Morgunblaðið - 12.03.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 12.03.2002, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. EIGENDUR FBA Holding S.A. voru í gær sviptir atkvæðisrétti í Íslandsbanka af Fjármálaeftirlit- inu. Tilkynning þess efnis barst til Íslandsbanka nokkrum tímum áður en aðalfundur félagsins hófst. Hlutur FBA Holding í Íslandsbanka nemur 15,553%. Eigendur þess eru Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja, og Saxhóll, félag í eigu fjölskyldu Jóns Júlíussonar, sem átti Nóatúns- verslanirnar áður en Kaupás keypti þær. Hlutur Saxhóls í FBA Holding var þar til í gær í eigu Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Eig- endur Saxhóls hafa lýst því yfir að hlutur þess verði fluttur út úr FBA Holding Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins til Íslands- banka segir: „Fjármálaeftirlitið hefur í dag ákveð- ið, með vísan til 12. gr. laga nr. 113/1996, um við- skiptabanka og sparisjóði, sbr. 10.gr. sömu laga, að hlutum FBA Holding S.A. í Íslandsbanka fylgi ekki atkvæðisréttur. Ákvörðunin tekur gildi nú þegar. Hefur FBA-Holding S.A. verið tilkynnt um ákvörðunina og ástæður hennar. Fjármálaeftirlitið leggur fyrir Íslandsbanka að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna þessa. Fjármálaeftirlitið tekur ákvörðun sína til endur- skoðunar jafnskjótt og gripið hefur verið til úrbóta af hálfu FBA-Holding S.A. og annarra hlutaðeig- andi aðila, sem Fjármálaeftirlitið metur nægjan- legar.“ Í 12. grein laganna segir m.a. að Fjármála- eftirlitið geti gripið til þessara ráðstafana „sé aðila, sem á virkan eignarhlut í viðskiptabanka, svo farið eða fari hann þannig með hlut sinn að skaði heil- brigðan og traustan rekstur bankans“. Kom forráðamönnum FBA Holding á óvart Rétt fyrir aðalfundinn barst yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Baldvins- syni vegna málefna FBA-Orca Holding: „Eins og fram kom í bréfi frá Fjármálaeftirlitinu, dagsett 11. mars, hefur eftirlitið svipt FBA-Orca Holding atkvæðarétti sínum í Íslandsbanka hf. Þetta kom forráðamönnum FBA-Orca Holding á óvart þar sem unnið hafði verið að endurskipulagningu á fé- laginu. Þeirri endurskipulagningu lauk nú með sölu Jóns Ólafssonar á eignarhlut sínum í félaginu. Eigendur FBA-Orca Holding, Jón Ásgeir og Þorsteinn Már, reikna fastlega með, eftir viðræður við fulltrúa Fjármálaeftirlitsins, að þeir fái at- kvæðarétt sinn til baka innan fárra daga enda sé hér um að ræða eignasterkt félag með eigið fé upp á 2 milljarða króna. Félagið sé því fullfært um að standa undir þeim skuldbindingum sem í því felast að eiga svo stóran hlut í Íslandsbanka hf.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Ásgeir að athugasemdir Fjármálaeftirlitsins snúist um ófull- nægjandi upplýsingagjöf og þá óvissu sem ríkt hef- ur um Orca. Lögmenn FBA-Holding hafi rætt við Fjármálaeftirlitið og lýst yfir fullum vilja FBA- Holding til að ljúka málinu. Þær breytingar sem orðið hafa á Orca SA með sölu Jóns Ólafssonar á hlutnum skipti miklu, eins og fram kemur í yfirlýs- ingu Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hafi átt sér nokkurn aðdrag- anda. „Fjármálaeftirlitið hefur rökstutt niðurstöð- una í bréfi til FBA-Holding en mun ekki tjá sig um ástæður ákvörðunarinnar. Leiti forsvarsmenn FBA-Holding eftir viðræðum við Fjármálaeftirlit- ið og grípi til úrræða sem það telur fullnægjandi mun það endurskoða afstöðu sína.“ Páll Gunnar vill ekki tjá sig um yfirlýsingu Jóns Ásgeirs og Þor- steins Más að öðru leyti. Fjármálaeftirlitið sviptir eigendur FBA-Holding atkvæðisrétti í Íslandsbanka Ónóg upplýsingagjöf og óvissa um Orca  Aðalfundur/6 Jón Ásgeir Jóhannesson segist vænta atkvæðis- réttar innan fárra daga EFTIR fund með sérfræðingi frá Veðurstofu Íslands í gærkvöldi ákvað almannavarnanefndin í Vík í Mýrdal að ekki væri óhætt fyrir fólk að halda til í sex íbúðarhúsum í Reynishverfi og tveimur húsum í Vík vegna hættu á snjóflóðum. Spáð var snjókomu á þessum slóðum í nótt og í dag og enn er talin hætta á snjóflóðum. Á sunnudag voru bæ- irnir á Efri- og Neðri-Prestshúsum, Görðum og Reyni rýmdir auk húsanna í Vík en í gærkvöldi var einnig ákveðið að rýma bæði húsin á Lækjarbakka. Þar féll snjóflóð á sunnudagsmorgun sem hreif með sér gamlan vörubíl og tyllti honum upp á húsvegg og færði jafnframt tvo jeppa úr stað á hlaðinu. Ekki urðu meiðsl á fólki. Mikill snjór safnaðist í fjallshlíðar í nágrenni Mýrdalsins um helgina en þá snjó- aði nánast látlaust í hátt í tvo sólar- hringa. Skóf mikið í fjöll og hengjur slúta víða yfir fjallsbrúnir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kristín Björnsdóttir í Sólheimakoti i Mýrdal þurfti að klifra hátt vildi hún komast út um dyrnar á bænum. Enn hætta á snjóflóð- um í Mýr- dalnum  Snjóhengjur slúta/4 AÐALFUNDUR Landssímans kaus í gær nýja stjórn, en hana skipa Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL, Frið- rik Már Baldursson hagfræðingur, Sigurgeir B. Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, Thomas Möller, framkvæmdastjóri hjá OLÍS, og Örn Gústafsson við- skiptafræðingur. Rannveig tekur við starfi stjórnarformanns félagsins af Friðriki Pálssyni sem verið hefur stjórnarformaður frá árinu 1999. Friðrik sagði á aðalfundinum að nauðsynlegt væri að halda áfram að einkavæða Landssímann. Fyrirtæk- ið þyrfti að komast undan þeim póli- tísku deilum sem staðið hefðu um það. Hann fór einnig yfir þá gagn- rýni sem beinst hefur að Landssím- anum á síðustu vikum og sagði: „Gagnrýnin á stjórnendur félagsins hefur verið óvægin, órökstudd, ósönn og meiðandi.“ Gagnrýni kom fram á fundinum á tillögu samgönguráðherra um að hækka laun til stjórnarmanna úr 65 þúsund krónum í 150 þúsund krónur og laun formanns úr 150 þúsund krónum í 300 þúsund krónur. Tillag- an var samþykkt en mjög margir al- mennir hluthafar greiddu atkvæði á móti henni. Vanskil hafa aukist Í ræðu Óskars Jósefssonar for- stjóra kom fram að sumir grunn- þættir í tekjumyndun Símans væru í dag seldir undir kostnaðarverði og þörf væri á að breyta verðskrá. Sömu viðhorf komu fram í ræðu Friðriks Pálssonar, en hann sagði að vegna smæðar markaðarins væri ástæða til að búast við að verðlag á símaþjónustu færi hækkandi. Óskar sagði að áætlanir Símans gerðu ráð fyrir 3% lækkun á rekstr- arútgjöldum hans frá fyrra ári. Þeg- ar hefði verið gripið til aðgerða sem miðuðust að því að ná þessu mark- miði. Það kom einnig fram í máli Óskars að útistandandi kröfur Símans hefðu hækkað á árinu um tæpar 500 millj- ónir. Ákveðið hefði verið að hrinda af stað sérstöku innheimtuátaki vegna þessa. Ennfremur sagði hann að ákveðið hefði verið að greiða auka- lega 100 milljónir króna í afskrifta- sjóð vegna þessarar erfiðu inn- heimtu. Hann sagði að í afskrifta- sjóði fyrirtækisins væru núna tæp- lega 400 milljónir. Þörf á breytingum á gjaldskrá Forstjóri Landssímans segir tap á sumum grunnþáttum Símans  850 milljónir/30 STJÓRNENDUR Flugleiða hafa sett sér það markmið að ná jafnvægi í rekstri Flugleiða á árinu 2002 en á síðasta ári nam tap félagsins 1.212 milljónum króna. Þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns Flugleiða, Harðar Sigurgestssonar, á aðalfundi félagsins í gær. Að hans sögn þarf að minnka kostnað á framleidda einingu hjá fé- laginu og auka framleiðni og hag- kvæmni í allri stjórnun fyrirtækis- ins. Eins þurfi að þróa og einfalda þjónustu félagsins með nýjar kröfur markaðarins að leiðarljósi. „Launakostnaður er um fjórðung- ur af rekstrarkostnaði í starfsem- inni. Um 70% launakostnaðar í móð- urfélaginu heyrir til þeim hópum sem starfrækja flugvélar félagsins, flugmönnum, flugfreyjum og tækni- mönnum. Það er óhjákvæmilegur þáttur í að tryggja þennan rekstur til framtíðar að félagið nái að auka framleiðni starfsmanna á öllum sviðum og nýta betur krafta þeirra. Til þess verður að gera breytingar á samningum sem gefa félaginu kost á meiri sveigjanleika. Að öðrum kosti blasir við að draga verði starfsemi félags- ins meira saman en ella,“ sagði Hörður. Stjórnarformaður Flugleiða á aðalfundi Breyta þarf samningum við starfs- fólk  Flugfélag/20 CESSNA 152, sem er tveggja manna einshreyfils flugvél, hvolfdi á Stóra- Kroppsflugvelli í Borgarfirði síðdeg- is í gær. Flugmennina tvo, flugkenn- ara og flugnema, sakaði ekki. Vélin hélt frá Reykjavík kl. 17.05 og hafði áætlað hálfs annars tíma flug. Klukkan 17.46 fær flugumferð- arstjórn tilkynningu frá flugmönn- unum um að vélinni hafi hvolft á flug- vellinum við Stóra-Kropp þar sem reyna átti snertilendingu. Tilkynntu þeir jafnframt að sig hefði ekki sak- að. Lögreglan í Borgarnesi hélt á slysstaðinn í gær og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa einnig. Flugvél hvolfdi JÖRÐIN Möðruvellir í Eyja- fjarðarsveit er til sölu hjá fast- eignasölunni Eignakjörum á Akureyri. Á Möðruvöllum er tvíbýli og þar er kúabú og fjárbú. Möðruvell- ir til sölu  Íslenskt höfuðból/C1 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.