Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss, Richmond Park, Ice Lady, Magn og Arnarfell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kom í gær, Pólar Siglir og Ocean Tiger koma í dag, Klyuchevsk. Sopka fór í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl 10 boccia, kl. 10 enska, kl. 11 enska og dans Lance, kl. 13 vinnustofa, postulíns- málning og bað. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. All- ar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leik- fimi, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl.14 félagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fótaaðgerða- stofan verður lokuð óákveðinn tíma vegna veikinda. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids, nýir spilarar velkomnir, saumar undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13:30. Spænska kl. 16:30. Í fyrramálið er línudans kl. 11. Á fimmtudag verður opið hús í boði Sjálfstæð- isfél. í Hafnarfirði. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Leikfélagið Snúð- ur og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, söng og gamanleikinn „Í lífs- ins ólgusjó“ Og „Fugl í búri“ dramatískan gam- anleik. Sýningar: Mið- viku- og föstudaga kl. 14 og sunnudaga kl. 16. Miðapantanir í s: 588- 2111, 568-8092 og 551-2203. Miðviku- dagur: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söngfélag FEB kór- æfing kl. 17. Línudanskennsla fellur niður. Söngvaka kl. 20.45 stjórnandi Anna Danielssen umsjón Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Heilsa og hamingja, fyrirlestrar laugardag- inn 16. mars nk. kl. 13.30 í Ásgarði 1: Minnkandi heyrn hjá öldruðum. 2: Alzheim- ersjúkdómar og minn- istap. Framtalsaðstoð frá Skattstofu Reykja- víkur verður þriðjudag- inn 19. mars, panta þarf tíma. Sparidagar á Örk- inni 14.–19.apríl, skrán- ing á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfi Sléttuvegi 11–13. Vegna afmælis Þorgerðar Sveinsdóttur stendu sýning á verkum hennar uppi í fé- lagsmiðstöðinni frá kl. 10–16, dagana 11 til 13. mars. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16. 30 vinnustofur opnar, m.a. glerskurður umsjón Helga Vilmund- ardóttir, kl. 13 boccia, veitingar í vetingabúð Aðstoð við skattframtal verður veitt miðviku- daginn 20. mars, skrán- ing hafin. Fimmtudag- inn 21. mars verður félagsvist í samstarfi við Hólabrekkuskóla. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 14 þriðjudagsganga og boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 19 brids. Handverks- markaður verður fimmtudaginn 14. mars kl. 14–16. Panta þarf borð sem fyrst. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð, hársnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla. Háteigskirkja eldri borgara á morgun mið- vikudag, samvera, fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl.9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spila- mennska. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð, kl. 14 félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í síma 552 6644 á fundartíma. ITC-Melkorka. Afmæl- isfundur í tilefni 20 ára afmælis deildarinnar verður fundur miðviku- daginn 13. mars kl. 20 í Borgartúni 22, 3. hæð. Allir velkomnir. Til- kynna þarf komu sína til Fanneyjar, s. 568 7204, Ásgerðar, s. 567 0405, eða Jóhönnu, s. 553 1762. Heimasíða ITC: www.simnet.is/itc www.itcmelkorka.- tripcod.com. Sinawik í Reykjavík. Hattafundur í kvöld 12. mars kl. 20 í Sunnusal Hótel Sögu gestur fundarins er Helga Braga. Þjóðdansafélag Reykja- víkur. Síðasta opna húsið í vetur verður í kvöld 12. mars í Álfa- bakka 14a, kl. 20.30–23. Gömlu dansarnir og kleinukaffi. Í dag er þriðjudagur 12. mars, 71. