Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vi› stöndum vi› skuldbindingar flínarwww.dhl.is fijónustudeild: 535-1100. Nú getur DHL lofa› enn betri fljónustu. Me› DHL ertu öruggur um a› sendingin afhendist og fla› fljótt. Ef flú velur DHL StartDay fljónustu getum vi› lofa› flér afhendingu fyrir klukkan 09:00 næsta morgun. Ef fla› nægir a› sendingin sé afhent klukkan 12:00 flá getur flú vali› DHL MidDay fljónustu. fietta á vi› um sendingar innan Evrópu. Ger›u vel vi› flig og haf›u samband vi› okkur. DHL meira en bara lofor›. Nú getum vi› lofa› afhendingu fyrr innan Evrópu. fiarftu meiri tíma……… fiá höfum vi› betri lei›. LÍKT og margir er Mizuho Fukush- ima ákaflega ánægð með nafnið sitt – og vill vera það áfram. Þegar hún kynntist væntanlegum eiginmanni sínum, Yuichi Kaido, fyrir rúmum tuttugu árum, fannst henni það helst eins og að myrða góðan vin að gefa eftirnafnið sitt upp á bátinn. „Mér fannst það bara ekki viðeig- andi,“ sagði hún. Í mörgum löndum hefði hún getað haldið upprunalegu eftirnafni sínu, eða hjónin hefðu bæði getað tekið upp tvö eftirnöfn. En í Japan kveða lög svo á, að fólk sem gengur í hjónaband verði að deila einu eft- irnafni, og sterk hefð sér um, að það er eftirnafn mannsins í 97% tilvika. Svo fór, að Fukushima og Kaido mótmæltu með því að ganga ekki í hjónaband. Næstu tvo áratugina, þegar þau m.a. eignuðust dóttur, hélt Fukushima baráttunni áfram og skrifaði nokkrar bækur um kven- réttindi. Síðan hún var kjörin á þing 1998 hefur hún barist fyrir því að fá samþykkt lög er leyfa hjónum að hafa sitthvort eftirnafnið. Sífellt fleiri Japanir snúast á sveif með Fukushima en íhaldssamir karlþingmenn í Frjálslynda lýðræð- isflokknum, sem heldur um stjórn- artaumana í Japan, standa í vegi fyrir breytingum á borgararéttinda- skránni. Japan er eina landið í hópi þróaðra iðnríkja og nágrannaríkja eins og Kína og S-Kóreu sem bannar að hjón hafi sitthvort eftirnafnið. Skoðanakönnun, er gerð var á vegum japanska stjórnarráðsins sl. haust, leiddi í ljós, að 65% aðspurðra voru fylgjandi því að hjón fái að halda sitthvoru eftirnafninu, og var það í fyrsta sinn sem fleiri voru fylgjandi því en andvígir. Hafði fylgnin við það snaraukist um tíu prósent frá því 1996. Seint á síðasta ári fylltust fylgismenn breyttra laga nokkurri von, þegar þingmenn Frjálslynda lýðræðisflokksins sam- þykktu að kanna málið. En hefðarsinnar hafa spyrnt við fótum, og halda því fram, að með því að leyfa að hjón hafi tvö nöfn verði ýtt undir einstaklingshyggju og grafið undan gildi fjölskyldunnar og vandræði myndu skapast varðandi póstkassa og jafnvel í kirkjugörð- um. „Ég skil vel að það sé óþægilegt fyrir vinnandi konur að skipta um eftirnafn á miðjum starfsferli, en við ættum að viðhalda núverandi kerfi til þess að forðast misskilning og setja börnunum gott fordæmi,“ sagði Sanae Takaichi, þingmaður Frjálslynda lýðræðisflokksins. „Tvö eftirnöfn eru ekki hluti af japanskri menningu.“ Sjáiði bara Norðurlöndin, þar sem hjónaskilnaðir eru 20% algengari en í Japan, segir Eiko Araki, fram- kvæmdastjóri Kvennasamtaka Jap- ans, sem eru íhaldssöm samtök. „Það dæmi sýnir að sitthvort eft- irnafnið hefur slæm áhrif á fjöl- skylduböndin.