Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐALFUND Landssím-ans í gær sóttu 175 hlut-hafar sem fóru með sam-tals 99,08% hlutafjár. Fundurinn samþykkti að greiða hluthöfum 12% arð og nema arð- greiðslur 850 milljónum. Friðrik Pálsson stjórnarformað- ur flutti ítarlega ræðu á fundinum, en hann hætti í stjórn sem hann hefur setið í frá árinu 1999. Hann sagði að ekki yrði auðvelt að lækka verð á símaþjónustu á Íslandi frek- ar. „Sé litið til reynslu annarra þjóða, verðsamanburðarins, sem áður var nefndur og smæðar mark- aðarins hér, tel ég því ástæðu til að búast við að verðlag á símaþjónustu muni fara hækkandi fyrst um sinn með aukinni samkeppni vegna óhjákvæmilegra offjárfestinga. Þá gef ég mér vissulega þá forsendu, að þau símafélög sem Síminn er í samkeppni við nú þegar, haldi áfram rekstri í svipaðri mynd.“ Friðrik sagði að meðal stærstu verkefna sem væru framundan hjá Símanum væri lagning sæstrengs um Færeyjar til Skotlands. Hann sagði að margir þyrftu að koma að þessu verkefni. „Vel má vera að verkefnið muni reynast það stórt og arðsemi þess ekki næg til að einka- aðilar geti tekið það að sér einir og verða stjórnvöld að vera undir það búin að leggja því lið.“ Dregið úr fjárfestingum „Fjárfestingar Símans á ári hverju hafa numið 20–25% af veltu félagsins eða um 5–6 þúsund millj- ónum króna. Það eru vissulega gríðarlegar fjárhæðir, en stefnt er að því að lækka hlutfall fjárfestinga af veltu verulega. Til að tryggja nýtingu þessara fjármuna sem best er unnin mjög vönduð fjárfestinga- áætlun sem endurskoðuð er reglu- lega. Á meðan félagið var alfarið í eigu ríkisins var hvergi vikist undan því að leysa vanda hvers viðskiptavinar án tillits til arðsemi fjárfestingar- innar. Nú er hins vegar reynt að fara bil beggja og þess freistað að tryggja öllum viðskiptavinum fé- lagsins sem besta þjónustu um leið og eðlileg arðsemi fyrir hluthafana er höfð að leiðarljósi.“ Stjórnin sett í varnarstöðu Friðrik sagði aðstarfsfólk Sím- ans hefði að undanförnu þurft að hlusta á og horfa upp á afar óvægna umræðu um félagið, stjórnendur, stjórn, stjórnarformann og sam- gönguráðherra. „Upphaf þeirrar umræðu var ómakleg ummæli sem fyrrverandi formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu viðhafði um stjórn félagsins og stjórnendur. Ummælum hans var slegið mikið upp og reynt var að setja stjórn félagsins í varnarstöðu. Allir töldu sig eiga rétt á að hafa skoðun á rekstri Símans og síðan tók við ótrúleg orrahríð í fjölmiðl- um, sem barst um víðan völl; sönn- unarbyrðinni var jafnan snúið við og úr varð mikið gjörningabál.“ Friðrik sagðist vilja árétta þá skoðun sína að stjórn Landssímans hefði verið sterk sem hefði hvenær sem var verið reiðubúin til að leggja á sig mikla vinnu. „Sú mynd, sem reynt var að draga upp af stjórn- inni, að hún væri lítilvirk og illa upplýst um málefni félagsins, er hreint út sagt ósönn.