Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ÁRSFUNDI Sam- taka verslunarinnar FÍS, samtaka heildsala, kom fram skv. frétt Morgunblaðsins að á smásölumarkaði með matvörur og bygginga- vörur ríkir fákeppni sem markaðurinn ræð- ur ekki við að leysa án afskipta samkeppnisyf- irvalda. Kallað er á styrkingu Samkeppnis- stofnunar og að hún setji siðareglur um samskipti smásala og birgja, einkum á áður- nefndum sviðum smá- söluverslunar. Þetta er kyndugur málflutningur. Alls staðar í atvinnulífinu eru fyrir- tæki að sameinast og þróast í átt til færri og stærri eininga til að ná stærðarhagkvæmni. Á sumum svið- um hefur þetta leitt til markaðsráð- andi starfsemi fárra fyrirtækja eins og t.d. í heildverslun með matvörur, í öðrum til tveggja til þriggja eins og t.d. í olíuverslun, skiparekstri, banka- þjónustu, tryggingum og smásölu- verslun með matvörur og bygginga- vörur, en síðan eru til markaðir þar sem aðeins einn aðili er markaðsráð- andi eins og t.d. í póst- og heilbrigð- isþjónustu. Ef litið er til vörusviða þá er markaðsráðandi staða víða finnan- leg, t.d. ef litið er á heildsölu á morg- unkorni og sykri. Þróunin ræðst af vinsældum og gengi fyrirtækja, sem kjósa flest að sækja fram og stækka fremur en að standa í stað. Ísland er lítill markaður sem býður ekki upp á mikla flóru fyrirtækja í hverri grein. Hagkvæmni stærðar fyrirtækja er oft afgerandi um sam- keppnishæfni þeirra. Fákeppni er alls ekki óskastaða, en það er óraun- hæf rómantík að halda að fjöldi fyr- irtækja geti þrifist í öllum greinum verslunar á Íslandi. Á matvörumark- aði, bæði á heild- og smásölustigi, er verðsamkeppni mikil og nýta verður til hins ýtrasta alla möguleika til að ná samkeppnisstöðu. Þarna ráða fá og stór fyrirtæki ferðinni á báðum sölustigum. Mikilvægt er að allir hafi möguleika á að hefja rekstur þar sem þeir kjósa og að réttur þeirra sé virt- ur. En það er jafnmikilvægt að við- urkenna rétt þeirra sem standa sig í samkeppni til að njóta árangurs svo lengi sem þeir misbeita ekki aðstöðu sinni og brjóta með því samkeppnislög. Gild- andi lög verða menn að virða og hlíta ákvæðum þeirra í starfsemi sinni. Sannist brot á fyrirtæki þá gjalda þau fyrir það. SVÞ – Samtök versl- unar og þjónustu sem eru landssamtök til- vitnaðra greina og hafa m.a. innan sinna vé- banda þorra allrar smá- söluverslunar í landinu, þ. á m. alla smásölu- verslun með matvörur, hafa látið góða við- skiptahætti mikið til sín taka. Þannig hafa þau í samráði við viðskiptaráðuneytið, Neytendasamtökin og Samkeppnis- stofnun fyrir alllöngu sett siðareglur um netviðskipti fyrirtækja og neyt- enda, fengið Samkeppnisstofnun til að gefa út leiðbeiningar um verklag við gerð og birtingu verðkannanna og tekið þátt í að útbúa rýmri skilaregl- ur fyrir neytendur í viðskiptum við smásöluverslunina en lög ákveða. Þetta hefur verið ánægjulegt sam- starf og gott að heyra hversu vel þetta hefur svarað þörfum hinna ýmsu aðila sem þetta varðar. Það var síðan hinn 7. maí árið 2001 eftir mikl- ar umræður um grænmetisverslun að SVÞ boðaði samtök heildsalanna, Samtök verslunarinnar FÍS, til fund- ar til að ræða um siðareglur fyrir samskipti smásala og birgja. Þessu var hafnað og ekki talið tímabært að ræða þetta. Þarna var liðið hálft ár frá því að SVÞ hafði sent