“ Meginforsenda deilunnar er nokkurra alda gömul hefð, sem að hluta til er enn við lýði í Japan, eink- um í dreifbýli. Samkvæmt þessari hefð varð eiginkonan eign manns- ins, tók upp nafn hans, annaðist móður hans og vænti þess að aska sín yrði grafin í fjölskyldugrafhýsi hans. Eignarhald mannsins var svo algert, að jafnvel í þeim tilvikum þar sem konunni var misþyrmt skarst fjölskylda hennar ekki í leikinn. „Það var eins og konurnar væru fasteign í eigu fjölskyldu mannsins,“ sagði Moriho Hirooka, lagaprófess- or við Chuo-háskóla í Tókýó. „Í þetta nafnamál flækjast ýmsar mjög gamlar feðraveldishefðir.“ Eftir því sem fleiri konur hafa farið út á vinnumarkaðinn, gifst síðar og kom- ist til meiri metorða hefur þetta gamla kerfi sætt sífellt meiri gagn- rýni, þótt hinn mikli munur á raun- verulegum aðstæðum annars vegar og hefðbundnum hugmyndum hins vegar hafi leitt af sér flókið kerfi undantekninga. Eiginkonum er skylt að nota skráða nafnið – þ.e. eftirnafn eig- inmanns síns – á ökuskírteini, sjúkratryggingaskírteini og íbúð- arleyfi. Einnig í vegabréf, þótt upp- runalegt eftirnafn megi koma fram ef eiginkonan getur sýnt fram á, að hún hafi áður verið í starfi sem krefjist þess að hún fari til útlanda. Arkitektar, kennarar, læknar, efnafræðingar, hjúkrunarfræðingar og fjöldi annarra verður að nota eft- irnafn eiginmannsins, jafnvel þótt konurnar hafi notað upprunalegt eftirnafn sitt þegar þær voru að byggja upp starfsferil sinn. Lög- fræðingar, dómritarar og endur- skoðendur geta notað upprunalegt eftirnafn, að því tilskildu að þær skrái einnig eftirnafn eiginmanns- ins. Sum fyrirtæki leyfa konum að halda eftirnöfnum sínum, önnur leyfa það ekki. Í fyrra var embætt- ismönnum veittur réttur til að halda upprunalegum nöfnum sínum, en þingið á eftir að samþykkja þá breytingu. Mikill þrýstingur Þar sem 97% hjóna velja að nota eftirnafn eiginmannsins geta þrjú prósentin sem fara hina leiðina orð- ið fyrir miklum óþægindum. Makoto Yamada, 31 árs tannlæknir, tók upp eftirnafn konu sinnar, Yuko Kuji, þegar þau gengu í hjónaband fyrir nokkrum árum. Hann segir að sér hafi fundist Kuji mun skemmtilegra nafn en Yamada, sem í Japan er álíka og Jón eða Guðmundur. Ekki leið á löngu uns fólk fór að láta andúð sína í ljós – þ.á m. for- eldrar hans, sem höfðu verið búsett- ir erlendis og virtust að ýmsu öðru leyti harla frjálslyndir. „En þegar þeirra eigin sonur átti í hlut voru þau mjög ósátt við að ég tæki nafn hennar,“ sagði Yamada. „Og rökin sem ég fékk að heyra voru ekki sér- lega traust: Þú ættir að halda nafn- inu þínu því að þess er vænst af þér. Þú ættir að halda því vegna þess að ella myndi faðir þinn skammast sín þegar hann segði afa þínum frá því.“ Þrýstingurinn varð að lokum svo mikill, og óbeint í tengslum við það þegar hann tók við rekstri fjöl- skyldufyrirtækisins, að hjónin skildu – það var eina lagalega að- ferðin sem þau gátu farið til að Yamada gæti tekið upp nafnið sitt aftur. Þau eru hjón að öllu leyti nema að nafninu til, segir Yamada, og þar sem formlega tengingu skorti hafi þau lagt sig enn meira fram um að efla tilfinningatengslin. Japanskar konur vilja halda eftir- nöfnum sínum Reuters Hjúkrunarfræðingur hugar að ungabarni á kvenna- og barnadeild Jik- ei-háskólasjúkrahússins í Tókýó. Aukin atvinnuþátttaka kvenna og aðr- ar breytingar á hefðbundnu hlutskipti þeirra hafa m.a. leitt til þess að fæðingartíðni í Japan fer lækkandi. Tókýó. Los Angeles Times. ’ Þú ættir aðhalda nafninu þínu því að þess er vænst af þér ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.