“ Friðrik fór í ræðu sinni yfir þau mál sem tengjast Símanum og sem mest hafa verið gagnrýnd. Hann vék fyrst að umræðum um greiðslur til fyrirtækisins Góðráðs ehf. sem er í hans eigu og rakti for- sögu málsins, en greiðslurnar voru ákveðnar í samráði við samgöngu- ráðherra og með vitund Ríkisend- urskoðunar. „Ákvörðun ráðherrans var til- kynnt með sérstöku bréfi til for- stjóra félagsins og því er fráleitt að nefna orð eins og sjálftöku mína í þessu sambandi. Hins vegar ber ég ábyrgð á því ásamt þáverandi for- stjóra félagsins að stjórnin var ekki upplýst um þetta samkomulag. Enda þótt stjórnin sé bundin af ákvörðunum hluthafa hefði farið betur á því að stjórninni hefði verið skýrt frá þessu samkomulagi. Ég harma þau mistök, eins og þegar hefur komið fram á opinberum vettvangi, þetta var vissulega yfir- sjón en fráleitt að tengja það lög- broti, eins og sumir þingmenn og fjölmiðlar hafa látið sér sæma. Ég mun nú færa rök fyrir því. Lögmaður Símans hefur unnið lögfræðilega álitsgerð fyrir stjórn fyrirtækis- ins um það hvernig ákvarðanavaldi í hluta- félagi er háttað, svo að grunnatriði málsins megi vera öllum ljós. Hér verða menn að muna, að þegar þessi ákvörðun var tekin, var aðeins einn hluthafi í félaginu.“ Ekki lengur þörf fyrir „höfuðstöðvar“ Friðrik fór einnig yfir þau rök sem lágu að baki sölu Landssíma- hússins við Austurvöll. Hann sagð- ist ekki vera í nokkrum vafa um að sala húsnæðisins hefði verið hárrétt ákvörðun sem myndi styrkja félag- ið bæði faglega og fjárhaglega. Hann varði einnig kaup á húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur og sagði að það hefðu fengist á góðu verði og hefði verið í fullri útleigu. Hann sagði að nú væri verið að endur- meta húsnæðisþörf félagsins. „Tímarnir eru líka að Fyrir fáum árum var talið legt fyrir félag eins og Sí hafa svokallaðar höfuðstö nútíminn gerir ekki þær heldur nægir að hafa góð stofur með auðveldu aðge viðskiptavini. Á Múlasvæ slá tvær flugur í einu hö með skrifstofur á góðum vera um leið í nálægð við m ustu vinnustöðvar Símans. Friðrik rakti einnig f fyrir fjárfestingu í fyrirtæ Bell, en hlutafé Símans í þ verið afskrifað eftir að í ljó áform fyrirtækisins gen upp. Hann sagði að talið he í upphafi, að mesta áhætta markaðshlið verkefnisins, vegar hefði komið í ljós, a var ekki komin nógu lan hugmyndin gengi upp. Friðrik ræddi einnig ga fjárfestingar Símans. Han á að í árslok 1999 samþykk Símans stefnu um ýmsa rekstri félagsins. Gengið h út frá því, að markaðshl hefðbundinni símaþjónust fara lækkandi og ný starfs því að standa undir vexti f Sú stefna hefði verið mörk starfsemi stæði undir þri vexti félagsins á næstu áru þessu markmiði yrði meða náð með því að Síminn f öðrum félögum. Jafnfram Síminn markað þá stefnu við bakið á sprotafyrirt tæknisamfélaginu, m.a. m vinnu við önnur fyrirtæki. „Í skýrslu einkavæðing ar er þessari stefnu ham var öllum viðkomandi afa ekki var að sjá neinn ágre hana. Allar meiri háttar fjá ar voru kynntar fulltrúa ei þær stærstu einnig einkav nefnd og voru ekki gerðar semdir. Ég vil undirstrika ur símafélög líta á framtíð svipuðum hætti og stjórn gerir.“ Friðrik sagði að árangu ar stefnu væri góður og yrði haldið áfram á sömu b síðustu árum var það næ undantekningarlaust skoð festa um allan heim, að me arbroddur atvinnulífsins ýmsum hátæknifyrirtækum Síminn markaði þá stefn þátt í þessari hátækni bæði með því festa meira en sinni fyrr í sín kerfum og j með því að ta tilraunum smærri fyrirtæ lendis til að ná árangri m tækni eða þjónustu. Svo kom niðursveifla og hefur þurft að taka á sig halla af fjárfestingum s undanförnu eins og öll önn lífeyrissjóðir, bankar og ingarsjóðir, sem fjárfestu grein. Eftir á að hyggja g sér ljóst að það andrúms ríkti þegar þúsundir ákvarðana um fjárfesting tæknibyltingunni voru tek kenndist af óhóflegri b Fjárfesting í hlutafélögum síst sprotafyrirtækjum, vegar í eðli sínu fjárfe lengri tíma og við skulum s leikslokum.