Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 19 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 20-40% afsláttur af allri innimálningu Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. á innimálningu TILBOÐ PÁSKA VEL heppnaðir stórtónleikar fóru fram í Fjölbrautaskólanum á Sel- fossi fyrir skömmu á vegum Skálafélagsins sem vinnur að end- urbyggingu Tryggvaskála á Sel- fossi. Á tónleikunum komu fram söngvararnir Kristinn Sigmunds- son og Gunnar Guðbjörnsson. Þeir sungu við undirleik Jónasar Ingimundarsonar og var fagnað lengi og innilega í þéttsetnum samkomusalnum í skólanum. Þeir félagar fluttu söngva úr fimm óperum, Töfraflautunni, Ástardrykknum, Seldu brúðinni, Faust og Perluköfurunum. Í lokin sungu þeir síðan lag Jónasar Ingimundarsonar við ljóðið Vetr- ardagur eftir Stefán Hörð Gríms- son og var því mjög vel tekið enda ákaflega fallegt. Af sinni al- kunnu hógværð útskýrði Jónas hvers vegna hann væri að fikta við að semja lög: „Ég geri þetta stundum í staðinn fyrir að ráða krossgátur.“ Morgunblaðið/Sig. Jóns Gunnari, Kristni og Jónasi var vel fagnað á tónleikunum á Selfossi. Stórsöngvurum vel fagnað Selfoss SÍMINN hefur verið að end- urnýja búnað við símastreng- inn sem liggur um Norður- Hérað svo nú er kleift að flytja ISDN-samband um strenginn. Nú eiga allir bæir á Norð- ur-Héraði kost á að fá ISDN- tengingu nema Aðalból í Hrafnkelsdal, þangað var tal- ið of langt til að það réttlætti þann kostnað sem hlotist hefði af því að koma þangað þessari tengingu. Þetta er mikil bót fyrir símnotendur á svæðinu, áður var símasambandið svo slæmt að allskonar aukahljóð voru á línunni sem slitu tölvuteng- inguna og illa heyrðist í sím- anum, auk þess sem sím- númerabirtar virkuðu ekki á stórum svæðum í sveitarfé- laginu. Gamla tengingin var svo slöpp að fólk á svæðinu sem var tölvuvætt og með netið hafði ekki hálft gagn af tölvutengingum sínum, teng- ingin var seinvirk, erfitt reyndist oft að ná sambandi og síðan slitnaði sífellt. Þeir sem þegar hafa nýtt sér þennan nýja kost í þjón- ustu Símans eru mjög ánægð- ir með breytinguna, nú heyr- ist mun betur í símanum á svæðinu og tölvutengingin er mun hraðvirkari en áður var. Að sögn Jóhanns Elísers- sonar hjá Símanum á Egils- stöðum tóku nær 20 símnot- endur á Norður-Héraði strax inn ISDN-tengingu þegar hún stóð til boða og fleiri eru að hugsa sinn gang varðandi þennan nýja valkost. Stefnt er að því að klára ISDN-væð- inguna á öllu Fljótsdalshéraði á þessu ári. ISDN-væðingin er langt komin á Vopnafirði og henni er lokið í Breiðdal. Segja má að þessari tengingu muni ljúka að mestu leyti á Austur- landi á árinu auk þess sem fólk á helstu þéttbýlisstöðum á Austurlandi á kost á ADSL- tengingu. ISDN- teng- ing á Norður- Héraði Norður-Hérað BÖRN á aldrinum þriggja til fimm hafa notið þess í febrúar að fá íþróttaþjálfun einu sinni í viku í Íþróttamiðstöðinni. Hugmyndin hefur verið í deiglunni undanfarin tvö ár en það var Magnús Þor- grímsson sálfræðingur sem kom henni í framkvæmd. Hann talaði við forsvarsmenn íþróttamála í Borg- arbyggð og fékk íþróttasalinn leigð- an. Þarnæst fékk hann foreldra- félag leikskólans í lið með sér og boðað var til fundar í lok janúar. Um þrjátíu manns mættu á fundinn þannig að greinilegt var að áhugi var mikill. Skipuð var stjórn for- eldra til að standa fyrir þessu en í stjórninni eru m.a. iðjuþjálfi, þroskaþjálfi og leikskólakennari. Málið virtist ætla að stranda á því að fá íþróttakennara en svo fékkst Sigurður Örn Sigurðsson nemi í íþróttakennaraháskólanum til þess að vera í fjögur skipti. Magnús seg- ir að bærinn hafi veitt þeim braut- argengi og útvegað þeim salinn frítt. Framhaldið ræðst síðan af því hvernig gengur og hvort íþrótta- kennari fæst áfram til þess að þjálfa börnin. Íþróttir fyrir alla – líka litlu krakkana Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Á VORDÖGUM verður nýtt fjölnotahús í Þykkva- bæ tekið í notkun en smíði þess hófst fyrir rúmu ári. Burðarvirki hússins, styrk- ingar og tilheyrandi upp- setningar var keypt úr öðru Tívolíhúsanna sem áður stóðu í Hveragerði. Húsið sem hannað er af Vífli Magnússyni er rúmlega 1.300 fermetrar að flatar- máli á tveimur hæðum, þar af er neðri hæð um 1.000 fermetrar með 546 fermetra íþróttasal, búningsaðstöðu, áhalda- geymslu og rými fyrir mötuneyti grunnskóla hreppsins auk kennslu- aðstöðu í heimilisfræðum. Þá er ótalið rými í húsinu fyrir skrifstofu hreppsins, aðstöðu fyrir góðgerð- arsamtök eins og kvenfélagið og ungmennafélagið og hugsanlega bókasafn hreppsbúa. Húsið kemur til með að leysa margvíslegan hús- næðisvanda hreppsbúa og mun nýt- ast til margs konar afþreyingar og menningar. Að sögn Heimis Haf- steinssonar oddvita Djúpárhrepps hefur ástandið í húsnæðismálum hreppsins verið afar slæmt eftir jarðskjálftana sumarið 2000, en þá eyðilagðist gamla samkomuhúsið og var í kjölfarið tekið úr notkun. Nýtt íþróttahús senn tilbúið Þykkvibær Morgunblaðið/Aðalheiður Heimir Hafsteinsson, oddviti Djúpár- hrepps, virðir fyrir sér framkvæmdir í nýja íþróttahúsinu í Þykkvabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.