Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dóa, vinkona mín til margra ára, er látin tæplega 87 ára að aldri. Tilveran verður skrýtin án Dóu. Hún var svo mikill gleðigjafi allt til síðustu stundar. Hún var sannarlega fasti punkturinn í lífi fjölskyldu sinn- ar og allra vinanna, sem eru óteljandi. Ég kynntist Dóu þegar hún giftst frænda mínum, Guðmundi Ágústs- syni, og varð hún mér þegar mjög kær alla tíð. Þrátt fyrir níu ára ald- ursmun var hún mér fremri í öllu, svo einkennilega frjó, skynsöm og skemmtileg, enda dóttir Þórarins Guðmundssonar fiðluleikara og tón- skálds. Þau voru bæði svolítið ýkin í frásögn sinni, sem var svo skemmti- legt – en meiddi engan. Dóa og Guð- mundur eignuðust fimm börn, öll vel af Guði gerð, ég man aldrei eftir að hafa heyrt styggðaryrði á því heimili. Þau hjón voru sérstaklega gestris- in. Öllum sem bar að garði var vel tek- ið, jafnt börnum sem fullorðnum. Iðu- lega voru samankomnir þar fjöl- margir skákmenn, sem tefldu á tveimur til þremur borðum, og Dóa sá um mat og aðrar veitingar af mikilli elsku og gleði. Ég hefi oft heyrt suma þeirra lofa þau fyrir þessar góðu stundir. Dóa mín, hafðu þökk fyrir öll góðu árin, sem við áttum samleið. Áslaug Sigurz. Um miðja síðustu öld stóð rautt hús við norðurendann á Bræðraborg- arstígnum í Reykjavík. Þetta var Vesturgata 46, heimili Þuríðar Þór- arinsdóttur og Guðmundar Ágústs- sonar, bakarameistara og skák- meistara, eða Dóu og Mumma eins og þau voru oftast kölluð. Í þessu húsi var með eindæmum gestkvæmt. Vinir, kunningjar, nágrannar og skyldmenni drógust að þessu heimili, en auk þess margir efnilegustu skákmenn bæjarins og voru þeir oft í ÞURÍÐUR INGIBJÖRG (DÓA) ÞÓRARINSDÓTTIR ✝ Dóa (ÞuríðurIngibjörg) Þór- arinsdóttir fæddist í Reykjavík 18. apríl 1915. Hún lést á Landakoti 20. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. meirihluta. Þeir voru komnir til að tefla við húsbóndann, einn al- sterkasta skákmeistara þjóðarinnar, og stóðu oft lengi við. Þeir voru oft í kaffi, stundum í mat og kom fyrir að þeir gistu. Þarna var jafnan glatt á hjalla. Enda virtust húsráðendur alltaf vera í góðu skapi og allir alltaf velkomnir. Dóa var kjarninn í þessu öfluga félagslífi. Hún tefldi að vísu ekki en sá um allt annað. Dóa var mikill lífslistamaður. Hún elskaði manninn sinn og börnin, bar mikla umhyggju fyrir þeim, en að því er virtist líka fyrir öllum öðrum. Hún var harðdugleg, fluggreind og gædd einstæðri græskulausri kímni. Þegar ég kom fyrst á heimili Dóu og Mumma rak hann Sveinsbakarí í félagi við tvo aðra og hafði sumarbú- stað við Grafarholt. Stundum tefldum við í sumarbústaðnum og oft í bak- aríinu. Um 1960 eignuðust þau hjónin Sveinsbakarí, fluttu það á jarðhæð á Vesturgötu 52 og fóru sjálf í íbúð fyrir ofan bakaríið. Börnin voru nú komin á legg, en framundan var háskóla- menntun barna og tengdabarna. Dóa fór nú að vinna í bakaríinu. Dugnaður þeirra hjóna og fórnfýsi gerði þeim kleift að styðja börnin og tengdabörn- in, sem sum hver fóru í kostnaðar- samt nám erlendis. Þetta hefur án efa stuðlað að góðum árangri þeirra. Þau 13 ár sem við Guðrún áttum heima í Vesturbænum var ég tíður gestur á Vesturötu 52. Nú tefldum við Guðmundur oftast tveir þótt fyrir kæmi að við værum fleiri. Sem sannkallaður heimagangur kynntist ég börnunum vel, þótt þau