Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 31 breytast. nauðsyn- ímann að öðvar, en r kröfur, ðar skrif- engi fyrir æðinu má ggi: vera m stað og mikilvæg- .“ forsendur ækinu IP því hefur ós kom að ngu ekki efði verið an fælist í , en hins að tæknin ngt til að agnrýni á nn minnti kti stjórn a þætti í efði verið lutdeild í tu myndi semi yrði félagsins. kuð að ný ðjungi af um og að al annars fjárfesti í mt hefði að styðja ækjum í með sam- garnefnd- mpað, hún ar ljós og eining um árfesting- iganda og væðingar- r athuga- a, að önn- sína með n Símans ur þessar- vafalaust braut. „Á æstum því ðun fjár- esti vaxt- væri í m. nu að taka ibyltingu, að fjár- n nokkru num innri jafnframt ka þátt í margra ækja hér- með nýja g Síminn nokkurn sínum að nur félög, fjárfest- í þessari gera allir sloft sem rangra gar í há- knar ein- bjartsýni. m, og ekki er hins esting til spyrja að „Flest þau atriði, sem ég hef nefnt hér að framan og skýrt í löngu máli, hafa verið til umræðu á hinu háa Alþingi og þar hafa menn hvergi dregið af sér í gífuryrðum. Óhróðurinn hefur verið tekinn fram yfir sannleikann og pólitísku mold- viðri þyrlað upp í klassískum átök- um meiri- og minnihlutans á þingi. Það sannar fyrir mér meira en flest annað, hversu brýnt það er að Síminn komist sem fyrst úr hinu pólitíska rekstrarumhverfi sínu. Þingmenn láta sig að minnsta kosti litlu varða hvaða skaða ummæli þeirra valda fyrirtækinu, sem þeir í raun eiga að stýra fyrir hönd fólks- ins í landinu. Enginn hluthafi í einkageiranum myndi láta sér detta í hug að koma fram með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að í sölum Alþingis á undanförnum dögum og vikum. Gagnrýnin á stjórnendur félags- ins hefur verið óvægin, órökstudd, ósönn og meiðandi. Hún hefur verið flutt í skjóli þinghelgi en engu að síður útvarpað og sjónvarpað til allra landsmanna. Það er í raun með ólíkindum að þetta úrelta fyr- irbrigði, þinghelgin, geri alþingis- mönnum kleift, jafnvel í beinni út- sendingu, að úthúða fólki og fyrirtækjum þegar þeim dettur í hug. Ég sé ekkert athugavert við það að í nútíma þinghelgi felist, að þing- mönnum sé heimilt að níða skóinn hver af öðrum innan þings, enda virðist það vera viðurkennt verklag þar á bæ, en hins vegar er afar óeðlilegt í fjölmiðlaþjóðfélagi nú- tímans, að þingmenn geti í skjóli þinghelgi ráðist að fyrirtækjum og saklausum borgurum úti í bæ án þess að menn geti borið hönd fyrir höfuð sér.“ Friðrik vék einnig að umfjöllun fjölmiðla um Símann. „Öllum er nú þegar orðið ljóst að þeir hafa geng- ið afar langt í viðleitni sinni til að koma höggi á Símann og nokkra einstaklinga sem honum tengjast. Einskis hefur verið látið ófreistað til þess að þyrla málinu upp og í einu tilviki hefur beinlínis verið hvatt til lögbrota til þess að komast yfir upplýsingar sem unnt yrði að gera tortryggilegar.“ Friðrik til- kynnti fyrir fundinn að hann myndi ekki taka sæti í stjórn þar sem hann hefði ekki fengið til þess ótvíræðan stuðning frá stjórnvöldum. Röng ákvörðun stjórnvalda „Vegna þess mikla moldviðris sem yfir hefur gengið var svo komið fyrir fáum dögum að mér varð það ljóst, að mér myndi ekki verða gef- inn tími til að hrekja þann róg og rangfærslur sem búið var að bera út. Ég gerði mér jafnframt grein fyrir því að áframhaldandi starf mitt sem stjórnarformaður gæti vegna fjölmiðlaþrýstings skaðað hagsmuni Símans umtalsvert. Því var ekki um annað að ræða en að lýsa því yfir að ég myndi ekki gefa kost á mér áfram. Mér þótti leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun því að mér hefur fundist