Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 27 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð til Prag þann 18. mars í 3 nætur, en nú getur þú kynnst þessari einstöku borg á ótrúlegu tilboðsverði. Þú bókar flugsæti á aðeins 19.900 kr. og getur valið um góð hótel Heimsferða í hjarta Prag. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Síðustu 14 sætin Síðustu sætin Til Prag 18. mars frá kr. 19.900 Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4ra stjörnu hótel. Verð kr. 19.900 Flugsæti til Prag, út 18. mars, heim 21. mars. Almennt verð kr. 20.895. Skattar kr. 3.550, ekki innifaldir. HALLDÓR Haraldsson píanóleik- ari og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík heldur einleiks- tónleika í TÍBRÁ-röð Salarins í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og flytur Halldór þrjú píanóverk eftir Beethoven, Poulenc og Schumann, en verkin eiga það sameiginlegt að vera öll samin sem stef með tilbrigðum. Halldór segir tildrög þess að hann ákvað að efna til einleiks- tónleika ekki ósvipuð því og þegar hann flutti sónötur eftir Schubert og Brahms í Gerðarsafni og Ís- lensku óperunni fyrir nokkrum árum. „Verkin valdi ég vegna þess að ég hafði áhuga á að spila þau, en hafði enga sérstaka tónleika í huga. Í bæði skiptin hafði Jónas Ingimundarson samband við mig þegar ég hafði æft verkin í nokk- urn tíma og spurði hvort ég væri ekki með eitthvað á leiðinni til að flytja á tónleikum. Þannig virðist ég koma reglulega inn á radarinn hjá honum,“ segir Halldór. Verkin á efnisskránni eru „Eroica-tilbrigðin“ eftir Beet- hoven, þ.e. 15 tilbrigði og fúga í Es-dúr, ópus 35, Thèmé varié eftir Francis Poulenc og Sinfónískar etýður, ópus 13 eftir Robert Schu- mann. Halldór segir stef og til- brigði ákaflega eðlilegan hluta af tónlistariðkun, mörg tónskáld hafi t.d. notast við þá tækni við tón- smíðarnar, og hljóðfæraleikurum sé mjög eiginlegt að setjast við hljóðfæri sitt og spinna af fingr- um fram. „Stef og tilbrigði ein- kenna auðvitað annars konar tón- listarstefnur en klassíska tónlist, og eru kjarninn í allt frá ind- verskri sítartónlist til djass- tónlistar,“ segir Halldór. „Ég mun hefja tónleikana á að leika Eroica- tilbrigðin eftir Beethoven en hann var mjög þekktur í Vínarborg fyr- ir færni sína í að spila af fingrum fram. Það er til mikið af til- brigðum eftir hann, og eru „Eroica-tilbrigðin“ ein þeirra veigamestu ásamt „Diabelli- tilbrigðunum“. „Eroica-tilbrigðin“ samdi Beethoven árið 1802 en með þeim má segja að hann hafi tekið fyrstu skrefin inn á nýjar brautir, bæði listrænt séð og tæknilega,“ segir Halldór. „Eftir hlé verð ég með tilbrigði eftir Francis Poulenc sem samin eru árið 1951. Mörg píanóverka hans eru eins og „impróviser- ingar“, og renna líkt og af fingr- um fram í tilraun tónskáldsins til að höndla stemningu augnabliks- ins. Verkin eru gjarnan stutt og oft mjög hnyttin og skemmtileg. Poulenc samdi þrjú píanóverk í stærra formi og eru tilbrigðin eitt þeirra. Verkið er líklegast lítt þekkt hér heima, en mig hefur lengi langað til að flytja það eftir að ég heyrði það flutt í Lund- únum. Tónleikunum lýkur á Sinfón- ískum etýðum Schumanns sem eru líklega með betri píanóverkum hans. „Upphafsstefið er eftir Bar- on von Fricken, en Schumann var um tíma ástfanginn af kjördóttur hans en í lokaþættinum er sótt stef úr laginu „Du stolzes Eng- land, freue dich“ úr óperu eftir Marschner. Verkið í heild er til- einkaði breska tónskáldinu Sterndale Bennett og hefur Schu- mann líklega viljað votta þeim vini sínum virðingu með skírskot- uninni til Englands. Schumann var með etýðurnar í smíðum á ár- unum 1834–36, og breytti hann þeim margsinnis síðar meir. Hann bætti m.a. við fimm auka- tilbrigðum og tek ég tvö þeirra inn í flutninginn á tónleikunum í kvöld.“ Viðamiklum píanótónleikum sem þessum fylgir mikil vinna og er Halldór að lokum spurður hvernig hann samræmi æfingar skólastjórastarfinu. „Þegar ég tók við sem skólastjóri af Jóni Nordal gerði ég það að skilyrði að ég hefði tíma til að æfa mig,“ segir Halldór og hlær en bætir því við að hann hafi ekki síður verið önn- um kafinn áður en hann kom inn í skólastjórastarfið, m.a. við að flytja kammermúsík og ýmis verk- efni. „Nú eftir að ég tók við skóla- stjórastarfinu, hef ég einfaldlega einbeitt mér að verkum sem ég hef áhuga á að spila. Vitanlega fylgir mikið annríki starfinu, ekki síst um þessar mundir þegar mikl- ar breytingar eru framundan í rekstri tónlistarskólans, m.a. vegna tilkomu tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. En þetta eru spennandi mál sem kallað hafa á talsverða yfirlegu og mikil fund- arhöld. Það er mjög gott að geta gefið sér stundir í að æfa verk sem maður hefur áhuga á að spila. Það er hvíld í því og ánægja sem fer vel með hinum daglegu störf- um,“ segir Halldór að lokum. Leikið af fingrum fram Morgunblaðið/Sverrir Halldór Haraldsson mun flytja þrjú píanóverk eftir Beethoven, Schumann og Poulenc á TÍBRÁ- tónleikum í Salnum í kvöld. MEÐ suðrænum blæ er yfirskrift hádegistónleikanna í Norræna hús- inu á morgun kl. 12.30. Það eru þeir Ómar Einarsson og Jakob Hage- dorn-Olsen sem leika á gítar eigin verk auk verka eftir Miles Davis og Heitor Villa-Lobos. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis er fyrir handhafa stúd- entaskírteina. Ómar Einarsson og Jakob Hagedorn-Olsen. Gítar á hádeg- istónleikum ÞESSI dagskrá, sem öll er flutt á ensku, er sett saman úr einum ræðu- búti, sex sungnum og leiknum lögum og sjö ljóðum en allt á þetta sameig- inlegt að vera eftir eða hafa verið flutt af Bandaríkjamönnum sem eiga ættir sínar að rekja til Afríku sunn- an Sahara. Ræðubútur Martins Luthers King (1929–1968) sem spil- aður er af segulbandi færir áhorf- endur aftur til þess tíma þegar rétt- indabarátta svertingja í Banda- ríkjunum stóð sem hæst. Gamall sálmur, Amazing Grace, setur svo tóninn fyrir því sem síðar kemur: ljúfsára þrá hins kúgaða eftir rétt- læti – ef ekki hérna megin þá handan móðunnar miklu. Það skiptast á ljóð sem hylla menningu svartra, ljóð sem hvetja svarta karla og konur að berjast fyr- ir réttindum sínum og blúslög sem fjalla um fólk á barmi örvæntingar eða lýsa algjöru svartnætti sálarinn- ar. Gott dæmi um fyrstnefnda flokk- inn er ljóðið sem dagskráin heitir eftir, sem tengjast þeirri vakningu sem varð í menningu og listum svartra í Harlem-hverfinu í New York á millistríðsárunum. Langston Hughes (1902–1967), höfundur þessa ljóðs og fjögurra annarra sem flutt eru, var einn eftirminnilegasti höf- undur þessara tíma. Dagskráin er þó á engan hátt einskorðuð við Harlem heldur eru flutt mun nýrri ljóð eftir Mayu Angelou (1928–) og blúslögin eru ýmist ættuð frá Chicago eða svæðinu þar sem Mississippi-fljótið kvíslast um norðaustanvert sam- nefnt fylki og eru eftir eða hafa verið flutt af köppum eins og Willie Dixon, Muddy Waters, Big Mama Thorn- ton, B.B. King og Charley Patton, að því er næst verður komist. Með því að tína saman svona ólíkt efni tekst að sýna í stuttri sýningu nokkuð góð- an þverskurð af því sem svartir Bandaríkjamenn hafa haft fram að færa til heimsmenningarinnar og gefa svolitla innsýn í hinn sérstaka hugarheim sem list þeirra hefur skapað. Flutningurinn er samfelldur, Margrét Eir er venjulega ríkjandi í söngnum, Jóhanna Jónas í ljóða- flutningnum og Guðmundur Péturs- son leikur undir á slidegítar. Það er greinilegt að Guðmundur er jafnvíg- ur á kassagítarinn og á rafmagns- gítar. Hér gefst fágætt tækifæri til að hlýða á hann töfra ótrúlegustu tóna úr hljóðfærinu með slidegítar- aðferðinni. Þær stöllur styðja hvor aðra: á stundum syngur Jóhanna með Margréti og Margrét tekur undir með Jóhönnu í ljóðunum. Þær búa að námi sínu í Bandaríkjunum þar sem lögð er áhersla á mismun- andi tungutak og mállýskur, og þær nýta þjálfun sína til ýtrasta til að leysa tilfinningar þær sem felast í textanum úr læðingi. Þessi sýning er mjög sérstök, en þeim stöllum tekst með henni að skapa sér vettvang þar sem leikrænir hæfileikar þeirra njóta sín til fullnustu. Sjón er sögu ríkari; það er því ástæða til að hvetja alla unnendur blústónlistar og menningar svartra Bandaríkja- manna til að láta eftir sér að eyða þarna tæpum klukkutíma. Þessi sýn- ing er ekki einungis mjög vel unnin heldur getur hún líka opnað augu fólks fyrir þeim öllum þeim ótal möguleikum sem fólgnir eru í leik- rænum flutningi ljóða og tónlistar. Morgunblaðið/Sverrir Stöllur sem styðja hvor aðra: Margrét Eir og Jóhanna Jónas. Svartnætti sálarinnar LEIKLIST Kaffileikhúsið Samsetning og umsjón dagskrár: Jó- hanna Jónas og Margrét Eir. Höfundar ljóða: Maya Angelou og Langston Hugh- es. Ræðubútur af bandi: Martin Luther King. Söngur og leikur: Jóhanna Jónas og Margrét Eir. Tónlistarflutningur: Guð- mundur Pétursson. Aðstoð við leikstjórn: Charlotte Bøving. Aðstoð við útlits- hönnun: Ásta Hafþórsdóttir. Sýning- arstjórn, aðstoð við ljós o.fl.: Bjarni Snæ- björnsson. Fimmtudagur 28. febrúar. Næsta sýning 13. mars. A TOAST TO HARLEM Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.