stærstu að- ilunum í smásöluverslun með mat- vörur eintak á ensku og íslensku af þeim reglum sem helstu verslunar- fyrirtæki á smásölumarkaði með matvörur í Bretlandi höfðu samþykkt að höfðu samráði við Samkeppnis- stofnunina (Office of Fair Trading) í Bretlandi. Hér var þetta tekið til skoðunar og byrjað að innleiða svip- aðar reglur frá ársbyrjun 2001. Þarna var því kjörið tækifæri fyrir samtök heildsölu- og smásölustigsins að ræða málið og freista þess að ná saman um slíkar siðareglur. Smásöluverslunin taldi eðlilegt og tímabært að taka upp slíkar siðaregl- ur en samtök heildsala greinilega ekki. Nú kemur í ljós í ræðu for- manns heildsalanna, að heildsölufyr- irtækin treystu ekki samtökum sín- um til að vinna þetta verk og vísa málinu því til Samkeppnisstofnunar. Smásöluverslunin treystir sínum hagsmunasamtökum fyllilega til að leiða málið til lykta enda höfðu þau átt frumkvæði að því og að grunni til eru reglurnar frá bresku Samkeppn- isstofnuninni sem Samtök verslunar- innar FÍS vitna til í samþykktum sín- um. Einhvern tíma hefur nú verið meira ris á heildsalahópnum! SVÞ telja að hagsmunasamtök verslunarinnar eigi að starfa saman að hagsmunum greinarinnar en ekki eyða orku í að troða illsakir hverjir við aðra. Það myndi styrkja hina mik- ilvægu grein, sem verslunin er á Ís- landi, að hagsmunasamtök þeirra töl- uðu einni röddu. Því ber að harma ummæli og afstöðu heildsalanna varðandi smásöluverslunina. Yfirleitt sýna menn viðskiptavinum sínum þá kurteisi að ræða við þá eða samtök þeirra um þau mál sem ástæða þykir til að breyta. Þannig má yfirleitt ráða bót á flestum hlutum með sem minnstri fyrirhöfn og skaða fyrir alla aðila. Hugmyndir Samtaka verslunar- innar FÍS um að skipta eigi upp fyr- irtækjum sem gengur vel í rekstri á Íslandi og hafa stækkað þannig að þau hafi markaðsráðandi stöðu eru undarlegar. Íslensk lög eru eins og lög flestra siðmenntaðra þjóða þann- ig að þvílíku úrræði má aðeins beita ef almannaheill liggur við og skulu þá koma fyrir fullar bætur. Sjá menn virkilega fyrir sér að ríkið innleysi til sín hluta af þeim fyrirtækjum sem áður voru nefnd og eru starfandi á mörgum sviðum atvinnulífsins og hefji síðan sölu á þessum brotum, e.t.v. í gegn um einhverja nýja sölu- nefnd? Ég held varla, enda ólíklegt að það leiddi til skilvirkari þjónustu og hagstæðara verðs fyrir neytend- ur. Ummælum nokkurra stjórnmála- manna í sama dúr verður að taka með fyrirvara. Stjórnmálamenn hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að láta það flakka sem í kollinn kemur inni á Alþingi og gera það greinilega stund- um, en verða annars staðar að tala af fullri ábyrgð í opinberri umræðu. Reynist markaðsráðandi fyrirtæki sek um að misbeita aðstöðu sinni hlýtur sektarákvæðum samkeppnis- laga að vera beitt fremur en upp- kaupum. Nú þykir mér tíra! Sigurður Jónsson Verslun Hagsmunasamtök verslunarinnar segir Sigurður Jónsson, eiga að starfa saman að hagsmunum greinarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Í BARNALÖGUM er sá ágalli að einungis móðir og barn geta átt aðild að barnsfaðernismáli. Hæstiréttur Ís- lands kvað upp þann dóm 18. desember 2000 að þessi ágalli á barna- lögum bryti í bága við stjórnarskrána. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá mér og þremur öðrum þing- mönnum Samfylkingar- innnar, sem lagt er fram til að bæta úr þessu. Fjórar leiðir til feðrunar Faðerni barna er ákvarðað með fernum hætti samkvæmt lög- um. Í fyrsta lagi verða börn sem fæðast í hjú- skap foreldra sjálfkrafa börn eigin- manns, samkvæmt faðernisreglunni eða „pater-est“-reglunni sem byggist á því að svo sterkar líkur séu fyrir því að barnið sé getið í hjónabandinu að gengið er út frá því sem reglu að eig- inmaðurinn sé faðirinn. Í öðru lagi nær reglan til barna sambýlisfólks þegar foreldrar búa saman við fæð- ingu barnsins en er þó bundin því skil- yrði að móðir hafi lýst mann föður. Í þriðja lagi verður barn sem fæðist ut- an hjónabands eða sambúðar feðrað með faðernisviðurkenningu þess manns sem móðir kennir föður þess. Í fjórða lagi verður barn fætt utan hjónabands eða sambúðar feðrað með dómi í faðernismáli gangist maður sem móðirin hefur lýst föður barns ekki við faðerninu. Engin bein úrræði fyrir feður Í íslenskum rétti er ekkert sem skyldar móður til að feðra barn sitt og karlmaður sem telur sig vera föður að barni hefur engin bein lagaúrræði til að fá skorið úr um hugsanlegt faðerni sitt ef móðirin lýsir hann ekki föður. Þó má lesa úr barnalöggjöfinni þau grundvallarsjónarmið að ekki sé ein- ungis æskilegt að börn verði feðruð heldur einnig að þau verði réttilega feðruð. Mörg ákvæða barnalaganna miða að því að niðurstaðan í faðern- ismálum leiði til rétts faðernis og reglur um málsmeðferð barnsfaðern- ismála mótast einnig af því að faðir og barn hafi hagsmuni af því að niður- staðan leiði til þess að kynfaðir verði jafnframt faðir að lögum og að það gerist með sem minnstri röskun fyrir móðurina. Hagsmunir barnsins Barnalöggjöfin byggist á því meg- insjónarmiði að barnið hafi sjálfstæða réttarstöðu gagnvart foreldum og hið sama gildir um barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Þessi réttindi barnsins geta verið lagaleg, félagsleg, efnahagsleg og menningarleg. Þegar hagsmunir barns rekast á hagsmuni annarra, t.d. foreldra, skulu hags- munir annarra víkja en hagur og þarfir barnsins sitja í fyrirrúmi. Samkvæmt íslenskum lögum og al- þjóðasamningum eiga börn rétt til verndar og umönnunar foreldra sinna. Því má segja að réttur barnsins til umönnunar kynföður síns sem vill taka þátt í uppeldinu sé sjálfstæður réttur þess. Börn hafa einnig fjár- hagslega hagsmuni af réttri feðrun. Fyrir utan framfærslu föður njóta þau erfðaréttar eftir föður og föður- frændur og þau geta öðlast skaða- bótarétt fyrir missi framfæranda og lífeyrisréttindi við lát foreldris. Rétt feðrun leiðir einnig til þess að ljóst er hver eru systkini barns og kemur þannig í veg fyrir skyldleikagiftingar. Í kjölfar nýrrar þekkingar á sviði læknavísinda, er ekki síður mikilvægt að vita uppruna sinn og getur það oft skipt sköpum. Nýir möguleikar til lækninga alvarlegra sjúkdóma byggj- ast á skyldleika, s.s. merg- og líffæra- flutningar. Margir sjúkdómar tengj- ast erfðum og getur vitneskja um þær bætt möguleika á fyrirbyggjandi að- gerðum. Hagsmunir barnsins eru því ekki hafðir að leiðarljósi, þegar aðild þriðja manns er útilok- uð. Rétti föður jafnað við rétt móður Í réttarvitund al- mennings er krafan um jafnan rétt eintaklinga orðin sjálfsögð og hefur náð að lita innviði