Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ • Hæstu vextir á innlánsreikningi • Hámarksöryggi • Ver›trygging • Sveigjanleiki • Laus til útborgunar vi› 18 ára aldur • Engin lágmarksinnborgun • fiú getur lagt inn reglulega e›a  flegar flér hentar • Fallegar gjafaumbú›ir Fermingargjöf  er framtí›arsjó›ur Framtí›arreikningur er frábær fermingargjöf og ólík ö›rum gjöfum a› flví leyti a› hún vex me› fermingarbarninu og tryggir flví öruggan sjó› vi› 18 ára aldur. Íslandsbanki -flar sem gjafirnar vaxa! Gjafabréf Stofnun e›a  innlegg á Framtí›ar- reikning er tilvalin fermingargjöf Framtí›arreikningur Íslandsbanka SANDGERÐISBÆR mun taka upp viðræður við aðra banka eða spari- sjóði um opnun útibús í Sandgerði ef bankaráð Landsbankans breytir ekki afgreiðslutíma útibús síns til fyrra horfs. Bærinn mun leita til annarra stórra viðskiptavina bank- ans um að taka þátt í þeim viðræð- um. Bankaráðið mun væntanlega taka erindið fyrir á fundi sínum næstkomandi fimmtudag. Landsbankinn breytti í gær af- greiðslutíma útibús síns í Sandgerði. Er það nú opið frá 12 til 16 og starfs- fólki fækkar. Bæjarstjórn Sand- gerðis mótmælti áformunum í síð- ustu viku og eftir árangurslausar viðræður við forráðamenn bankans kom bæjarstjórnin saman til auka- fundar vegna málsins á laugardag. Viðskiptin annað? Þar var samþykkt samhljóða áskorun til bankaráðs Landsbank- ans um að endurskoða skerðingu á þjónustu við íbúa bæjarfélagsins og lögð áhersla á að staðið verði við áð- ur gefin loforð um óbreytta þjón- ustu. Óskar Gunnarsson, formaður bæjarstjórnar, segir að þarna sé verið að vísa til munnlegra loforða sem gefin voru þegar afgreiðsla Ís- landspósts var flutt í Landsbank- ann, þáverandi stjórnendur hafi lýst því yfir að það væri til að hægt yrði að halda uppi þessum afgreiðslutíma til frambúðar. Óskar segir að bankinn sé í litlu húsnæði og þar sé ákaflega þröngt á álagstímum. Telur hann það skjóta skökku við að þegar mikill uppgang- ur og fjölgun sé í Sandgerði og bær- inn að byggja upp þjónustu á öllum sviðum, skerði eina bankastofnunin á staðnum þjónustu sína. Hún stand- ist ekki kröfur sem bæjarfélagið og íbúar þess geri til þjónustunnar. Í ályktun bæjarstjórnar er vakin athygli á miklum umsvifum Sand- gerðisbæjar sem er með öll sín bankaviðskipti í Landsbankanum. Tekið er fram að verði bankaráðið ekki við ábendingum bæjarstjórnar sé bæjarráði falið að hefja viðræður við aðra banka eða sparisjóði til að kanna möguleika á opnun útibús eða afgreiðslu sem þjónað geti Sand- gerðingum og Sandgerðisbæ með sóma. Leita á til stærstu viðskipta- vina Landsbankans um að taka þátt í þeim viðræðum. Óskar segir að allt sé opið í þeim efnum, þegar hann er spurður hvort viðskipti bæjarins verði færð annað, og segir að það geti falist í ályktuninni. Hann segir að ekki sé búið að taka upp viðræður við aðrar bankastofnanir, beðið verði eftir viðbrögðum bankaráðs- ins. Bankaráð fundar Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í gær ekki hafa heyrt frá forráða- mönnum Sandgerðisbæjar og vildi því bíða með að svara þeim. Hann bjóst við að erindi þeirra yrði lagt fyrir fund bankaráðs næstkomandi fimmtudag. Bæjarstjórn mótmælir skertri þjónustu Landsbankans Leita til annarra banka eða sparisjóða Sandgerði SLÖKKVITÆKJAÞJÓNUSTA Suðurnesja í Keflavík hefur gert samning við tæknideild Bruna- málastofnunar um endurnýjun á öllum reykköfunartækjum stofn- unarinnar og um viðhald