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Lát bæn mína koma fyrir þig, hneig eyra að hrópi mínu, því að sál mín er mett orðin af böli, og líf mitt nálægist Hel. (Sálm. 81, 7.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 bréfbera, 4 ósannindi, 7 þekkja, 8 ber, 8 verkfæri, 11 sefar, 13 lof, 14 grísk- ur bókstafur, 15 flutning, 17 ófögur, 20 beita, 22 munnbita, 23 kynið, 24 þekkja, 25 hellti öllu úr. LÓÐRÉTT: 1 laumuspil, 2 sól, 3 geð, 4 gleðskap, 5 beljaki, 6 agnar, 10 frek, 12 borg, 13 mann, 15 févana, 16 Æsir, 18 viðurkennum, 19 þyngdareiningu, 20 skynfæri, 21 nægilegt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ofurhugar, 8 efnuð, 9 dapur, 10 una, 11 glaum, 13 rýran, 15 hafts, 18 safna, 21 átt, 22 áleit, 23 aðals, 24 okurkarls. Lóðrétt: 2 fenna, 3 ráðum, 4 undar, 5 Alpar, 6 deig, 7 grun, 12 urt, 14 ýsa, 15 hrár, 16 flekk, 17 sátur, 18 staka, 19 fjall, 20 ansa. Víkverji skrifar... Í NÝJASTA hefti Mannlífs erskemmtileg grein um Njálsgötuna eftir Auði Haralds rithöfund. Víkverji las greinina með ánægju en hitt þótti honum skrýtið, að meiripartur mynd- anna, sem henni fylgja, er ekkert frá Njálsgötunni. Ein myndin er augljós- lega af húsi á Njálsgötu og kannski önnur til, en þarna er líka mynd af rauðu húsi við Bergstaðastræti og önnur af póstkassa við sömu götu. Svo er mynd af grænu húsi við Grundarstíg og þar sem fjallað er um bílskúra og bíslög birtist ekki mynd af bílskúr á Njálsgötu, heldur á Spítala- stíg! Njálsgatan er merkisgata en er þetta nú ekki óþörf útþenslustefna? x x x VÍKVERJI heyrði ágæta sögu afungum knattspyrnuáhuga- manni, sem hefur fylgst vel með öll- um íþróttafréttum frá blautu barns- beini, veit nákvæmlega hver staðan er í ensku knattspyrnunni hverju sinni og þekkir knattspyrnuliðin í efstu deildinni út og inn. Svo fór landafræðikunnátta piltsins vaxandi og hann fór að gruna að England myndi vera ennþá merkara knatt- spyrnuland en hann hafði ætlað. Þó þótti honum vissara að spyrja föður sinn: Pabbi, af hverju heita allar borg- irnar í Englandi eftir fótboltaliðum? x x x EINN af meginkostum við tilkomutónlistarsjónvarpsstöðvarinnar íslensku Popptíví er sá að nú er loks- ins kominn vettvangur fyrir flutning íslenskra tónlistarmyndbanda en hin- ar sjónvarpsstöðvarnar voru svo að segja steinhættar þeim flutningi. Já- kvæðra áhrifa stöðvarinnar er líka þegar farið að gæta því nú líta flestir popparar á það sem sjálfsagðan hlut að gera myndband við lögin sín – þeg- ar einhver er til í að koma þeim á framfæri. Og allir græða. Poppararn- ir ná til fleiri eyrna og augna, útgef- endur selja fleiri plötur og tónlistar- áhugamenn fá loks að sjá meira íslenskt tónlistarefni í sjónvarpinu. x x x ÞAÐ má og segja aðstandendumPopptíví til hróss að þeir hafa ekki einasta leikið myndbönd hinna ráðsettari poppara í landinu heldur einnig tekið framlagi hinna ungu og efnilegu opnum örmum. Eitt þessara myndbanda, sem mikið hefur verið leikið upp á síðkastið og nýtur klár- lega mikilla vinsælda, er flutt af ung- um og hæfileikaríkum krökkum sem Víkverji kann því miður ekki að nefna. Lagið heitir hins vegar „Hverju hef ég að tapa?“ og í því syngur stúlka nokkur grípandi viðlag af mikilli innlifun, á milli þess sem a.m.k. tveir piltar rappa vígalega til skiptis. Þetta er hið skemmtilegasta lag og til fyrirmyndar að listamenn- irnir skuli hafa kosið að semja við það íslenskan texta. Það er þó stór galli á gjöf Njarðar. Í viðlaginu, þegar stúlk- an syngur síendurtekið á góðri og gildri íslensku: „Hverju hef ég að tapa?“, muldra drengirnir í svölum stíl rapparanna og henni til fulltingis: „HVAÐ hef ég að tapa?