sam- félagsins. Þetta hefur speglast í löggjöf Vest- urlanda. Þannig hefur réttarþróun miðað að því að jafna stöðu ís- lenskra barna án tillits til ytri aðstæðna, svo sem hjúskaparstöðu foreldra. Þróunin hefur einnig mætt kröfunni um að jafna beri stöðu foreldra gagn- vart börnum sín með því að styrkja réttarstöðu föður, t.d. þegar óvígðri sambúð var jafnað við hjúskap við feðrun. Það gerðist einnig með lög- festingu réttar föður til umgengni við óskilgetið barn sitt. Þá hefur löggjaf- inn leitast við að jafna stöðu foreldra í ágreiningsmálum um forsjá og lög- fest reglu um sameiginlega forsjá. Réttarstaða feðra í faðernismálum er í hrópandi andstöðu við almenna rétt- arvitund og eðlilega þróun í jafnrétt- ismálum á Íslandi. Hún er andstæð lögum, sem kveða á um að allir skuli jafnir fyrir lögum án tillits til kynferð- is. Hún er einnig í andstöðu við stjórnarskrána og alþjóðasamninga á sviði jafnréttismála og mannréttinda- sáttmála Í 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög nr. 97/1995, er kveðið á um að menn skuli almennt eiga rétt á að bera mál sín undir dómstóla. Tak- mörkun á aðgangi þeirra sem telja sig vera feður barna að dómstólum lands- ins er í andstöðu við regluna sem tryggir aðgang manna að dómstólum og rétt þeirra til að fá þar úrlausn um hagsmuni sína, hvort sem er í einka- málum eða sakamálum sbr. dóm Hæstaréttar. Sá réttur er einnig tryggður í mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur verið lögfestur hér í heild og alþjóðasamningi um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi. Mannréttindi þriðja manns og barns Í fyrra hélt Mannréttindaskrifstofa Íslands og Mannréttindahópur ELSA, samtaka evrópskra laganema á Íslandi, málþing í kjölfar rannsókn- arverkefnis þeirra um aðild þriðja manns að vefengingarmáli. Það er mál sem höfðað er til að hnekkja fað- erni barns sem ákvarðað hefur verið með „pater est“ reglunnni eða faðern- isreglunni. Þar var komist að eftirfar- andi niðurstöðu, sem er í samræmi við frumvarp okkar: „Við teljum að fað- ernisreglan verði áfram góð og gild meginregla, fái þriðji maður, sem leiðir að því líkur að hann sé faðir barns fætt í hjónabandi annarra, möguleika á aðild. Þetta teljum við vera mannréttindi þriðja manns og barnsins. Við teljum þessa hagsmuni vega þyngra en þá hagsmuni sem búa að baki reglunni eins og hún er í dag.“ Faðernisreglan og réttur feðra Ásta R. Jóhannesdóttir Feðrun Réttarstaða feðra í faðernismálum er í hrópandi andstöðu við almenna réttarvitund, segir Ásta R. Jóhann- esdóttir, og eðlilega þróun í jafnréttis- málum á Íslandi. Höfundur er alþingismaður. G LF í Túnis Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.  Golf við kjöraðstæður í þægilegu loftslagi.  Fyrsta flokks strandhótel, góður matur og þjónusta.  Sérlega áhugaverður menningarheimur.  Brottför 26. apríl. Fararstjóri Sigurður Pétursson golfkennari. Verð kr. 145.800 í tvíbýli innifelur: Flug, fararstjórn, akstur, gistingu, hálft fæði og 8 vallargjöld. Ferðaskrifstofa Vesturlands, sími 437 2323. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is Bossakremið frá Weleda – þú færð ekkert betra Fæst í: Þumalínu, Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyf og heilsu og Apótekinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.