þetta verkefni afar áhuga- vert og krefjandi og er þess fullviss að ég hefði enn getað lagt Símanum mikið lið. Þær aðstæður sköpuðust hins vegar að nauðsynlegt þótti að afþakka bæði áframhaldandi störf stjórnarformannsins og þeirra stjórnarmanna sem reiðubúnir voru til að halda áfram. Ég er sann- færður um að þessi ákvörðun stjórnvalda er röng hvað hagsmuni Símans varðar. Það kann hins veg- ar að vera að hún sé pólitískt rétt miðað við það andrúmsloft sem ein- staka stjórnmálamenn og fjöl- miðlar hafa náð að skapa. Og þá er- um við eina ferðina enn komin að nauðsyn þess að Síminn fái að starfa við þær aðstæður að eigend- ur hans taki ákvarðanir um fram- vindu mála út frá hagsmunum fyr- irtækisins fremur en fylgi við stjórnmálaflokka.“ Friðrik sagðist vænta þess að hluthafar í Símanum sem einnig væru hluthafar í öðrum félögum skynjuðu að mikill munur væri á þannig félögum og þeim félögum sem að stærstum hluta væru í eigu ríkisins. „Því skora ég á ríkisvaldið að tryggja sölu á Símanum sem fyrst svo að framtíð félagsins og starfs- manna þess geti ráðist af eðlilegum aðstæðum en ekki pólitískum upp- hlaupum á Alþingi,“ sagði Friðrik. 500 milljónir í úti- standandi kröfur Óskar Jósefsson, forstjóri Landssímans, gerði grein fyrir af- komu félagsins en fyrirtækið skil- aði 1.039 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, þar af nam hagnaður vegna sölu fasteigna Símans 373 milljónum króna. Tekjur Símans námu samtals 17.593 sem eru 4% meira en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Tekjur vegna talsíma- þjónustu námu 10.432, en voru 10.032 milljónir árið 2000. Mesta tekjuaukningin kom af farsíma- þjónustu, en tekjur af henni námu í fyrra 5.678 milljónum króna en 4.728 milljónum árið 2000. Rekstrargjöld Símans hækkuðu milli ára úr 9.689 milljónum í 10.761 milljónir eða um 11,1%. Áætlanir gerðu ráð fyrir að rekstrargjöld yrðu 10.148 milljónir. Launakostn- aður hækkaði um 5,1% milli ára. Óskar sagði að þegar horft væri á launakostnað fyrirtækisins yrði að hafa í huga að stöðugildum hjá fyr- irtækinu hefði verið fækkað um 50, aðallega vegna þess að tölvuþjón- usta fyrirtækisins var skilin frá rekstrinum við stofnun Miðheima. Liðurinn annar rekstrarkostnað- ur hækkaði um 20,8% milli ára og fór úr 3.175 milljónum í 3.836 millj- ónir. Óskar sagði að þessi hækkun skýrðist m.a. af sérstakri 100 millj- óna króna greiðslu í afskriftasjóð, en hún væri tilkomin vegna þess að innheimta hefði verulega þyngst á síðasta ári. Hann sagði að í af- skriftasjóði væru nú tæplega 400 milljónir. Útistandandi kröfur hefðu hækkað á árinu um tæpar 500 milljónir á árinu. Ákveðið hefði ver- ið að hrinda af stað sérstöku inn- heimtuátaki vegna þessa. Fjármagsgjöld Landssímans hækkuðu milli ára úr 646 milljónum í 1.121 milljón sem er hækkun um 73%. Áætlanir gerðu ráð fyrir því að fjármagnsgjöld yrðu 942 millj- ónir. Gengistap félagsins hækkaði úr 290 milljónum í 859 milljónir. Óskar sagði að hafa bæri í huga að gengishagnaður Símans frá ára- mótum til dagsins í dag væri 230 milljónir. „Ljóst er að sumir grunnþættir í tekju- myndun Símans eru í dag seldir undir kostn- aðarverði og verður að leitast við að ná fram verðskrárleiðréttingu á þeim þáttum sem gætu leitt af sér tekjumyndun umfram það sem áætlun gerir ráð fyrir. Rekstrargjöld eru áætluð 10,4 milljarðar á árinu sem er 3% lækk- un frá fyrri ári. Á árinu verður leit- að leiða til aukins sparnaðar og hagræðingar í rekstri Símans. Sett- ar hafa verið af stað aðgerðir til að þessi markmið náist og verður haldið áfram virku kostnaðarað- haldi