væru öll yngri en ég. Auk þess lágu leiðir okkar víða saman. Við Þórarinn heitinn vorum samkennarar við ML og MR, við vorum saman í skák- klúbbi, spiluðum saman og fórum í gönguferðir. Edgar var nemandi minn við ML og starfsfélagi bróður míns um langt skeið. Ágústa var í öldungadeild MH. Hún og Pálmi bjuggu um skeið í sama húsi og við Guðrún. Við Anna höfum alltaf hittst öðru hvoru austan hafs og vest- an. Þótt Dóa hafi lifað lífinu af mikilli list hefur það ekki alltaf verið henni dans á rósum. Hún missti Guðmund um aldur fram. Elsta soninn, Þórarin, missti hún fyrir áratug. Einnig hafa langvarandi veikindi Steinu, yngstu dótturinnar, verið henni þung í skauti. Þótt Guðmundur væri fallinn frá og ekki hægt að tefla heimsóttum við hjónin Dóu af og til okkur til óbland- innar ánægju. Að leiðarlokum vil ég þakka Dóu og fjölskyldu hennar fyrir sam- veruna, vináttuna og skemmtunina. Blessuð veri minning Þuríðar Þór- arinsdóttur. Ingvar Ásmundsson. Það var eina nóttina á mínum ung- lingsárum sem ég kom heim til ömmu minnar eftir skemmtilegt kvöld með vinum. Hún stóð við eldavélina steikj- andi kjúklingabita og ég settist á bekkinn hjá henni. Eftir að hafa sagt henni frá öllu kvöldinu í smáatriðum og borðað góðan mat fórum við að sofa. Þetta er ein af ótal mörgum óhefðbundnum og blíðum minningum sem ég á um hana ömmu mína Dóu. Ég er rík kona þar sem ég hef frá fæðingu átt þrjá nána aðila til að gæta mín, byggja mig upp og veita mér skilyrðislausa ást og öryggi. Þessir aðilar eru pabbi, mamma og amma Dóa. Bernskuminningar mínar tengj- ast annarsvegar búsetu okkar pabba, mömmu og Þóru systur í Bandaríkj- unum og hinsvegar gamla vestur- bænum í Reykjavík. Þar bjuggu amma og afi, þar var Sveinsbakarí og þar eru mínar rætur. Fyrir mér rann heimili foreldra minna og ömmu og afa saman í eitt. Ég átti herbergi á báðum stöðum og fékk að hafa mína hentisemi á hvar ég dvaldi hverju sinni. Samband ömmu og mömmu var náið og sterkt sem varð til þess að við Þóra eyddum miklum tíma með þeim saman. Í gegnum þetta samband lentum við systurnar í mörgum æv- intýrum, heyrðum allar helstu kjafta- sögur bæjarins og fengum að njóta yndislegrar stemningar sem þær mæðgurnar höfðu skapað sín á milli. Þetta voru góðir tímar sem ég hugsa oft um og sakna mikið. Sjálf var amma Dóa fyndin og létt- kærulaus á skemmtilegann hátt en jafnframt skynsöm og gerði hlutina aðeins öðruvísi en fólk almennt gerir. Hún fékk aðra til að veltast um af hlátri með svipbrigðum einum og frá- sagnarhæfni hennar var hrein snilld. Með henni hurfum við barnabörnin í ævintýraheima eða aftur til fortíðar á svipstundu. Hún náði að þróa með sér margar sniðugar hefðir, skemmtilega siði og áhugaverðar skoðanir sem krydduðu lífið hjá öðrum. Í fjöl- skylduboðum höfðu karlmennirnir forgang. Þeir fengu sér fyrst á disk á eftir afa. Jafnframt vorum við kon- urnar ávallt upplýstar um ef snyrta þyrfti augabrýr okkar, ef háraliturinn væri fallinn á tíma eða ef fataval okk- ar hefði getað farið á betri veg. Í aug- um og huga ömmu vorum við allar fegurðardísir og áttum því að bera okkur þannig í návist annarra. Sólarhringur ömmu Dóu var ekki eins og annarra. Nóttin var hálfgerð- ur dagur þar sem hún flakkaði milli eldhússins og svefnherbergisins, fékk sér bita, las dönsk blöð og svaf inn á milli. Ég kippti