Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. EIGENDUR FBA Holding S.A. voru í gær sviptir atkvæðisrétti í Íslandsbanka af Fjármálaeftirlit- inu. Tilkynning þess efnis barst til Íslandsbanka nokkrum tímum áður en aðalfundur félagsins hófst. Hlutur FBA Holding í Íslandsbanka nemur 15,553%. Eigendur þess eru Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja, og Saxhóll, félag í eigu fjölskyldu Jóns Júlíussonar, sem átti Nóatúns- verslanirnar áður en Kaupás keypti þær. Hlutur Saxhóls í FBA Holding var þar til í gær í eigu Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Eig- endur Saxhóls hafa lýst því yfir að hlutur þess verði fluttur út úr FBA Holding Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins til Íslands- banka segir: „Fjármálaeftirlitið hefur í dag ákveð- ið, með vísan til 12. gr. laga nr. 113/1996, um við- skiptabanka og sparisjóði, sbr. 10.gr. sömu laga, að hlutum FBA Holding S.A. í Íslandsbanka fylgi ekki atkvæðisréttur. Ákvörðunin tekur gildi nú þegar. Hefur FBA-Holding S.A. verið tilkynnt um ákvörðunina og ástæður hennar. Fjármálaeftirlitið leggur fyrir Íslandsbanka að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna þessa. Fjármálaeftirlitið tekur ákvörðun sína til endur- skoðunar jafnskjótt og gripið hefur verið til úrbóta af hálfu FBA-Holding S.A. og annarra hlutaðeig- andi aðila, sem Fjármálaeftirlitið metur nægjan- legar.“ Í 12. grein laganna segir m.a. að Fjármála- eftirlitið geti gripið til þessara ráðstafana „sé aðila, sem á virkan eignarhlut í viðskiptabanka, svo farið eða fari hann þannig með hlut sinn að skaði heil- brigðan og traustan rekstur bankans“. Kom forráðamönnum FBA Holding á óvart Rétt fyrir aðalfundinn barst yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Baldvins- syni vegna málefna FBA-Orca Holding: „Eins og fram kom í bréfi frá Fjármálaeftirlitinu, dagsett 11. mars, hefur eftirlitið svipt FBA-Orca Holding atkvæðarétti sínum í Íslandsbanka hf. Þetta kom forráðamönnum FBA-Orca Holding á óvart þar sem unnið hafði verið að endurskipulagningu á fé- laginu. Þeirri endurskipulagningu lauk nú með sölu Jóns Ólafssonar á eignarhlut sínum í félaginu. Eigendur FBA-Orca Holding, Jón Ásgeir og Þorsteinn Már, reikna fastlega með, eftir viðræður við fulltrúa Fjármálaeftirlitsins, að þeir fái at- kvæðarétt sinn til baka innan fárra daga enda sé hér um að ræða eignasterkt félag með eigið fé upp á 2 milljarða króna. Félagið sé því fullfært um að standa undir þeim skuldbindingum sem í því felast að eiga svo stóran hlut í Íslandsbanka hf.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Ásgeir að athugasemdir Fjármálaeftirlitsins snúist um ófull- nægjandi upplýsingagjöf og þá óvissu sem ríkt hef- ur um Orca. Lögmenn FBA-Holding hafi rætt við Fjármálaeftirlitið og lýst yfir fullum vilja FBA- Holding til að ljúka málinu. Þær breytingar sem orðið hafa á Orca SA með sölu Jóns Ólafssonar á hlutnum skipti miklu, eins og fram kemur í yfirlýs- ingu Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hafi átt sér nokkurn aðdrag- anda. „Fjármálaeftirlitið hefur rökstutt niðurstöð- una í bréfi til FBA-Holding en mun ekki tjá sig um ástæður ákvörðunarinnar. Leiti forsvarsmenn FBA-Holding eftir viðræðum við Fjármálaeftirlit- ið og grípi til úrræða sem það telur fullnægjandi mun það endurskoða afstöðu sína.“ Páll Gunnar vill ekki tjá sig um yfirlýsingu Jóns Ásgeirs og Þor- steins Más að öðru leyti. Fjármálaeftirlitið sviptir eigendur FBA-Holding atkvæðisrétti í Íslandsbanka Ónóg upplýsingagjöf og óvissa um Orca  Aðalfundur/6 Jón Ásgeir Jóhannesson segist vænta atkvæðis- réttar innan fárra daga EFTIR fund með sérfræðingi frá Veðurstofu Íslands í gærkvöldi ákvað almannavarnanefndin í Vík í Mýrdal að ekki væri óhætt fyrir fólk að halda til í sex íbúðarhúsum í Reynishverfi og tveimur húsum í Vík vegna hættu á snjóflóðum. Spáð var snjókomu á þessum slóðum í nótt og í dag og enn er talin hætta á snjóflóðum. Á sunnudag voru bæ- irnir á Efri- og Neðri-Prestshúsum, Görðum og Reyni rýmdir auk húsanna í Vík en í gærkvöldi var einnig ákveðið að rýma bæði húsin á Lækjarbakka. Þar féll snjóflóð á sunnudagsmorgun sem hreif með sér gamlan vörubíl og tyllti honum upp á húsvegg og færði jafnframt tvo jeppa úr stað á hlaðinu. Ekki urðu meiðsl á fólki. Mikill snjór safnaðist í fjallshlíðar í nágrenni Mýrdalsins um helgina en þá snjó- aði nánast látlaust í hátt í tvo sólar- hringa. Skóf mikið í fjöll og hengjur slúta víða yfir fjallsbrúnir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kristín Björnsdóttir í Sólheimakoti i Mýrdal þurfti að klifra hátt vildi hún komast út um dyrnar á bænum. Enn hætta á snjóflóð- um í Mýr- dalnum  Snjóhengjur slúta/4 AÐALFUNDUR Landssímans kaus í gær nýja stjórn, en hana skipa Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL, Frið- rik Már Baldursson hagfræðingur, Sigurgeir B. Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, Thomas Möller, framkvæmdastjóri hjá OLÍS, og Örn Gústafsson við- skiptafræðingur. Rannveig tekur við starfi stjórnarformanns félagsins af Friðriki Pálssyni sem verið hefur stjórnarformaður frá árinu 1999. Friðrik sagði á aðalfundinum að nauðsynlegt væri að halda áfram að einkavæða Landssímann. Fyrirtæk- ið þyrfti að komast undan þeim póli- tísku deilum sem staðið hefðu um það. Hann fór einnig yfir þá gagn- rýni sem beinst hefur að Landssím- anum á síðustu vikum og sagði: „Gagnrýnin á stjórnendur félagsins hefur verið óvægin, órökstudd, ósönn og meiðandi.“ Gagnrýni kom fram á fundinum á tillögu samgönguráðherra um að hækka laun til stjórnarmanna úr 65 þúsund krónum í 150 þúsund krónur og laun formanns úr 150 þúsund krónum í 300 þúsund krónur. Tillag- an var samþykkt en mjög margir al- mennir hluthafar greiddu atkvæði á móti henni. Vanskil hafa aukist Í ræðu Óskars Jósefssonar for- stjóra kom fram að sumir grunn- þættir í tekjumyndun Símans væru í dag seldir undir kostnaðarverði og þörf væri á að breyta verðskrá. Sömu viðhorf komu fram í ræðu Friðriks Pálssonar, en hann sagði að vegna smæðar markaðarins væri ástæða til að búast við að verðlag á símaþjónustu færi hækkandi. Óskar sagði að áætlanir Símans gerðu ráð fyrir 3% lækkun á rekstr- arútgjöldum hans frá fyrra ári. Þeg- ar hefði verið gripið til aðgerða sem miðuðust að því að ná þessu mark- miði. Það kom einnig fram í máli Óskars að útistandandi kröfur Símans hefðu hækkað á árinu um tæpar 500 millj- ónir. Ákveðið hefði verið að hrinda af stað sérstöku innheimtuátaki vegna þessa. Ennfremur sagði hann að ákveðið hefði verið að greiða auka- lega 100 milljónir króna í afskrifta- sjóð vegna þessarar erfiðu inn- heimtu. Hann sagði að í afskrifta- sjóði fyrirtækisins væru núna tæp- lega 400 milljónir. Þörf á breytingum á gjaldskrá Forstjóri Landssímans segir tap á sumum grunnþáttum Símans  850 milljónir/30 STJÓRNENDUR Flugleiða hafa sett sér það markmið að ná jafnvægi í rekstri Flugleiða á árinu 2002 en á síðasta ári nam tap félagsins 1.212 milljónum króna. Þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns Flugleiða, Harðar Sigurgestssonar, á aðalfundi félagsins í gær. Að hans sögn þarf að minnka kostnað á framleidda einingu hjá fé- laginu og auka framleiðni og hag- kvæmni í allri stjórnun fyrirtækis- ins. Eins þurfi að þróa og einfalda þjónustu félagsins með nýjar kröfur markaðarins að leiðarljósi. „Launakostnaður er um fjórðung- ur af rekstrarkostnaði í starfsem- inni. Um 70% launakostnaðar í móð- urfélaginu heyrir til þeim hópum sem starfrækja flugvélar félagsins, flugmönnum, flugfreyjum og tækni- mönnum. Það er óhjákvæmilegur þáttur í að tryggja þennan rekstur til framtíðar að félagið nái að auka framleiðni starfsmanna á öllum sviðum og nýta betur krafta þeirra. Til þess verður að gera breytingar á samningum sem gefa félaginu kost á meiri sveigjanleika. Að öðrum kosti blasir við að draga verði starfsemi félags- ins meira saman en ella,“ sagði Hörður. Stjórnarformaður Flugleiða á aðalfundi Breyta þarf samningum við starfs- fólk  Flugfélag/20 CESSNA 152, sem er tveggja manna einshreyfils flugvél, hvolfdi á Stóra- Kroppsflugvelli í Borgarfirði síðdeg- is í gær. Flugmennina tvo, flugkenn- ara og flugnema, sakaði ekki. Vélin hélt frá Reykjavík kl. 17.05 og hafði áætlað hálfs annars tíma flug. Klukkan 17.46 fær flugumferð- arstjórn tilkynningu frá flugmönn- unum um að vélinni hafi hvolft á flug- vellinum við Stóra-Kropp þar sem reyna átti snertilendingu. Tilkynntu þeir jafnframt að sig hefði ekki sak- að. Lögreglan í Borgarnesi hélt á slysstaðinn í gær og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa einnig. Flugvél hvolfdi JÖRÐIN Möðruvellir í Eyja- fjarðarsveit er til sölu hjá fast- eignasölunni Eignakjörum á Akureyri. Á Möðruvöllum er tvíbýli og þar er kúabú og fjárbú. Möðruvell- ir til sölu  Íslenskt höfuðból/C1 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.