Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ TAP Flugfélags Íslands nam 175 milljónum króna á síðasta ári en tap af reglulegri starfsemi félagsins nam 393 milljónum króna og fjármagns- gjöldin voru 69 milljónir króna. Hins vegar nam hagnaður af sölu eigna 287 milljónum króna. Í ræðu Sigurðar Helgasonar, for- stjóra Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær kom fram að rekstrarniður- staða Flugfélags Íslands fyrir síðasta ár sé slæm slæm og mjög eðlilegt að hluthafar Flugleiða spyrji sig enn og aftur hvort rétt sé að halda áfram þátttöku í þessari starfsemi eftir það sem á undan er gengið. „Ég ræddi mikið um stöðu félagsins á aðalfundi á síðasta ári og taldi þá að þrír kostir væru í stöðunni. Einn kostur er að draga sig út úr og hætta þessum rekstri á næstu misserum. Nú hefur endanlega verið gengið frá aðskilnaði flugreksturs Flugfélagsins og Flug- leiða og því er þessi kostur nú mögu- legur. Annar kostur er að reyna að fá fleiri aðila til að koma að rekstri fé- lagsins með Flugleiðum. Við höfum þó talið að slíkur kostur sé vart fær nema fyrirtækið skili viðunandi nið- urstöðu. Þriðji kosturinn er síðan að halda rekstri áfram á þeirri forsendu að þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar muni skila viðunandi niður- stöðu. Síðasta ár var um margt mjög óvenjulegt ár, og þá ekki bara fyrir Flugfélag Íslands. Það er trú mín að horfur framundan séu nú betri og að rekstur félagsins verði viðunandi á þessu ári. Það er þó alveg ljóst að við erum enn að tala um úrslitaár í rekstri Flugfélags Íslands og við verðum að fylgjast mjög náið með rekstrinum,“ að sögn Sigurðar. Eigið fé Flugleiða minnkar um 800 milljónir Hörður Sigurgestsson, stjórnarfor- maður Flugleiða, sagði á aðalfundin- um að afkoma Flugleiðasamstæðunn- ar á síðasta ári hafi verið óviðunandi en 1.212 milljóna króna tap varð af starfsemi Flugleiða og dótturfélaga. Afkoma af reglulegri starfsemi fyrir söluhagnað og skattalegt hagræði varð hins vegar tap að fjárhæð 2.117 milljónir króna. Eigið fé minnkaði úr 7,3 milljörðum króna í 6,5 milljarða króna og eiginfjárhlutfallið er nú 18%. Fjármunamyndun hefur aðeins styrkst milli ára og veltufé frá rekstri var 1.300 milljónir króna, en þyrfti að vera tvöföld sú fjárhæð, að sögn Harðar. „Þegar horft er til rekstrarniður- stöðu ársins og fjárhagsstöðu fyrir- tækisins er eðlilegt að spurt sé, í fyrsta lagi, með hvaða hætti getur fé- lagið tryggt jákvæðari rekstrarniður- stöðu? Í öðru lagi, er ekki eðlilegt að skoða hvaða möguleikar eru á fjár- hagslegri endurskipulagningu fyrir- tækisins? Fyrirtæki með sterka eig- infjárstöðu eiga auðveldara um vik að fást við sveiflur í umhverfinu. Við mat á stöðu flugfélaga verður hins vegar að hafa í huga að eiginfjárhlutfallið eitt og sér segir takmarkaða sögu. Eiginfjárhlutfall getur til dæmis breyst verulega við það að flugfélag á borð við Flugleiðir selur og tekur á rekstrarleigu tvær flugvélar. Skuld- binding félagsins af því að leigja flug- vélar er hinsvegar engu minni en af því að hafa þær á efnahagsreikningi. Við mat á stöðu flugfélaga er því nauðsynlegt að meta heildarfjárbind- ingu í rekstrinum, bæði í eigin flug- vélum, sem eru fjármagnaðar með eigin fé og lánsfé, og af flugvélum sem fyrirtækin hafa á leigu. Heildarfjár- binding í rekstri Flugleiða er nú reiknuð 44 milljarðar króna. Mikilli fjármagnsþörf flugfélaga hefur fyrst og fremst verið þjónað af alþjóðlegum fjármálastofnunum. Fjárfestingin, sem einkum er flug- vélar, er fjármögnuð með tvennum hætti. Annars vegar með lánum og hins vegar með leigufyrirgreiðslu. Vilji