mér ekki upp við þess- ar venjur heldur datt sjálf inn í þær þegar ég dvaldi hjá henni. Með því móti náðum við að horfa saman yfir Esjuna, bryggjuna og sjóinn á öllum tímum sólarhringsins frá útsýnis- gluggum hennar á Vesturgötunni. Elsku amma, þú ert hér og þar og allsstaðar. Svo mikið hefur þú snert mitt líf. „Mitt er þitt“ varstu vön að segja og lifðir samkvæmt þeim orðum alla tíð. Mínum börnum og barna- börnum verða innrætt viðhorf þín til lífsins og kærleikur, sem er dýrmæt gjöf að fá. Ég sakna þín mikið og elska af öllu hjarta. Guð blessi þig, Edda. Þegar veturinn sýnist ætla að lina frosttök sín, sól er tekin að hækka á lofti fer einstaka líf að kvikna á ný. Tímavilltur krókus skýtur óræðum sprota up úr kaldri jörð og hrafnar taka að efna í laup. Þá slokknar annað líf. Á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, segir séra Hallgrímur. Þuríður Ingibjörg Þórarinsdóttir sofnar hægt og hljótt, deyr. Þetta mikla nafn bar fyrrverandi tengdamóðir mín til nokkurra ára- tuga, sem nú er öll. Henni þótti trúi ég stundum nóg um nafnið. Kallaði sjálfa sig alltaf eftir gælunafni föður síns, Dóu, og flestir þekktu hana reyndar líklega undir því nafni. Hún lést blessuð mín aðfaranótt 20. febr- úar, líklega södd daga að loknu far- sælu lífi. Með Dóu hvarf enn einn fulltrúi þeirrar ágætu, ósérhlífnu og almennt heiðarlegu kynslóðar sem ól okkur sem nú erum vel miðaldra. Kynslóðin sem ætlaðist ekki til neins fyrir sjálfa sig, en til alls fyrir börn sín og aðra af- komendur. Hafði í hávegum heiðar- leika og trúmennsku og ýmis það sem síðar hefur verði gildisfelld. Ég hirði hér hvorki að rekja skipu- lega ár og ævi Dóu, börn né ættir hennar, en hlýt þó að nefna eigin- mann hennar, tengdaföður minn, vin og velgjörðarmann um margt Guð- mund Ágústsson, bakarameistara og skákmann. Hann gerði flest með hennar samþykki og dyggum stuðn- ingi og það svo vel að þeir sem nutu minnast gjarnan. Þau voru samrýnd um margt og oft fyrir orð Dóu. Þessari ágætu konu verður ekki lýst svo vel sé í fáum orðum, enda kannski ekki markmiðið. Við kynntumst fyrir um 40 árum og þótt óneitanlega sé tekið að fenna í minnisslóðina mína þykir mér sem að ég hafi býsna fljótt skynjað að þar fór engin venjuleg manneskja. Hún var að því er mér þótti svo mikill „bóhem“ í sér að ég hafði aldrei kynnst slíku og hef reyndar ekki síðan. Til að mynda dettur engri venjulegri manneskju í hug að deila bók með maka sínum bókarlausum með því að lesa sjálf nokkrar blaðsíður og rífa þær síðan úr bókinni svo að hann geti líka lesið. En þannig hugsaði og hegðaði Dóa sér, ólínulega ef svo mætti segja og fetaði því síst hinn viðurkennda veg, heldur var í öllu fullkomlega trú sjálfri sér og sínum. Hún var þannig fyrir mér skemmtileg og óræð. Fæstir hljóta slíka fæðingargjöf og jafnvel fáir að kynnast slíku og tel ég mig heppinn einnig í því tilliti. Lík- lega var óhefðbundin hugsun ríkur eðlisþáttur Dóu, sem trúlega fékk að þróast nokkuð óhindrað í uppvexti, en hún var alin upp hjá afa sínum og ömmu í föðurætt í talsverðu dekri held ég á þess tíma mælikvarða. Hún varð þó með tímanum hamin óhemja, ótemja tamin af aðstæðum sem hún að sumu leyti hafði kosið sér, þvert á óskir og vonir sem bundnar voru við hana og hennar líf, var trú sjálfri sér í þeim aðstæðum sem öðru. Dóa hlaut ágætis