Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 45 HELGI Áss Grétarsson er í 2. –4. sæti í á Reykjavíkurskákmótinu þeg- ar fjórum umferðum er lokið með 3½ vinning ásamt þeim Jaan Ehlvest og Jan Votava. Rússinn Oleg Korneev er efstur á mótinu með 4 vinninga. Þeir Helgi Áss og Korneev mættust í fimmtu umferð, sem tefld var í gær- kvöldi. Meðal athyglisverðra úrslita í fjórðu umferð má nefna að Benedikt Jónasson gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Tiger Hillarp-Pers- son, Snorri Bergsson sigraði rúss- neska stórmeistarann Mikhail M. Iv- anov og Björn Þorfinnsson gerði jafntefli við finnska stórmeistarann Heikki Westerinen. Röð efstu manna er nú þessi: 1. Oleg Korneev 4 v. 2. –4. Jaan Ehlvest, Jan Votova, Helgi Áss Grétarsson 3½ v. 5. –16. Henrik Danielsen, Þröstur Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefáns- son, Michail Brodsky, Emanuel Berg, Stefán Kristjánsson, Valeriy Neverov, Eric Lobron, Jonathan Rowson, Helgi Ólafsson, Bragi Þor- finnsson, Snorri Guðjón Bergsson 3 v. Þar á eftir koma í 17. –29. sæti m. a. Þorsteinn Þorsteinsson, Arnar E. Gunnarsson, Björn Þorfinnsson, Benedikt Jónasson og Jón Viktor Gunnarsson með 2½ v. Teflt er á hverjum degi í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst taflið klukkan 17. Áhorfendur eru velkomnir. Helgi Áss vann góðan sigur í fjórðu umferð gegn lettneska stórmeistar- anum Normunds Miezis (2498). Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Normunds Miezis Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 e6 2. c4 b6 3. a3 Bb7 4. Rc3 f5 5. d5 Rf6 6. g3 b5!? Hraustlega leikið! Önnur leið og rólegri er 6. Ra6, t. d, 7. Bg2 Rc5 8. Rh3 Bd6 9. 0–0 Be5 10. Dc2 0–0 11. Hd1 De7 12. Be3 Hab8 13. Hac1 Rce4 14. Rxe4 Rxe4 15. Rf4 c5 16. dxc6 Bxc6 17. Rd3 Bf6 18. f3 Rc5 19. b4 Rxd3 20. Hxd3 d5 21. f4 dxc4 22. Dxc4 Bxg2 23. Kxg2 Hf7 24. b5 He8 25. Hcd1 e5 26. Hd7 De6 27. Dxe6 Hxe6 28. Kf3 exf4 29. gxf4 Hxd7 30. Hxd7 He7 31. Hxe7 Bxe7 32. a4 Kf7 33. Bd4 Bd6 34. e4 g6 35. h3 Ke6 36. Bc3 Bc7 37. Bb4 Bd8 38. e5, jafntefli (Kasp- arov–Morozevitsj, Frankfurt 2000) 7. Rxb5 – Í skákinni, Stefán Kristjánsson– Bunzmann, heimsmeistarmóti ung- linga 2001, varð framhaldið 7. Db3 Ra6 8. Bg2 Rc5 9. Da2 exd5 10. Rxd5 Rce4 11. Bf4 Rxd5 12. cxd5 Df6 13. Rh3 Bc5 14. Hc1 d6 15. f3 g5 16. fxe4 gxf4 17. Rxf4 fxe4 18. Hf1 0–0 19. Bxe4 Be3 20. Hxc7 Hfc8 21. Bxh7+ Kh8 22. Rg6+ Dxg6 23. Hf8+ Hxf8 24. Bxg6 Hac8 25. Hxc8? (25. Hc2!) 25. –– Hxc8 26. Kf1 Hf8+ 27. Ke1 Hc8 28. Kf1 Hf8+ 29. Ke1, jafntefli. Önnur leið er 7. Bg2 bxc4 8. Rh3 Ra6 9. 0–0 Rc5 10. dxe6 Bxg2 11. exd7+ Dxd7 12. Dxd7+ Kxd7 13. Kxg2 Rb3 14. Hb1 Bd6 15. Rg5 Hhe8 16. Hd1 h6 17. Rf3 Re4 18. Rxe4 Hxe4 19. e3 g5! 20. Rd2 Rxd2 21. Bxd2 g4, með örlítið betra tafli fyrir hvít (Ftacnik–Kengis, Leon 2001) 7. exd5 8. Bf4 – Hvítur getur einnig leikið 8. cxd5 Bxd5 9. Rf3, t. d. 9. – Bc5!? 10. Bg5 (10. Bg2 a5 11. 