fjármálastofnana til að fjár- magna flugvélar byggist á því að flug- vélar eru staðlaðar, markaðurinn er alþjóðlegur og í gegnum tíðina hefur reynst auðvelt að selja eldri flugvélar. Flugvélar eiga í raun ekki sinn líka hvað þetta snertir. Frá þessum sjón- arhóli skiptir mestu máli hver er fjár- munamyndunin sem verður að standa undir heildarfjárbindingu í rekstrin- um. Það er svokölluð EBITDAR-fram- legð, það er að segja framlegð fyrir vexti, skatta, afskriftir, niðurfærslu og flugvélaleigu. Þessi framlegð er reiknuð óháð því hvort flugvélar eru fjármagnaðar með lánum á efna- hagsreikningi félaganna eða með rekstrarleigu. Hlutfall þessarar EBITDAR-framlegðar af heildar- fjárbindingu í rekstri Flugleiða þyrfti að vera um 17% að jafnaði til að félag- ið gæti staðið við skuldbindingar sín- ar til lengri tíma og jafnframt ávaxtað fé hluthafa. Árið 2001 var þetta hlut- fall í rekstri Flugleiða 9,9%. Önnur leið til að fá svipað mat á rekstrinum er einfaldlega að horfa til veltufjár frá rekstri og mæla það sem hlutfall af langtímaskuldum. Niður- staðan er svipuð. Veltufé frá rekstri þyrfti að vera hérumbil helmingi meira miðað við skuldastöðu fyrir- tækisins,“ að því er fram kom í erindi Harðar. Komið að fleirum að axla ábyrgð á markaðs- og sölustarfi Hann segir að vissulega þurfi að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins og til þess séu fleiri en ein leið. Eina raunhæfa leiðin að þessu markmiði sé hins vegar að bæta afkomu og reka fyrirtækið með viðunandi hagnaði. Með því móti verði til sú fjármuna- myndun sem þarf til að standa undir þeirri miklu fjárbindingu sem er og verður í þessari starfsemi. „Það verð- ur ekki frekar gengið á núverandi eig- infjárliði fyrirtæksins til að bæta upp óviðunandi fjármunamyndun. Til að ná fram þessum árangri þarf að gera breytingar á rekstrinum.“ Hörður nefndi nokkrar leiðir til þess að bæta rekstrarafkomu félagsins. Lækka þurfi kostnað á framleidda einingu enn frekar þrátt fyrir að hann hafi lækkað um þriðjung síðasta áratug. Auka þurfi framleiðni og hagkvæmni í allri stjórnun fyrirtækisins og þróa og einfalda þjónustu þess í samræmi við kröfur markaðarins. Hörður nefndi einnig markaðs- og sölustarf íslenskrar ferðaþjónustu. Að hans sögn hafa Flugleiðir staðið undir langstærstum hluta markaðs- og sölustarfsemi sem hefur skapað við- gang og vöxt allrar íslensku ferða- þjónustunnar. Nú sé eðlilegt að fleiri taki þátt í að axla þær byrðar. Breyta þarf samningum við starfsfólk Launakostnaður sé um fjórðungur af rekstrarkostnaði í starfseminni og um 70% af launakostnaði í móður- félaginu heyri til þeirra hópa sem starfrækja flugvélar félagins. „Það er óhjákvæmilegur þáttur í að tryggja þennan rekstur til framtíðar að félag- ið nái að auka framleiðni starfsmanna á öllum sviðum og nýta betur krafta þeirra. Til þess verður að gera breytingar á samningum sem gefa félaginu kost á meiri sveigjanleika. Að öðrum kosti blasir við að draga verði starfsemi fé- lagsins meira saman en ella.“ Eðlilegt að Flugleiðir breyti ákveðnum þáttum í rekstri Hörður nefndi áhrif lággjaldaflug- félaganna á önnur flugfélög. „Lág- gjaldaflugfélögin sækja nú hart að hinum hefðbundnu flugfélögum á styttri fjölförnum leiðum. Óhjá- kvæmilegt virðist fyrir hin hefð- bundnu flugfélög að tileinka sér að verulegu marki einfaldleika lág- gjaldaflugfélaganna, lækka allan kostnað, skera út það sem ekki þarf. Eðlilegt er, að Flugleiðir breyti ákveðnum þáttum rekstrarins í sömu átt og nýti þær aðferðir lággjaldaflug- félaga sem henta starfsemi félagsins. Svo dæmi sé tekið þá ná Flugleiðir vegna ákvæða í kjarasamningum ekki að nýta nema tvo þriðju hluta þeirra flugtíma sem flugmenn mega lögum samkvæmt fljúga. Lággjaldaflug- félögin ná hinsvegar hámarksnýt- ingu.