menntun al- menna jafnt sem í sérskóla og lærði til handiðnakennara. Þó fór öll henn- ar kennsla fram á öðrum vettvangi þ.e.a.s. í lífsins skóla og skilaði sér vel trúi ég, því hún kunni að hlusta og reyndist ráðagóð flestum þeirra ótal- mörgu sem leituðu hlýju hennar og lífssýnar. Heimilið stóð opið hverjum sem vildi, næstum hvenær sem var, skilyrðislaust og ekkert að þakka. Ekki verður annað sagt en að Dóa hafi lagað sig býsna vel að þeim veru- leika sem lífið færði henni og var sá þó ekki alltaf eins og helst verður kos- ið eða flestir kjósa sér. Dóa kunni hins vegar þá list að gleðjast yfir því sem hún hafði en sýta ekki hitt, sem a.m.k. sumir afkomenda hennar hafa fengið í arf. Auðvitað átti hún yfir mörgu að gleðjast, en skuggar voru líka margir og sumir býsna dimmir. Dóu skiptu smámunir engu og það sem hún kall- aði smámuni kynni flestum að virðast stórt en slíkt var alla jafna eitthvað ✝ Gyða HalldóraHaraldsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1936. Hún lést 1. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Olga Eggertsdóttir, f. 19.2. 1906, d. 5.11. 1981, og Haraldur Jónsson, f. 7.12. 1901, d. 22.2. 1986. Gyða átti einn bróður, Guð- berg, f. 30.9. 1927. Gyða giftist 23.7. 1960 eftirlifandi manni sínum, Jóni Torfasyni, f. 23.7. 1932. Gyða gekk í Barnaskóla Laug- arness og síðar í Gagnfræðaskóla verknáms. Hún stundaði ýmsa vinnu, vann á saumastofu og verslun þar til þau hjónin ásamt Guðmundi Brynjólfs- syni og konu hans stofnuðu fyrirtækið Kælingu 1968 og ráku það saman þar til 1976 en ráku það ein eftir það þar til þau seldu það 1997. Gyða vann alla skrif- stofuvinnu Kælingar meðan þau ráku hana. Útför Gyðu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Kynni okkar Gyðu hófust fyrir um tíu árum þegar bróðir hennar Guð- berg og ég hófum sambúð. Gyða tók mér með alúð, en vildi fara hægt í sak- irnar með kynni af þessum nýja fjöl- skyldumeðlimi. En ekki leið á löngu áður en við Gyða voru orðnar mestu mátar og áttum við eftir að eiga marg- ar ánægjustundir saman. Gyða ólst upp í Rauðagerðinu hjá foreldrum sínum og bróður. Á heim- ilinu voru einnig mæðgurnar Magnea og Auður. Bernskuheimili hennar var henni mjög kært og átti hún margar dýrmætar minningar um uppvaxtar- ár sín í Sogamýrinni, hún hélt sam- bandi við bernskuvinkonur sínar það- an og ræddi oft um ýmsa atburði er þar urðu. Gyða giftist árið 1960 Jóni Torfa- syni vélvirkja og höfðu þau því verið gift í rúm fjörutíu ár er ótímabært andlát hennar bar að. Ég hef aldrei kynnst samrýndari hjónum en Gyðu og Jóni, þau ráku saman fyrirtæki, unnu saman og segja má að þau hafi verið saman allan sólarhringinn. Þeim varð ekki barna auðið, en synir Guðbergs bróður hennar, Haraldur og Páll, og síðan þeirra fjölskyldur voru henni mjög kær og fylgdist hún af miklum áhuga með öllu sem gerðist í fjölskyldunni og var afskaplega minnug á alla afmælis- og hátíðisdaga í fjölskyldunni. Einnig var fjölskylda Jóns henni mjög kær. Gyða var að mörgu leyti gæfukona, hún ólstu upp í öryggi foreldra sinna og giftist síðan manni sem segja má að hafi borið hana á höndum sér. Þau hjón höfðu mikla ánægju af að ferðast og gerðu það óspart bæði innanlands og utan. Þau voru búin að ferðast til ólíklegustu staða og höfðu alltaf jafn mikla ánægju af. Við hjónin áttum því láni að