Morgunblaðið - 12.03.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.03.2002, Qupperneq 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 19 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 20-40% afsláttur af allri innimálningu Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. á innimálningu TILBOÐ PÁSKA VEL heppnaðir stórtónleikar fóru fram í Fjölbrautaskólanum á Sel- fossi fyrir skömmu á vegum Skálafélagsins sem vinnur að end- urbyggingu Tryggvaskála á Sel- fossi. Á tónleikunum komu fram söngvararnir Kristinn Sigmunds- son og Gunnar Guðbjörnsson. Þeir sungu við undirleik Jónasar Ingimundarsonar og var fagnað lengi og innilega í þéttsetnum samkomusalnum í skólanum. Þeir félagar fluttu söngva úr fimm óperum, Töfraflautunni, Ástardrykknum, Seldu brúðinni, Faust og Perluköfurunum. Í lokin sungu þeir síðan lag Jónasar Ingimundarsonar við ljóðið Vetr- ardagur eftir Stefán Hörð Gríms- son og var því mjög vel tekið enda ákaflega fallegt. Af sinni al- kunnu hógværð útskýrði Jónas hvers vegna hann væri að fikta við að semja lög: „Ég geri þetta stundum í staðinn fyrir að ráða krossgátur.“ Morgunblaðið/Sig. Jóns Gunnari, Kristni og Jónasi var vel fagnað á tónleikunum á Selfossi. Stórsöngvurum vel fagnað Selfoss SÍMINN hefur verið að end- urnýja búnað við símastreng- inn sem liggur um Norður- Hérað svo nú er kleift að flytja ISDN-samband um strenginn. Nú eiga allir bæir á Norð- ur-Héraði kost á að fá ISDN- tengingu nema Aðalból í Hrafnkelsdal, þangað var tal- ið of langt til að það réttlætti þann kostnað sem hlotist hefði af því að koma þangað þessari tengingu. Þetta er mikil bót fyrir símnotendur á svæðinu, áður var símasambandið svo slæmt að allskonar aukahljóð voru á línunni sem slitu tölvuteng- inguna og illa heyrðist í sím- anum, auk þess sem sím- númerabirtar virkuðu ekki á stórum svæðum í sveitarfé- laginu. Gamla tengingin var svo slöpp að fólk á svæðinu sem var tölvuvætt og með netið hafði ekki hálft gagn af tölvutengingum sínum, teng- ingin var seinvirk, erfitt reyndist oft að ná sambandi og síðan slitnaði sífellt. Þeir sem þegar hafa nýtt sér þennan nýja kost í þjón- ustu Símans eru mjög ánægð- ir með breytinguna, nú heyr- ist mun betur í símanum á svæðinu og tölvutengingin er mun hraðvirkari en áður var. Að sögn Jóhanns Elísers- sonar hjá Símanum á Egils- stöðum tóku nær 20 símnot- endur á Norður-Héraði strax inn ISDN-tengingu þegar hún stóð til boða og fleiri eru að hugsa sinn gang varðandi þennan nýja valkost. Stefnt er að því að klára ISDN-væð- inguna á öllu Fljótsdalshéraði á þessu ári. ISDN-væðingin er langt komin á Vopnafirði og henni er lokið í Breiðdal. Segja má að þessari tengingu muni ljúka að mestu leyti á Austur- landi á árinu auk þess sem fólk á helstu þéttbýlisstöðum á Austurlandi á kost á ADSL- tengingu. ISDN- teng- ing á Norður- Héraði Norður-Hérað BÖRN á aldrinum þriggja til fimm hafa notið þess í febrúar að fá íþróttaþjálfun einu sinni í viku í Íþróttamiðstöðinni. Hugmyndin hefur verið í deiglunni undanfarin tvö ár en það var Magnús Þor- grímsson sálfræðingur sem kom henni í framkvæmd. Hann talaði við forsvarsmenn íþróttamála í Borg- arbyggð og fékk íþróttasalinn leigð- an. Þarnæst fékk hann foreldra- félag leikskólans í lið með sér og boðað var til fundar í lok janúar. Um þrjátíu manns mættu á fundinn þannig að greinilegt var að áhugi var mikill. Skipuð var stjórn for- eldra til að standa fyrir þessu en í stjórninni eru m.a. iðjuþjálfi, þroskaþjálfi og leikskólakennari. Málið virtist ætla að stranda á því að fá íþróttakennara en svo fékkst Sigurður Örn Sigurðsson nemi í íþróttakennaraháskólanum til þess að vera í fjögur skipti. Magnús seg- ir að bærinn hafi veitt þeim braut- argengi og útvegað þeim salinn frítt. Framhaldið ræðst síðan af því hvernig gengur og hvort íþrótta- kennari fæst áfram til þess að þjálfa börnin. Íþróttir fyrir alla – líka litlu krakkana Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Á VORDÖGUM verður nýtt fjölnotahús í Þykkva- bæ tekið í notkun en smíði þess hófst fyrir rúmu ári. Burðarvirki hússins, styrk- ingar og tilheyrandi upp- setningar var keypt úr öðru Tívolíhúsanna sem áður stóðu í Hveragerði. Húsið sem hannað er af Vífli Magnússyni er rúmlega 1.300 fermetrar að flatar- máli á tveimur hæðum, þar af er neðri hæð um 1.000 fermetrar með 546 fermetra íþróttasal, búningsaðstöðu, áhalda- geymslu og rými fyrir mötuneyti grunnskóla hreppsins auk kennslu- aðstöðu í heimilisfræðum. Þá er ótalið rými í húsinu fyrir skrifstofu hreppsins, aðstöðu fyrir góðgerð- arsamtök eins og kvenfélagið og ungmennafélagið og hugsanlega bókasafn hreppsbúa. Húsið kemur til með að leysa margvíslegan hús- næðisvanda hreppsbúa og mun nýt- ast til margs konar afþreyingar og menningar. Að sögn Heimis Haf- steinssonar oddvita Djúpárhrepps hefur ástandið í húsnæðismálum hreppsins verið afar slæmt eftir jarðskjálftana sumarið 2000, en þá eyðilagðist gamla samkomuhúsið og var í kjölfarið tekið úr notkun. Nýtt íþróttahús senn tilbúið Þykkvibær Morgunblaðið/Aðalheiður Heimir Hafsteinsson, oddviti Djúpár- hrepps, virðir fyrir sér framkvæmdir í nýja íþróttahúsinu í Þykkvabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.