og sparnaði á árinu,“ sagði Óskar. Kosið í stjórn Nokkurrar spennu hafði gætt á fundinum um hverjir yrðu kosnir í stjórn, en fyrir lá að fráfarandi stjórn myndi öll láta af störfum. Til- laga var gerð um að stjórnarmönn- um yrði fækkað úr 7 í 5 og var hún samþykkt. Samgönguráðherra gerði tillögu um að í stjórn yrðu kosin Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL, Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur, Sigurgeir B. Krist- geirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, Thomas Möller, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs olíu- stöðva OLÍS, og Örn Gústafsson viðskiptafræðingur. Eftir að fundarstjóri hafði lesið upp tillögu um stjórn kom fram fyr- irspurn um hvort þessir menn væru hluthafar í Símanum og að eðlilegt væri að í stjórn væru valdir menn sem hefðu þá trú á fyrirtækinu að þeir hefðu fjárfest í því. Gestur Jónsson fundarstjóri upplýsti að það væri ekki skilyrði að stjórnar- menn væru hluthafar en kvaðst ekki hafa upplýsingar um hvort þeir sem tillaga var gerð um ættu hlutabréf í fyrirtækinu. Hólmfríður Sigurðardóttir spurði í ljósi þess að bæði forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins hefðu haft uppi stór orð um ágæti þess starfsfólks sem starfaði hjá Símanum hvort ekki hefði komið til greina að tilnefna starfsmenn í stjórnina. Samgönguráðherra upp- lýsti að það hefði ekki verið skoðað, en ekki væri óeðlilegt að það yrði haft í huga í framtíðinni. Ármann Stefánsson skipstjóri bauð sig einnig fram í aðalstjórn og því þurfti að kjósa. Ekki ríkti sér- stök spenna um niðurstöðu kosn- inganna því fulltrúi eigandans, samgönguráðherra, fór með 96% atkvæða. Ráðherra studdi þá til- lögu sem hann bar upp og Ármann náði því ekki kjöri í stjórn. Tillaga var gerð um að í vara- stjórn yrðu kosnir Kristján Har- aldsson, orkubússtjóri, Drífa Sig- fúsdóttir viðskiptafræðinemi, Hallur Magnússon rekstrarfræð- ingur, Bjarni S. Jónsson fram- kvæmdastjóri og Sigríður Finsen hagfræðingur. Sjálfkjörið var í varastjórn. Gagnrýni á hækkun stjórnarlauna Fyrir fundinum lá tillaga frá stjórn um að stjórnarlaun yrðu óbreytt. Ráðherra lagði hins vegar fram breyt- ingatillögu við eigin til- lögu þess efnis að laun stjórnarmanna yrðu hækkuð úr 65 þúsund krónum á mánuði 150 þúsund og laun stjórnarformanns yrðu hækkuð úr 150 þúsund krón- um í 300 þúsund. Kurr fór um sal- inn þegar tillagan var lesin upp. Kristján Bjarnason óskaði eftir að ráðherra rökstyddi tillöguna, en hann varð ekki við því. Halldór Örn Egilson, sem kom upplýsingum til DV um greiðslur til Friðriks Pálssonar, fráfarandi stjórnarformanns, tók til máls og sagði tillöguna út í hött. Krafa kom fram um skriflega atkvæða- greiðslu, en fundarstjóri úrskurð- aði að þar sem engin ákvæði væru um skriflega atkvæðagreiðslu í samþykktum Landssímans væri ekki hægt að verða við henni. Var tillagan síðan samþykkt með at- kvæði samgönguráðherra en fjöl- margir almennir fundarmenn greiddu atkvæði á móti. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra flutti í lok fundar ræðu þar sem hann sagði að umræðan um Símann hefði verið óvægnari, og darraðardansinn kringum fyrir- tækið krappari en nokkurn hefði getað órað fyrir. Upp úr stæði þó að Síminn væri öflugt fyrirtæki með yfirburðastöðu á íslenskum fjar- skiptamarkaði. Það sæist vel á reikningum félagsins og niðurstöðu þeirra, sem gæfu tilefni til 12% arð- greiðslu til hluthafa. Sturla sagði að ýmislegt hefði orðið til þess að vonir um sölu Sím- ans hefðu ekki gengið eftir. Meg- inástæðan hefði verið þeir hörmu- legu atburði sem