fagna fyrir nokkrum árum að fara saman í sannkallaða ævintýraferð til Malasíu, Taílands og Balí, ferð sem aldrei gleymist, og nú vorum við Gyða farn- ar að ræða saman um haustferð til Kúbu, en málin hafa skipast öðru vísi. Sú hefð skapaðist fyrir mörgum árum að við eyddum áramótum saman á heimili okkar hjóna og var það orðið fastur liður í tilverunni. Gyða var ekki heilsuhraust, en and- lát hennar bar svo skjótt að, að erfitt er að átta sig á og sætta sig við að hún skuli vera horfin okkur. Missir Jóns er mikill, en minning um ástkæra eig- inkonu og sannan vin mun vonandi létta honum missinn. Ég kveð þig kæra mágkona og þakka þér fyrir allar okkar samveru- stundir. Regína Birkis. Síminn hringir föstudaginn 1. mars og mér er tilkynnt að Gyða æskuvin- kona mín sé dáin, mig setur hljóða, get ekkert sagt, trúi ekki mínum eigin eyrum. Við vorum búnar að vera vinkonur í rúm 60 ár. Þegar ég fluttist í Soga- mýrina sem var eins og þorp fyrir ut- an borgina voru þar um tuttugu hús sem stóðu við efri og neðri götu og einnig voru nokkur sveitabýli. Soga- mýrin var á þessum árum eins konar sveit. Mér leist ekkert á þetta, sex ára stelpuhnokka. Þá sá ég stelpu á sama aldri og ég með svart hrokkið hár og í fallegum kjól, standa við grindverkið hjá einu húsinu. Ég gekk hægt til hennar og bað hún mig strax að leika. Upp frá því vorum við alltaf saman. Gyða átti einn bróður, Begga, en ég mörg systkini. Það var því þannig að ég var alltaf heima hjá henni. Olga og Haraldur, foreldrar hennar voru mín- ir aðrir foreldrar. Haraldur var bif- vélavirki og átti bíl sem var ekki al- gengt í þá daga. Ég man sérstaklega vel eftir svörtum bíl sem þau áttu. Hann var með litlum gluggum og palli. Við Gyða notuðum hann oft sem dúkkuhús og saumaði Olga gardínur fyrir gluggana, allt var gert fyrir okk- ur. Ég fór líka oft í bíltúra með þeim, inn í Hafnarfjörð sem var mikið ferða- lag, að heimsækja Siggu, Möggu og Auði. Einnig upp í Borganes og fleira. Ég var oft veik á æskuárum mín- um, en Gyða hughreysti mig alltaf og sagði; nú fer þér að batna, Dodda mín. Ef ég komst ekki úr rúminu þá lékum við okkur bara þar, svona var Gyða. Við gengum í Laugarnesskóla í Laugarnesinu og gekk skólabíll á milli og var það mikið ævintýri að fara í rútu. Skólasystkini okkar nefndu okkur alltaf báðar ef önnur var nefnd, svo nánar vorum við. Við sátum ávallt saman í skólanum alla tíð, í barna- skóla og gagnfræðaskóla. Í Laugar- nesskóla kynntumst við systrunum Kæju og Mummu, sem voru nýfluttar að vestan. Kæja var í sama bekk og við og urðum við fjórar góðar vinkon- ur, allar götur síðan. Við fermdumst saman, fórum oft í hjólreiðatúra með nesti þangað sem Breiðholtshverfi er nú. Ekki má gleyma saumaklúbbun- um, þar sem oft var hlegið dátt og rúntinum sem var oft genginn. Við Gyða giftumst um svipað leyti og vorum uppteknar af því. Samveru- stundirnar breyttust svolítið með full- orðinsárunum eins og eðlilegt er en um afmæli og jól glöddum við hvor aðra alla tíð. Við hringdum einnig líka mikið hvor í aðra. Gyða átti við heilsuleysi að stríða síðustu ár og ræddum við oft saman um það en hún gerði lítið úr sínum veikindum og sagði að Jón hennar hugsaði svo vel um hana. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) GYÐA H. HARALDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.