“ Nokkrar umræður urðu á aðalfundi Lands 850 milljónir greiddar í arð til hluthafa Stjórnarformaður Landssímans fór á aðal- fundi fyrirtækisins ítarlega yfir þá gagn- rýni sem beinst hefur að Símanum síðustu misseri. Hann sagðist viss um að þegar horft yrði um öxl áttuðu menn sig á að í umfjöllun um félagið hefði víða verið geng- ið of langt. Egill Ólafsson sat fundinn en á honum var skipt um stjórn félagsins. Stefnt að 3% lækkun á út- gjöldum Lands- síma Ísland ÞÁTTASKIL HJÁ LANDSSÍMANUM AÐGERÐIR FJÁRMÁLAEFTIRLITS Óhætt er að fullyrða, að yfirlýsingFjármálaeftirlits í gærmorgunþess efnis, að FBA Holding S.A., eignarhaldsfélag Orca-hópsins svonefnda og stærsti einstaki hluthafi í Íslandsbanka, hefði verið svipt atkvæð- isrétti fyrir aðalfund bankans í gær, hafi komið viðskiptalífinu á Íslandi ger- samlega í opna skjöldu. Yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins var svohljóðandi: „Fjármálaeftirlitið hefur í dag ákveðið, með vísan til 12. gr. laga nr.113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 10. gr. sömu laga, að hlutum FBA Holding S.A. í Íslands- banka fylgi ekki atkvæðisréttur. Ákvörðunin tekur gildi nú þegar. Hefur FBA-Holding S.A. verið tilkynnt um ákvörðunina og ástæður hennar. Fjár- málaeftirlitið leggur fyrir Íslands- banka-FBA að grípa til viðeigandi ráð- stafana vegna þessa. Fjármálaeftirlitið mun taka framan- greinda ákvörðun sína til endurskoðun- ar jafnskjótt og gripið hefur verið til úr- bóta af hálfu FBA-Holding S.A. og annarra hlutaðeigandi aðila, sem Fjár- málaeftirlitið metur nægjanlegar.“ Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið nánari skýringar á ákvörðun sinni. Talsmenn FBA-Holding S.A., þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa heldur ekki gefið efn- islegar skýringar á ákvörðun Fjármála- eftirlits. Þó segir Jón Ásgeir Jóhann- esson í samtali við Morgunblaðið í dag, að athugasemdirnar snúi að ófullnægj- andi upplýsingagjöf og óvissu um Orca. Þeir hafa hins vegar lýst því yfir, að eignarhaldsfélagið sé fjárhagslega sterkt fyrirtæki, sem verði búið að end- urheimta atkvæðisréttinn innan tíðar. Vegna efnis málsins og þeirrar sjálf- sögðu leyndar, sem á að hvíla yfir slík- um viðskiptum, má vel vera, að aldrei verði upplýst hvaða ástæður hafi legið til grundvallar ákvörðun Fjármálaeftir- lits. Í forystugrein Morgunblaðsins í fyrradag var vikið að þeim ákvæðum laga um viðskiptabanka og sparisjóði, sem Fjármálaeftirlitið hefur nú beitt í umræðum blaðsins og Valgerðar Sverr- isdóttur viðskiptaráðherra, um nauð- syn dreifðrar eignaraðildar að bönkum. Í forystugreininni sagði m.a.: „Vandi viðskiptaráðherra er sá, að ekki verður séð að þetta ákvæði laga um viðskipta- banka og sparisjóði hafi haft nokkur áhrif eða því verið beitt á einn eða ann- an veg. Segja má með nokkrum rökum, að fengin reynsla hafi sýnt að svo sé ekki.“ Viðskiptaráðherra birti pistil á heimasíðu sinni í gær og segir þar í til- efni af þessum umræðum: „Aðgerðir Fjármálaeftirlitsins í dag í málefnum Íslandsbanka sýna þó að farið er að beita þessum lagaákvæðum.