0–0 0–0 12. Bg5 c6 13. Rc3 Be4 14. Hc1 De7 15. Rxe4 fxe4 16. Rd2 d5 17. Dc2 Ba7 18. Dc3 a4 19. e3 h6 20. Bf4, flókið tafl Gavrikov– Miezis, Tallinn 2001) 10. c6 11. Bxf6 gxf6 12. e3 Db6 13. b4 Bxe3 14. fxe3 Dxe3+ 15. De2 Dxe2+ 16. Bxe2 cxb5 17. 0–0 a5 18. Rd4 axb4 19. axb4 Hxa1 20. Hxa1 0–0 21. Bxb5, jafntefli (Hof- man–Grabuzova, Groningen 1994). 8. Ra6 9. Bg2 Re4?! Önnur leið er 9. – c6!? 10. Rd6+ Bxd6 11. Bxd6, t. d. 11. – Db6 ( 11. – Re4!?) 12. cxd5 Re4 13. Bxe4 fxe4 14. Rh3 c5 15. Be5 0–0 16. Rf4 Hf5 17. Bc3 Rc7 18. Da4 e3 19. fxe3 Rxd5 20. Dxd7 Rxc3 21. Dxf5 Bxh1 22. bxc3 He8 23. Hd1 Bc6 24. Hd6 c4 25. Re6 Be4 26. Dg4 Db1+ 27. Hd1 Db7 28. Rc5 Da8 29. Hd7 Bg6 30. Dxc4+ og svartur gafst upp (vanWely–Lputjan, Moskvu 2001). 10. cxd5 Bc5 11. Rh3 Df6 12. 0–0 Bb6 Ekki gengur 12. Dxb2? 13. Hb1 Df6 (13. – Da2 14. Hb3) 14. Rxc7+ Rxc7 15. Hxb7 Ra6 16. Da4 0–0 17. Bxe4 fxe4 18. d6 Rb8 19. Dxe4 Kh8 20. Hc7, með yfirburðastöðu fyrir hvít. 13. b4! 0–0 14. Db3 Kh8 15. Had1 Df7 16. a4 – Sjá stöðumynd 1 16. Bxd5 Byrjunin hefur algjörlega mis- heppnast hjá svarti. Hann verður að gera eitthvað róttækt, því að hvítur hótar 17. a5 o. s. frv. Eftir 16. c6 17. Rg5! Rxg5 18. Rd6 De7 19. Rxb7 Re4 20. d6 De8 21. Dc4 Rb8 22. Rc5 Rf6 23. a5 á hvítur yf- irburðatafl. 17. Dxd5 Dxd5 18. Hxd5 c6 19. Hxd7 – Það hefur kostað Helga mikinn tíma að átta sig á furðulegri tafl- mennsku andstæðingsins í byrjun- inni og nú er tímahrakið farið að segja til sín. Einfalt og gott er að leika 19. Hxf5, t. d. 19. Hxf5 20. Bxe4 Hh5 21. Rg5 Hxg5 22. Bxg5 d5 23. Bf3 cxb5 24. a5 Bc7 25. Bxd5 Hf8 26. Hc1 h6 27. Bd2 Hd8 28. e4 Bd6 29. Hb1 Rc7 30. Bc6 a6 31. Be3 Hc8 32. f4 o. s. frv. 19. cxb5 20. a5 Bd8 21. g4 Bf6 22. gxf5 Hae8 23. Hxa7 Rxb4 24. e3 Rd3 25. Hd1 Rdc5 26. Hc7 b4 27. Hb1 Bc3 28. Rg5 – Sjá stöðumynd 2 28. Hxf5? Svartur leikur af sér manni. Hann gleymir því, að hrókurinn á e8 má ekki hreyfa sig af 8. reitaröðinni, vegna Hc7–c8+ mát. Eftir 28. Rxg5 29. Hxc5 Re4 30. Hd5 Rf6 31. Hb5 Re4 32. Hd1 He7 33. f3 Rf6 34. e4 á svartur vonlitla vörn fyrir höndum. 29. Rxe4 Rxe4 30. Bxe4 Hxa5 31. Bc6 Hd8 32. Kg2 h6 33. e4 Hd4 34. Bg3 Hc5 35. Bd5 Hxc7 36. Bxc7 Hd2 37. Bf4 Hd3 38. Bd6 og svartur gafst upp. Kasparov enn sterkastur Eftir mikla taugaspennu í barátt- unni um efsta sætið náði Kasparov frábærum lokaspretti sem tryggði honum yfirburðasigur á ofurmótinu í Linares sem lauk sl. sunnudag. Pon- omariov varð annar í sínu fyrsta of- urskákmóti og var sá sem veitti Kasparov harðasta keppni á mótinu um efsta sætið. Þetta er mun betri ár- angur en margir áttu von á og nú er endanlega ljóst, að það voru ekki ein- göngu hin stuttu tímamörk sem réðu úrslitum þegar Ponomariov tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Það var ekki fyrr en í næstsíðustu umferð þegar Kasparov náði að sigra Ponom- ariov að úrslitin í mótinu réðust. Lokastaðan varð þessi: 1. Kasparov 8 v. af 12 2. Ponomariov 6½ v. 3. –5. Ivanchuk, Anand, Adams 6 v. 6. Vallejo Pons 5 v. 7. Shirov 4½ v. Helgi Áss í 2.