á þeim og þjónustu. Festir Brunamála- stofnun kaup á ellefu tækjum af gerðinni Fenzy 5500 í þessum til- gangi. Tæknideild Brunamálastofnunar hefur með höndum eftirlit með slökkviliðum landsins svo og verk- lega kennslu fyrir Brunamálaskóla Brunamálastofnunar. Stofnunin rekur farskóla sem er búinn öllum nauðsynlegustu björgunartækjum, meðal annars reykköfunartækjum, dælum og björgunarklippum. Starfsmenn tæknideildar heim- sækja öll slökkvilið landsins að minnsta kosti einu sinni á ári. Á síðastliðnu ári notuðu um níu hundruð slökkviliðsmenn tæki stofnunarinnar, auk á þriðja hundrað sem sóttu námskeið á vegum Brunamálaskólans. Myndin var tekin þegar Guð- mundur Bergsson, deildarstjóri tæknideildar Brunamálastofn- unuar, tók við nýju reykköf- unartækjunum frá Karli Taylor hjá Slökkvitækjaþjónustu Suður- nesja. JÓN Gunnarsson, fyrrverandi odd- viti, býður sig fram á móti Þóru Bragadóttur, oddvita Vatnsleysu- strandarhrepps, í prófkjöri H-lista óháðra borgara sem fram fer næst- komandi laugardag. Bæjarmálafélag H-lista óháðra borgara í Vatnsleysustrandar- hreppi heldur prófkjör næstkom- andi laugardag vegna uppstillingar á lista fyrir næstu hreppsnefndar- kosningar. Listinn hefur meirihluta í hreppsnefnd, þrjá fulltrúa af fimm. Tveir bjóða sig fram í fyrsta sæt- ið, Þóra Bragadóttir oddviti og Jón Gunnarsson sem var oddviti hreppsins um árabil en gaf ekki kost á sér til setu í hreppsnefnd við síðustu kosningar. Tveir gefa einnig kost á sér í annað sætið, Birgir Þór- arinsson og Sigurður Kristinsson, fyrrverandi hreppsnefndarmaður og varaoddviti. Sigurður hætti í hreppsnefndinni á síðasta ári vegna deilna innan meirihlutans. Beindist gagnrýni hans einkum að Þóru Bragadóttur oddvita. Kristinn Þór Guðbjartsson gefur kost á sér í þriðja sætið en hann er varamaður í hreppsnefnd og Lena Rós Matthíasdóttir í það fjórða. Ljóst er að þau ná kosningu því framboð eru bundin við þau sæti sem menn bjóða sig fram í, sam- kvæmt upplýsingum Sólveigar Birgisdóttur formanns kjörnefndar. Loks bjóða þrír sig fram í fimmta sætið, Lára Baldursdóttir, Hanna Helgadóttir og Magnús Ívar Guð- bergsson. Lára var í fimmta sæti listans við síðustu kosningar en er nú komin í hreppsnefnd vegna af- sagnar Sigurðar og Önnu Sigríðar Hólmsteinsdóttur sem átti að taka sæti hans. Finnbogi E. Kristinsson, núverandi varaoddviti, sem skipaði þriðja sæti listans við síðustu kosn- ingar, tekur ekki þátt í prófkjörinu. Prófkjörið fer fram í Lionshúsinu í Vogum næstkomandi laugardag, frá klukkan 15 til 19. Félagsfólk í Bæjarmálafélagi H-listans getur tekið þátt. Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla er í kvöld í Stóra- Knarrarnesi, austurbæ, og annað kvöld á Mýrargötu 10, bæði kvöldin frá 20 til 22. Prófkjör H-listans um helgina Fyrrverandi oddviti fram gegn oddvita Vogar Morgunblaðið/Bernhard .Endurnýja reykköf- unartækin Keflavík TÓMSTUNDA- og íþróttaráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að styrkja Hnefaleikafélag Reykjaness um 200 þúsund kr. til tækjakaupa. Fram kemur í erindi Hnefaleika- félagsins til TÍR að í félaginu séu 130 manns, þar af 40 unglingar, og í framhaldi af lögleiðingu ólympískra hnefaleika muni félagið sækja um aðild að Íþróttabandalagi Reykja- nesbæjar. Vakin er athygli á því að tækjabúnaður sé af skornum skammti og sá sem til er sé gamall og slitinn. Styrkja tækjakaup boxara Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.