urðu í Banda- ríkjunum 11. september. „Í öðru lagi var umræðan um of hátt verð hlutabréfa í Símanum. Þar fóru fremst í flokki greining- ardeildir fjármálafyrirtækja, lífeyr- issjóðir, aðilar sem sýnt höfðu áhuga á að kaupa stóra hluti í Sím- anum og stjórnarandstaðan á Al- þingi. Rétt er að undirstrika að staðið var að verðmati félagsins með þeim hætti sem verklagsreglur einkavæðingarnefndar gera ráð fyrir. Þegar verðmatið lá fyrir var leitað til Búnaðarbanka Íslands hf. um yfirferð á því. Bankinn gerði ekki athugasemd við þá aðferða- fræði sem notuð var. Því kom aldrei til greina að lækka verð hlutabréf- anna til að mæta væntingum á hlutabréfamarkaði,“ sagði Sturla. Sturla sagði að Síminn þyrfti sí- fellt að endurskoða markmið sín og stefnu. Það væri hlutverk stjórnar gera það. „Stefna stjórnvalda er skýr. Landssími Íslands er til sölu. Sölu hlutabréfa ríkisins verður haldið áfram um leið og aðstæður á fjármálamarkaði leyfa og viðunandi verð fæst. Þess vegna segi ég nú, líkt og ég gerði við umræðuna um sölu Símans á Alþingi í fyrravor, það er ekki aðeins eðlilegt, heldur beinlínis nauðsynlegt, að ríkið gefi einstaklingum og félögum færi á að eignast hlut í Símanum,“ sagði Sturla. Starfsmenn Símans læðast með veggjum Nokkrir almennir hluthafar tóku til máls undir liðnum önnur mál. Ragnar Benediktsson, starfsmaður Landssímans, sagðist vera þeirrar skoðunar að sú stjórn sem væri að hætta störfum væri búin að starfa markvisst undir styrkri stjórn ráð- herra. „Þessari stjórn hefur tekist það sem hefur verið margreynt all- ar götur frá 1906 en engum hefur tekist hingað til, þ.e. að níða niður álit almennings á starfsmönnum Símans. Það er orðið þannig ástand að starfsmenn læðast með veggjum og veigra sér við að ganga í merkt- um fatnaði. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir því að merki fyr- irtækisins verði tekin af bílum sem þeir eru á því þeir skammast sín fyrir að vera hjá þessu fyrirtæki.“ Halldór Egilson, hluthafi í félag- inu, gagnrýndi einnig stjórnina harðleg. Hann sagði að hún bæri að vísu ekki ábyrgð á hvernig til hefði tekist við einkavæðingu fyrirtækis- ins, en hún bæri ábyrgð á forstjóra- málum félagsins. Hann gagnrýndi ákvarðanir sem teknar hefðu verið um húsnæðismál félagsins. Hann gagnrýndi Friðrik Pálsson sérstak- lega fyrir að hafa setið báðum meg- in borðs þegar samið var um þau mál sem stjórnarmaður í Lands- síma og Íslenskra aðalverktaka. Halldór gagnrýndi einnig af- komu félagsins og sagði að veruleg- ur hluti hagnaðarins væri tilkominn vegna eignasölu, en ekki af rekstri. Hann gagnrýndi ennfremur fjár- festingar Landssímans í dóttur- og hlutdeildarfélögum. Þessar fjár- festingar hefðu skilað Símanum neikvæðri afkomu upp á 306 millj- ónir á síðasta ári. Halldór sagði að í ljósi umræðu síðustu vikna væri áhugavert að skoða hverjir væru eigendur þeirra félaga sem Lands- síminn fjárfesti í og hvort að í ein- hverju tilviki hefði verið um að ræða meðvituð kaup á yfirverði. ssíma Íslands í gær um frammistöðu stjórnar og um tillögu um hækkun stjórnarlauna r ð Morgunblaðið/Golli Margir almennir hluthafar greiddu atkvæði gegn tillögu um hækkun á launum til stjórnar. Fremstir sitja fulltrúar samgönguráðuneytisins sem fóru með atkvæði ríkisins á aðalfundinum og gerðu tillögu um tvöföldun launa til stjórnar fyrirtækisins. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þakkar Friðriki Pálssyni stjórnarformanni fyrir störf í þágu Símans. egol@mbl.is 230 milljóna gengishagn- aður það sem af er þessu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.