–4. sæti á Reykjavíkurmótinu Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Ráðhús Reykjavíkur XX REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ 7. –15. mars 2002 Stöðumynd 2 Stöðumynd 1 ÞAÐ á enginn fyrirfram bókað sæti í úrslitum Íslandsmótsins í sveita- keppni. Þetta sannaðist áþreifan- lega í undankeppninni um helgina því hvorki Íslandsmeistararnir, sveit Skeljungs, né Reykjavíkur- meistararnir, sveit Þriggja frakka, komust áfram að þessu sinni. Mörgum bridsáhugamönnum þykir undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni skemmtilegasta mót ársins. Um er að ræða sambland af huggulegu mannamóti og harðri keppni þar sem ekkert er gefið eft- ir. Að þessu sinni var mótið haldið í Borgarnesi og tókst ágætlega til. Þátttökusveitunum var skipt í átta styrkleikaflokka eftir meist- arastigum spilara og voru þær síð- an dregnar í fimm riðla, ein úr hverjum styrkleikaflokki. Þetta er gert til að reyna að tryggja að riðl- arnir séu sem jafnastir og raunin hefur oftast verið sú, eftir að þetta fyrirkomulag var tekið upp, að tvær stigahæstu veitirnar í hverj- um riðli enda í efstu sætunum. Að þessu sinni sáust teikn á lofti þegar í byrjun um að sterkustu sveitirnar myndu ekki komast fyr- irhafnarlaust áfram. Sveit Þriggja frakka tapaði t.d. í 2. umferð, 8:22, fyrir sveit Skagstrendings frá Sauðárkróki og í þriðju umferð tap- aði sveit Strengs fyrir sveit Ógæfu- mannanna, ungum mönnum sem sumir hafa spilaði í ungmenna- landsliði Íslands á síðustu árum. Þá tapaði sveit Páls Valdimarssonar, núverandi bikarameistari, fyrstu tveimur leikjum sínum 12:18 fyrir sveitum Vilhjálms Pálssonar og Norðurljósa frá Akureyri. Páll og menn hans tóku sig síðan á og unnu fjóra næstu leikina og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Í A-riðli varð keppnin ekki sér- lega spennandi þrátt fyrir að riðill- inn virtist bjóða upp á jafna keppni. Sveit SPRON vann fyrstu fjóra leiki sína hreint og var þá nánast búin að tryggja sér sæti í úrslitunum. Í fimmtu umferð tapaði sveitin fyrir sveit Símonar Símon- arsonar, 11:19, sem þar með tryggði sér annað sætið í riðlinum. Lokastaðan varð þessi: SPRON, Reykjavík 151 Símon Símonarson, Reykjavík 141 Tryggingamiðstöðin, Suðurland 122 Tryggvi Bjarnason, Vesturland 107 Í B-riðli börðust þrjár sveitir um úrslitasætin tvö, Reykjavíkursveit- irnar Strengur og Málning og sveit Birkis Jónssonar frá Siglufirði. Staða Málningar styrktist mjög þegar sveitin vann Streng, 24:6, í fjórðu umferð og í 6. umferð gerðu Strengsmenn nánast út um vonir Birkis og félaga hans þegar þeir unnu þann leik 24:6. Birkir og Málning mættust í síðustu umferð- inni og varð Birkir að vinna þann leik 25:3 til að tryggja sér úrslita- sætið. Leiknum lauk hins vegar með sigri Málningar, 16:14, og lokastaðan varð þessi: Málning, Reykjavík 145 Strengur, Reykjavík 141 Birkir Jónsson, Nl. eystra 121 Malarvinnslan, Austurland 99 Fyrirfram var búist við að sveitir Skeljungs og Ferðaskrifstofu Vest- urlands myndu komast áfram úr C- riðli. Ferðaskrifstofan byrjaði vel og einnig sveitir Murats Serdars og Ógæfumannanna, sem virtist þó bera nafn með rentu þegar