“ Á aðalfundinum var stjórn fé- lagsins endurkjörin, en hana skipa: Hörður Sigurgestsson, Grétar Br. Kristjánsson, Benedikt Sveinsson, Birgir Rafn Jónsson, Garðar Hall- dórsson, Haukur Alfreðsson, Ingi- mundur Sigurpálsson, Jón Ingvars- son og Pálmi Haraldsson. Hörður Sigurgestsson stjórnarformaður Flugleiða segir að veltufé félagsins þyrfti að tvöfaldast Flugfélag Íslands með 175 milljónir í tap Morgunblaðið/Golli Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða: Unnið er að því að móta aðgerðir Flugleiða í að bæta stöðu fé- lagsins og er gert ráð fyrir að þær liggi fyrir í sumarbyrjun. ÞRÁTT fyrir erfiða byrjun á árinu 2001 hjá Marel vegna sjúkdóma í kjötiðnaði, varð árið eitt besta ár í sögu samstæðunnar. Velta sam- stæðunnar jókst um 48% frá árinu 2000 og varð 8.481 milljón, sem var um 22% umfram áætlanir fyrirtæk- isins. Rekstrarhagnaður varð 522 milljónir þar sem áætlanir höfðu gert ráð fyrir 538 milljóna króna rekstrarhagnaði. Hagnaður sam- stæðunnar árið 2001 varð 184 millj- ónir króna samanborið við 8 millj- óna króna tap árið áður. Rekstur móðurfélagsins gekk mjög vel á árinu 2001. Velta þess jókst um 35% og rekstrarhagnaður var 404 milljónir, eða 1,6% af veltu og meira en fimmfaldaðist frá árinu 2001, sem er besti árangur í sögu fé- lagsins. Reiknað er með að fram- leiðni muni aukast hjá móðurfélag- inu þegar líða tekur á árið 2002 eða eftir að starfsemin hefur flutt í nýtt húsnæði og fjárfest í nýjum fram- leiðslutækjum. Rekstur dótturfélaga skilaði 60 milljóna króna hagnaði samanborið við 162 milljóna hagnað árið áður. Þetta var umtalsvert minni hagn- aður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta má einkum rekja til þriggja dótturfélaga Marels hf. í Evrópu. Starfsemi eins þeirra hefur verið hætt og gripið hefur verið til ráð- stafana til að bæta afkomu hinna tveggja. Búfjársjúkdómar höfðu einnig slæm áhrif á rekstur þessara félaga. Rekstur Carnitech gekk vel á síðasta ári og varð velta fyrirtæk- isins umtalsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Marel hefur fært bókhald sitt bæði í evrum og íslenskum krónum síðan í byrjun árs 2002 og munu árs- fjórðungsleg uppgjör félagsins í framtíðinni einungis verða birt í evr- um. Rekstraráætlun gerir ráð fyrir að rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2002 verði um 107 milljónir evra eða um 11% aukning frá árinu 2001. Þá er og reiknað með að rekstrarhagnaður verði 8,6 milljónir evra sem er 8,1% af rekstrartekjum og aukningu um 44% frá 2001. Þennan áætlaða bata frá árinu 2001 má m.a. rekja til hagstæðra ytri skilyrða, svo sem bættrar sam- keppnisstöðu vegna gengis íslensku krónunnar, aukinnar framleiðni og lágra vaxta á helstu mörkuðum Marel sem hvetja til fjárfestinga. Nokkur óvissa er þó vegna stöðu efnahagsmála í heiminum, en ekki hefur orðið vart samdráttar á helstu mörkuðum samstæðunnar, að því er segir í tilkynningu á Verðbréfaþingi. Aðalfundur Marels hf. verður haldinn miðvikudaginn 20. mars nk. Fyrir fundinum liggur tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréf- um og tillaga stjórnar um 15% arð til hluthafa. Eitt besta rekstrar- ár í sögu Marels                                                                          !"#$ !%&#  '(# )$(  )'*#  )'$+  #!&"$ '!&$# (!*'% #!&"$ # " (&,%- %,**                                               Rekstrartekjur jukust um 48%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.