og fær alveg nóg.“ Tvíburakálfarnir Sómi og Sæunn dafna vel hjá fósturkúnni Gráskinnu í Húsdýragarðinum. Tvíburakálf- arnir dafna vel Laugardalur Morgunblaðið/Golli GÖNGUSTÍGURINN við sjávarsíðuna í Reykjavík er vinsælt útivistarsvæði og þar er gjarnan margt um manninn, ekki síst á góð- viðrisdögum. „Ég nýt þess að ganga hérna á stígnum þegar ég hef tækifæri til og veðrið er gott,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, píanó- kennari, sem naut blíð- unnar á stígnum fyrir neð- an Ægisíðuna í gær. Sigríður Ólafsdóttir býr vestast í Vesturbænum og sinnir líkamsræktinni með píanókennslunni. Hún segir að sér finnist mjög gaman að fara í gönguferðir og geri það gjarnan í góðra vina hópi, en hún segist ganga út að tönkunum í Skerjafirði og sömu leið til baka. Auk þess er hún tvisvar í viku í tækja- leikfimi. „Þessi stígur er yndislegur. Það er mjög fallegt hérna, rólegt og sjávarloftið svo gott. Ég geng rösklega í um 45 mín- útur og hugsa um kyrrðina og vinnuna á meðan.“ Alla daga er fjölmenni á stígnum en þó eru flestir um helgar. Sigríður Ólafs- dóttir segir að þó alltaf séu einhverjir á gangi þekki hún ekki marga á virkum dögum en þeim mun fleiri um helgar. „Ég hef átt heima í Vesturbænum í tvö ár en áður en ég flutti hingað gerði ég mér oft ferð hingað til að njóta úti- verunnar, því það er svo gott að vera hérna.“ Morgunblaðið/Kristinn Sigríður Ólafsdóttir var á hraðferð á göngustígnum í gær en gaf sér samt tíma til setjast á bekk og spjalla. Fallegt, rólegt og gott loft Vesturbær Göngustígurinn við sjávarsíðuna vinsælt útivistarsvæði SÉRA Gísli Jónasson, pró- fastur, vísiteraði Fellasókn og Hólabrekkusókn í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra sl. sunnudag. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra nær yfir Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafar- vog og er fjölmennasta pró- fastsdæmi landsins, en þar eru átta kirkjur innan þjóð- kirkjunnar og 10 sóknir. Sr. Gísli Jónasson vísiteraði sóknirnar tvær í einu vegna þess að þær eru með sameig- inlega kirkju, Fella- og Hóla- kirkju, safnaðarheimili og starfsfólk. Vísitasía er gamall siður. Áður heimsóttu biskupar sóknirnar en síðan tóku pró- fastar við sem fulltrúar þeirra, því biskupar náðu ekki að heimsækja allar kirkjur. Starfið var einkum fólgið í því að sjá til þess að kirkju- húsið stæði uppi, að það væri vatns- og vindhelt, en Lilja Hallgrímsdóttir, djákni í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, segir að nú hugi pró- fastur fyrst og fremst að fólkinu, starfseminni og þjón- ustunni. „Þetta er skemmti- legur siður og nauðsynleg- ur,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið fyrsta vísitasía sr. Gísla Jónassonar í sóknunum. Frá vísitasíunni. Frá vinstri: Lilja Hallgrímsdóttir djákni, séra Guðmundur Karl Ágústsson, sóknarprestur í Hóla- brekkusókn, séra Gísli Jónasson prófastur og séra Hreinn Hjartarson, sóknarprestur í Fellasókn. Prófastur vísiter- ar tvær sóknir Reykjavík Morgunblaðið/Ásdís Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is Nýi Freemanslistinn kominn út Þumalína, Pósthússtræti 13 og Skólavörðustíg 41 Póstsendum – sími 551 2136 Meðgöngufatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.