sveitin fékk 2 vinningsstig í sekt fyrir að mæta of seint í fyrsta leikinn. Sveit Skeljungs fékk hins vegar áfall í 3. leik, eins og áður er getið, og tap- aði í lokaumferðunum einnig fyrir Ferðaskrifstofu Vesturlands, 6:24, og Murat Serdar, 14:16. Ógæfu- mennirnir lögðu sveit Ferðaskrif- stofunnar í síðustu umferðinni, 24:6 og urðu því efstir í riðlinum og voru raunar eina sveitin ásamt Subaru–sveitinni sem ekki tapaði leik í mótinu. Lokastaðan varð þessi: Ógæfumennirnir, Reykjavík 147 Ferðaskrifstofa Vesturlands, Rvík 136 Murat Serdar, Reykjanes 122 Bergplast, Reykjavík 99 Skeljungur, Reyjavík 97 Sparisjóður Norðlendinga, Nl. vestra 96 Í D-riðli bar Subaru-sveitin höf- uð og herðar yfir aðrar og vann alla leiki sína með yfirburðum. Nokkur spenna var í lokaumferð- inni þegar sveit Vilhjálms Pálsson- ar frá Selfossi gat hreppt annað sætið í riðlinum með góðum sigri á sveit Norðurljósa frá Akureyri en leikurinn endaði með sigri Norður- ljósa, 16:14, og sveit Páls Valdi- marssonar varð því í 2. sæti. Lokastaðan: Subaru-sveitin, Reykjavík 166 Páll Valdimarsson, Reykjavík 122 Vilhjálmur Pálsson, Suðurland 116 Íslenska auglýsingastofan, Rvík 89 Fyrsta umferðin í E-riðli var ekki til marks um framhaldið því þá sigraði sveit Þriggja frakka sveit Roche, 22:8. En síðan misstu Reykjavíkurmeistararnir taktinn og töpuðu leikjum fyrir stigalágum sveitum og á sama tíma vann Roche hvern leikinn á fætur öðrum og tryggði sér efsta sætið. Úrslita- leikur riðilsins var raunar háður í næstsíðustu umferð, milli sveita Mjólkurbús Flóamanna og Þriggja frakka um annað sætið. Þar höfðu Sunnlendingarnir betur, unnu 20:10, og lokastaðan varð þessi: Roche, Reykjavík 147 MBF, Suðurland 121 Þrír Frakkar, Reykjavík 107 Kaupfélag Skagfirðinga, Nl. vestra 106 Sömu spil voru spiluð í öllum leikjunum og var reiknað út hvaða einstakir spilarar stóðu sig best. Þar urðu efstir Aðalsteinn Jörg- ensen og Sverrir Ármannsson í Subaru-sveitinni með 1,49 impa í spili að meðaltali. Í þriðja sæti var Ásmundur Pálsson í sveit SPRON með 1,43 impa að meðaltali og í 4.-5. sæti voru Vignir Hauksson og Guðjón Bragason í sveit Símonar Símonarsonar með 1,40 impa að meðaltali. Sveinn R. Eiríksson sá að venju um keppnisstjórn og Stefanía Skarphéðinsdóttir stjórnaði mótinu ásamt rösku liði alstoðarstúlkna. Úrslitakeppnin verður haldin í húsi Bridssambandsins við Síðu- múla í Reykjavík dagana 27.-30. mars. Óvænt úrslit í undankeppni Íslandsmótsins í brids um helgina Hvorki Íslands- né Reykjavíkur- meistararnir komust í úrslit BRIDS Íslandsmótið í sveitakeppni Undankeppni Íslandsmótsins í sveita- keppni var haldin á Hótel Borgarnesi dag- ana 8.–10. mars. Þar kepptu 40 sveitir um 10 sæti í úrslitakeppni mótsins sem haldin verður um páskana. Guðm. Sv. Hermannsson Feðgaslagur í undanúrslitunum sem fram fóru í Borgarnesi um síðustu helgi. Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjaltason spila gegn Jóni Sigurbjörnssyni og Ólafi Jónssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.