“ Þetta er vissulega rétt hjá ráðherr- anum. Hins vegar er engin vissa fyrir því að þau lagaákvæði, sem Fjármála- eftirlitið notaði í gær, komi að gagni við að tryggja það jafnvægi, sem Morgun- blaðið lýsti í forystugrein sinni í fyrra- dag að væri eftirsóknarvert og nauð- synlegt. Dreifð eignaraðild að bönkum og skynsamleg aðkoma viðskiptaaðila að bankarekstri eru markmið, sem eiga ekki að þurfa að brjóta í bága við al- þjóðlegar skuldbindingar okkar, ef vel er að málum staðið. Hvað sem því líður fer ekki á milli mála, að aðgerðir Fjármálaeftirlitsins í gær marka mikil þáttaskil, þótt tilefni þeirra sé óþekkt. Með þessum aðgerð- um er ljóst að Fjármálaeftirlitið er farið að beita ákvæðum laga um viðskipta- banka og sparisjóði á þann veg, að þeir sem starfa á fjármálamarkaðnum munu leggja sig fram um að halda sig innan þeirra marka, sem lögin ákvarða, sem út af fyrir sig getur alltaf verið túlk- unaratriði. Átökin um Íslandsbanka hafa valdið óróa og óvissu á fjármálamarkaðnum. Nú er mönnum orðið ljóst, að þær leik- reglur, sem löggjöfin skapar, eru raun- veruleiki, sem aðilar á fjármálamark- aðnum verða að horfast í augu við. Með aðalfundi Landssíma Íslandshf., sem haldinn var í gær, má líta svo á að orðið hafi ákveðin þáttaskil hjá fyrirtækinu. Skipt var um alla stjórn fyrirtækisins og fimm einstaklingar, sem allir hafa mikla reynslu úr við- skiptalífinu, voru kjörnir í stjórn. Hinir nýju stjórnarmenn hafa enga aðild átt að þeim hörðu deilum sem staðið hafa um fyrirtækið og yfirstjórn þess að undanförnu. Að vissu leyti hefja þeir því störf með hreint borð. Miklar kröfur verða án vafa gerðar til þeirra einstak- linga sem tekið hafa að sér þessi stjórn- arstörf. Nýkjörinnar stjórnar bíður það verk- efni að ráða nýjan forstjóra til að stýra daglegum rekstri Landssímans. Mikil- vægasta viðfangsefni nýrra stjórnenda er síðan að skapa þessu öfluga fyrirtæki starfsfrið þannig að halda megi áfram að styrkja reksturinn og bæta þjónustu við viðskiptavini. Áformum um sölu á hlutabréfum ríkisins í fyrirtækinu hef- ur verið skotið á frest og raunar er það forsenda fyrir því að slík sala geti tekizt vel þegar þar að kemur að sæmilegur friður ríki um fyrirtækið. Einkavæðing Símans hlýtur hins vegar að sjálfsögðu áfram að verða markmið stjórnvalda. Síminn er arðbært fyrirtæki eins og reikningar þess sýna og skilar eigend- um sínum miklu. Fyrirtækið hefur á að skipa hæfu starfsfólki, sem hefur á und- anförnum árum unnið mikið starf við að breyta Símanum úr óvinsælu ríkisein- okunarfyrirtæki í þjónustufyrirtæki sem þarf að leysa úr margvíslegum þörfum og óskum viðskiptavina sinna. Í ræðu fráfarandi stjórnarformanns Símans, Friðriks Pálssonar, kom fram að fyrirtækið stendur frammi fyrir stórum verkefnum. Þar á meðal er lagn- ing nýs sæstrengs til Skotlands til að styrkja samband Íslands við umheim- inn, en núverandi sæstrengs- og gervi- hnattatengingar eru orðnar óviðunandi í ljósi mikilvægis rafrænna samskipta fyrir íslenzkt atvinnulíf. Þá nefndi Frið- rik að leita ætti leiða til að hraða lagn- ingu breiðbands til sem flestra heimila á landinu og að auka gagnaflutnings- getu símakerfisins, en hvort tveggja er mikilvægt til að íslenzkur almenningur geti nýtt sér upplýsingabyltinguna sem skyldi. Síminn mun stærðar sinnar vegna áfram leika stórt hlutverk við uppbygg- ingu upplýsingasamfélagsins á Íslandi. Það er mikilvægt að fyrirtækið og starfsfólk þess fái nú frið til að vinna að brýnum verkefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.