“ Sú setning verður seint talin til íslenskrar tungu og mesta synd að svo meinleg mál- farsvilla slæðist inní annars grípandi lagstúf. Skýringin á misfellunni er vafalítið sá ljóti óvani sem við mör- landar virðumst hafa átt við að glíma í síauknum mæli – tilhneigingin að vilja mynda setningar undir áhrifum enskrar tungu. Að borga fyrir sig KONA hafði samband við Velvakanda vegna pistils sem Hjalti skrifar í Velvak- anda sl. sunnudag, „Að borga fyrir sig“. Í pistli Hjalta kemur fram sú hug- mynd að fólk borgi fyrir veitingar í erfidrykkjum. Er þessi kona hjartanlega sammála Hjalta og hvetur hún presta landsins að ganga fram fyrir skjöldu um að þessu verði breytt. Mættu þeir t.d. benda fólki á að hægt sé að hittast eftir athöfnina á tilteknum stað í kaffi og borgi þá hver fyr- ir sig. Segir þessi kona að hún og eiginmaður hennar séu að mestu hætt að mæta í erfidrykkju nema hjá sínu nánasta því þau viti að fólk standi uppi með skuldir á bakinu eftir útfarir. Segir hún að það sé eng- um ofviða að borga fyrir sitt kaffi. Hollt að horfast í augu við afleiðingar ÉG hlustaði á Ísland í bítið einn morguninn þar sem rætt var við dæmdan glæpamann. Hann kvart- aði undan ýmsu á Hraun- inu. Mér er til efins að fangar kæmu betri menn út úr fangelsi þótt enda- laust væri dælt fé í þeirra þágu. Fara ekki milljarðar króna í fangelsismál? Er endalaust hægt að heimta fé af skattborgurunum? Væri ekki rétt að Ísland í bítið fengi til sín í viðtal einn þeirra þúsunda manna sem orðið hafa fórn- arlömb glæpamanna til að grennslast fyrir um hvern- ig þessu fólki gengur að vinna úr þeim hremming- um sem það hefur orðið fyrir. Ég held að föngum, sem öðrum, væri hollt að horfast í augu við afleiðing- ar gjörða sinna. Siðferði batnar ekki með stanslaus- um kröfum til annarra. Skattgreiðandi. Tapað/fundið Loðhúfa í óskilum LOÐHÚFA, karlmanns, er í óskilum í Alþingishúsinu. Upplýsingar í síma 563- 0506. Svart seðlaveski týndist SVART seðlaveski með áfastri buddu týndist sl. fimmtudag, líklega í Kjöt- höllinni eða í Hagkaup í Skeifunni. Skilvís finnandi skili veskinu til lögreglunnar. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA með mörg- um lyklum á er óskilum í afgreiðslunni á Aflagranda 40. Dýrahald Kisa í óskilum KISAN, sem meðfylgjandi mynd er af, var á vergangi á Laugaveginum á laugar- dagskvöldið 2. mars sl. Hún var mjög horuð og vildi ólm komast heim með einhverjum svo við fórum með hana heim og höfum fóstrað hana síðan. Við höf- um líka haft samband við Kattholt og látið þau vita. Þetta er ógeltur fress sem er u.þ.b. 4ra mánaða gam- all, ljósgulur með hvítt í sér eins og sést á myndinni. Hann er óskaplega mann- elskur og góður og malar út í eitt. Hann er ómerktur með öllu. Þeir sem kannast við kisa geta haft samband við Svein í síma 894 4140. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞAKKA skrif Víkverja í dag (föstudag) um bygg- ingar banka í miðborg Reykjavíkur. Hafi ein- hver sjónarmið ráðið í byggingarstefnu banka í miðborg Reykjavíkur var smekkvísi og þekking á byggingarsögulegum verðmætum ekki þeirra á meðal. Það er því löngu kominn tími til að banka- stofnanir fari að greiða aftur skuld sína við mið- borgina. Víkverji nefnir skemmdir á Austurstræti 7 og Hafnarstræti 8. Bún- aðarbankinn hefur um langt skeið átt fleiri hús á þessum reit og haldið þeim illa við og fjarri því að hafa þau í sinni glæsi- legustu gerð. Landsbank- inn reif Ingólfshvol, breytti Edinborgarhús- inu, reisti sína smekk- lausu viðbyggingu gegn pósthúsunum. Og þá er ekki allt talið: upp eftir Bankastræti og Lauga- vegi standa minnismerkin um þá skammsýni sem ráðið hefur á skrifstofum bankamanna þar sem hús eftir virtustu húsagerð- armeistara okkar hafa verið í nafni framfara og nútíma vandaliseruð. Reykvíkingur. Um byggingarstefnu banka 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.